Dagur - 30.12.1937, Blaðsíða 2
252
ÐAGUR
62. tbl.
Sálnaveiðar ranðliða.
Vinnudeilan hér í bænum mun
lengi verða í minnum höfð. Ekki
aðeins vegna þess hve tilefnis-
laust og hastarlega var ráðist á
samvinnufélagsskap landsmanna,
heldur og vegna hins, að hún op-
inberaði á svo eftirtektarverðan
hátt, hversu gjörsneyddir hinir
svonefndu „foringjar" eru öllu
því, sem nefnt er ábyrgðartilfinn-
ing og umhyggja fyrir framgangi
og velferð iðnaðarins, sem þó er
mesta hagsmunamálið fyrir verka-
fólkið, sem lífsviðurværi sitt hefir
af þessari atvinnugrein.
Eftir að deilunni lauk, kom þó
bezt í ljós umhyggja sósíalista- og
kommúnistabroddanna fyrir vel-
ferð verkafólksins, því að síðan
hafa þeir ekki um annað talað i
blöðum sínum en það, hvað verka-
fólkið eigi þeim mikið að þakka.
En þeir eru ekki svo hógværir,
eftir að þeir eru búnir að benda
verkamönnum á þessa þakkar-
skuld, að ætlast til, að hún verði
ekki greidd. Ónei. Þeir ætlast til
að rífleg borgun komi fyrir.
„Skuldin“ á að greiðast í fríðu,
— með atkvæðagreiðslu við bæj-
arst j órnarkosningarnar.
Þetta var alltaf takmarkið, það
glopraðist strax upp úr kommún-
istum, þegar deilan var hafin. En
þó hafa þeir ekki þorað að ympra
verulega á þessu fyrr en nú upp á
síðkastið. Þeir hafa í blöðum sín-
um verið að birta hina fáránleg-
ustu útreikninga um væntanlegt
fylgi, útreikninga, sem sennilega
hafa verið gerðir, áður en vinnu-
deilan hófst, og áður en séð var,
að verkafólkið kærði sig ekkert
um neitt foringjabrölt.
En það var bara einn galli á
þessum útreikningi þeirra rauð-
liða. Það er ekki hægt að verzla
með sannfæringu manna eins og
með stóðhross á hrossamörkuðum
vestur í Skagafirði. Alþýða manna
er ekki eins trúgjörn og illa að sér,
eins og þeir höfðu vonað. Því að
þegar til framkvæmdanna kom —
vinnustöðvunarinnar sem átti að
veiða atkvæðin og varpa einhverj-
um bjarma á foringjana, væntan-
lega listamenn við bæjarstjórnar-
kosningamar, — þá vildi verka-
fólkið ekkert samneyti hafa við
þessa lýðskrumara og afneitaði
hinu heimskulega og fljótráðna
athæfi þeirra, og vildi fá að vinna
í friði fyrir kosningabrellum af
lélegustu tegund. Þá var það sem
forráðamenn hins síminnkandi Al-
þýðuflokks tóku til sinna ráða og
stöðvuðu vinnuna með ofbeldi
Á MÓTI VILJA MEIRI HLUTA
FÓLKSINS sem í verksmiðjunum
vann. Og síðan hafa sósíalistar og
kommúnistar sífellt verið að stagl-
ast á hve alþýðan eigi þeim mikið
að þakka fyrir vinnustöðvunar-
bröltið!!
Fyrir von um nokkrar sálir nú
í bæjarstjórnarkosningunum til
handa sjálfum sér, fórnuðu þessir
„foringjar“ um þrjátíu þúsundum
króna úr buddum verkamanna í
bænum, og bökuðu þar að auki
samvinnufélagsskapnum og þjóð-
félaginu í heild stórtjón.
Verkafólkið var kúgað til þess-
ara útláta af „foringjunum“; það
vissi vel, að kaupið átti að hcekka
eins og SÍS liajði lýst yjir, og þess
vegna afneitaði það „foringjunum11
og öllu þeirra athœfi og stóð utan
deilunnar. Vonandi á verkafólkið
eftir að afneita þessum lýðskrum-
urum í annað sinn. Og eftir það
mun mega sjá þessi metorða-
gjörnu og sérdrægu foringja-
skrípi daga uppi eins og nátttröll,
vegna sinnar eigin heimsku og
þjösnaháttar, á meðan alþýðan
með styrk samvinnumanna og
Framsóknarmanna skrefar drjúg-
um í áttina til bættrar afkomu og
aukinnar lífsgleði.
