Dagur - 07.04.1938, Page 3

Dagur - 07.04.1938, Page 3
J 67 17. tbL DAffiUR Skemiitilegir lestur. Komiim er hingað til bæjarias vestan af elzta og virðulegasta óð- ali landsins, frá hinum forna rausnargarði Ólafar ríku, Skarði á Skarðsströnd, skemmtilegur í- þróttamaður, hr. Sigvaldi Indriða- son. Er hann ram-íslenzkur í b'st þeirri, sem hann leikur, enda er hann af þjóðlegu fræðabergi brot- inn. Gísli Konráðsson, hirm mikli sagnaþulur, er langafi hans og Konráð Gíslason ömmubróðir hans, en í móðurætt er hann kom- inn af Skarðverjum, og er sú höfðingjaætt auðrakin langt fram í aldir. Býr bróðir hans, Kristinn Indri&ason, á hinu mikla höfuð- bóli og er kvæntur frændkonu sinni, sonardóttur kammeri'áðsins á Skarði, sem margir kannast enn við, og Matthías kvað xrm hina miklu glymdrápu: „Heilsar skáld Skarði — skjöldungs hofgarði". í Sigvalda Indriðasyni hefir líklega í öndverðu verið efni í hvorn- tveggja, fræðimann og listamann, en hvorug þessara gjafa hefir öðlazt fullan þroska — brostið að- stöðu og ástæður til slíks. Örlögin hafa eigi veitt honum færi á að stunda listir eða fræði nema í hjá- verkum. Langafi Sigvalda, Gísli Konráðsson, safnaði fróðleik og sögnum um ættir og héruð, kynja- menn og höfðingja. Sonar-sonar- sonur hans, Sigvaldi Indriðason, safnar stemmxrm og kann kynstur af þeim og kveður þær af mikilli list, enda er hann raddmaður góð- ur. Skemmti hann bæjarbúum seinasta laugardagskvöld og kvað milli 40—50 stemmur, en margar á hann enn ókveðnar. Auk þess söng hann nokkra gamanbragi um ýmsa atburði í stjómmálasögu vorri á síðustu árum. og var þar skringilega og skopvíslega um þá ort. Fór og Sigvaldi þannig með efnið, að skringileikur og skop- semi þessara gamansöngva naut sín fullkomlega í meðferð hans. Skrýtlur sagði Sigvaldi einnig af fáránlegum kerlingum og frum- stæðum kynjakörlum, sem sumar voru næsta hlægilegar. Hann er hin mesta hermikráka, mælir hvers kvikindis röddu, gengur þar líklega næst Páli ísólfssyni eða jafnast á við hann. Áheyrendur virtust skemmta sér prýðilega. Einkum hlógu menn dátt að smásögum hans og stjóm- málakvæðum. Sumum rosknum á- heyröndum virtist og vera skemmt, er Sigvaldi innti kvæða- íþrótt sína. »Mörgum finnst hin forna list fögur enn í tötrum«, kveður Matthías í erfivísum um Símon Daláskáld. Að vísu kveður Sigvaldi ekki rímur, en harm fer með stemmurnar, sem þær voru kveðnar við. Þessar stemmur voru útvarpshljómleikar feðra vorra og mæðra á mörgum liðnum öldum. Með þeim var skemmt á þúsundum heimila kynslóð eftir kynslóð. Þessi gömlu kvæðalög hafa veitt þeim, ásamt rím- unum, „kauplaust kjark og móð“, Vantraust á ríkis* stjórnina fellt. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, hefir á Alþingi bor- ið fram tillögu til þingsályktun- miðlað andlegri næringu og listrænni nautn, þó að listin reyndist nauða ófullkomin, ef henni var stefnt fyrir hæstarétt hinnar æðri gagnrýni. En það er enn óskorið úr því, hvort hefir meira menningargildi, samlagast betur fólkinu og rennur því betur í merg og blóð, rímurnar á liðnum tímum, eður útvarps-blandan — þetta „samsull úx’ sextíu búðum“ — á vorum dögum. Um það efni mætti án efa rita langa og merki- lega bók. í þessari athugasemd á ekki að felast nein árás á stjóm útvarpsins. Útvarpið hlýtur