Dagur - 12.05.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 12.05.1938, Blaðsíða 3
22. tbl. DAGUR S9 um 1935—36 járn og stál, unnið og óunnið, mest þó hið síðara sem járnmálm beint írá námunum, fyrir hærri upphæð en öllum inn- flutningi til Svíþjóðar nam á sama tíma. Það er þess vegna sem Svíar hafa alla verzlun frjálsa, að þeir hafa nóg að selja og keppt er um það, sem þeir hafa á boðstól- um, bæði járn, timbur og pappír. Um síðastl. 3—4 ár hefir aJlt farið stígandi og virðist ýmsum sem nú muni hækkun nema stað- ar, en sveiflur þær, sem nú eru, muni þó ekki þýða að um lækkun verðs sé að ræða fyrir lengri tíma, heldur aðeins til bráðabirgða. í stuttu máli má segja, að eins og nú standa sakir, séu sölumöguleik- ar góðir á mörgum sviðum og eigi ástæða til að örvænta um markað í nánustu framtíð, að und- anteknum þeim löndum, sem ekki geta borgað, en það eru Miðjarð- arhafslöndin. Að vísu hafa þau ávexti að selja, en þeir eru dýrari en hægt er að fá þá annarstaðar. Það er því ekki að ástæðulausu að íslendingar leitist fyrir um opnun markaða í öðrum heims- hlutum. Það er engum vafa bund- ið, að framleiðslan til lands og sjávar má ekki byggjast á því að selja hana í einni eða tveimur myndum, t. d. sem saltfisk, full- eða hálfverkaðan, og kjötið sem saltað og fryst. Nei, þar kemur að, að verulegan hluta fiskjarins verður að matreiða fyrir markað- inn og neytandann að meira eða minna leyti. í sambandi við þetta dettur mér í hug ísl. lýsið og síldarverksmiðj- urnar. Eg sé enn koma fram til- lögur um að fjölga verksmiðjun- um. Það má meir en vera að þess sé þörf. En hefir engum komið til hugar að reisa verksmiðju á Norð- urlandi, t. d. á Akureyri eða Húsavík, til þess að búa til ýmsar nothæfar vörur úr lýsinu, í stað þess að selja það allt sem hrávöru. Mér er tjáð að efnilegur stúdent frá Menntaskóla Akureyrar hafi á síðasta sumri sótt um styrk til náms í verkfræði, lútandi að síld- ariðnaði og meðferð þeirra afurða, en verið synjað. Eg er þess viss, að verksmiðja á íslandi, sem fram- leiddi hinar ýmsu tegundir lýsis- og feitiefna, sem búin eru til úr síldar- og þorskalýsinu, mundi geta staðið við það, alveg eins og þeir, sem flytja lýsíð út í tunnum til Álaborgar, Árósa eða Ham- borgar, og sem þaðan er svo flutt sem iðnaðarvörur út um heim, eða eins og eg sjálfur var sjónarvottur að hér í sumar, að skip kom frá íslandi með lýsi, dældi því upp í herðingargeymana hjá „Östasia- tisk Co.“, fékk það hert þar og tók síðan sem fasta feiti og sigldi með það áfram til Þýzkalands. Vera má að einhverjum hafi hug- kvæmzt að í framtíðinni verði ís- lendingar sjálfir að búa til iðnað- arvöru úr hráefninu — lýsinu, og flytja síðan út sem glycerin, stear- in, feitar sýrur af ýmsu tagi, já, jafnvel sem sprengiefni. Verkefnin eru nóg, og líklegt þætt} mér, að þessi mál yrðu í- huguð, meðan verið er að lýsa og hita Norðurland með rafafli frá Laxá. Og ekki er minna um vert að eignast dugandi, sérmenntaða menn á þessu sviði en mörgum öðrum (Framh.). Hvert stelnir? Einn af riihöfundum Dags, hr. Jónas Jónsson frá Brekknakoti, virðist telja það nokkurnveginn réttmætt, þótt er- lend blöð sæmi okkur skrælingja nafn- gift, meðan ekki fyrirfinnst hér á Ak- ureyri baðstofa og íþróttahús í full- komnasta nýtískustíl. O jæja. Eftir því er það þá stóllinn, sem vísar til um manndóm og gáfna- far þess, sem í honum situr, því að sem sagt, ef