Nokkur orð
til
Áskels Sigur/ónssonar.
í 48. tbl. Dags frá 14. f. m. birt-
ist grein eftir Áskel Sigurjónsson
og á hún víst að vera svar við
grein „Ljósvetnings“, er birtist í
Degi 19. ág. s. 1. og undirritaður
var höfundur að. Við þessa grein
Á. S. vil ég leyfa mér að gera at-
hugasemdir þær er hér fara á
eftir:
1. Á. S. segir, að „Ljósvetning-
ur“ spyrji Reykdæli margs í
grein sinni, en hann telur sig
ekki ætla að svara eða mótmæla
spurningum hans. Má segja að Á.
S. hafi valið sér skárstu leiðina —
að svara þeim eigi. En því þá
ekki að láta þar staðar nema og
hafa ekki greinarstubbinn lengri?
2. Á. S. segir, að „Ljósvetning-
ur“ þegi vandlega um það, að bréf
Arnórs til Þingeyinga hafi verið
svar við áður fram komnum bréf-
um. Rétt mun það mælt. En var
Arnór 'neyddur til að hrúga upp
ósannindaþvættingi sínum um J.
J., af því að hann var að svara
honum? Eru það beztu og snjöll-
ustu svörin, sem lengst ganga í
slíkum ósóma? — „Mikil er trú
þín, kona“!
3. Þá segir Á. S. í grein sinni,
að yfirlýsing Reykdæla hafi ekki
gefið tilefni til spurninga „Ljós-
vetnings“. Yfirlýsing þeirra hafi
aðeins verið „mótmæli gegn last-
yrðum um Arnór“, á J. J. hafi
ekki verið minnzt. — Það var nú
svo, að yfirlýsing okkar Ljósvetn-
inga hafði ákveðna stefnu að á-
kveðnu marki, sem sé þá að mót-
mæla harðlega þeim ósönnu og
svívirðilegu aðdróttunum Arnórs
í garð J. J. Þar var ekki í neinar
grafgötur farið. Umbúðirnar um
yfirlýsing okkar áttu að tákna
innihaldið, og með grein „Ljós-
vetnings“ í Degi 19. ág. var inni-
hald yfirlýsingarinnar nánar út-
fært í beinu tilefni af yfirlýsing
Reykdæla. — Á. S. má vera það
ljóst, að þegar ósannindi eru hrak-
in, þá munu sjaldnast viðhöfð
blíðmæli eða gæluorð. Hitt skil ég
mæta vel, þó Á. S. hafi þótt yfir-
lýsing okkar lituð sterkum orðum
í garð Arnórs, var honum það
vorkunnarmál, þar sem bróðir
hans átti í hlut. — Ég get líka
skilið það að þessum „um 20“
fylgisálum hans þarna í Reykja-
dalnum hafi liðið miður vel út af
yfirlýsingu okkar. Það er nú
svona, að þeir menn, sem ætíð
hafa lifað í því andrúmslofti og á
meðal þeirra manna, sem aldrei
hefir orðið það á að mæla nokkurt
styggðaryrði til náungans og því
síður um hann, — ég get trúað
því að þeim hafi sviðið ónotalega
undan yfirlýsingu okkar, og að
hún hafi kunnað að hafa truflandi
og slæm áhrif á taugakerfi slíkra
sakleysingja. — En það verður
oft ekki við því gert, þó nokkuð
kunni stundum að svíða undan
sannleikanum.
En það, sem eg vildi mega segja
Ásk. S., áður en eg skilst við þetta
atriði greinar hans — sem er að-
alatriði þessa máls — það er, að
honum er tilgangslaust að mót-
mæla stóryrðum í garð Arnórs,
nema hann jafnframt sýni fram á
það með rökum, að ummæli þau,
sem stóryrðin byggjast á, séu ó-
sönn. — En þetta á hann ógert
enn. Og það verður ógert af hans
hálfu, svo lengi sem hann svarar
ekki hinum „mörgu“ spumingum
„Ljósvetnings“, er birtust í grein
hans í Degi 19. ágúst s.l.
