Dagur - 20.01.1938, Blaðsíða 3
3. tbl.
D AðUR
11
Það tilkynnist að faðir okkar
Gnðmundnr Júlíus Jónsson,
Príhyrningi, andaðist að heimili sínu 13. janúar siðastliðinn.
Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 25. þ.m., að Möðruvöllum,
og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 11 f. h.
Þríhyrningi, 19. janúar 1938.
Börnin.
tilEglgB3S8B SIHW'ltf IH aMiiiMWiMHMB—H———
Fyrirspurnir til ritstj. Jsl
ur kvenfélags íhaldsins, en for-
stöðukonan verkfæri í hendi Jóns
til að koma þar fram vilja hans.
Með því hafi hann sigrað í hinni
frægu prófkosningu hjá íhaldinu.
En Jakob Karlsson, sem hefir
mest traust í Sjálfstæðisfl. er sett-
ur í 6. sæti á listanum — algerlega
vonlaust sæti. Sýnist það vera
glögg sönnun þess, að varla getur
komið til mála að Sjálfstæðis-
flokkurinn standi allur að þessum
lista.
Fjórði listinn er listi Framsókn-
arflokksins — B-listinn. Efsti
maðurinn á þeim lista er hinn
þjóðkunni fjármálamaður og sam-
vinnufrömuður, Vilhjálmur Þór.
Enginn vafi leikur á því, að hann
nýtur mest trausts allra hér í
þessum bæ, til að starfa að bæjar-
málefnum. Og þar sem aðrir menn
listans eru valdir menn, sem
kunnir eru fyrir störf sín við al-
menn mál, má ganga út frá því,
að listinn hljóti mikið fylgi. Enda
er það bezt trygging fyrir farsælli
framtíð bæjarfélagsins, að mið-
bóksali og fyrrum ritstjóri varð
fimmtugur að aldri 18. þ. m. Mörg
heillaóskaskeyti bárust honum
þann dag og margir vinir hans
og kunningjar sóttu hann heim.
Hefir hann jafnan verið sérlega
vinsæll, ekki aðeins meðal flokks-
manna sinna, heldur og í hópi
andstæðinga. Mun þar miklu um
valda, að hann er óvenjulega létt-
ur í lund og síkátur og glaður í
umgengni við hvern sem er. Þess
vegna á hann fjölda vina og kunn-
ingja en líklega engan óvin.
FyrirspMMi
til »Verkamannsins«.
„Verkamaðurinn“ fór að reyna
að bera í bætifláka fyrir hús-
bændur sína í Moskva, vegna
þýðingar á grein um afstöðu
kommúnismans til kristindómsins
er „Dagur“ birti eigi alls fyrir
löngu, og neitaði blaðið því harð-
lega að kristnir menn væru látnir
sæta ofsóknum þar eystra, og lét á
sér skilja, að grein „Dags“ hefði
verið uppspuni frá upphafi til
enda.
Vegna þessa vill blaðið gera eft-
irfarandi fyrirspurnir til „Verka-
mannsins“:
1. Neitar „Vm.“ því, að fyrnefnd
grein hafi birst í rússneska
blaðinu „Trud?“
2. Neitar „Vm.“ því, að blaðið
• „Trud“ sé eitt af málgögnum
Kommúnistaflokksins í Mos-
kva?
Svar óskast í næsta tbl. „Verka-
mannsins“ og án allra vífilengja
og tilvitnana í Þórberg Þórðarson.
flokkurinn verði sem sterkastur í
bæjarstjórninni, til að leggja lóð
sitt á metaskálarnar, þegar öfg-
arnar mætast.
Aðalátökin við þessar kosningar
eru á milli Framsóknarflokksins og
sérhagsmunastefnu Jóns Sveirís-
sonar. Framsóknarflokkurinn er
því algerlega mótfallinn að æfin-
týramenn, sem lítils trausts njóta,
sé gefin aðstaða til að velja sjálfa
sig í ábyrgðarstöður í bæjarfélag-
inu. Listi Framsóknarjlokksins er
eini listinn við þessar kosningar,
sem hœgt er að treysta í þessu
ejni.
