Dagur - 09.12.1937, Blaðsíða 3

Dagur - 09.12.1937, Blaðsíða 3
59.£tbl. i D A G U R 241 inga- og spillingaöflum kommún- ista að hafa nokkur áhrif á niður- stöður og viðhorf, og allra sízt sitja fundi, er taka ættu ákvarð- anir um mikilsvarðandi mál, er nauðsynlegt væri að íhuga af skynsemi og sanngirni. Framkvæmd vinnudeilunnar hér á Akureyri er orðin landfræg að endemum. Alþýðuflokksforustan leyfði sér að sleppa taumun- um algerlega í hendur eins lítil- siglds manns, sem sér til aðstoðar hafði menn, sem sýnilega ekki skildu, að hér var ekki um neina venjulega kaupdeilu að ræða, þar sem vopnunum var snú- ið að öllum samvinnumönnum landsins, en ekki að einstaklingi. Þeir gerðu allar sínar ráð- stafanir hér í krafti minni hlut- ans og undir þennan minni hluta báru þeir allar sínar gerðir. Afskipti Alþýðuflokksins af neytendasamtökunum hafa til skamms tíma verið næsta lítil og er það flokknum til lítils sóma. En þó hefði hann betur heima set- ið, en að fara af stað með slíkar aðfarir, sem hér hafa verið hafðar i frammi. Fyrsta krafan, sem gera verður til þeirra, er þeir ráðast í stórræði slík sem vinnudeiluna, er að þeir skipi hingað til forustu sæmilega gætnum og skynsömum mönnum, og hafi þeir ekki mörg- um slíkum á að skipa, færi betur á því að þeir hinir fáu hefðu eft- irlit með gerðum manna sixma hér. Hagsmunamál kaupfélaganna eru hagsmunamál almennings í landinu og of mikilvæg til að verða gerð að leiksoppi í höndum kommúnista og annara vandræða- manna. Til Bretlands má rekja sögu margra þjóðfélagslegra endurbóta- hreyfinga á síðari öldum. Þangað hafa margar þjóðir sótt ýmsar mikilsverðar nýjungar, og enn í dag horfir heimurinn á Breta, sem útverði lýðræðis og frelsishugsjóna gegn villimennsku Stalinisma og fasisma. Og vel mætti Alþýðuflokkurinn íslenzki tileinka sér eitthvað af viðhorfi brezka verkamanna- flokksins til samvinnufélaganna; það hafa honum merkari verk- lýðsflokkar gert. Samningaráð verkamanna og samvinnumanna er í ætti sæti beztu menn verkamanna ásamt forystumönnum samvinnumanna, mundi væntanlega í framtíðinni afstýra óhæfu eins og þeirri, er höfð hefir verið í frammi hér í bænum nú undanfarið. Og á því ætti ekki að vera neinn vafi, að slíkt ráð mundi taka sæmilegar og skynsamlegar á málunum en gerðu Jón Sig- urðsson og kumpánar þeir, sem honum voru til aðstoðar. Kvöldfagnað hefir kristniboðsfélag kvenna í húsi sínu »Zíon«, föstudaginn 10. des. n.k. kl. 8,30 e. h. Jón Gunnlaugs- son, stúdent, flytur erindi. Ungfrú Guð- rún Þorsteinsdóttir syngur einsöng. Ennfremur kaffi sem innifelst í inn- gangseyrinum, en hann er kr. 1.25. Á- góðinn rennur í hússjóð. Búðardraigarnir. Eftir Pétur Sigurðsson. Fyrr á tímum var það siður, að grýta, brenna og krossfesta þá menn, sem fóru með aðfinnslur og ávítur, ef eitthvað bragð var að orðum þeirra. Þetta þykir ómannúðleg aðferð nú orðið, og reyna menn þá oft að drepa allar aðfinnslur með því að þegja þær í hel, eða kæfa í fullkomnu kæru- leysi. — Hugsandi og skynsamir menn taka ávítum og aðfinnslum hyggilega og læra af þeim. Þeir eru alltaf margir, sem eru svo vel af Guði gerðir, en hinir eru of margir, sem móðgast og ganga aftur á bak, eins og svínið, ef því er ýtt áfram. Nauðsyn hefir neytt mig til að flytja tvö útvarpserindi um ó- þrifnað. Fyrir þessi erindi hefi eg fengið geysilega mikið þakklæti, hvar sem eg hefi farið um landið, og má eg því vel una. Hitt hefir þó ekki farið í felur, að margir hafa móðgast. Má þetta furðulegt kallast, þar sem óþrifnaður en enn svo almennur, að uppalandi kraft- ar í þjóðfélaginu eiga þar við raman reip að draga. Skólastjóri við fjölmennan barnaskóla sagði mér af stríði þeirra á þeim stað við lúsina. Kennari á öðrum stað sagðist eiga