að verða „samsull“, samkvæmt eðli þess og hlutverki. Margir bæjarbúar kuxma Sig- valda Indriðasyni beztu þakkir fyrir skemmtunina. Hann hafði þar á boðstólum „sitt af hverju tæi“. Það var eins og að ferðast aftur í liðna tíma, að hlýða á stemmumar. En unga fólkið og kvenfólkið skemmti sér, ef til vill, betur við skopsögur hans og smá- sögur. Hann endurtekur skemmtun sína næstkomandi suxmudagskvöld kl. 8% e. h. í Samkomuhúsi bæj- arins. Siguröur Guðmundsson. ar um að lýsa vantrausti á núver- andi ríkisstjórn. Hefir vantrausts- tillagan verið til umræðu í Sam- einuðu þingi síðastl. mánudags- og þriðjudagskvöld, eins og út- varpshlustendum er kuxmugt, en atkvæðagreiðslu frestað þar til í gær. Tvær tillögur til rökstuddrar dagskrár, um að vísa vantrausts- tillögurmi frá, komu fram, öxmur frá Bændaflokknum, hin frá Héðni Valdimarssyni. Dagskrá Bændaflokksins var felld með 38 gegn 2 atkv. og dagskrá Héðins með 40 gegn 4. Síðan var vantrauststillagan borin undir atkvæði og felld með 26 atkv. gegn 16. Á móti voru all- ir Framsóknar- og Alþýðuflokks- menn, en með vantraustinu 16 Sjálfstæðismexm, eða allir nema Árni Jónsson, er var forfallaður. Við atkvæðagreiðslima sátu 6 þingmenn hjá, 3 kommúnistar, 2 Bændaflokksmenn og Héðinn Valdimarsson. Ungmennastúkan »Akurlilja« nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 9. þ. m. Fundurinn byrjar kl. 7% síðdegis. Barnastúkan »Sakleysið« heldur fund n k. sunnudag á venjulegum stað og tima. Zíon. Nœstkomandi sunnudag ki. 10% f. h. sunnudagaskóli. Kl. 8% e. h. al- menn samkoma. Allir velkomnir þessa fólks. Ekki þannig, eins og sumir vanþroska postular halda fram, að kaupfélögin eigi að verða framfærslustofnanir manna eða hópa, heldur á þaxrn hátt, að gera lífsbaráttuna léttari, gera fólkið færara um að njóta þess, er það framleiðir, — gera það færara um að bjarga sér sjálft. Samvinnan þarfnast ekki þeirra manna, sem ekki vilja bjarga sér, en heimta allt af öðrum. Samvinnumenn halda því fram, að samvinnan hafi t. d. orðið til þess að „leysa vanda“ bændastétt- arinnar, á engan hátt til fulls, eins og Alþm. virðist hafa vænzt, held- ur að svo miklu leyti, sem aðstæð- ur allar hafa gert fært. Þessu til sönnunar benda þeir á t. d. í Eyja- fjarðarsýslu þá miklu eignaaukn- ingu, sem þar hefir orðið á síðast- liðnum 20 árum. Á það, að fram- leiðsluvörur bændanna eru nú miklum mun verðmætari, en þær voru fyrr, meðan samvinnan mátti sín minna, og á þær stórfelldu framfarir sem orðið hafa á sviði byggingar- og ræktunarmála í héraðinu á undanfömum árum. Þeir benda á framkvæmd\r KEA annars vegar og það fjár- magn, sem það veitir héraðinu til margvíslegra framkvæmda, og hins vegar á kaupmennina, er hér ríktu áður fyr, en enginn man nú eftir, vegna þess að ekkert líf- rænt merki hafa þeir látið eftir sig. Ýmist hafa þeir sólundað gróðanum af verzluninni, eða flutt með hjann til erlendra þjóða, til þess að njóta ellidaganna í sællífi á arðinum af framleiðslu- vörum bændanna og óþarfa álagningu á vörur neytendanna. Það væri efni í langa bók að skrifa verzlunar- og búnaðarsögu Eyjafjarðarsýslu, og benda á þann stóra þátt, sem samvinnan hefir átt í að „leysa vanda“ fólks- ins, er byggir bæinn og sveitina. Hér verður aðeins hægt að benda á nokkrar tölur, sem