Dagur - 19.05.1938, Blaðsíða 1
D A G U R
kemur út & hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 &rg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son f Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaiddagi fyrir 1. júlí.
XXI
. árg. |
Akureyri 19. maí 1938.
Afgreiðslan
e'r hjá JÓNl Þ. ÞOH, Norð-
urgötu 3. Talsfmi 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin tii afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
J 23. tbl.
Erlingur ríður til Apavatns.
Erlingur Friðjónsson, kaupfé-
lagsstjóri, hefir um langt árabil
átt sæti í bjæarstjórn Akureyrar
og lengst af í rafveitustjórn kaup-
staðarins. Skipar hann báðaf þess-
ar trúnaðarstöður í þágu almenn-
ings enn þann dag í dag. Hanr.
hefir því notið hinnar beztu að-
stöðu til að fylgjast með undir-
búningi þeim, sem þessir aðiljar
hafa gert um nýja rafveitu fyrir
bæinn og nærsveitirnar. Hefði
honum verið í lófa lagið að hafa
áhrif á afdrif þessara mála með
tillögum sínum og atkvæði, ekki
síður en öðrum rafveitunefndar-
mönnum og bæjarfulltrúum. Ekki
skal það dregið í efa, að þessi bæj-
arfulltrúi hafi gert sér þess ljósa
grein, að hér er um hið mesta
stórmál að ræða fyrir hið litla og
fátæka bæjarfélag vort: Annars
vegar brýn þörf alls almennings
fyrir aukna raforku, bæði vegna
búskapar hvers einstaklings og
skilyrða fyrir auknum atvinnu-
rekstri í bænum, en hins vegar sú
mikla áhætta, sem. fólgin er í því,
að skammsýni, mistök og fyrir-
hyggjuleysi um undirbúning og
rekstur þessa milljónafyrirtækis
kunni að ríða bæjarfélaginu fjár-
hagslega að fullu. En það er ljóst,
að þá væri helzt von um skjóta og
góða lausn þessara mála, ef for-
ráðamenn bæjarfélagsins bæru
gæfu til að standa sem einn mað-
ur og vinna undirhyggjulaust að
íramgangi þeirra, en létu ekki
deilur um smávægileg aukaatriði
blinda sér sýn á aðalatriðin, eða
gerðu leik til að torvelda samstarf
allra flokka með einhverjum á-
byrgðarlausum loddaraleik, til
þess eins að sýnast í augum
þeirra, er utan við standa og illa
fylgjast með málunum, sér til
pólitísks framdráttar.
Erl. Friðjónsson hefir nú tekið
þann kostinn, sem verri var. Hann
gengur fram úr hópi samstarfs-
manna sinna, ber sér á brjóst og
hrópar ámáttlega: Drottinn, ég
þakka þér, að ég er ekki eins og
þessir menn! S. 1. þriðjudag gerir
hann í blaði sínu, „Alþýðumann-
inum“, óp mikið að rafveitunefnd
og bæjarstjórn í tilefni af tilboð-
um þeim um virkjun Laxár og
lánsfé í því skyni, sem Steinn
Steinsen bæjarstjóri hefir útveg-
að hjá dönskum firmum. Telur
blaðið, að rafveitumál bæjarins
hafi verið „ein samhangandi keðja
af endemum“ í höndum fráfar-
andi og núverandi bæjarstjói’nar
og rafveitunefndar. Birtir E. Fr.
nú í einu og sama tölublaði fjórar
greinar um málið, hverja annarn
stórorðari og digurbarkalegri.
