Dagur - 16.12.1937, Qupperneq 3
60. tbl.
D A G U E
245
föstum (constructive) sósíalisma
en nokkru sinni fyr á æfinni.
Hann hafi orðið að sannfærast
um, að Þýzkaland jramkvæmdi
þann sósíalisma í verkinu, sem
aðrir láti sér nægja að prédika um
og skeggræða. Það mundi áreiðan-
lega reynast vel, til þess að efla
samstarf og skilning milli beggja
þjóða, Englendinga og Þjóðvei’ja,
að sem flestir Englendingar og þá
sérstaklega stjórnmálamenn, iðn-
aðarhöldar og aðrir, sem áhuga
hafa á þjóðfélagsmálum, gerðu sér
ferð til Þýzkalands og sæu allt
það, sem hann hafi séð.
„Eg kom heim aftur“, segir Aga
Khan, „með þeirri óbifanlegu
sannfæringu, að Hitler sé stórkost-
lega merkilegur maður. Það er
ekki til neins að þverskallast við
því, og dvöl mín í Þýzkalandi
sannfærði mig um það, að stjórn
og þjóð vilja frið. Öll yfirstand-
andi starfsemi stjórnarinnar á
sviði þjóðhags-, viðskifta- og þjóð-
íélagsmála er nátengd friðnum.
Þýzkaland þarf frið til þess að
koma í verk hinum stórkostlegu
framtíðar-áformum sínum. Hvort
sem Þýzkaland er meðlimur
Þjóðabandalagsins nú eða ekki, þá
mun það ávallt vera stoð friðarins.
Hvers vegna? Vegna þess að Hitl-
er getur aðeins framkvæmt end-
urreisn þjóðar sinnar, ef friður
ríkir, annars ekki“.
„En það, sem vakti mesta eftir-
tekt mína á þessu ferðalagi, var
reglan í öllum þjóðhags- og þjóð-
félagsmálum. Þýzkaland er eina
landið í heiminum, sem hefir
komð á hjá sér raunhæfum sósíal-
isma. Allt stefnir að því marki að
veita sem flestum mönnum þá vel-
líðan, sem framast er völ á. Tak-
markið er, innan einhvers ákveð-
ins tíma, að koma á stofn stétt-
lausu þjóðfélagi í hagsmuna- og
félagsmálum þjóðarinnar. Það eru
hvorki aðall né auðmenn, sem
stjórna landinu. En þó að stétta-
mismunurinn sé horfinn, þá ei' þó
alls ekki hin heimskulega hug-
mynd þess jafnaðar, sem vill gera
alla eins, komin í staðinn. Þeir,
sem eru betur gefnir af nátvur-
unnar hendi eða eru starfsamari
og iðnari, fá líka vinnu sína betur
borgaða“.
„Því er oft haldið fram“, segir
Aga Khan ennfremur, „að í
Þyzkalandi séu nú tímar vonleysis
og hörmunga. Eg sá þar ekki eian
einasta mann, sem þjáðist af
fæðuskorti; fólkið, sem eg sá þar,
kvartaði ekki undan matvæla-
skorti. Allt, sem eg sá og heyrði í
Þýzkalandi, sannfærði mig um
það, að þýzku stjórninni er það al-
vörumál að ná vináttu Englend-
inga og einnig um það, að hún vill
efla friðinn“.
Sama daginn, sem viðtal þetta
birtist í blaðinu, stóð þar einnig
grein um ástandið í Rússlandi.
Þessi grein er ekki síður eftir-
tektaverð, ekki sízt vegna þess, að
upp á síðkastið hefir það verið
óvenjulegt að sjá í ensku blaði svo
berorðar greinar um ástandið þar
í landi, eins og raun ber vitni um
í þessari grein.
Blaðið gerir í upphafi allná-
kvæmlega grein fyrir þeim skelfi-
lega „terror“, þeirri miskunnar-
lausu blóðstjórn og harðstjórn,
sem hefir verið þjáningarsaga
rússnesku þjóðarinnar hin síðustu
20 árin. Harðstjórnin í Rússlandi
er eldri, og blóðstjórn hefir mað-
ur sögur af í Rússlandi áður, en
hliðstæð dæmi eru ekki til í ver-
aldarsögunni upp á þær skelfing-
ar, sem yfir Rússland hafa dunið
hin síðustu 20 ár undir stjórn
bolsjevíka. Nú eru, segir blaðið,
fleiri pólitískir fangar ánauðugir í
Síberíu en nokkru sinni áður und-
ir stjórn keisaranna. Það er talið,
að með útrýmingu sjálfseignar-
bændanna (kulakanna) hafi
kringum 1 miljón bændafjölskylda
verið flæmdar frá jörðum sínum.
