Dagur - 23.12.1937, Blaðsíða 3
61. tbl.
D A G U R
249
jólasöguna á ný um barnið, sem
allir vildu sýna lotningu og færa
gjafir, og englarnir spáðu um, að
verða mundi mikill frelsari á
jörðinni.
En það er ekki nóg að verða
snortinn af þessari sögu einu
sinni á ári. Vér verðum að skilja
það, að hvert einasta mannsbarn,
sem í heiminum fæðist, er systkini
þessa barns. Og hver veit nema
englar himnanna hafi einnig
sungið við fæðingu þess og því
sé ætlað mikið og áríðandi hlut-
verk að vinna í heiminum? Þess
vegna erum vér einnig skyldug
um að auðsýna því lotningu og
færa því gjafir, hinar dýrustu,
sem vér eigum: Vér eigum að
gefa því, ekki aðeins ást vora og
umhyggju heldur og trú vora á
framtíð þess, alúð vora og fórn-
fýsi, vorar æðstu og beztu hug-
sjónir. Með því er von til, að hjá
því glæðist allt, sem göfugast er,
og það nái þeim þroska, sem það
er frekast ákvarðað til.
Ef vér tryðum þannig á æsk-
una og breyttum þannig gagnvart
henni, að vér gleymdum ekki
hlutverki Maríu í jólasögunni, þá
hætti jólahátíðin að vera æfin-
týri eitt, sem kemur aðeins í huga
vorn einu sinni á ári. Hún yrði
megin markmið alls daglegs lífs.
Ef eldri kynslóðin færi með al-
vöru og ástundun að vinna að
þroska og heill hinnar yngri, og
ef hún gerði þetta af fórnfýsi
móðurkærleikans og djúphyggli
vitringanna, þá mundi mannlífið
innan skamms ná að endurfæðast
í anda og sannleika. Þá mundi
dýrð drottins ljóma í kring um
oss.
Þegar vér því á hverjum jólum
þökkum guði fyrir barnið, sem óx
til þess manndóms, að það varð
oss til fyrirmyndar um það, hvað
sé þess vert að sækjast eftir því,
hvað sé þess virði að trúa á það,
og hvað sé þess virði að hugleiða
það í hjarta sínu og gefa börnum
sínum það í arf — þá gleymum
heldur ekki að minnast hennar,
sem hverri þeirri göfugri hugsun
sáði í sál hans í barnæsku, er síð-
ar bar fagran ávöxt.
Ef mörg móðir líktist henni
þyrftum vér eigi nú að horfa með
söknuði út í næturhúmið og
spyrja efandi um dýrð guðs í upp-
hæðum. Fyrir kraft hennar trúum
vér því, að friður guðs muni fyrr
eða síðar taka sér bólfestu með
öllu mannkyni. Þess vegna getum
vér enn lotið henni og heilsað með
þessari fögru latínu-bæn:
Ave Maria, gratia plena.
Það er útlagt:
Heil sért þú, María, full náðar!
jólamessur:
Aðfangadag kl. 6: Akureyri.
Jóladag kl. 11 f. h.: Akureyri.
Jóladag kl. 2 e. h.: Lögpiannshlíð.
2. jóladag kl. 2 e. h.: Akureyri.
(Barnaguðsþjónusta).
Guðsþjónustur i Grundarþingapres
kalli: Munkaþverá, jóladag kl. 12 á hád.
Möðruvöllum, annan í jólum kl. 12 á
hád. stundvíslega. Saurbæ, sama dag
kl. 2 e. h. Hólum, nýársdag kl. 12 á hád.
Grund, sunnudaginn 2. jan. kl. 12 á hád.
jóhann Bersason á Skarði
vegr bjarndýrit.
Ejldur stóð at afli,
óði kvað við hlóðir,
— œsti hyrjar eisu
iðju-þegn í smiðju. —
Brá, er björn á hjarni
bar fyrir dyr at Skarði,
breiðum, blossarauðum
brandi millum handa.
