Dagur - 24.03.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 24.03.1938, Blaðsíða 2
DAIUR 15. tbl. 58 verstöðvum og 24 aura í einni ?yr- ir lifrarlítrann. Bein. Félagið hefir einnig keypt þur bein af félagsmönnum fyrir samtals um 20 þús. kr. Var fiski- rr.jölsverksmiðjan á Dalvík leigð og beinin möluð þar, og fengust úr þeim um 200 tonn mjöls. Þessi ryja starfsemi varð einnig til þess að hækka beinaverð stórlega frá því sem áður var. Sílá. Síldarsölu hafði félagið með höndum nokkru meiri en árið áður. Aannaðist félagið sölu á alis um 17000 tunnum salt- og krydd- síJdar, sem mest var seld til Sví- þjóðar. Má segja, að síldarsaian hafi gengið mun betur en árið næsta á undan, og engin veruleg óhöpp viljað til. „Snœfell“ hefir gengið allt árið og flutt 15 farma til og frá land- inu eða alls um 12000 smálestir. Hefir rekstur skipsins gengið fremur vel, og hagnaður af út- gerðinni orðið svipaður og árið á undan. Fjárhagsafkoman. Ástæður fé- lagsmanna gagnvart félaginu hafa batnað allverulega vegna lækk- aðra skulda og mikið aukinna inn- eigna. Um síðustu áramót voru inn- stæður félagsmanna í reikningum, stofnsjóðum og innlánsdeild kr. 2.159.344.09 En skuldir þeirra á sama tíma .... — 813.938.18 Var því inneign ------------------ hærri en skuldir kr. 1.345.405.91 En í árslok 1936 voru innstæð- urnar kr. 1.907.788.00 Og skuldirnar á sama tíma kr. 911.227.00 Inneign umfram ------------------- skuldir kr. 996.560.00 Hafa því ástæður félagsmanna batnað á árinu um kr. 348.844.91. Útistandandi skuldir hjá aðaKé- laginu og útibúum þess hafa í heild lækkað á árinu um kr. 150 þúsund. Eigið fé félagsins og félags- manna er í árslok 1937 82% af öllu rekstursfénu, en lánsfé og utanfé- lagsmannainnstæður aðeins 18%. Þeta má heita mjög mikil breyt- ing á einu ári (árið áður var láns- fé 24%), en hinar stórauknu inn- stæður félagsmanna, bæði í reikn- ingum og Innlánsdeild, hjálpa til að gera hutföllin svona hagstæð. Er framkvæmdastjóri hafði lok- ið ræðu sinni, sem stóð yfir nær- fellt tvo klukkutíma, kvað við lófatak um allan fundarsalinn. Þá flutti endurskoðandi, Hólm- geir Þorsteinsson skýrslu endur- skoðenda og lagði til, að reikning- ar félagsins fyrir árið 1937 væru samþykktir, eins og þeir læ'gju fyrir. Voru reikningarnir að því búnu bornir upp og samþykktir. Arður og uppbœtur. Samkv. tillögu stjórnar og end- urskoðenda ákvað fundurinn út- hlutun arðs og uppbóta sem hér segir: Af rekstursreikningi ársins 1937 úthlutast til félagsmanna 10% arði af kaupum þeirra á ágóðaskyldum vörum, kornvöru, kaffi og sykri. Af innstæðu kolareiknings út- hlutist til félagsmanna 1 kr. á hvert úttekið kolatonn 1937. Af innstæðu saltreiknings út- hlutist til félagsmanna kr. 1.50 á hvert úttekið salttonn 1937. Greiða skal 10% gegn skiluðum brauðmiðum ársins 1937. Félagsmönnum úthlutast 10% arði af vörum keyptum í lyfjabúð- inni árið 1937. Ull innlögð 1937 bætist upp af innstæðu ullarreiknings: Vorull nr. I með 30 aurum á kg. og allir aðrir ullarflokkar með 20 aurum. Fundurinn felur stjórninni að á- kveða endanlegt verð á kjöti, inn- lögðu á sláturhúsum félagsins 1937, þegar sölureikningar eru komnir og uppgerð sláturhúss- reiknings liggur fyrir. Lífeyrissjóður. Þá lagði stjórnin fram svofellda tillögu: „Fundurinn samþykkir, að stofn- aður sé lífeyrissjóður starfsmanna K. E. A. með 3% framlagi félags- ins miðað við kaup starfsmanna þess á hverjum tíma, gegn jafn- háu framlagi frá starfsmönnunum. Nánari ákvæði um sjóðinn og út- borganir úr honum o. fl. skulu sett með reglugerð, er stjórnin semur og aðalfundur samþykkir.“ Eftir nokkrar umræður var til- lagan borin upp og samþykkt með alifiestum atkvæðum gegn einu. Iðnaðarsjóður. Framkvæmdastjóri flutti, að til- hlutun stjórnarinnar, eftirfarandi tillögu: „Fundurinn samþykkir, að stofn- aður skuli iðnaðarsjóður af eftir- stöðvum smjörlíkisgerðarinnar og núverandi innstæðu á reikningum verksmiðjanna Sjöfn og Freyju. Vöxtum sjóðsins má verja til til- rauna í nýum iðngreinum, sér- staklega þeim, er vinna úr inn- lendum hráefnum“. Tillagan var borin upp og sam- þykkt í einu hljóði. Sfíudfjiírsamlng. Af hálfu nefndar þeirrar, sem kosin var á aðalfundi 1937, til at- hugunar og undirbúnings stofnun- ar sauðfjársamlags innan félags- ins, flutti Ólafur Jónsson fram- kvæmdastjóri frv. til reglugerðar fyrir slíkt samlag og hafði