Dagur - 07.04.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 07.04.1938, Blaðsíða 2
66 DA6UR 17. tbl. NÝJABÍÓ FimmtudagskvöLd kl. 9: Börn nátt- úrunnar. Fjörug og skemmtileg mynd frá Suðurhafseyjunum. Niðursett verð. Synd í síðasta sinn. Husgögn til sölu. Vegna brottflutnings selzt m. a.: Grammofon með inn- bygðu útvarpstæki. Skrifborð úr poleruðu birki. 3 bókabillar, úr hnotu- tré, með glerhurð. 1 hvitlakerað svefnherbergi (iölficppi. Nánari upplýsingar á sunnu- daginn 10. þ. m. milli 10—12 f.h. Mikkelsen Oddeyrargötu 28. □ Kún 59384IS7 - Frl.*. I. O. O. F. = 110480 = 11. KIRKJAN. Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Stjörnu- Apótek Klór í pökkum 0,25 — 0,35 — 0,55 — 1,00 kr. L/ósmyndastofan f Grántifélagsgötu lí er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Quðr. Funch-Rasmussen. Stjörnu- Apótek Quillayja börkur (Sápubörkur) 0,25 — 0,50 — 1,00 — 2,00 kr. Aróðurinn gegn samvinnunni. „.. .samvinnufélögin hér á landi hafa alls ekki getað leyst vanda þeirrar stéttar, sem þau hingað til hafa verið til fyrir, — bændurna". (Biað jafnaðarmanna á Akureyri, 13. tbl. þ. á.i. Framsóknarmenn og samvinnu- menn hafa aldrei gert neitt veður út af því, að Alþýðuflokknum hafi ekki tekizt að leysa vanda þjóð- arinnar á þeim tiltölulega skamma tíma, sem hann hefir starfað í landinu. Þeir hafa alls ekki búizt við slíku af Alþýðuflokknum. Þrátt fyrir það hefir þeim aldrei komið til hugar að halda því fram að starf Alþýðuflokksins hafi ver- ið verra en ekki neitt til hagsbóta fyrir alþýðuna. Þeim hefir alls ekki dottið í hug að tala um „neyðaróp hinna vonlausu manna“ í Alþýðuflokknum, þótt exrnþá eigi verkamenn og sjómenn í landinu við mjög mikla örðugleika að stríða. Þeir hafa ekki viljað gera sig seka um þá fásinnu að ráð- leggja Alþýðuflokksmönnum að ganga á hönd íhaldinu, þótt ekki hafi skipt um til hins betra, að verulegu leyti, hag þeirra, fyrir beinar aðgerðir Alþýðuflokksins. Samvinnumenn hafa aldrei vænzt þess, að leysa allan vanda þjóðarinnar á þeipa röskum 50 ár- ur, sem samvinnufélagsskapurinn hefir starfað hér á landi. Þeix vita ofboð vel að hin stóra hugsjón þeirra á sér langt í land enn. Þá undrar það nokkuð, ef Alþýðu- flokkssinnar hafa gert sér vonir um að samvinnumenn yrðu búnir að færa allt viðskipta- og menn- ingarlíf þjóðarinnar undir merki samvinnunnar á röskum 50 árum. Slíkt er tröllatrú. Samvinnumenn eru þeirrar skoð- unar, að fyrir öruggri þróun sam- vinnustefnunnar verði ekki greitt með byltingu, skyndiáhlaupum, stólfótum og hávaða. Þeir hafa einnig trúað því allt til þessa, að Alþýðuflokkssinnar efuðust um mátt stólfótanna, þótt þeim hafi orðið á að grípa til þeirra, til þess af veikum mætti að reyna að hefta eðlilega rás viðburðanna. Samvinnumenn munu aldrei grípa til slíkra úrræða. Samvinnustefn- an byggist á sjálfviljugu, sameig- inlegu átaki manna og kvenna af öllum stéttum og flokkum. Refsi- hönd stólfótamanna mundi ekki geta samrýmst slíku starfi. Samvinnumenn virðast leggja annan skilning í það að „leysa vanda“ fólksins, heldur en ýmsir þeir menn, er stundum gala hæst í ýmsum deildum og d'eildabrot- um Alþýðuflokksins. Samvinnu- Rykfrakkar karlmanna. Verð frá kr. 40,00. Ennfr, vatnsheldir reiðjakkar. Brauns-Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Savon d e Paris er sápa hinna vandlátu. iHWuwiuuuiuwwn Rykfrakkar s fyrir karla í fjölbreyttu úrvali. