Dagur - 09.12.1937, Blaðsíða 1

Dagur - 09.12.1937, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Áfgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓB, Norð- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. XX. árg. I t Akureyri 9. desember 1937. Raf¥eitumálill. Bœfarstfóri og V. Þór farnir til Reykfavíkur, til þess að ganga frá lántöku til rafveitunn- ar fyrir bœinn og gera annan nauðsynlegan undirbúning til framkvæmda málsins. Eins og kunnugt er og áður hef- ir verið frá skýrt í þessu blaði hefir Vilhjálmur Þór fram- kvæmdastjóri að undanförnu leit azt fyrir um lántöku erlenöis ul hmnar fyrirhuguðu rafvivkjunar við Laxá í Suður-Þingeyjarsv'slu. Frá því var greint í síðasta tölu- bL að nokkur afturkippur hefði kómið í lántökumöguleika þessa, af því að fleiri höfðu tranað sér fram í sambandi við lántökuna, eða útvegun lánsins, en sem betur fór lagaðist þetta brátt og er nú svo komið, að miklar líkur, ef til vill full vissa, eru fyrir því, að lán þetta fáist í Bretlandi. Er búist við að það verði að upphæð 80— 100 þúsund sterlingspund. Lánið er affallalaust, en vextir 4Y2%. Lánstíminn 22 ár. Sigursteinn Magnússon fram- kvæmdastjóri í Edinborg hefir unnið að lántökunni og er um- boðsmaður við samningagjörðina. Sigursteinn er ættaður héðan úr bæ og uppalinn hér. Bar snemma á atgjörvi hans og ó- venjulega miklum áhuga viðhvað eina, er hann tók sér fyrir hend- ur. Hann hefir heldur ekki brugð- izt þeim vonum, er við hann voru tengdar í æsku, því nú stendur hann í brjóstfylkingu ötulla og dugandi íslendinga. Mega Akur- eyrarbúar lengi minnast þess, að hann hefir reynzt þeim giftu- drjúgur í þessu mikla nauðsynja- og velferðarmáli þeirra. Vilhjálm- ur Þór, sem þekkir Sigurstein vel, kunni einnig að velja sér hæfan mann til að vinna að lántökunni í Bretlandi. Á aukafundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar eftir síðustu helgi var samþykkt uppkast að skuldabréfi fyrir væntanlegu láni, og sam- kvæmt ósk rafmagnsnefndar fóru þeir Steinn Steinsen bæjarstjóri og Vilhjálmur Þór til Reykjavík- ur með Dettifossi' til þess að starfa að sem skjótastri úrlausn rafveitumálsins, bæði viðvíkjandi lántökunni sjálfri, ríkisábyrgðinni fyrir láninu o. fl. Er því þess að vænta að hægt verði hið bráðasta að hefja veru- legar framkvæmdir í þessu stór- máli Akureyrarbæjar og nærsveit- anna.__________________ Magnús GuOmyndsson. Dauðinn lætur skammt , stórra höggva í milli í sveit hinna starf- andi stjórnmálamanna vorra. Sr Sigfús Jónsson, Jón Ólafsson og nú Magnús Guðmundsson, — allir á einu missiri. Allir þjóðkunnir menn. Allir þvílíkir menn, að mikil eftirsjá er að. Hér í Skagafjarðarsýslu var M. G. búsettur aðeins fá ár. En á þeim árum — og raunar einnig síðan — aflaði hann sér þeirra vinsælda og þvílíkrar virðingar, að vart getur þann Skagfirðing, er þekkti Magnús persónulega — hverjum flokki stjórnmála, sem hann kann að fylgja, — að eigi sakni mannsins. M. Guðm. átti óvenjulangan starfsferil að baki — ekki eldri maður, og að ýmsu leyti glæsileg- an. Hann kom mjög við hina póli- tísku sögu, og stóð jafnan meðal hinna allra fremstu í stjórnmála- baráttunni um tveggja áratuga skeið. Og þó að rríér, pólitískum andstæðingi, fyndist honum að vísu opt vera mislagðar hendur í skoð- unum, tillögum og framkvæmd- um, þá hefi eg aldrei efast um, að hann hafi jafnan breytt og barizt af fullkominni einlægni." M. Guðm. var manna skyldu- ræknastur í embætti. Og hann hafði lengstum þau störf með höndum, er hlutu að veita honum, svo greindum og glöggum manni, tilvalið tækifæri til að auðgast að hagnýtri þekkingu á fjármálum og atvinnuháttum, einkum landbún- aði, enda lét hann og þau mál sér- staklega til sín taka. M. G. var af bændafólki alinn. Sjálfur var hann fæddur bóndi. Og bóndinn bjó í honum alla stund — enda unni hann íslenzkri bændastétt. — M. Guðm. var áhrifamaður í stærsta stjórnmálaflokki landsins og þrisvar sinnum ráðherra. Þrátt fyrir þessa góðu aðstöðu verður þó ekki séð, að hann hafi markað djúp spor í þróunarsögu þjóðar- innar á þessum árum. Hann verð- ur því naumast talinn mikil- menni. Ef til vill skorti hann karl- mennsku foringjans. Ef til vill rann blóðið ekki nógu ört í æðum