Skulu hér til gamans birt nokkur
sýnishorn þess munnsaínaðar, er
E. Fr. þykir hæfa að velja þeim
mönnum, sem komið hafa nærri
einhverjum undirbúningi og fram-
kvæmdum í þessu erfiða og ör-
lagaríka vandamáli: bæjarstjóra.
rafveitunefndarmönnum (öðrum
en Erlingi) og bæjarfulltrúum
(sömuleiðis að undanteknum Erl-
ingi). Öll viðleitni þeirra og störf
í þágu þessa máls eru kölluð:
„sinnuleysi“, „þarfleysa“, „van-
virða“, „hneyksli11, „ónytjungs-
háttur“, „óvitafálm“, „hringavit-
leysa“, „óhæfa“, „pólitísk svindil--
mennska", „vesaldómur“, „hand-
vömm“ og „spellvirki“, svo að
nokkur dæmi séu nefnd um þann
skemmtilega orðaforða, sem þetta
blað hefir jafnan á takteinum t.il
að örfa með fegurðarsmekk og
prúðmennsku lesenda sinna! Jafn-
vel sleppa ekki útlendingar þeir,
sem gerzt hafa svo djarfir, að
bjóðast til að virkja Laxá fyrir
okkur, og lána fé sitt í því skyni,
við svigurmælin. Kallar Erlingur
þá „erlenda yfirgangsseggi“. Er
einstætt, að yrði stórmáium
hrundið í framkvæmd með illyrð-
um einum og dólgshætti, þyrfti
almenningur ekki að bíða raf-
magnsins né annara þarfa sinna
stundinni lengur, meðan hann
nyti við hæfileika þeirra Frið-
jónssona í þeirri grein. Gregnir
furðu, hve mikið kemst fyrir af
því tægi í þessu eina blaðkríli,
enda verður að játa það, að for-
sendurnar fyrir þessum hörðu
dómum komast þar hvergi fyrir,
sem varla er vonlegt, heldur eru
þeir ýmist reistir á algerlega órök-
studdum fullyrðingum eða full-
komnum rangfærslum og blekk-
ingum.
Hafi E. Fi-. óskað þess, að á hon-
um yrði mark tekið sem ábyrgum
og allsgáðum þjóðmálamanni, gat
hann aðeins hafið slíkt frum-
hlaup á hendur samstarfsmönnum
sínum af tveimur gildum ástæð-
um — en heldur ekki fleiri:
Fyrst þeirri, að tillögur hans til
framkvæmda í rafveitumálinu
hafi verið að engu hafðar í raf-
veitunefnd og bæjarstjórn. í öðru
lagi vegna þess, að einhverjar þær
ráðstafanir, er hann telur háska-
legar, hafi verið gerðar af þessum
aðiljum gegn atkvæði • hans. En
hvorug þessi ástæða er fyrir
hendi: Tillögur E. Fr. um fram-
kvæmdir hafa ekki verið felldar
af þeirri einföldu ástæðu, að hann
hefir aldrei gert neinar tillögur í
því efni, sem máli skipta. Og ekki
er heldur vitað, að E. Fr. hafi
greitt atkvæði gegn nokkrum
markverðum tillögum um tilhög-
un framkvæmda né undirbúnings.
Framkoma hans í þessum málum
hefir jafnan verið fádæma loðin
og lítilmannleg. Hann sat t. d.
hinn sameiginlega fund rafveitu-
stjórnar og fjárhagsnefndar, sem
tók afstöðu til tilboða þeirra, er
bæjarstjóri hefir útvegað og E.
Fr. gerir nú að árásarefni, en
greiddi þar ekki atkvæði og laum-
aðist af fundi án þess að skrifa
undir fundargerðina. Þegar til-
lögur nefndanna lágu fyrir bæj-
arstjórn, var hann einnig á fimdi
og reyndi að vefja málin eftir
beztu getu, án þess þó að nokkuð
yrði um það ráðið, hvort hann
væri með tillögunum í höfuðatrið-
um eða ekki. Refjaðist hann enn
um að greiða atkvæði, á þann
hátt, að hann laumaðist enn af
fundi rétt áður en tillögurnar
skyldu bornar upp til samþykktar.