Garpur geiri snörpum,
glóðu roðnum lét boðit
bessa, er beið á rassi,
bana-lag við dagan. —
Svafðist Sváru hœfður
Silfrintoppr af skilfing,
hné með hel und bógi
hlébarður við jarðu.
Hin bókin er Sagnir Jakobs
gamla, þjóðsögu- og sagnasafn,
mestmegnis frá Vestfjörðum, er
Þorsteinn Erlingsson skráði eftir
frásögn fræðaþulsins Jakobs
Aþanasíussonar. Er þar all margt
merkilegra sagna frá síðari árum.
Allar þessar bækur eru- hinar
prýðilegustu og kærkomnar öllum
bókavinum!
Helgi Valtýsson.
Gyðjan og uxinn.
Dró ór und, sás endi
afreksverk, enn sterki,
mæki, — en marðar verður
mjöllu rauð ens dauða.
— Hló við hugr, es bláan
hjalta- greip frá belti
-nað — ok húðfletti hraður
hafliða á skafli.
K. V.
Bækur
Þorsteinn Ertinsgsson: Eiðurinn.
Kvæðaflokkur 3. útgáfa. —•
Reykjavík 1937.
Nú um nokkur ár hefir þessi
þjóðdáði kvæðaflokkur um æsku
og æskuástir Ragnheiðar Bryn-
jólfsdóttur verið útseldur og með
öllu ófáanlegur. Er þó efni hans
jafn ungt og nýtt í huga þjóðar-
innar og eigi sízt nú, þar sem svo
mikið hefir verið skrifað um þc-ssa
ungu konu og Skálholt á síðari ár-
um, og það á þann hátt, að orkað
hefir tvímælis. Er þessi 3. útgáfa
„Eiðsins“ eigi síður vönduð og
prýðileg en hin fyrri, og er því
ein hin fegursta og tilvaldasta
jólagjöf, ljóðelsku ungu fólki —
og öllum ljóðvinum. Er útgáfa
þessi — eins og hin fyrri — prýdd
nokkrum myndum, er gera hana
enn eigulegri og dýrmætari. Þar
eru tvær myndir af skáldinu og
sýnishorn rithandar hans á 1. er-
indi hins dásamlega kvæðis Nótt:
Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
þú bjarta heiða júlínótt.
Ennfremur tvær myndir frá
Skálholti: Skálholtsstaður og hin
veglega dómkirkja, er Brynjólfur
biskup lét byggja, og eru þær
myndir báðar sjaldgæfar, en eiga
hér sérstaklega heima.
Hér er einnig hinn stórmerki
formáli frú Guðrúnar, þar sem
hún segir frá draumi mannsins
síns, skömmu áður en hann and-
aðist, er varð þess valdandi, að
hann brenndi allan kvæðaflokk
ainn, síðari hluta Eiðsins, þar eð
hann var eigi í samræmi við það,
er Ragnheiður hafði sagt skáldinu
og sýnt í draumnum. En fyrri
hlutann var hún mjög ánægð
með. Þar hafði skáldið hitt á hið
rétta.
Og Þorsteinn brenndi öllum síð-
ari kvæðaflokknum og ætlaði að
yrkja hann^upp á ný, hafði allt
efnið tilbúið og niðurraðað í huga
sér þegar eftir drauminn. Og nú
skildi skáldið til fulls „allt líf
Ragnheiðar og dauða — og yfir-
leitt lífið í Skálholti.“ Og hann
hlakkaði til að byrja á ný. „Hús
mitt skal brenna til batnaðar“,
sagði hann við konu síria. En fyrst
a-tlaði hann að yrkja mansöng til
Guðrúnar, og átti hann að standa
framan við síðari hluta „Eiðsins“.
Því henni ætlaði hann að tileinka
þennan mikla kvæðaflokk sinn.
„Nokkrum dögum seinna gekk
hann úr skrifstofu sinni síðasta
sinn upp í svefnherbergið sitt,
með þessar vísur í hendinni, skrif-
aðar með blýanti, sumar þeirra
skrifaði hann í rúminu fyrstu
daga banalegunnar. Blaðið lá á
næturborði hans, er hann var lát-
inn.