baðstofan er nógu ný- tískuleg, getur hvaða skrælingi, sem er, þvegið þar a' sér skrílmennskuna. En væri óhugsandi að hann gæti skolað ögn af henni af sér í baðker- inu heima? Eg er nú svo gamaldags að álíta, að jafnvel baðkerið í heima- húsum sé ekki órækur vottur um skríl- mennsku, eða menningarástand heima- fólksins, þó það jafnvel fyrirfinnist ekki, skýri það ekki frá öðru en tak- markaðri getu til að afla sér lífsþæg- inda, en að þarna geti, þrátt fyrir allt, búið mesta sóma og gáfnafólk og jafnvel kattþrifið líka, því sæmileg reynsla er fengin fyrir því, að það er hægt að þvo sér upp úr vatni, enda þótt ílátið, sem það er í, heiti ekki einu sinni baðker. Ekki svo að skilja að eg sé neitt á móti baðstofu, íþróttahúsum og öðrum fremur heilsu- samlegum leikföngum, ef ástæðurleyfðu, en engin fær mig til að trúa því, að kröfur almennings til slíkra hluta séu sprotnar af umhyggju fyrir heilsu- vemd, því þá ætti þessari umhyggju að verða meira vart í daglegu hátta- lagi en almennt gerist. En eg er á móti því hóf'ausa lýðskrumi, sem flest blöð þjóðarinnar eru sífellt barma- full af, um þeísar gegndarlausu »rétt- mætu« kröfur einstaklingsins til allra heimsins unaðsemda, án þess hann þó leggi nokkuð annað til málanna en kröfurnar. Og eg álít að það sé lík- legra til að skrílmanna þjóðina en baðstofu- og íþróttahúsleysi. Pað er manngildi einstaklinganna, sem sker meira en nokkuð annað úr um menn- ingarástand þjóðarinnar. Og það má nærri kveða svo á að hver einstaklingur sé annað tveggja: þjóðarsómi eða þjóðarskömm, miðað við framkomu hans og háttalag, og vitanlega er oss íslendingum margs ábótavant á þeim vettvangi, og er því gott verk að beina einstaklings athygl- inni að þeim sjálfsögðu kröfum, sem þjóðfélagið og hann sjálfur á að gera á hendur honum. En það er b'inlínis illt verk að smeygja nokkru því inn í meðvitund einstaklingsins, sem veikt getur sjálfsvirðingu hans og mann dómsviðleitni. Og ekkert er líklegra til að veikja hana og jafnvel drepa en sá hugsunarháttur, að þjóðfélagið, og yfirleitt allir aðrir en sjálfur hann, eigi að bera ábyrgð á einstaklingnum, og að kröfur hans til þess eigi að vera ótakmarkaðar, og séu auðvitað allar »réttmætar« og því takmarkalaus- ari og réttmætari sem hlutaðe:gandi er meira Iftilmenni, sem aftur á móti hlýtur að byggjaat á þvf að þjóðféUg- inu beri ekki að krefjast neins af ein- staklingnum, og að því beri sjálfsögð skylda til að sjá í gegnum fingur við hverskonar brek og drusulmennsku sem vera skal. Pví miður er þessi banvæni hugsun arháttur að magnast ár frá ári, og má heita að haun sé að verða rauði þráð- urinn í þjóðfélagi voru, og verður ó- umflýjanlegt banavaldur þess, nema augu alþjóðar opnist fyrir því, að hann er ga^rstæður þroskalögmálum lífsins. Að þessi hugsunarháttur er ekki sprott ;nn upp af einstaklingsumhyggju eins og reynt er að láta hann sýnast, held ur einstaklingshatri, því hverjir of- sækja freklegast þá einstaklinga, sem hafa bæði vilja og getu til að hjálpa sér og öð um? Almenningur verður að opna augun fyrir þeim eilífa sannleika, að Ouð, og þá um leið allar góðar vættir, hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur, enda er hann altaf hjálparþurfi. Og þá er hitt lika jafnsatt, að ekki einu sinni guð getur hjálpað þeim, sem ekki vill hjálpa sér sjálfur, enda er hann ekki hjálparþurfi í sömu merk- ingu og hinn. Honum er hjálpin jafn