— En þegar bæjarstjóri og þríx
nefndarmenn eru fjarverandi úr
bænum, grípur kempan tækifærið
og eys þá skefjalausum óhróðri
vegna þeirra framkvæmda, sem
hann lét afskiptalausar, meðan
enn var tími til að fá þeim breytt
Þótt E. Fr. hafi þannig skotið
sér undan að taka afstöðu til allra
markverðra tillagna um þetta mál
nú upp á síðkastið, hefir hann ver-
ið óspar á að reyna að vefja málið
með ýmsum aukaatriðum og vífi-
lengjum Mönnum er það t. d.
minnisstætt, að þegar lög um
virkjun Laxár lágu fyrir Alþingi í
fyrra vetur, og bæjarstjórnarfund-
ur var kallaður saman, til þess að
ýta á eítir því máli, þá hamaðist
Erlingur gegn því, að Laxá yrði
virkjuð, þótt allir verkfróðir
menn, er um málið höfðu fjallað,
teldu hana langálitlegasta vatns-
fallið til virkjunar. Hélt Erlingur
Goðafoss fram með þeim einum
rökum, að áætlanir þær, er fyrir
lágu gerðu ráð fyrir nokkru
meiri vinnu þar en við Laxá.
Flutti hann tillögu um það, að
bæjarstjórn frestaði að taka
ákvörðun um staðinn, og þar
með er sennilegt að lögin um
virkjun Laxár hefðu orðið að bíða
næsta þings, ef E. Fr. hefði fengið
að ráða. Erlingur hafði þá skoðun,
að honum myndi takast að hæna
verkamenn í bænum til fylgis við
sig á þeim grtmdvelli að þeir
myndu meta meira ímjmdaða
stundarhagsmuni sína en fjár-
hagslegt öryggi fyrirtækisins í
bráð og lengd, sem auðvitað var
bimdið við það, að valinn yrði
hentugasti staðurinn til virkjvmar-
innar með hagsmuni rafveitunnar
eina fyrir augum. Þetta reyndist
þó falsvon ein. Það kom í ljós,
þvert á móti þvi, sem Erlingur
hafði búizt við, að verkamennim-
ir voru skarpskyggnari og þegn-
hollari en svo, að þeir rynnu á
þetta auðvirðilega agn. Og svo
mun enn fara, að verkamenn
mrrnu sjá við brögðum Erlings, er
hann reynir að telja þeim trú um,
að bæjarstjóm ætli sér að „semja
af“ bæjarbúum forgangsrétt til
vinnunnar við virkjunina, þótt
hún hafi þvert á móti samþykkt
tvær tillögur á síðasta bæjar-
stjórnarfimdi í þá átt að gera allt
sem unnt er, til að tryggja þenn-
an rétt bæjarmanna. Hefir annað
firmað, sem býður í verkið, þegar
gengið að þessum kröfum, en hitt
firmað lofað bréflega að láta Ak-
ureyringa njóta vinnunnar „öðr-
um fremur“ (,,fortrinsvis“). Hins
vegar tókst F. Fr. ekki að sigla
öllum frekari samningum við
.firmun í strand, með því að fá
samþykkta tillögu, er gerði þessa
kröfu að skilyrði fyrir áframhald-
andi samningaumleitunum. Þess
má geta, að tregða Höjgaard &
Schultz í þessu atriði stafar vissu-
lega ekki af því, að þeir ætli sér
að taka sunnlendinga fyrst og
fremst til vinnunnar, eins og Er-
lingur fullyrðir, heldur af því, að
þeir óttast samkvæmt þeirri
reynzlu, er þeir hafa fengið við
Sogsvii’kjunina, að vinnumiðlunar-
skrifstofa bæjarins muni — ef
hún ráðstafar vinnunni, eins og
E. Fr. telur sjálfsagt — leggja til
í sumum tilfellum menn, sem eng-
inn annar vill hafa í vinnu. Vill
firmað því einfaldlega tryggja sér
það, að geta valið duglegustu og
starfhæfustu mennina til vinn-
unnar á hverjum tíma.
Á b^ejarstjórnarfundi þeim, er
/