Kjósendur, sem athuga manna-
val á lista Jóns Sveinssonar og
lista Framsóknarflokksins, munu
varla vera í miklum vafa um það,
hvort verði heppilegra fyrir bæj-
arfélagið, að fá Árna Jóhannsson
og Þorstein Stefánsson inn í bæj-
aistjórnina, til að ráða þar fram
úr vandamálum bæjarins, eða frk.
Arnfinnu Björnsdóttur undir
stjórn Jóns Sveinssonar.
Bœjarbúi.
B-LISTI
er listi
miðflokksmanna.
»Verkam.« iirekkur vii.
„Kommum“ hér í bæ er sýni-
lega órótt við þá fregn, að menn
hópist inn í Framsóknarfélag Ak-
ureyrar nú fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar. í angist sinni snýr
„Verkamaðurinn“ frá 15. þ. m. sér
að formanni félagsins og spyr:
„Hvað eru margir pólitískir flokk-
ar í Framsóknarfélagi Akureyr-
ar?“ Það, sem „Vm.“ vill forvitn-
ast um með þessari fyrirspurn, er
auðvitað það, hvort menn, er áður
hafa tilheyrt öðrum flokkum en
Framsókn, hafi tekið sinnaskipt-
um og gengið í Framsóknarfélag-
ið, og fyrst og fremst vill blaðið
grennslast eftir, hvort nokkrir
fyrv. kommúnistar séu gengnir í
félagið.
Leiðtogujn „kommanna“ þarf
ekki að koma það á óvart, þó að
augu hinna hyggnari í liði þeirra
opnist fyrir því að ekki sé sem
heillavænlegast að vera í flokki
þeirra manna, sem háðir eru og
hlýða verða í blindri undirgefni
fyrirskipunum frá blóðstjórninni í
Moskva. Það er ekkert undarlegt,
þó að slíkir menn hverfi frá villu
síns vegar og leiti inn í frjáls-
lyndan umbótaflokk.
Að sjálfsögðu ber formanni
Framsóknarfélags Akureyrar eng-
in skylda til að gera „Vm.“ grein
fyrir því, er fyrirspurn hans fjall-
ar um.
1. Hvað hefir Jón Sveinsson af-
rekað síðustu 4 árin, sem rétt-
lætt geti það, að hann, sem
ekki fékk að vera á lista Sjálf-
stæðisflokksins við síðustu
kosningar, og hafði ekki traust
flokksins sem bæjarstjóri, er
nú settur í efsta sæti á lista
Sjálfstæðismanna?
2. Hvenær var frk. Arnfinna
Björnsdóttir skólastýra á Siglu-
firði?
3. Hvers vegna er Jakob Karls-
son settur í vonlaust sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins?
Vermlendingarnir,
eftir Dahlgren.
Þessi leikur, er nemendur
Menntaskólans hér sýna um þess-
ar mundir, er fallegur, sænskur
dþýðusjónleikur. Skiftast þar á
skin og skuggar, gleði og sorg, en
allt fer vel á endanum. Leikurinn
er töluvert vandasamur meðferð-
ar, svo hann er í raun og veru of-
viða fyrir viðvaninga.
í stuttu máli er aðalefni hans
þetta: Sveinn Eiríksson, hrepps-
nefndarmaður í Holti og Lísa
kona hans eiga son, er Eiríkur
nefnist. Pilturinn^Jsynnist stúlku
þar í sveitinni, er Anna heitir og
er dóttir hjáleigubóndans, Jóns á
Vatni. Takast ástir með unga fólk-
inu, en feður þeirra eru svarnir
fjandmenn, og sérstaklega stend-
ur Sveinn í vegi fyrir þeirri ráða-
gerð sonar síns, að hann festi
Önnu sér fyrir konu. Til þess að
koma í veg fyrir það, sendir hann
Eirík son sinn burt úr sveitinni,
en hann hafði áður gert tilraun
til þess að knýja hann til að
bindast annarri stúlku, Brittu,
dóttur ríks bónda þar í nágrenn-
inu. Þegar Eiríkur er kominn
brott úr föðurgarði, lætur Sveinn
gamli lýsa með þeim Brittu einn
sunnudag þá messað er. Anna frá
Vatni er þar stödd í kirkjunni, og
er hún heyrir þetta, bregður
henni svo við að hún hnígur í
ómegin. Allt kemst í uppnám og
hún er borin út úr kirkjunni. Er
hún fær meðvitundina aftur eftir
nokkra stund, er hún orðin vit-
skert. Er hún um hríð veik og
liggur rúmföst, en kemst aftur á
fætur, en hefir ekki vitkast og
ráfar um og leitar unnusta síns,
er hún nú kallar „vatnabúann".
