Dagur - 19.05.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 19.05.1938, Blaðsíða 2
96 D A Q U E 23. Ibl, fjallaði um hin dönsku tilboð, og Erlingui' sat, svo sem áður er get- ið, var það oftar en einu sinni skýrt fram tekið, að verktaki mxmi. greiða kauptaxta verklýðs- félaganna á Akureyri. Það hlýtur því að vera vísvitandi blekking, þegar E. Fr. fullyrðir það í „Al- þýðum.“, að bæjarstjórn ætli „að nota hinn erlenda vinnukaupanda tii að lækka kaupið“. En þennan „verklýðsforingja“ klígjar ber- sýnilega ekki við neinum þeim ósannindum, er gætu orðið til þess að vekja sundrung, tor- tryggni og ófrið um þetta mál. Það skal játað, að mikil líkindi eru til að hægt væri að fá nokkuð af efni til virkjunarinnar talsvert ódýrara en hin dönsku f irmu bjóða það, ef bœnum tœkist að út- vega frjálst gjaldeyrislán til kaup- anna. Vilhjálmur Þór var, svo sem kunnugt er, búinn að útvega slíkt. lán í Bretlandi með góðum kjörum, en þegar allt var klappað og klárt við sjálfa lánveitendurna, gerðust þau óvæntu tíðindi, að brezka stjórnin BANNAÐl allar lánveitingar úr, landi. Mun sú ráðstöfim næstum einsdæmi í sögu heimsviðskiptanna. Ef til vill trúir E. Fr. því, samkvæmt reynzlu sinni sem fjármálaforsjón Kaupfélags Verkamanna, að brezka stjórnin. hafi gert þetta af stríðni við V. Þór og okkur Akur- eyringum til bölvunar, en ekki af knýjandi ástæðum á heimavísu. Ef til, vill. hefir hún frestað þess- ari ákvörðun sinni fram yfir bæj- arstjórnarkosningarnar hér, til þess eins, að Framsókn fengi „einum. fulltrúa fleira í bæjar- stjórn“ (!), eins og Erlingur virð- ist halda. En því sendir E. Fr. þá ekki .skeyti og útvegar þetta fé? Hann taldi það þó ekki svo erfitt verk í vetur að koma slíku smá- ræði... í kring! Það hlakkaði að minsta kosti eftirminnilega í hon- um, þegar þessi möguleiki brást. En bæjarstjórn Akureyrar mun ekki telja sig geta komið auga á neina slíka möguleika um frjálst gjaldeyrislán eins og sakir standa, þrátt fyrir ýtarlegar eftirgrennsl- anir. Kannske veit E. Fr. betur. Sé svo, ber honum sannarlega skylda til að benda á þær leiðir, er hann telur færar í þeim efnum. En engar líkur benda til, að án frjáls gjaldeyris verði betri kjör- um náð annars staðar. Meðan svo standa sakir mun , bæjarstjóm heldur kjósa að sæta þeim mögu- leikum, sem fyrir hendi eru, en að slá málinu enn á ný á frest, ekki sízt sökum þess, að mjög varlegar rekstursáætlanir sýna, að fyrir- tækið á að geta borið sig vel fjár- hagslega, þótt stofnkostnaður verði nokkuð meiri en gert var ráð fyrir í upphafi./ Reksursáætlanir þessar gera ráð fyrir verulegri loekkun á raf- magnsgjöldum neytenda frá því, sem nú, er, t. d. á samkv. þeim verð á raforku til ljósa að lækka um 10%., Erlingur gefur hinsveg- ar í skyn, að rafmagnið verði miklu DÝRARA en bæjarmenn hafi gert sér vonir , um, vegna þess hvað hjn dönpltu tilboð séu óhagstæð. En hefir E. Fr. gert sér greín fyrir því, hvað það kostar bæjarfélagið árlega að vera án stórum aukinnar raforku, hvað sem virkjunin annars kann að kosta? Erlmgur Friðjónsson er trú- deigur á nýja rafveitu fyrir Akur- eyri og óttast, að með henni reisi.. bæjarfélagið sér hurðarás um öxl íjárhagslega. Honum er þetta nokkur vorkunn og skal það því fyrirgefið. Hann er senn gamall maður og örþreyttur. Framsýni hans, stórhugur og fjármálaskiln- ingur hefir aldrei verið framúr- skarandi, og „lítið var, en búið er“. Honum skal einnig virt það til vorkunnar, þótt hann þori ekki — eftir hin kotrosknu fíflalæti sín tyrir bæjarstjórnarkosningamar í vetur, þegar öllum velfarnaðar- málum bæjarfélagsins átti þegar að verða hrundið í framkvæmd, ef hann aðeins næði kosningu — — að