Dagur - 22.01.1938, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1938, Blaðsíða 4
16 D A G U R 4. tbl ► •• • -• •- þess drýldnislega meðvitandi að þekkja annað stórveldi, sem hafi kristni og kirkju mjög í hávegum. Harmar hann það mjög að komm- únistar skuli þegar hafa gleypt því nær alla socialista á landi hér „nema okkar gamla, góða Erling“. Þykir oss sú skoðun læðast á milli orðanna, að þeir muni ekki hafa lyst á honum. Ennfremur minnist ræðumaður á orðasveim um út- strikanir og tilfærslur, en lýsir því hve tilefnislaus hann sé. Er hann segir þetta, horfa margir í gaupnir sér í salnum og reyna að vera sakleysislegir á svip. Drep- ur Brynleifur auk þess á, að ef til vill sé ráðlegt að leiða heitt vatn í bæinn framan úr firði. Kemur oss í hug, hvort hann vilji taka heita vatnið frá Laugalandsskól- anum, og hvort kvenfólkið muni ekki standa upp og mótmæla, en það verður þó ekki. Klappa konur mjög fyrri ræðunni, en karlar öllu minna. Lýkur hér fundinum. Úti á gangi stælum vér dálítið við kunningja vorn, sem segir að Sjálfstæðismenn hafi verið í meiri hluta á fundi þessum. Vér höldum fram flokki vorum og sannfærir hvorugur annan. En um eitt erum við þó á einu máli: Þetta var ágætur fundur. Óháður borgari. B-listi ! er listi samvinnumanna. (Framh. af 1. síðu). Nýlegt skip hefði kostað mörgum sinnum þá upphæð, sem fyrir skipið var greidd, og meira en vafasamt hvort yfirfærsla á gjald- eyri hefði fengizt fyrir slíkt skip, þótt peningar hefðu verið fyrir hendi. í öðru lagi var hér fyrir félagið um nýja tegund af útgerð að ræða, mjög áhættusama, þar sem á markað var að sækja (ís- fiskssöluna), sem er svo breyti- legur sem frekast má verða, og síðast en ekki sízt var það ekki aðeins talið sennilegt heldur og fyrirsjáanlegt, að kaupkröfur myndu mjög torvelda rekstur skipsins. Að öllu þessu athuguðu var það afráðið að kaupa þetta ó- dýra skip, til þess að takmarka á- hættuna. Það sýndi sig fljótt, að ekki var um of gætt varúðar. Ó- heyrilega slæmur markaður í Englandi orsakaði tap í hverri ferð, en þrátt fyrir þetta var það ætlun félagsins að freista þess að hald'a áfram rekstri skipsins, en þá kemur það til sögunnar, sem fyrirsjáanlegt þótti, að nýjar kaupkröfur yrðu fram settar. Um- boðsmaður Alþýðusambands ís- lands hér á staðnum, hr. Jón Sig- urðsson, tilkynnti, að nýr taxti væri kominn í gildi. ög þar sem strax var sýihogt að um allverulega hækkun var að ræða frá því sem áður hafði verið greitt, var hr. Jóni Sigurðssyni B-LISTI er listi miðflokksmanna. tilkynnt að ekki væri hægt að ganga að taxta þessum. Við samanburð á þessum nýja taxta og því kaupi, sem var greitt á skipinu, kemur í ljós, að hækk- unin er kr. kr. 598.00 á mánuði, en ekki kr. 180.00 eins og Alþm. seg- ir að hækkunin sé. Þetta er miðað við sömu mannatölu. — Kaupið var áður alls á mánuði kr. 3.700.00 fyrir 11 manna áhöfn, en verður eftir nýja taxtanum kr. 4.298.00 og er þetta hvorttveggja fyrir utan þá aukagreiðslu, er kyndarar fá fyrir að flytja (lempa) kol frá varakolageymslu skipsins inn á kyndistöðina, og nemur það kr. 8.00 á dag á mann fyrir hverja heimferð skipsins, eða fyrir báða kyndara eina ferð frá kr. 80.00 upp í kr. 112.00, miðað við að ferðin taki 5—7 daga. Gera má ráð fyrir 2 heimferðum mánaðar- lega. Þar með er kaup óæfðs kyndara komið upp í kr. 364.00 til kr. 380.00, en kaup æfðs kyndara kr. 405.00 til kr. 421.00 á mán. fyrir utan frítt fæði. Þá telur Alþm. (eða „sjómaður“ hans), að fyrsta „glansnúmer“ út- gerðarinnar hafi