Heldur hún mest til hjá vatni
einu skammt frá bæ föður henn-
ar. Sóknarpresturinn hittir hana
þá einu sinni sem oftar og vill
gera allt sem í hans valdi stendur
til þess að létta hið þunga böl
ungu stúlkunnar. Taka þau bát og
róa um vatnið. En í þeim svifum
kemur Eiríkur heim, en hann hef-
ir enga vitneskju fengið um
ástand unnustu sinnar, en er nú
sagt nokkuð frá því. Sér hann
Önnu í bátnum og kallar til
hennar hástöfum. En henni bregð-
ur þá svo við að hún fellur út-
byrðis. Kastar Eiríkur sér þá í
vatnið á efir henni, en þeim er
báðum bjargað af fólki sem er
þar í bát nálægt á vatninu.
Meðan á þessu stendur, kemur
Sveinn gamli á vettvang og hitt-
ast þeir Jón á Vatni þar. í mikilli
hugaræsingu tilkynnir Jón Sveini
að börn þeirra muni vera drukkn-
uð. Við þá fregn bugast Sveinn
af sorg og samvizkubiti, og þeir
sættast þar, gömlu mennirnir full-
um sáttum. En eins og áður er
sagt, hafa þau Eiríkur og Anna
bjargast, og við þau viðbrigði hef-
ir hún fengið vit sitt aftur ogfulla
heilsu. í síðasta þætti leiksins fer
svo fram brúðkaup þeirra Eiríks
og Önnu með mikilli rausn og
allskonar gleðskap. — Aðrir at-
burðir, en þeir, sem hér hefir
verið skýrt frá, fléttast og inn í
leikinn, og margt fólk kemur þar
við sögu.
Sænskir þjóðdansar eru sýndir
í leiknum, og inn í hann er flétt-
að fjölda mörgum söngvum, jafn-
vel helzt til of mörgum, því leik-
þráðurinn slitnar sumstaðar dálít-
ið þess vegna.
Um meðferð leikenda á hlut-
verkum þeirra verður lítið sagt
hér. Þetta er „skólasýning“ og
leikendurnir flestir byrjendur á
leiksviði og sumir þeirra nær börn
að aldri. Örlítil skil vil eg samt
gera nokkrum þeirra og þá sér-
staklega þeim þremur, er stærst
viðfangsefnin hafa með höndum.
Svein, hinn skapmikla og ráðríka
bónda leikur Árni Jónsson ágæt-
lega að ýmsu leyti. Talar skýrt,
með góðum áherzlum og svip-
breytingar miklar. En mér finnst
hann hafa tæplega nógu gott per-
sónugerfi og er full unglegur í
hreifingum. Eirík, son hans, leíkur
Hermann Stefánsson. Leikandinn
er stór-myndarlegur á sviðinu og
söngur hans er prýðilegur, enda
er hann æfður söngmaður, og
einkum vegna þess mun hann
hafa verið fenginn til að fara með
þetta sönghlutverk, en hann er of
karlmannlegur og þroskaður, sem
ungur maður, í samanburði við
hina aðra meðleikendur sína.
Þá er nú „stjarnan“ í leiknum,
ungfrú Sigríður Stefánsdóttir, er
leikur Önnu. Þetta er kornung
Skrifstofa B-listans
er í Hafnarstræti 108.
Gunnlaugur Tr. Jönsson