þýðingarlaus og lystarlausum manni margréttað borð. Hann er sjúklingur á einhverju því sviði til- verunnar sem liggur milli lífs og dauða, og verður því að meðhöndl- ast sem slikur. En við getum líka huggað okkur við, að frá náttúrunnar hendi eru slfkir sjúklingar ekki marg- ir, alist þeir upp við sæmilega líf- rænan hugsunarhátt. En peir fieta orð- ið margir ef þessi dauðasöngur ábyrgð- arleysisins er tónaður inn í þjóðina með móðurmjólkinni af kynslóð til kynslóðar, og ttmgun þeirra stærsta hættan, sem nokkru sinni hefir vofað yfir þessu þjóðfélagi. Björgvin Guðmundsson. Barnaskóli Akuieyrar. Starfsári barnaskólans lauk í gær. Við það tækifæri flutti skóla- stjóri skýrslu um störf skólans í vetur, og kvaddi fullnaðarprófs- börnin með ræðu. 67 börn luku fullnaðarprófi. Af þeim fengu 10 ágætiseinkunn og 46 1. einkunn. Hæsta einkunn var 9.36. Börnin drukku um 6000 lítra af mjólk og 3 tunnur af lýsi. Sýning á hand- iðju og teikningu barnanna var opin s. 1. sunnudag og sótti hana fjöldi fólks. Drengir hafa smíðað fjölda gagnlegra muna og prýtt suma útskurði. Ennfremur höfðu nokkrir drengir bundið inn 50 bækur. Stúlkur saumuðu sér föt, prjónuðu, bættu og stoppuðu og sumar höfðu saumað sér vettlinga og töskur úr skinni. Þótti þessi teikninga- og hand- iðjusýning hin merkilegasta í alla staði og fékk hina beztu dóma. í vorskólanum eru nú um 300 börn. Guðsþjónustiir í Grundarþingapresta- kalli: Möðruvöllum, sunnud. 15. maí kl. 12 hád. Hóluni, sunnud. 22. mai kl. 12 á liád. Saurbæ, sama dag kl. 3 e. h. Næturvörður er í Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá n.k. mánudegi er næt- urvörður i Stjömu Apóteki). Hjartans þakkir fyrir heimsókn, gjafir, hlýjar kveðjur og hamingjuóskir á áttrœðis afmœli mínu 5. þessa mánaðar. Guð blessi ykkur öll. Hóli 8. mai 1938. Ólöf Kristín Elíasdóttir. KIRKJAN: Messað i Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Zion: Næstkomandi sunnudag kl. 8% e. h. almenn samkoma. Allir velkomnir. I. O. O. F. = 1205130 = Hradskákþinp Skákfélags Akureyrar hefst annað kvöld kl. 8bís e. h. í Skjald- borg. Keppendur beðnir að ntæta stund- víslega. Silfurórúðkaup áttu i gær Itjónin á l jörn í Svarfaðardalj Þórarinn Kr. Eld- járn og Sigrún Sigurhjartardóttir. Dánardægur. Þann 4. þ. m. andaðist að heintili sinu, Aðalstræti 4 hér í bæ, Ólafur V. Árnason, eftir margra ára þungbæra vanheiisu. Kuldasteyta af norðri með nokkru frosti og snjóélum hefir verið hér norð- anlands undanfarna daga og helzt enn. Hafíshroði er fyrir Norðurlandi, einkum við Horn og á Húnaflóa, en hefir þó ekki hindrað skipaferðir. Unnið er nú að stækkun útvarpsstöðv- arinnar í Reykjavik og er búizt við að henni verði lokið í júlí, og að stöðin taki þá til starfa með ntargfaldri orku. Steinn Steinsen bæjarstjóri kom heim úr utanför sinni með »Drottningunni« í siðustu viku. Brjóstlíkan af Jónasi Jónssyni alþm., sem Rikarður Jónsson hafði gert, var honum afhent á afmæli hans 1. þ. m. Var það afhent með þeim ummælum, að með því að láta listamann setja svipmót hans i málm, þá væri þar af vinum hans innt skylda af hendi við framtíðina, og væri þessi afmælisgjöf að því leyti i samræmi við hin fjöimörgu störf hans sjálfs. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin samnn ! hjónaband hér í bænum ungfrú Sigurlaug Benediktsdóttir og Þorvaldur Jónsson frá Tjörnum, bílstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.