Fjöldi þessara manna vinna sem
ánauðugir þrælar, meðal annars
við járnbrautarlagningar austur í
Síberíu, eða stunda aðra fanga-
vinnu þar. Það, sem borist hefir
út um vinnu þessara manna og að-
búð alla, er skelfilegt.
Hinn stórkostlegasti og átakan-
legasti „terror“, sem framkvæmd-
ur hafi verið, að yfirlögðu ráði, er
samt hin ,,tilbúna“ hungursneyð á
árunum 1932—33 í Norður-Káka-
sus, Ukraine og Mið-Asíu. —
Sennilega finnst ekkert slíkt
dæmi í sögu mannkynsins. í
Rússlandi sjálfu telja kommúnist-
ar, að í umræddum héruðum hafi
um það bil 7 miljónir manna orð-
ið hungurmorða.
Blaðið minnist meðal annars á
„gjaldeyrispyndingarnar“. Frá
1930 hafi sovétstjórnin hafið
kerfisbundnar ofsóknir gegn mönn-
um, sem grunaðir voru um að
eiga erlendan gjaldeyri. Þeim hafi
verið haldið í fangelsum vikum og
mánuðum saman, og var beitt
hinum svonefndu „þriðja stigs
pyndingum“ við yfirheyrsiur
þeirra, uns þeir létu gjaldeyrinn
af hendi, ef þeir áttu nokkurn. í
Moskva einni saman urðu tugir
þúsunda fyrir þessum ofsóknum.
En öll hefir þjóðin staðið undir
þessum refsivendi. Blaðið lýkur
svo máli sínu: „Morðin, sem ný-
lega áttu sér stað á foringjum
rauða hersins, æðið, sem hefir
gripið stjórpina af hræðslu við
njósnir, fjöldalíflát í öllum lands-
hlutum, sjálfsmorð háttstandandi
embættismanna til þess að forð-
ast það, sem verra var, allt þetta
eru ekki skyndilega framkomin
sjúlcdómseinkenni, heldur aðeins
rökrétt áframhald af ofsóknum og
„terror" Stalins“.
Kirkjan. —• Messað á sunnudaginn
Akureyrj ldukkan 5.
Símakappskák fór fram s.l. sunnu-
dagsnótt milli Skákfélags Akureyrar og
Taflfélags Húsavíkur. Teflt var á 10
borðum. Úrslit urðu þau að Akureyr-
ingar hlutu 6V2 vinning, en Húsvíkingar
3% vinning.
KEA skip: »Snæfell« affermir nú timb-
urfram til KEA á Akureyri, »Hvassafell«
fór frá Grimsby 14. þ. m. áleiðis til ís-
lands.
Kosniogalréttir.
Á meðan facisminn, afkvæmi
kommúnismans, undirbýr næstu
heimsstyrjöld og nýi dósentirm
kveður dyggðir sínar í hinnsta
sinn, gerast markverð tiðindi
austur í Rússíá. íslenzka útvarpið
skyrði nýlega frá því, að þsr
hefðu farið fram kosningar á iyð-
ræðisgvundvelli. Þetta þykir auð-
vita<; ákaflega markvert, því að
þótt íslenzkir kommúnistar hafi
samþykkt hvað eftir arinað und-
anfarin ár að „vernda“ Sovétlýð-
veldin, hefir þeim láðst algjörlega
að koma því til leiðar, að hin
skellihlæjandi rússneska alþýða
(sjá myndir í Þjóðviljanum) fengi
að kjósa fulltrúa sína eins og ann-
að fólk í siðuðum löndum. En lík-
lega hefir Elísabet hvíslað ein-
hverju í eyra Stalins, er hún var
þar eystra, því að nú fóru þar
fram kosningar undir dynjandi
hljóðfæraslætti. Stalin komst svo
að orði, að þetta væru þær mestu
lýðræðiskosningar, sem fram
hefðu farið í heimi hér, og er það
sízt að efa. Auðvitað var aðeins
einn frambjóðandi í hverju kjör-
dæmi og allir úr sama stjórnmála-
flokknum. En hvað um það. Það
getur líka verið lýðræði í því fal-
ið að vera ekki að gera sér leik að
því að fella saklausa frambjóð-
endur.
Við skulum gera ráð fyrir því,
að bylting yrði hér á íslandi. Eftir
20 ár fengi alþýðan svo að ganga
til lýðræðiskosninga. Bumbur
yrðu barðar og allt væri rauðum
fánum skreytt.
Hér á Akureyri yrði þá Stein-
g'rímur einn í kjöri. Það væri ólíkt
mannúðlegri aðferð en síðast,
þegar hver frambjóðandi reyndi
að fella hina. Það er því ekki neitt
undarlegt, þótt kommúnistar dilli
sinni andlegu rófu og æski eftir
kosningum í samræmi við ásinn:
Moskva—Akureyri.