hans. En M. Guðm. var sanngjarn maður og prúður, samvizkusamur og samvinnuþýður. Hann var góÖ- vxenni. Hér í Skagafirði hefir stjóm- málabaráttan einatt verið hörð — og aldrei harðari en á s.l. vori. Um mörg ár höfðum við M. Guðm. varla hittst með öðrum hætti en sem andstæðingar á pólitískum fundum. Og fyrir síðustu alþingis- kosningar áttum við í megnum deilum á mörgum fundum. Þá fann ég það gerla, að hann var farinn að þreytast. En ég fann hitt líka, hversu fjarri honum var að erfa það, þótt upp á kynni að slettast vinfengið í orustuhita dagsins. Og þó fann ég það ef til vill aldrei betur en þá, er við hittumst í hinnsta sinn, fyrir liðugum mán- uði síðan, hversu prúður maður hann var, — drengskaparmaður. Og var þó aðeins lítið atvik og ó- merkilegt, sem olli því. Víst er það gott að eiga góða menn að samherjum. En það er líka mikils um hitt vert, að hafa við drengilega andstæðinga að eiga. Gísli Magnússon. Sjón ef sögu tikari. Ferðafélag Akureyrar opnaði ljósmyndasýningu í Verzlunar- húsinu París s.l. sunnudag. Mynd- irnar á sýningunni eru hinar sömu og Ferðafélag íslands sýndi með ágætum árangri í Reykjavík fyrir skömmu síðan. Á mynda- skránni eru hátt á fimmta hundr- að myndir, og gefur þar að líta flest af þeirri fegurð, sem ein- kennir íslenzka náttúru og um- hverfi, hvar sem er á landinu. Þeir, sem ekki hafa átt þess völ, að ferðast um landið, sem þeir eru bornir og barnfæddir í, hafa þó allflestir sterka þrá til að ferð- ast og fá að sjá með eigin augum þá staði, sem þeir hafa heyrt mikið látið af, og margur mun sá, er taka mundi vilja undir með Norðlendingnum, sem kvað: Þau laða og seiða hin ljósu fjöll og langar heiðar og vatnaföll. Glampandi tindar, gras og snjór, glitrandi lindar og hvannamór. Hálendið ögrar og heiðin væn — þó hérna í sveit séu túnin græn, mig langar til fjallanna langt á brott, að liggja úti mér þætti gott. En eg er bundinn við bú og sveit, þó brúnin ögri mér fagurleit, þá sit eg heima við heyskapinn en hugann dreymir um öræfin. Því miður eiga ekki allir heim- angengt, þegar fjöllin og náttúran eru sem girnilegust heim að sækja, en nú vill svo vel til, að myndir af mörgum þeim stöðum, sem þeim, er ekki hafa séð þá, en leikur mikil forvitni á að sjá, er á ljósmyndasýningunni og þangað er auðvelt að komast, að minnsta kosti fyrir þá, er á Akureyri búa. Þar geta menn séð ágætar myndir af íiöllum, fossum, jöklum, vötn- um, bæjum og þorpum, sem þeir hafa heyrt sagt frá en aldrei séð. Látið því ekki dragast að sækja ljósmyndasýningu Ferðafélags ís- lands, notið tækifærið og skoðið myndirnar. Sjón er sögu ríkari. F. H. B. I. O. O. F. = 11012100 = Mörgum Akureyringum er kunnugt, c-.ö frú Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjáns- son, hefir verið búsett i Hamborg um nokkurra ára skeið og lagt stund á píanóleik hjá frægum kennara, Hans Hermanns. Nú í vetur, 19. nóv., tók hún þátt í konsert, sem haldinn var í minn- ingu um tónskáldið Brahms, og fara hér á eftir ummæli tveggja blaða um þenna konsert: »Brahms-kvöld. Stjórnandi Hamborgar Klavier-Akademie, Hans Hermanns, gekst fyrir hljómleikum til minningar um Brahms, sem voru tileinkaðir píanó- verkum hans, í minni salnum í Hljóm- leikahöllinni. Þátttakendur voru að mestu leyti nemendur, sem hafa tekið ííkispróf og nokkrir langt komnir píanó- leikarar. — — — — Einnig í hinum verkefnunum voru sýnd mörg góð afrek, sem hvíldu á traustum, listrænum grund- velli, t. d. af Hermínu Kristjánsson i f- moll-sónötunni--------«. Hamburger Fremdenblatt 20. nóv. 1937. ^Hamborgar Klavier-Akademie gekst fyrir Brahms-minningarkvöldi undir stjórn Hans Hermanns í minni sal Hljómleikshallarinnar. Ellefu píanóleik- arar og nemendur þessa þekkta píanó- kennara (Pádagoge) spiluðu verk frá hinum mismunandi starfstímabilum Joh. Brahms. Öllum, sem aðstoðuðu við hljómleikana var sameiginleg vel þrosk- uð teknisk kunnátta, einkum vandlega æft >dynamis«-blæbrigðaríkt áslag (Anerehlag). Sérstaklega skal bent á túlkun f-moll-sónötunnar hjá Herminu Kristjánssn, sem var tekniskt vand- virknislega hefluð og einkum í Andante- partinum músikalskt sannfærandi«. Hamburger Nachrichten 20. nóv, 1937.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.