Dagur - 12.05.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 12.05.1938, Blaðsíða 2
88 D A G U R 22 tbl. NÝJA-BÍÓ sýnir fimmtudaginn 12. þ.m. kl. 9 Falleg og skemmtileg mynd með Jean Hersholt í aðalhlutverkinu. •••••••••••••••••*••••••• •••••••••• ••• OPAL-litiiin Fást í ■ Allir litir á 35 aura af hinum þekktu Colibri á stórum pökkum á 05 aura eunfreinur í plötum á 15 aura. Stjörnu- ápótek K.E.A. Flyt lækningastofu mina 14 maí i Hafnarstræti 88 (Úiibú Útvegsbankans), þar sem ég um mörg ár hefi búið og haft lækningastofu. Vald. Steffensen, læknir. Kaflar úr Kaupmannah.bréfi (Framh. af 1. síðu). Það er ekkert leyndarmál. Væri svo, að þangað væri auð og alls- nægtir að sækja fyrirhafnarlítið, væri hag ítala öðruvísi komið en nú er, þar sem lítið er keypt að og ennþá minna borgað. Eitt er það þó, sem lönd styrj- aldanna og vígbúnaðarins virðast alltaf hafa efni á að kaupa, og það enda dýru verði, en það er efni til vopna og stríðsútbúnaðar. Er skemmst þess að minnast frá síð- asta ári, er lýsið steig í verði, svo sem raun varð á. Það bjargaði ín. a. verzlunarjöfnuði íslendinga að verðið var óvenjulega hátt og seldist strax,* en þar lögðum við fram drjúgan skerf í þann hand- raða, þar sem púðri og öðrum sprengiefnum er safnað, til þess að hafa nóg, ef í ófrið slær. Meg- inhluti lýsisins hefir eflaust verið notaður til glycerinvinnslu og það síðan gert að sprengiefni. Allir þeir, sem þuxftu að kaupa byggingarefni, timbur og járn, fengu að kenna á því á síðasta ári, er þær vörur stigu stórkost- lega og eftirspurninni varð ekki fullnægt. Sívar fluttu út á árún- ---------- t * Sem kunnugt er hrapaði lýsisverðið síðari hluta ársins. Ljósmyndastofan 1 iiránuléiagsKÖtu 21 er opiu frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. •fWHHWHWIWWUfW S* 8 g MteiHlifól 35 gp* kvenna og karla, beztu fermingargjafir, li* Li H» fást nú í ••*%••••• ••••••.••••••• ••••••• •••••••••« ••• •••»•••••• •••••• •••%••••••••••••#••••••*••• Barnavagn til sölu. Upplýsingar í Helga magra strœii 7. Stóðhestur minn verður til afnota á Möðru- völlum í Hörgárdal frá 14. þ. m. til 13. júní næstkomandi. Sigurður Jónssun frá Brún. Kaupfélagi Eyfirðinga. Járn- og Glervörudeild. Bókmeontir. Nýlega hefir mér borizt í hendur fimm- tíu ára minningarblað Lögbergs frá því í vetur. Blaðið er stofnað 14. janúar 1888 og var fyrsti ritstjóri þess skáldið Einar H. Kvaran. Síðan hafa, eins og við er að búast á svo langri æfi, oft orðið ritstjóra- skipti og er núverandi ritstjóri Einar P. Jónsson, skáld gott og gáfumaður. Er þetta minningarblað stórmyndarlega x'ir garði gert með fjölda ritgerða um sögu og áhugamál Vestur-íslendinga eftir ýmsa færustu menn þeirra. Einhverja viðamestu ritgerðina, um sögu blaðsins, ritar pró- fessor Richard Beck, en hann stendur nú, ásamt dr. Rögnvaldi Péturssyni einna fremstur í þjóðræknissamtökum íslend- inga vestan hafs og er hinn mesti elju- og afkastamaður til ritstarfa. Vinnur hann ó- tæpt að því, að kynna land vort og þióð vestanhafs með því, jafnframt háskóla- kennslunni, að flytja fjöida af ræðum og