Þeim mansaung varð aldrei lok-
ið.“
En það sem búið var af þessum
undurfagra svanasöng Þorsteins
Erlingssonar, er hér prentað fram-
an við „Eiðinn“.
Um þennan þjóðkunna kvæða-
flokk þarf eigi að fara mörgum
orðum. Allur þorri. landsmanna á
fullorðins aldri ann ljóðum þess-
um frá bernskuárum og kann
mörg þeirra utanbókar. Enda hef-
ir eigi fegurra og innilegar verið
ort um æsku og ástir og vor og
heiðar sumarnætur á íslenzka
tungu. Mörg þessara kvæða eru
ljóðrænir töfrar, er vekja söng í
huga vorum og hljóma þar lengi.
— Og hvernig er því varið, að
tónskáld vor skuli eigi fyrir löngu
hafa ort lög við heil kvæði þess-
ara yndislegu ljóða?
Eg vil nota tækifærið til að
minna á tvær aðrar bækur Þor-
steins Erlingssonar, sem frú Guð-
rún, ekkja hans, hefir gefið út, og
enn eru fáanlegar hjá bóksölum.
Önnur þeirra eru hinar undur-
fögru smásögur hans Málleýsingj-
ar, æf'intýri um dýrin. En þar eru
einnig sögur um mennina. Síðasta
sagan gullfallega, um Sigurð mál-
lausa, er skrifuð síðasta sumarið,
sem Þorsteinn lifði.
í ljómandi fallegum formála, er
Ásgeir fræðslumálastjóri Ásgeirs-
son hefir ritað að sögum þessum,
segir að lokum réttilega: „Þor-
steinn Erlingsson er einn af ’peim
fáu útvöldu, sem á að yngjast upp
með hverri kynslóð fyrir kvæðin
sín og sögur“.
Með því heiti er síðasta skáld-
saga eftir Kristmann Guðmunds-
son. Hún er að stærð 220 bls.
Kristmann er afkastamikill rit-
höfundur. Auk allra smásagna
hefir hann lokið 11 stórum skáld-
sögum og er þó ekki gamall
maður.
Sú saga Kristmanns, sem hér
er bent á, er einstök í íslenzkum
bókmenntum. Hún gerist austur
á Krít fyrir þúsundum ára, og er
aðalsöguhetjan piltur frá Þrakíu,
sem leynist fram í ræningjaskip,
sem siglir til Krítar. Þar kemst
hann í undirbúningsskóla í uxa-
musterinu, en þaðan liggur leiðin
í lærdómsmusterið. Frásagnir og
lýsingar á musterislífinu og sið-
venjum þar eru nokkuð lang-
dregnar og þreytandi, en sjálfsagt
hefir höf. aflað sér öruggra heim-
ilda um þessi efni, sem út af fyrir
sig geta verið merkileg frá forn-
fræðilegu sjónarmiði, þó að al-
menningi þyki þau ekki aðlaðandi
í skáldsögu.
Eins og í fyrri sögum Krist-
manns, er honum í þessari sögu
tamt að draga fram í ljósið kyn-
ferðishvatir sögupersóna sinna og
virðist honum naumast vera
sjálfrátt um þau efni.
Það logar yfir jöklinum.
Hið nýja leikrit Sig. Eggerz
bæjarfógeta, með þessu nafni,
hefir hlotið mikið lof í blaðadóm-
um. „Hann er skáld, mannskratt-
inn“, sagði Níels gamli um Jónas
Hallgrímsson. Hið sama má ef-
laust segja um Sig. Eggerz, þó að
ekki jafnist á við Jónas. Um það
ber þetta leikrit hans vott. í því
eru prýðilega skáldlegar setningar
víða hvar og spakleg málblóm.
Tilgangur leiksins stefnir og að
göfugu marki, en hann er sýnilega
NÝJA-BÍÓ
Annan jóladag kl. 2.30 e. b.:
Avtlster.
Niðursett verð.
Sýnd í síðasta sinn.
Annan jóladag kl. 5 og 9 e. h.:
Intermezzo.
Aðalhlutverkin leika:
Ingrid Bergman,
Gösta Ekman.