koma fram fyrir kjó.sendur sína nú og játa þetta trúleysi sitt. Tii þess þ’arf meiri djörfung og manndóm en honum er laginn. En undanbrögð hans og pólitískur hráskinnaleikur í þessu alvarlega velfarnaðarmáli allra bæjarbúa verður aldrei skilinn eða fyrirgef- inn. Jafnvel kommúnistar í bæj- arstjórn hafa í þessu máli hagað sér eins og valinkunnir sæmdar- menn í samanburði við hann, og sýrrt miklu ríkari ábyrgðar- og sómatilfinningu. Er með því ekki mikið sagt þeim til hróss. E. Fr. virðist hafa ályktað eitthvað á þessa leið: Ef reynslan sýnir, að máli þessu verði ráðið farsællega til lykta, munu menn hafa gleymt því, að ég veitti því engan stuðn- ing, aðeins ef ég tek ekki afstöðu gegn því með atkvæði mínu á úr- slitastundum. En ef illa tekst til um málið og afdrif þess verða f samræmi við bölsýni mína, get ég þvegið hendur mínar og hrópað: Sjá, ekki átti ég neinn þátt í því, að svona fór: Ég — „einn af ell- efu“ — sat hjá eða laumaðist af fundi, til þess að geta setið áfram í launsátri og lætt rítingnum í bak þeirra, sem eitthvað vildu gera annað en gaspra um málið á torgum og gatnamótum, í blaða- greinum og á kjósendafundum. En það má E. Fr. vita, að á eftir Apavatnsför kemur Örlygsstaða- “bardagi, og þá mun ekki standa steinn yfir steini í byggingu hins svikula þjóns, er kastaði steinun- um í glerhúsinu. ** Hjónaband. 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Karlstad í Sviþjóð ungfrú Guðrún Bjarnadóttir, Jónssonar fyrrv. bankastjóra hér og Haukur Helgason stud. polit. frá fsafirði. KIRKJAN: Messað í Lögmannshlíð n k. sunnudag kl. 12 á hádegi. Ferðafélag Akureyrar:, Næstkomandi sunnudag verður íarið til. Hjalteyrar, Dagverðareyrar og að Gásum, Lagt af stað kl. 1 e. h. FRÁ AMTSBÓKASAFNINU; Skilið bókum safnsins sem allra, fyrst. Dansleik heldur Iþróttafélag Hrafna- gilshrepps að þinghúsi hreppsins laug- ardaginn 21. þ. m. Hefst. kl. 9% e. h, Veitingar fást á staðnura. Haraldur sp|l*r. Kaflar úr Kaupmanna- hafnarbréfi til »Dags«. Friverzlun. Þeir, sem hylla fríverzlunina og sjá í henni' hið eina hjálpræði, sem komið geti heimsviðskiptun- um í viðunandi horf, mega senni- lega bíða nokkuð lengi enn. Því, er ekki að leyna, að eðli og gang- ur allrar verzlunar byggist fyrst og fremst á því, að hver vöruteg- und sé framleidd þar, sem ódýrast er að framleiða hana og hún síðan flutt þangað sem hennar er þörf. En eins og nú standa sakir og eins og verða mun enn um langt skeið, er öll verzlun þvinguð, einkum þar, sem gerðar eru kröfur til vöruskipta. Meðan stórþjóðimai’ ganga á undan í þvi efni, verða hinar smærri að fylgja í kjölfar- ið, nauðugar, viljugar, nema þar sem einstakar vörutegundir eru framleiddar og mjög eftirsóttar, eins og t. d. í Svíþjóð, sem að framan greinir. Meðan það land- ið, sem lengst hélt í fríverzlunina — England — semur um viðskipti, gerir kröfur og setur skilyrði, ei ekki gott um vik fyrir- smælingj- ana. Og það, sem styrkir líkumar fyrh’ því, að þetta verzlunarfyrir- komulag haldist um áraraðir, er, að í ýmsum löndum hafa sett ver- ið lagaákvæði, sem snerta verzl- unarfyrirkomulagið, og það er nú einu sinni svo, að lagafyrirmælum er sjaldan breytt í skyndi, allra sízt þegar þau viðkoma fjárhags- legri afkomu þjóðarþegnanna. Sannleikurinn er sá, að í þingræð- islöndum eru alltaf tveir eða fleiri stjórnmálaflokkar, sem hafa full- trúa á löggjafarsamkomum sínum. Undanfarin ár hefir víða verið komið á fót iðnaðarfyrirtækjum, sem raunverulega hafa engin skil- yrði til að þrífast, nema með vernd löggjafar á einn eða annan hátt. Þessi vernd er oftast tollúr á aðfluttum vörum, sömu tegund- ar og iðnfyrirtækin framleiða, eða algert