fyrirlestrum á enska og norska tungu og skrifa ritgerðir í ýms ensk og skandi- navisk tímarit um íslenzk efni. Vinna slíkir útverðir íslenzkrar menningar þjóð vorri ómetanlegt gagn með því að kynna hana og efla hróður hennar meðal er- lendra þjóða. í þetta minningarblað ritar einnig dr. Stefán Einarsson, arrnar merkur fræðimað- ur vestan hafs, er starfar að The John Hopkins University, Baltimore, Maryland, mikla grein um vestur-ísienzku og rann- sóknir um hana. Þá skrifar Hjálmar T. Bergmann lögmaður lögeggjan til Vestur- íslendinga um að koma á fót kennarastól í íslenzkri tungu við háskólann í Mani- toba, og fulikomnu, íslenzku bókasafni. Hefir Arnljótur B. Olson á Gimli gefið af miklum drengskap bókasafn sitt allt, sem stofn að slíku bókasafm, og mætti þar miklu við bæta ef haldið yrði til haga gömlum, íslenzkum bókum, sem víða kimna að vera til á íslenzkum heimilum vestra, en farið er nú að gefa minni gaum af yngri kynslóðinni. En kennarastóll í norrænni tungu er nú til við allmarga háskóla í Bandaríkjunum og sömuleiðis nokkur allgóð, íslenzk bókasöfn. Ennfremur skrifa í biaðið, auk ritstíór- ans, af lengri greinum: Jón P. Bildfell, fyrrverandi ritstjórþ grein, er hann nefn- ir: Straumar um félagsmál Vestur-íslend- inga, Finnbogi Hjálmarsson: Endurminn- ingar frá 1874 á Flateyjardal í Þingeyjar- sýslu, prýðileg ritgerð, nafnlaus grein um Jón Ólafsson skáld, rituð af mikilli sam- úð, og loks mesti fjöldi smærri ritgerða, sagna og kvæða eftir ýms skáld og rithöf- unda Vestur-íslendinga, sem of langt yrði upp að telja. En allt er þetta læsilega og skemmtilega skrifað. Auk þess er blaðið skreytt fjölda mynda af ýmsum forystu- mönnum landa vorra vestan hafs og skrautleg forsíðuteikning, sem gert hefir mrs. Brynhildur Johnson, ættuð af Akur- eyri. Alls er blaðið 52 blaðsíður á* stærð, sexdálkað í stóru broti og ritstjóranum til sóma að efni og frágangi. Mun það vera eitt hið stærsta blað, sem gefið hefir ver- ið út á íslenska tungu annað en hátíðar- blaðið af Heimskringlu, sem kom út þjóð- hátíðarárið 1930. Má það skrumlaust segja um vestur-íslenzku blöðin Lögberg og Heimskringlu, að þau hafa jafnan verið einhver hin beztu blöð, sem gefin hafa verið út á íslenzka tungu, auðug af marg- víslegu fræðandi og skemmtilegu efni, með víðáttumikilli útsýn yfir heimsvið- burðina og að jafnaði laus við þær heimskulegu stjórnmálaskammir, sem mest lýta blöð hér á íslandi. Að vísu hafa landar vestra við og við slegið í brýnu út af ýmsum félagsmálum, en það hefir aðeins orðið til að skerpa kærleikann. Og mér til gleði virðist mér nú, sem sam- heldni þeirra og/eindrægni í þjóðemis- málum sé fremur að færast í vöxt. Hver veit, nema vökudraumar skáldsins Sig- urðar Júl. Jóhannessonar um einn anda og eina sál á meðal Vestur íslendinga eigi eftir að rætast að einhverju leyti? Vil ég jafnframt og ég árna Lögbergi góðs gengis í framtíðinni óska, að svo mætti verða og að þá yrði það sá Þorgeir goðinn, sem vitrastur væri, sem þeir tækju sér að leiðsögumanni. Benjamin Kristjánsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.