erfitt með að verja sín eigin börn fyrir lús í skólan- um. Við læknisskoðun kom það í ljós í skóla á þriðja staðnum, að meira en einn þriðji hluti barn- anna hafði lús. Á fjórða staðnum er mér sagt, að læknir hafi bann- að, að skólinn tæki til starfa, fyrr en búið væri að gera alvarlega lúsahreinsun. Þannig mætti víst lengi telja, og er það óhugsandi, að slík óþrif geti átt sér stað jafn almennt og raun ber vitni, nema annar óþrifnaður sé líka á allháu stigi. — Böl að menn skuli ekki vera eins fljótir til að læra þrifn- að eins og til dæmis sígarettu- reykingar og ýmsa aðra fánýta tízku. En það voru búðardraugarnir, sem ég ætlaði að ráðast á, þótt það kunni að valda móðgunum. Það eru mennirnir, sem standa í hópum í verzlunarbúðum, upp við búðarborðið með hendurnar í vös- unum, eða liggja fram á borðið. Hanga þannig tímum saman líkt og hestar, sem hama sigj skjóli við hól eða vegg. Þetta hefi ég víða séð í þorpum og kauptúnum, og er það andstyggilegur siður. Það er menningarskortur og ó- kurteisi við þá, sem inn í búðina koma til að verzla, og auðvitað ó- þægindi og leiðindi fyrir pá, sem afgreiða. — Þegar maður kemur inn í slíkar verzlanir, sem eru þéttskipaðar þessum búðardraug- um, þá finnst manni, sem sóljn hafi gengið aftur á bak, og maður hafi hrökklast nokkra áratugi aft- ur í tímann. Það er ekki nóg að siðmenning kveði niður draugatrú og ímyndaða drauga, hún verður líka að glíma við hina virkilegu og gera þá að prúðum öndum með einþv<?rjum ráðum. GLUGGA- og' DYRATJALDA- EFIVI í fleiri gerðum og litum. D ÍVANTEPPI í fallegu úrvali. Vefnaðarvörudeild. 4 Jólaskórnir i eru mí komnir í fallegu úrvali fyrir karla, konur og börn. | Geymið ekki að kaupa jólaskóna meðan úrvalið er mikið. 4 4 i I 4 ! Kaupfél. Eyfirðinga, Skódeildin. Kirkjan: Messað í Akureyrarkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Guðsþjónustur i Grundarþingapresta- kalli: Grund, sunnudaginn 12. des., kl. 12 á hád.> Kaupangi, sunnudaginn 19. des., kl. 12 á hád., Munkaþverá, jóladag, kl. 12 á hád., Möðruvöllum, annan í jól- um, kl. 12 á hád. stundvíslega, Saurbæ, sama dag, kl. 2 e. h. Álfadansæfing í »Þór« í kvöld kl. 9 e. h í Samkomuhúsinu. Áríðandi að allir þátttakendurnir mæti. Rú$§nesk met! Samkvæmt opinberum skýrslum hafa 1328 manneskjur verið tekn- ar af lífi í Rússlandi í október- mánuði þetta ár. Þetta mun vera eitt mesta morðæði sem gripið hefir nokkra stjórn, svo að engir munu þar skara fram úr nema ef vera kynni ógnarstjórn Robes- pierres í stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi, þar sem af- höfðaðir munu hafa verið um 2000 manns á mánuði um nokkurt skeið. Jafnvel aftökurnar í borgara- stríðinu í Englandi á dögum Cromwells standa langt að baki þessu rússneska meti. Og aftökuæðið heldur áfram af fullum krafti. Nú í vikunni sagði útvarpið frá því eftir fregn frá Moskva, að þá hefði tugur manns verið dæmdur til lífláts fyrir hin- ar fái’ánlegustu sakir. Fréttaritari News Review í London skýrir blaði sínu frá því, að á milli Moskvabúa gangi hvísl- ingar um það, að nú sé félagi Sta- lin búinn að sjá öllum vinum sín- um farborða yfir í annan heim, — nú sé röðin komin að kunningjun- um! isltizkt LEIRMIINIII í miklu úrvali. Kaupfélag Eyfiréinga. Jám- og glervörudeild. Skíði, Skíðabönd, Skíðastafir. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Tækifæriskaup. Eldavél til sölu nú þegar með mjög góðu verði. — Ritstfóri visar á. Bokbandsefni fg|Fjölbreyttar gerðir, nýkomið. Bókaverzlun Þ. Tliorlacius. lítið notað og vandað og orgel til sölu hjá Sigurgeiri Jónssyni Spítalaveg 15, Akureyri. Boið og klæðaskápur til söhi með tækifærisverði. Jóhanna Slgnrðardóttlr, é Brekkugötu 7,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.