Dagur - 27.01.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1938, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son i Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. • * • » • XXI • árg. J Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð- urgötu 3. Talsimi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri ®,27. janúar 1938. 6. tbl. Tvær stefnur í atvlnim- og kuupgguldsmúlum. Önnur stefnan leggur áherzlu á að settur sé hár kauptaxti, en leggur enga rækt við stofnun atvinnufyrirtækja og ofsækir meira að segja þau atvinnufyrirtæki, sem komið hefir verið á fót og veita fjölda fólks lifibrauð. Þetta er stefna þeirra manna, er kalla sig »foringja verkalýðsins« og bjóðú verkafólki upp á að kjósa sig sem fulltrúa þess i bœjarstjórn á A- og C-lisium á sunnudaginn kemur. Hin stefnan leggur stund á, að sem flest verka- fólk hafi fasta, stöðuga atvinnu árið um kring, því á þann hátt verður afkoma þess betri en ella. Peir, sem þessari stefnu fylgja, reisa því ný iðnfyrirtæki, til þess að auka atvinnu verka- fólksins og þar með tekjur þess. Þeita er stefna samvinnumanna, sem bjóða fram og standa að B-listanum hér á Akureyri. Hvorri stefiiuiiiii vilt þú heldur fylgfa, kjó§andi góður? Þessar tvær stefnur í atvinnu- og kaupgjaldsmálum hafa einkum verið áberandi hér á Akureyri undanfarin ár. Allur landslýður veit, að samvinnumenn hafa stofn- að til mikils iðnreksturs hér í bæ og með því veitt fjölda verkafólks fasta atvinnu og um leið auknar tekjur og lífsþægindi. Á þenna hátt hafa samvinnumenn sýnt það í verkinu að þeim er alvara með að auka og bæta atvinnu verka- fólks í Akureyrarbæ. Menn geta hugsað sér, að allar iðnstofnanir S. í. S. og K. E. A. væru horfnar úr bænum. Hvernig væri þá á- standið? Fjöldi fólks, sem áður hefði haft sæmilega og fasta at- vinnu og bærilega lífsafkomu fyr- ir sig og sína, yrði þá að bætast í hóp þeirra, sem draga fram lífið á óstöðugri hlaupavinnu, en of mik- ið væri fyrir af slíkum mönnum. Það er líka ekki óeðlilegt að hugsa sér að hinn atvinnulausi fólksfjöldi sneri sér til Steingríms Aðalsteinssonar og Erlings Frið- jónssonar, sem þykjast vilja leggja allan verkalýð bæjarins að brjóst- um sér, og segði við þá: Nú erum við orðnir atvinnulausir og höfum því ekkert á að lifa, því ykkur hefir í sameiningu tekizt að drepa atvinnufyrirtæki þau, er við hing- að til höfum haft lifibrauð hjá. Það stendur nú víst ekki á ykkur, verklýðsvinirnr góðu, að sjá okk- ur fyrir atvinnu á ný, þar sem greitt er samkvæmt ykkar háa kauptaxta, sem þið hafið sett. — Og hvað halda menn svo að verk- lýðsvinirnir myndu segja? Ætli það yrði ekki eitthvað á þessa leið: Hvað ætli við höfum handa ykk- ur að gera. Okkar hlutverk er ekki að framkvæma sjálfir, heldur að heimta af öðrum. Okkar hlut- verk er að rífa niður, en ekki að byggja upp, að eyðileggja en ekki að skapa. Þetta hefðuð þið átt að vita og skilja fyrir löngu. Þar að auki hafið þið ekki ætíð verið okkur leiðitamir. Við getum ekk- ert fyrir ykkur gert. Farið þið til fj....., elskurnar okkar! Óneitanlega væri þetta svar al- veg lailkrétt og á fullum rökum byggt. Það eina, sem verklýðsforingj- arnir hér á Akureyri hafa gert fyrir verkafólkið, er að vera í kapphlaupi um að setja háan kauptaxta. Steingrímur og Erling- ur hafa reynt að yfirbjóða hvor annan í því kapphlaupi og metizt á um það hvor lengra hefði kom- izt í þeim leik. Um hitt hafa þeir ekki skeytt að leggja hönd að verki um nýsköpun atvinnu fyrir hið vinnandi fólk. Það hafa aðrir orðið að gera. Og það eru samvinnumenn, sem þetta hafa gert. Þeir hafa reist hvert atvinnufyrirtækið af öðru hér í bæ, eins og áður er sagt. En hvernig hafa „foringjar" verka- lýðsins tekið þessu umbótastavfi samvinnumanna? Hafa þeir tekið því með fögnuði fyrir verkalýðs- ins hönd? Þeir hafa tekið þessu umbóta- starfi á þann veg að hefja herfexð á hendur iðnaðarfyrirtækjum samvinnumanna. Þeir hafa tekið því á þann veg að gera óp og brigzlyrði að atvinnufyrirtækjum samvinnumanna. Aldrei þykjast „foringjar“ verka- lýðsins geta valið þeim mönnum, sem settir hafa verið til að íáða yfir þessum atvinnustofnunum, nógu hæðileg og svívirðileg orð. „Kaupkúgarar“, „verklýðsféndur“ og annar þvílíkur munnsöfnuður er dagleg framleiðsla „foringja“ verkalýðsins til handa þeim sam- vinnumönnum, sem brotizt hafa í því að auka atvinnu bæjarbúa með því að setja á fót iðnaðarfyr- irtæki. Þeir þrásagast á því, að iðnaðarstofnanir samvinnumanna hér á Akureyri eigi engan tilveru- rétt, ef þær geti ekki greitt verka- fólki sínu eins hátt kaup og hlið- stæðar stofnanir einstakra manna í Reykjavík og þar í grend, svo sem verksmiðjan á Álafossi. En þegar þess er af þeim krafizt að upplýsa, hvernig hagur iðnaðar- stofnananna sunnanlands sé, hvað þær borgi af skuldum sínum og hvort af þeim séu greiddir vextir, þá geta þeir engu svarað og taka það ráð að látast vera mállausir. Ástæðan er auðskilin. „Foringjar“ verkalýðsins vita upp á sig skömm- ina um rangan málaflutning, fals og lygi. Þess vegna kjósa þeir að þegja við þessu atriði, sem mestu máli skiptir. Þannig eru bardaga- aðferðir efstu mannanna á listum þeim, sem merktir eru bókstöfun- um A og C. Það eru þeir Stein- grímur Aðalsteinsson og Erlingur Friðjónsson. Varizt þá, verkamenn. Þeir bera, þegar á reynir, sæmd ykkar í sjóði. Steingrímur er í raun og veru flugumaður í þjónustu Rússa, en Erlingur leikur kommúnista. Kjósið lista samvinnumanna. Þeir einir hafa haft djörfung, dug og vilja til að reisa atvinnu- fyrirtæki til margfaldra hagsbóta fyrir verkalýð bæjarins. Því getur enginn neitað. Kjósið hiklaust B-listann. NÝJABÍÓ Fimmtudagskvöldið k). 9: Stolin paradís. Aðalhlutverkin leika: MARLENE DIETRICH, CARY COOPER. Niðursett verð. Sýnd í síðasta sinn. Föstudagskvöldið kl. 9: Vort æskulíf er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.