4. Ásk. S. segir, að allir skilji,
að álit það, er kom fram í bréfum
Arnórs, sé „persónulegt“ álit hans
á J. J., sem Arnór hafi fengið af
kynningu sinni og viðskiftum við
J. J. — En þó svo sé, varpar það
þá nokkrum dýrðarljóma yfir
ásjónu Amórs? Eða er ekki ósann-
indavaðall Arnórs hinn sami og
hrakyrði hans um J. J. þau sömu
þrátt fyrir það, þó það sé hans
eigin álit sem fram kemur?
5. Ásk. S. telur það „ástæðu-
laust“ af Ljósvetningum að gera
bréfaskriftir Arnórs og J. J. að
blaðamáli, fyrst með yfirlýsingu
okkar og síðar með grein „Ljós-
vetnings". Það er raunalegt að
vita til þess að svona hugsunar-
háttur skuli vera til. — Er það
„ástæðulaust“ að bera sannleikan-
um vitni og mótmæla útbreiddum
svívirðingum og ósannindum um
saklausan mann — mann sem hér-
aðsbúar allir hafa að meira og
minna leyti ástæðu til að kalla
velgjörðamann sinn — og þar á
meðal Reykdælir — vegna opin-
berrar framkomu hans og afskifta
af ýmsum framfara- og menning-
armálum héraðsins?
6. Þá getur og Á. S. þess, að rétt
sé að geta þess, að J. J. hafi gefið
iilefnið til deilu þeirra Arnórs,
með því hvemig hann (þ. e. J. J.)
veik að rafstöðvarmáli Laugaskóla
og fyrverandi trúnaðarmanni skól-
ans í sambandi við það. Ójá. Það
er eins og Á. S. líti svo á, að það
dragi úr ósannindum Arnórs, ef
hann getur komið því að, að þetta
eða hitt hafi Arnór gert af hinni
eða þessari ástæðu. En mikið frá-
munalega er þessi skoðun krakka-
leg af fullorðnum manni. Eins og
það sé ekki og hljóti ekki að vera
sjálfsögð krafa allra sæmilegra
manna að vanda sem bezt frásögu
sína í hverju sem er og segja satt
frá staðreyndum? Gerir nokkur
hlut sinn betri, þó hann hrúgi upp
ósannindum og blekkingum? —
Annars skal þess getið, að hér
verður ekkert sagt um það atriði,
er Á. S. dregur fram í grein sinni
í sambandi við rafstöðvarmál
Laugaskóla. Mun það verða tekið
til meðferðar af öðrum, og gæti eg
vel trúað því, að svo kynni að
fara að hvorki Arnór eða unnend-
ur hans yrðu í nokkru betur farn-
ir eftir en áður.
7. Eitthvað er Á. S. að vandræð-
ast yfir því, að hann viti eigi hver
hann er, þessi Reykdælingur, sem
hafi lýst yfir því, að yfirlýsing
Reykdæla hafi komið seint fram
á fundi þeirra og verið samþykkt
af aðeins um 20 manns. Annað-
hvort hafi þessi Reykdælingur
ekki verið á fundinum, eða hann
gefi yfirlýsingu sína til að
„blekkja“ . Og svo segir Á. S.:
„Það er að vísu rétt, að yfirlýsing-
in kom seint fram á fundi og var
samþykkt aðeins af um 20 fund-
armönnum11. En hver er þá blekk-
ingin? Að maðurinn segir satt frá
og lýgur engu — eða hvað? Það
getur þó ekki talist „blekking“, þó
maðurinn segi um þetta atriði að-
eins það, sem hann veit sannast?
— Þó Á. S. — og máske sálufélag-
ar hans — haldi því fram, að yfir-
S Flókaskör
fyrir karla og konur.
Verð frá kr. 3.60.
Kaupfélag Eyfírðinga.
Skódeild.
........m