Dagur - 27.01.1938, Blaðsíða 2
22
D A G U E
6. tbl
Ihaldsmenn að tafli.
I málgagni sínu, á mannfundum,
á gatnamótum og yfirleitt alls-
staðar, þar sem við verður komið,
þreyta íhaldsmenn bæjarins tafl,
þar sem leikið er af mikilli bragð-
vísi og slóttugheitum. Þeir tefla
kaupfélaginu gegn bænum —
bænum gegn kaupfélaginu. Á tafl-
borði því, er þeir breiða út fyrir
hugarsjónum manna, leika þeir
fram tveim fylkingum til orustu,
þar „horn skella á nösum og
hnútur fljúga um borð“. Þeir láta
sýnast svo, sem slíkum hildarleik
hljóti að lykta með fullnaðarósigri
annarrar fylkingarinnar, en hin
standi eftir sigri hrósandi með
blóðugan brandinn. Þeir tala
hátt um vopnagný og veðra-
dyn, en þegar þeir eru spurðir að
því, um hvað sé barizt, þá er svar-
ið: „Hér berjast tvær andstæður,
sem ekki geta samrýmzt“. Þegar
beðið er um rök fyrir þessari full-
yrðingu, þá setur þá hljóða.
Þessi orustumynd íhaldsmanna
er næsta undarleg kvikmynd. Þeir
eru sífellt að bregða henni upp,
en breyta um „senur“ eftir því,
sem henta þykir. Myndinni er
hagrætt, eftir því, sem þeir halda
að þægilegast sé fyrir þeirra mál-
stað. Nýjasti flöturinn á orustu-
mynd íhaldsmanna, er sá, að
vegna þess að Vilhjálmur Þór sé
kaupfélagsstjóri, þá geti hann
ekki verið dyggur þjónn bæjar-
ins, því að hagsmunir bæjarins og
kaupfélagsins séu svo andstæðir.
í samræmi við þetta þá bregður
okkar gamli góði „borgari“ upp
einni skelfilegri orustusenu í síð-
asta „íslendingi", þar sem kaup-
félagið og bærinn takast á fang-
brögðum, og er leikurinn bæði
ófagur og ógnarlegur.
Sumir menn eru næsta fljótir
að skipta um andlit og íhaldið
undarlega fljótt að breyta um
„senur“ í þessum leik, sem búinn
er að ganga oftar en nokkur ann-
ar leikur hér í bænum.
Árið 1934 komst þriðji maður á
lista íhaldsins nú, Brynleifur
Tobiasson, þannig að orði um
KEA og V. Þór („Dagur“ 3. tbl.
XVII. ár.).
„.... Aðalmótbáran gegn hon-
um er sú, skilst mér, að hann sé
vel gefinn og líklegur til mikilla
áhrifa í bæjarstjórn, og að hann
muni beita hæfileikum sínum og
áhrifum einhliða í vil sínu kaup-
félagi og hlunnfara bæinn, svíkja
bæinn, sem hann hefir gerzt full-
trúi fyrir. Það er eins og bœrinn
og kaupfélagið séu tvœr andstœð-
ur“. (Leturbr. ,,Dags“). Og enn-
fremur:
„Öllu því, sem vex og blómgast,
fylgir öfund svört. Kaupfélagið er
morgunstjarnan, sem svarta öf-
undin heimtar, að byrgð verði sem
fyrst. Það er mannlegt kannske,
en hyggilegt er það ekki fyrir
bœjarfélagið“. (Leturbr. ,,Dags“).
„Öllu því, sem vex og blómgast
fylgir öfund svört“. Það er
skýringin sem ætti að fylgja
þessari orustumynd íhaldsins,
hvar sem hún fer. Það er öfundin
yfir vexti og viðgangi samtak-
ajma, sem hafa hrifið úr höndum
kaupmannanna, þessara sönnustu
íhaldsmanna, allt vald til þess að
fá að leika tröllskessurnar, sem
hentu fjöregginu á milli sín,
— til þess að fá að hand-
leika fjöregg almennings og
fleygja því til og frá, svo að
hætta sé á að það fari í mola.
Það er öfund svört, sem fylgir
þeirri tilhugsun hjá íhaldinu í
bænum, að fá ekki að feta í fót-
spor sumra fyrirrennara „sönn-
ustu íhaldsmannanna", sem verzl-
uðu hér í bænum um árabil, rök-
uðu saman fé af þeirri verzlun,
og fluttu síðan til Danmerkur með
gróðann. Það er öfund svört, sem
fylgir því hjá hinurn sönnu íhalds-
mönnum að sjá á eftir þeim 80—
100 þúsund krónum, sem kaupfé-
lagið greiðir viðskiptamönnum
sínum í uppbót árlega.
Það er öfund svört, sem er þess
valdandi, að íhaldsmenn leika
þennan bardaga hér í bænum, ár
eftir ár, og reyna að telja fólki
trú um að KEA og bærinn séu
tvær andstæður og ósamrýman-
legar.