þó nægja til þess að sanna hversu „Alþýðum." er ósýnt um að segja satt. Árið 1927 hefir skattmat fast- eigna í sýslunni numið kr. 4.098.800. Eins og alkunna er, var verð- lag þá miklum mun hærra en nú er, og er því samanburður á skatt- matstölunum þá og nú ekki næg sönnun ein saman til þess að sýna eignaaukninguna, því að hún er raunverulega meiri en töl- urnar gefa til kynna. Þó nemur skattmat fasteigna samtals kr. 6.213.911 árið 1936 og hefir vafa- laust aukist síðan. Eru þá ekki taldar með ýmsar jarðabætur, er unnar hafa verið eftir 1930, en sem eðlilega hafa miðað að því að gera jarðirnar verðmætari. Til þess að sanna að þessi aukn- ing hafi ekki einvörðungu orðið við sjóinn heldur einnig hjá „hinum vonlausu mönnum“ — bændunum, skulu hér til færðar tölur úr þeim hreppum Eyja- fjarðarsýslu er sem næst einvörð- ungu eru byggðar bændum. 1927: Öngulsstaðahreppur Saurbæ j arhreppur Hr af nagilshr eppu r Öxnadalshreppur kr. 473.800.00 — 261.000.00 — 296.300.00 — 89.000.00 Þetta nægir til þess að sýna hvernig hinum „vonlausu mönn- um“ hefir búnast undanfarin ár, og er þó á engan hátt verið að gera lítið úr erfiðleikum þeh’ra, sem eru miklir. Skuldlaus eign í Öngulsstaöa- hreppi hefir vaxið á þessum 9 ár- am um kr. 77.859.00; úr. kr. 628.073 í kr. 705.932.00, í Hrafnagils- hr. um kr. 97.492.00; úr kr. 499.246 árið 1927 í kr. 596.738.00 árið 1936, og í öðrum hreppum minna, emk- um þó sökum þess, að þar hefir sauðfjárræktinni hrakað, vegna erfiðari sölu á kjöti á erlendum markaði, en kúastofn bænda þar hefir ekki náð að vaxa eins ört. Þó hefir nautpeningi í sýslunni fjölgað úr 1592 árið 1917 upp í 1782 árið 1927. Þessi aukning er tiltölulega lítil. En þetta ár, 1927, er ár það, sem samvinnumenn taka að skipuleggja mjólkurframleiðsl- una og sölu hennar. Og á næstu árum þar á eftir er augljós breyt- ing. Árið 1937 er tala nautpenings í sýslunni komin upp í 2746, eða hefir nær því tvöfaldast frá árinu 1917, þótt aukningin sé mest öll eftir að mjólkursamlagið var stofnsett, og sést því þáttur sam- vinnunnar í þessu mjög greini- 1936: 730.900 Aukning kr. 257.100.00 427.800 Aukning — 166.800.00 438.700 Aukning — 142.40.000 172.300 Aukning — 85.300.00 lega. Um það hver hagsbót bænd- um hafi orðið að skipulagningu mj ólkursölunnar skal ekki rætt hér, en það vita þeir bezt, sem reynt hafa. Skuldlaus eign sýslu- búa hefh' aukizt á þessum 9 árum am kr. 581.380.00; úr kr. 4.022.972.- 00 í kr. 4.604.352.00 (Heimild Sýslufundargerðir Eyjafjarðars.). Margt fleira mætti nefna en hér skal staðar numið að sinni. Þessar tölur sanna, að tilraun róg- beranna, er skrifa í „Alþýðum.“ til þess að upphefja sjálfa sig á kostnað samvinnunnar, hefir ekki tekizt hönduglegar en tilraun hins sæla Mimchausen að hefja sig í loft upp á hárfléttunni sinni. Samvinnumenn vita vel, að hver stór hugsjón er lýgi smámenninu, og þess vegna muni mega vænta slíkrar viðleitni úr sömu átt á- framhaldandi. En þó að Munc- hausenseðlið í þeim, er skrifa „Alþm.“ haldi áfram að leita út- rása, þá mun það engin áhrif hafa á starf samvinnufélagsskaparins í þessu byggðarlagi eða öðrum —- að leitast við að leysa vanda fólks- ins, efla hag þess og gera það fær- ara um að bjarga sér sjálft.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.