aðflutningsbann. Hvaða stjórnmálaflokkur vill nú stofna sér í hættu með því að afnema slíka vernd iðnaðarstofnananna og gera um leið sína eigin kjósendur atvinnulausa? Stiórnmálin. í þeim málum skerst í odda. Þar eru öfgar og óbilgimi, þar ríkir sátt og sanngirni, þar finnst lítil- mennska og lubbaháttur. Það er sama sagan, sem gerist hér vtra eins og heima á íslandi, aðeins hafið þið meiri persónulegan ná- grannakrit, meiri mannskemmandi áróður. Við öðru er ef til vill ekki að búast, meðan lifir andi þeirrar byltingar, sem borizt hefir frá Austur-Evrópu til íslands. En undravert er það, að slík della skuli hafa fest rætur heima, þvl einræði getur samkvæmt eðli sínu aðeins þrifizt þar til lengdar, sem menning fjöldans er á lágu stigi og fjöldi manna hvorki læs né skrifandi. • Einræðishöfðingjar leiða fjöld- ann, binda fyrir augu manna, blinda þá, eða má þá burt af yfir- borði jarðar, sé við að eiga menn, spm, hafa sannfteringu og einurð til að fylgja henni. Menn munu enn minnast þess, er Hitler lét taka af lífi sína nánustu sam- verkamenn og vildarvini í júní 1935, enginn veit hve marga. Fyrstu fregnir hermdu, að þeir hefðu verið 3. Mánuði síðar var engin launung á, að þeir hefðu að minnsta kosti verið 50. Alltsaman menn með skoðanir og sannfær- ingu, en sem auðvitað voru í ann- arri tóntegund en foringjans sjálfs. Eða hvað segja menn um þýðingu þeirrar löggjafarsam- komu, þar sem aðeins einn stjórn- málaflokkur fær að kjósa, og lög- gjafarsamkoman stendur part úr degi? Þróun sjálfstæðra skoðana á grunnan jarðveg undir slíkum skilyrðum. Þær fregnir, sem svo að segja daglega berast frá Rússlandi, veit eg ekki hvort kallazt geta tíðindi lengur. Svo má illu venjast að gott þyki, og við betra er ekki að búast, meðan þar ræður lögum maður sá, sem var glæpamanna- foringi, áður en hann kom til valda, og á hverju ári, stundum á hverjum mánuði, auglýsir blóð- eðli sitt með því að láta skjóta hæfilega stóran hóp embættis- manna sinna. Varla mun önnur brjálæðispersóna hafa ráðíð ríki, síðan Neró leið, sem svo reglulega sannar geðveikiseinkenni síns innra manns. Kommúnisminn rússneski hefir ráðizt á heift og blóðþorsta Tsar- tímabilsins. Ennþá eru allar ár, sem um Rússland renna, blandað- ar blóði rússneskra borgara, og undanfari þeirra blóðsúthellinga er, ef vera mætti, enn níðingslegri en á Tsartímanum. Fyr voru not- aðir hestar til að teygja og toga líkami lifandi manna á milli sín, og aðrar pyntingar af líku tagl viðhafðar. Nú er beitt því vopn- inu, sem víst er að getur eyðilagt taugakerfi sakbornings á einm nóttu og gert hann brjálaðan. Vistarvera í klefa, þar sem 40—50 stiga hiti er inni og hæfilega miklu ljósmagni er beint á hlut- aðeiganda er nóg til þessa. Á þenna hátt er auðvelt að gera hvern sem er viljalaust, máttvana verkfæri, sem stýra má og fá til að játa hverri spurningu, sem fyrir hann er lögð. Það lítur bet- ur út að fá einstaklingana til að játa afbrot, enda þótt.um algert sakleysi sé að ræða. Það skiptir annars engu máli. Sekt og sak- leysi er undir slíkri stjórn gert jafnt undir höfði. Aðeins eitt ræð- ur: duttlungar valdhafans, sem á- lítur, að hver sú persóna, sem hefir sjálfstæða skoðun, sé föður- landssvikari og sitji um líf og höfuð foringjans. Kaupmannahöfn 6. marz 1938. Gísli Kristjánsson. Leikirnir »Apakötturinn« og »Grái frakkinns verða sýndir í siðasta sinu nasstk laugardagskvöld. Aðgöngumiðar aðeins á 1 kr. hvar sem er í húsinu. Merkjasala fer fram á götum bœjar- ins næstk. sunnudag til ágóða fyrir mæðrasjóðinn. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Préntverk Odds Björnssonar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.