Árið 1937, greiddi KEA eitt
saman bæjarsjóði og fyrirtækjum
bæjarins samtals 125 þúsund
krónur og ríflega það. Á þessu
sama ári greiddi það um 730 þús-
und krónur til bæjarmanna í
verkalaun við iðnfyrirtæki þess og
verzlun. Og væntanlega greiðir
það viðskiptamönnum sínum svo
tugum þúsunda króna nemur í
uppbót á viðskiptunum fyrir
síðastliðið ár. — Og hvað er
svo kaupfélagið, þetta skelfi-
lega fyrirtæki, sem vill leggja bæ-
inn í rústir, eftir því sem orustu-
mynd íhaldsmanna sýnir? Það er
félag um 800 Akureyringa og 2000
bænda og verkamanna upp um
sveitir og út með sjó, — það er
ávöxturinn af vaknandi sjálfs-
biargarviðleitni þessa fólks. Það
er ávöxturinn af þeirri ólgu, sern
reis, þegar menn hættu að trúa
danskdreymandi kaupmönnum
fyrir hagsmunamálum sínum. Það
er fyrirtækið, sem hefir gert það
að verkum, að það er hægt að
smíða bát hér á staðnum 30% ó-
dýrar en í Reykjavík, það hefir því
til leiðar komið, að verkamaður
á Akureyri getur lifað miklu
betra lífi heldur en verkamaður í
Reykjavík, þar sem rhaldið ræð-
ur, fyrir sama kaup. Þetta er
vaidið, sem ógnar bænum, í or-
ustumynd íhaldsins og skósveins
þess, Erlings Friðjónssonar.
Þannig lítur orustumynd íhalds-
ins út í smásjá og þannig lítur í-
haldið út í smásjá. Það vinnur gegn
hagsmunasamtökum almennings,
neytendasamtökunum, leynt og
ljóst. En eitt hættulegasta bragð-
ið, sem þeir beita gegn samvinnu-
samtökunum það er taflið, sem
þeir þreyta, — það er sjónhverf-
ingin sem þeir. nota, þegar þeir
uppfæra orustumynd sína hér i
bænum og reyna að léeða því inn
hjá kjósendum að kaupfélagið og
bærinn heyi glímu harða.
Slíkt er hin mesta blekking. K.
E. A. og bærinn eru tvær hliðar á
sama vagninum, sem ekið er ör-
uggt áfram til eflingar almennri
farsæld og velmegun. íhaldið er
dragbíturinn, sem reynir að stöðva
Ég ferðaðist oftsirmis til Rúss-
lands á árunum 1929—31 og 1936
—1937. Við samanburð á ástand-
inu hin tvö síðustu ár og 1929—31,
hefir mér orðið það óvéfengjan-
lega- ljóst, að breytingarnar eru
ekki einvörðungu til bóta. Með
hliðsjón af þeim launum, sem ég
sjálfur hefi haft fyrir störf, sem
ég hefi innt af höndum í Rúss-
landi, get ég fullyrt, að jafnhliða
því, sem almennur framfærslu-
kostnaður hefir tífaldazt, og jafn-
vel meira hvað snertir fæði og
klæði, þá hafa laun starfsfólks
aðeins fjórfaldazt.
Frá því í ársbyrjun 1931 hefir
gífurleg verðbólga átt sér stað i
Rússlandi. Árið 1930 var til að
ferðina með öllum mögulegum
ráðum. Það finnur að völd þess
eru að þverra. Þess vegna er or-
ustumyndin í ár öllu ógnarlegri
en síðast.
En almenningur lætur ekki
blekkjast af þessum sjónhverfing-
um íhaldsmanna. Það mun koma
í ljós á sunnudaginn, þegar fólkið
fylkir sér um B-listann, lista sam-
vinnumanna. Þá mun orustumynd
íhaldsins verða þeim til háð-
ungar er sömdu hana. Kosn-
ing B-listamanna í bæjarstjórn-
ina tryggir örugga baráttu sam-
vinnumanna fyrir bættum kjörum
allra bæjarbúa.
skrifar:
mynda hægt að fá miðdegisverð á
góðu veitinga- og gistihúsi í
Moskva fyrir 50 kópeka. Nú kost-
ar samskonar máltíð 7 rúblur eða
fjórtán sinnum meira en áður. Þó
er hér um sérstök kjör að ræða,
sem ekki náðu til allra. Þeir, sem
einskis afsláttar urðu aðnjótandi,
urðu að borga 9—10 rúblur.
Húsaleigan hefir stigið afar-
mikið. Dæmi um það er þetta
sama gistihús, þar sem margir
Ljósmyndastofan
i Qránufélagsjfötu 21
er opin frá kl. 10—6.
HVERGI ÓDÝRAR.
Guðr. Funch-Rasmussen.
■tHWMHWIIHHWiroi
Kvenkáputau og
Mikið úrval.
Kaupfélag Eyflrðinga.
Vefnaðarvörudeild
r u
k j o 1 a t a b. |
Frásögn rilara sænska SovétTÍnaiélagsini.
í Social-Demokraten, aðalmalgagni sœnskra jafnaðarmanna, birtist
5. janúar síðastliðinn grein sú, er hér fer á eftir í þýðingu. Fylgdi
henni, frá blaðsins hálfu, þessi skýringarorð: Ungur og velþekktur
maður úr flokki kommúnista i Svíþjóð, Harry Levin, hefir nýlega
gengið úr flokknum, og mun framvegis styðja verkamannaflokkinn.
Jafnhliða hefir Levin lagt niður starf sitt sem ritari og stjórnar-
meðlimur Sovétvinafélagsins sœnska. Hann hefir gert grein fyrir
því, hvaða ástœður liggi til þessara athafna sinna og hefir sú grein-
argerð inni að halda markverðar upplýsingar um ástandið í Rúss-
landi, en hann hefir, aðstöðu sinnar vegna, liaft ágætt tækifæri til
að kynnast því mjög náið. Lýsingin er fjarri því að vera glæsileg.
Levin