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. menn hafa talið það miða að því, að leysa vanda fólksins og lækka vöruverðið til alþýðunnar í land- inu, lækka milliliðakostnaðinn á framleiðsluvörum landsmanna, svo að framleiðendurnir sjáHir beri sannvirðið úr býtum, — stofnsetja fyrirtæki, er framleiði nauðsynjar fyrir almenning við lægra verði en áður hafði tíðkazt og veiti þó verkafólki trygga at- vinnu með lífvænlegu kaupgjaldi. Þeir hafa talið það miða að því að „leysa vanda“ fólksins í land- inu og veita bændum lán, til þess að yrkja jörð sína, og til þess að festa kaup á heyvinnuvélum og jarðyrkjuáhöldum, sem auka framleiðslu jarðarinnar samfara minnkandi tilkostnaði. Þeir hafa talið, að það mundi stuðla að því „að leysa vanda“ alþýðunnar að vinna ötullega að skipulagningu á sölu framleiðsluvara landsmanna. Þeim hefir fundizt, að það hafi verið til hagsbóta fyrir bændur landsins, að kaupfélögin tóku að sér að skipuleggja útflutning og meðferð á saltkjöti, þegar mark- aðurinn fyrir fé á fæti þvarr, og síðar að stofnsetja frystihús víðs- vegar um landið samhliða nýtízku sláturhúsum, þegar saltkjöts- markaðurinn versnaði, til þess að gera kjötið söluhæft á enskum markaði, þeim markaði, sem nú tekur við svo miklum hluta af þessari framleiðsluvöru lands- manna. Allt þetta og margt fleira telja samvinnumehh að hafi stuðlað að því að leysa vanda fólksins, og eru sannfærðir um að það mimdi ekki hafa verið betur gert á ann- an hátt. Þeir viðurkenna sem sjálfsagt og eðlilegt, að „vandi fólksins“ sé mikill, en þeir hafa ráðizt á hann og brotið niður víða, þótt enn þá sé stórt land óunnið. Sumir menn innan Alþýðu- flokksins telja það mest um vert til þess að „leysa vanda“ alþýð- unnar að samþykkja háa kaup- taxta og að halda þeim til streitu. Vinna það jafnvel til að fóma líf- vænlegum atvinnufyrirtækjum á altari hins háa kauptaxta. Sam- vinnumenn eru hinsvegar þeirrar skoðunar, að með því sé alþýðu manna lítill greiði gerr, og mimi það vera betur fallið til þess að „leysa vanda“ verkafólksins, að sjá því fyrir lifibrauði, frekar en kauptaxtamiðum. Samvinnufélögin eru alls ekki fyrir neina sérstáka stétt, eins og »Alþýðumaðurinn“ vill vera láta. Til þess að sýna hversu höfundin- um er ósýnt um að halda sig nærri raunveruleikanum, skal það fram tekið, að í K. E. A., sem hann segir að sé einvörðungu „til fyrir bænduma“, em 1330 bændur og annað landbúnaðarfólk, 606 verka- menn, 370 sjómenn, 255 iðnaðar- verkamenn, 106 verzlunar- og skrifstofumenn, 61 embættismað- ur og 115 er vinna við ýms störf. Samvinnumenn halda því fram, áð samvinnan hafi orðið til þess að stuðla að því, að leyaa vandá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.