verið, að 4 há- setar voru ráðnir fyrir kr. 225.00 á mán. Við ráðningu fóru háset- arnir fram á að fá kr. 225.00 á mán., eins og hafði verið greitt á því skipi, sem héðan hafði verið gert út á ísfisksflutninga áður. Því næst segir Alþm.: „í fyrsta túr skipsins til útlanda birtist annar stórmyndarskapur útgerð- arinnar í garð skipverja. Útgerð- inni í hag og eftir fyrirlagi henn- ar voru gerðar breytingar á skip- inu“. Útgerðin lítur nú samt svo á, að þær breytingar og endur- bætur, sem gerðar voru í fyrstu ferð skipsins, hafi ekki síður verið gerðar fyrir skipverja en útgerð- ina sjálfa, þar sem þetta var fram- kvæmt til að hagnýta skipið betur og þar með auka möguleikana fyrir því, að útgerð skipsins gæti borið sig betur og skapað trygg- ari afkomu fyrir þá menn, sem á skipinu voru. Þegar fyrirsjáanlegt var að umrædd viðgerð myndi taka þó nokkurn tíma, var um það tvennt að velja, að láta skipið þegar sigla heim og afskrá skips- höfnina, eða að freista til að halda útgerðinni áfram þótt mjög á- hættusamt væri, og þar með gera sitt ýtrasta til þess að þeir menn, sem á skipinu voru, gætu haft at- vinnu áfram. Var þá ráðið að leggja það undir skipshöfnina sjálfa, og hún spurð að því hvort hún frekar kysi, að vera við hálft kaup í 10 daga með tilliti til þess að útgerðinni yrði haldið áfram, eða að skipinu yrði siglt heim og skipshöfnin afskráð. Allir skip- verjar, nema einn, féllust á að ganga að tillögunni, enda vann hann allan tímann á meðan skipið lá í Grimsby, og fékk sitt fulla kaup. Hinir skipverjarnir unnu ekkert í skipsins þarfir í greinda 10 daga. Viðgerðin tók að vísu 18 daga í stað 10, svo raunverulega hefir skipshöfnin ekki lagt fram meira en rúman 1/4 af kaupi sínu yfir þann tíma, er viðgerðin stóð yfir. Skipshöfnin hefir því með þessu, sem þó ekki nemur nema tæpum 5% af heildarkaupinu yfir þann tíma er hún var á skipinu, tryggt sér aukna atvinnu sem nemur tæpum ýtveim mánuðum, og hefði haft áframhaldandi at- vinnu, ef hinn nýi, óaðgengilegi taxti hefði ekki verið settur. Út- koman er þá sú, að skipshöfnin hefir grætt um tveggja mánaða atvinnu með því að ganga að til- boðinu. Þá er rétt að snúa sér dálítið að því, hvað Útgerðarfélag K. E. A. sem einnig gerir út e.s. „Snæfell“, hefir fært þessum bæ í peningum, sem mannakaup og útsvar. Á þessum rúmum 2% árum, sem „Snæfell11 hefir verið gert út, hefir það greitt í mannakaup ca. kr. 176.700.00, kosthald ca. kr. 38.000.00, og félagið sjálft í útsvar kr. 10.800.00, eða samtals þá álit- legu fjárfúlgu, kr. 225.500.00, fyrir utan þau útsvör, sem hafa komið bænum til góða frá einstaklingum, sem á skipinu hafa verið. Það er vitað að ekkert af þessu fé hefði komið bænum til góða, ef K. E. A. hefði ekki ráðizt í þessa útgerð. Fyrir e.s. „Hvassafell“ hefir ver- ið greitt kr. 13.170.00 í mannakaup fyrir utan fæði og það kaup, sern’ hefir verið greitt til smiða og ann- ara í bænum, sem er um kr. 2.200.00 — eða samtals fyrir utan fæði kr. 15.370.00. Þetta er það „hneyksli“ sem „Alþm.“ talar um! Ef um hneyksli ætti að tala, þá er það hneyksli, að til skuli vera menn í þessu bæjarfélagi, sem ljóst og leynt reyna að tortryggja og rægja þessa lofsverðu við- leitni félagsins. En staðreyndirnar tala sínu ótvíræða máli og leggja þungan áfellisdóm á niðurrifs- mennina. vottaduft þvottaduft er bezf. CioU er Gulabandið Skrifstofa B-LISIANS er i Hafnarstræti 108. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentvetk Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.