fram- sögu málsins á hendi. Frv. síðan samþykkt sem reglu- gerð fyrir sauðfjársamlagið. Kjarnfóður, fóðurtöflur o. fl. Þá lagði sama nefnd fram eftir- farandi tillögur: „Kaupfélag Eyfirðinga, og þá fyrst og fremst mjólkursamlag þess og væntanlegt sauðfjársam- lag, vinni að því í samráði við Búnaðarsamband Eyjafjarðar, að stofnuð verði í öllum hreppum á félagssvæðinu fóðurbirgðafélög og styðji stofnun slíks félagsskapar t. d. með því að tryggja honum hag- kvæman og nægan kjarnfóður- forða með sem aðgengilegustum kjönjm" „K. E. A. láti semja, með aðstoð sérfróðra manna, aðgengilegar fóðurtöflur og reglur um meðferð og hirðing búfénaðar, sem dreift sé um félagssvæðið, og sem bænd- ur geti stuðzt við um fóðrun og meðferð búfénaðar síns í hverju' einstöku tilfelli.11 „K. E. A. leitist fyrir um hjá Rannsóknarstofu atvinnuveganna, hvort hægt sé á næsta hausti að fá rannsóknir á heyfóðri hér úr héraðinu, og ef það fæst með við- unandi kjörum, þá gangist það fyrir að sendar séu 25—30 hey- prufur af stærra eða minna svæði til rannsóknar, svo hægt verði að fá nokkra vitneskju um fóðurgildi heyfóðurs.“ „Nefndin lítur svo á, að æskilegt væri að tekið yrði til rækilegrar athugunar, hvort ekki væri heppi- legt að stofnað verði til búrekst- urs í sambandi við kornræktina í Klauf, þar sem aðallega væru ald- ir upp kálfar undan úrvalskúm og síðan seldir til bænda á félags- svæðinu. — Ennfremur að rann- sakaðir yrðu möguleikar fyrir að setja á fót sauðfjárkynbótabú, t. d. á jörð félagsins, Flögu í Hörg- árdal, til þess að framleiða góða emstaklinga til sölu á félagssvæð- inu.“ Tillögur þessar samþykkti fund- urinn í einu hljóði. Samþykktabreytingar. Af hálfu stjórnarinnar flutti Eið- ur Guðmundsson nokkrar tillögur tii breytinga á samþykktum fé- lagsins. Að loknum umræðum voru breytingartillögurnar bornar undir atkvæði og samþykktar í einu hijóði. Þ áhafði Samb. ísl. samvinnufé- laga sent K. E A. frv. til breyt- inga á samþykktum sínum. Hafði félagsstjórnin haft það til athug- unar og lagði til, að aðalfundur samþykkti nokkrar tillögur til breytinga á því. Samþykkti fund- urinn tillögur stjórnarinnar. Mœðiveikin. Kristján Sigurðsson kennari flutti fyrir hönd stjórnarinnar svohljóð- andi tillögur: „Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga ályktar: 1. Að skora á ríkisstjórnina að beita öflugum vörnum gegn því að mæðiveikin berist aust- ur yfir Héraðsvötn. 2. Að skora á sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu að taka mál þetta fyrir á fimdi sínum í vetur, og heitir KEA stuðningi og aðstoð til þess að verja Eyjafjarðar- sýslu gegn vágesti þessum. 3. Að fundurinn kjósi 5 manna nefnd úr hópi sauðfjáreigenda, er í samráði við stjórn kaupfé- lagsins hafi mál þetta með höndum. Jafnframt heimilar fundurinn fé til varnarráðstafana, ef á þarf að halda“. Eftir alllangar umræður voru tillögur þessar bornar upp og samþykktar í einu hljóði. Var þá vikið að því að kjósa nefnd þá, sem að framan getur. Kom fram tillaga um, að nefndin yrði skipuð og var hún einróma samþykkt. Fundarstjóri skipaði nefndina þannig: Kristján Sigurðsson, Pálmi Þórðarson, Gunnlaugur Gíslason, Skapti Guðmundsson. Árni Björnsson, og til vara Þórhallur Ásgrímsson. Kosnirtgar. Bernharð Stefánsson endurkos- inn í stjórn félagsins með 90 atkv. Eiður Guðmundsson endurkosinn í varastjórn með 87 atkv. Valdi- mar Pálsson endurkosinn endur- skoðandi með 85 atkv. Ármaim Sigurðsson endurkosinn varaend- urskoðandi með 77 atkvæðum. Bernharð Stefánsson endurkosinn í stjórn Meninngarsjóðs KEA með 75 atkv. Þá fór fram kosning á 9 fulltrú- um til þess að mæta á aðalfundi S. í. S. Kosningu hlutu: Hannes Kristjásson með 67 atkv. Jakob Frímannsson með 63 atkv. Tryggvi Jóhannsson með 62 atkv. Jóhann Valdimarss. með 60 atkv. Þorlákur Hallgrímss. með 56 atkv. Bened. Sigurbj.son með 55 atkv. Árni Jóhannesson með 42 atkv. Brynjólfur Sveinss. með 32 atkv. Elías Tómasson með 31 atkv. Og sem varamenn: Guðmundur Ólafsson, Vilhjálm- Ljósmyndastofan i GránufélagsKÖtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. ■HHHHHHHtHfHHfll BKAUPVM ógallaðar dósir undan Sjafnarskóáburði, öllum tegundum Sjafnar Gljávaxi og Júg- ursmyrslum, einnig tóm Shampoglös. — Veitt móttaka í verksmiðjunni. £ Sápuverksm. Sjöfn E AK U^RE Y R I. fiuUiUitUtUUtUMUH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.