Y.
Bækur.
Gríma. Timarit jyrir ís-
lenzk, þjóðleg fræði. 12. h.
Að þessu sinni hefir Gríma að
flytja meðal annars þátt af Rifs-
Jóku, sem víðkunnug er um Þing-
eyjarþing, skráðan af Benjamín
Sigvaldasyni, þjóðsagnaritara frá
Gilsbakka, frásögn Pálma Hannes-
sonar rektors af svaðilför Kristins
Jónssonar frá Tjörnum í Eyjafirði
suður yfir öræfi, og ýmsar sagnir
úr Vestur-Húnavatnssýslu, skráð-
ar af Friðrik Á. Brekkan skáldi.
Er margt af þessu prýðlega ritað
og kennir margra ólíkra grasa.
Brugðið er upp skyndimyndum úr
lífi íslenzkrar þjóðar á liðnum
öldum, einkennilegt fólk leitt
fram á sjónarsviðið og lýst hinum
óblíðu og stundum miskunnar-
lausu lífskjörum þess og er það
lærdómsríkt fyrir þá kynslóð, sem
nú lifir. Auk þess eru þarna inn-
dælis draugasögur úr Húnavatns-
sýslu, t. d. af Dalkots-Láka,
Hér með tilkynnist vinum og
vandamönnum, að fósturmóðir
min, Indíana Jónasdóttir, andað-
ist þann 11. þ. m. að heimiii
sinu. — Jarðaríörin er ákveðin
þriðjudag 21. desember að Glæsi-
bæ og hefst með húskveðju frá
heimili hinnar látnu kl. 11 f. hád.
Gæsum 13. desember 1937.
Kristján Krisijánsson, kona og börn.
Það tilkynnist að María
Kristfánsdóttir, Garðshorni,
andaðist að Porsuesi 12. þ. m.
Jarðarförin fer fram að heimili
hinnar látnu, Garðshorni, mið-
vikudaginn 22. þ.m. og hefst með
húskveðju kl. 10,30 f. h.
Garðshorni 14. des. 1937.
Börn og tengdabörn.
draugnum, sem stóð fyrir búi
ekkjunnar í Hlíðardal og þ'eim
þremenningunum: Hörgshóls-
Móra, Böðvarshólaskottu og Litlu-
Borgartoppi, sem leiddust oft í
tunglsskini yfir ísinn á Vestur-
hópsvatni.
Þeir, sem starfa að því, að safna
þjóðsögum, vinna ómetanlegt
gagn með því að bjarga frá glötun
allskonar fróðleik um hugsunar-
hátt, siðu og lífskjör þjóðarinnar
á löngu liðnum tímum. Er þetta
óþrjótandi náma fyrir skáld og
sagnfræðinga framtíðarinnar að
ausa af, þegar þeir vilja reyna að
skygnast inn í fortíðina og læra
að skynja hana og skilja.
Gríma er nú orðið mikið safn að
vöxtum og merkilegt.
Margit Ravn: Starfandi
stúlkur. Helgi Valtýsson ís-
lenzkaði. Þorsteinn M.
Jönsson. Akureyri 1937.
Þetta er þriðja ungmeyjabókin,
sem Helgi Valtýsson hefir íslenzk-
að eftir hina vinsælu norsku
skáldkonu. Hinar, sem áður eru
komnar út: Sunnevurnar þrjár og
Eins og allar hinar, hafa þegar
hlotið miklar vinsældir, enda eru
allar þessar bækur fjörlega skrif-
aðar og andinn í þeim sá, að blása
lífskjarki og manndómi lesendun-
um í brjóst. Frú Ravn þekkir vel
kosti og bresti ungra stúlkna, en
hún trúir ávallt á hið göfugasta í
þeim og vill brýna dug þeirra og
heilbrigðan metnað til sigurs.
Málið á bókinni finnst vera óþarf-
lega blandað „agalegum og voða-
legum“ málblómum, hvort sem
það er nú þýðingunni eða höfund-
inum sjálfum að kenna. En ef til
vill tala ungar stúlkur líkt þessu.
Benjamín Kristjánsson.
SUNDFÉLAGIÐ »GRETT1R« heldur
fund í Skjaldborg nxstkomandi sunnu-
dag kl. 4V2 e. h. Ýms áríðandi mál á
dagskrá. Félagar fjölmennið.
Varðstaða læknanna í des. 1937:
16. des.: Pétur Jónsson.
17. des.: Árni Guðmundsson.
18. des.: Jóhann Þorkelsson,