Dagur - 16.06.1938, Side 3

Dagur - 16.06.1938, Side 3
I 27. tbl DAGUR 111 störf sín við það. Unga menn, sem hafa opin augun fyrir mistökum þeim og göllum, sem óneitanlega eru á ýmsum málum, og vilja vinna að endurbótum, en láta það ekki verða til að draga úr starfi sínu fyrir heildina. Þjóðin þarfnast nú ungra manna og kvenna, með metnað og áhuga, sem ekki er sama hvort þau starfa að verkum, sem eru gagnleg þjóð- arheildinni og aðkallandi eða mið- ur gagnlegum. Hún þarfnast ungra manna, sem heldur vilja róa á sjó til fiskjar eða stunda garðrækt og hvaða sveitavinnu sem er, heldur en stunda atvinnu- bótavinnu eða ganga iðjulausir og kvarta yfir því að hvergi sé rúm fyrir þá eða starf sem bíði þeirra. Landnemar skapa sér sjálfir land. Við búum í lítt numdu landi. Allstaðar blasa verkefnin við. Landið verður hins vegar aldrei imnið til fulls, ef æskulýðurinn aðhyllist einhliða kenningar kröfumannanna. Verulegt landnám og nýsköpun getur ekki átt sér stað nema æska íandsins sé þess reiðubúin að leggja að sér nokkurt erfiði og skapa sér þannig starf þeirrar teg- undar, sem þjóðarheildin þarfnast mest. ísland hefði aldrei byggst ef landsnámsmennirnir hefðu ekki sjálfir skapað sér starf — þótt í byrjun væri örðugt, ef þeir hefðu t. d. ekki byrjað á landnám- inu fyr en þeim voru tryggðar fastar tekjur eftir kaupgjaldsregl- um nútíðarinnar. Á sama hátt verður landnámi hér ekki haldið áfram, ef unga fólkið bíður og bíður eftir því að fyrir það opnist starf með taxtakaupi kaupstað- anna, ef unga fólkið er ekki reiðu- búið til þess að leggja á sig erfiði til þess að skapa sér rúm og starf í framleiðslunni eins og forfeðum- ir hafa gert. Þjóðin þarfnast ungra manna, sem vilja og þora að sækja brauð sitt í skaut ís- lenzkrar náttúru. Framsóknarflokkurinn lítur á það, sem eina sína höfuðskyldu, að styðja slíka æskumenn og starfsemi þeirra. Hann mun fram- vegis, sem hingað til, líta á það sem sitt hlutverk, að standa á verði gegn þeim, sem seilast eftir arðimun af starfi þeirra. KIRKJAN: Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 12 á hádegi (safnaðar- fundur). Tvð umferðaslys urðu hér í bœ um síðustu helgi. Stúlka varð fyrir bifhjóli og handleggsbrotnaði, en sá, er á bif- hjólinu var; féll á götuna og fékk heila- hristing. I annan stað varð stúlka fyrir bifreið og meiddist á fæti. Hið meidda fólk var flutt á sjúkrahúsið og mun líða vel eftir ástæðum. Bláa kápan var sýnd á Húsavík síð- astl. fimmtudags- og föstudagskvöld við geysi mikla aðsókn og síðan hér á Ak- ureyri á Iaugardagskvöld í 3. og síðasta sinn fyrir troðfullu húsi og urðu margir frá að hverfa. Héðan fór leikflokkurinn á sunnudagsmorgun og sýndi á Biöndu- ósi þá um kvöldið, Jósavin Guðmundssoi bónda á Auðnum í Öxnadal. Eins og áður hefir verið getið í „Degi“, andaðist hann á sjúkra- húsinu á Akureyri þann 27. maí s.l. eftir þunga sjúkdómslegu. Jósavin sálugi varð aðeins tæplega 50 ára gamall, fæddur 17. des. 1888 að Grund í Höfðahverfi. Um uppvöxt hans er þeim er þetta ritar lítið kunnugt, en mjög ungur var hann, er hann varð að fara að sjá um sig sjálfur. Þann 30. apríl 1914 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Hlíf Jóns- dóttur, hinni mestu dugnaðar- og myndarkonu. Varð þeim 9 barna auðið og eru 8 þeirra á lífi, öll hin mannvænlegustu. Fyrstu hjúskaparárin dvöldu þau hjón á ýmsum stöðum, en vorið 1922 reistu þau bú á Auðn- um í Öxnadal og þar hafa þau bú- ið síðan. Voru þau mörg ár leigu- liðar þar, en voru nú fyrir fáum árum búin að kaupa jörðina. Þegar Jósavin sál. kom að Auðn- um, var hann báfátækur, enda ekki fyr komist að þolanlegri bú- jörð til neinnar frambúðar; hafði og ekki löngu áður orðið fyrir til- finnanlegu tjóni í eldsvoða og ómegð hans töluverð. En me'ð framúrskarandi dugnaði og ráð- deild, tókst þeim hjónum ekkl einasta að sjá sér og barnahópn- um farborða, heldur einnig að bæta efnahag sinn verulega. Jósa- vin sál. var skilvís maður og áreiðanlegur og hefði sjálfsagt fátt fallið þyngra en að láta aðra greiða skuldir sínar, enda kom ekki til þess. Og á verstu kreppu- árunum eftir 1930, þegar flestir bændur söfnuðu skuldum, minnk- aði hann skuldir sínar, en jók þó búið. Hann bætti ábúðarjörð sína meira en títt er um leiguliða og nú, er hann hafði eignast jörðina, var hann að byrja á stórfelldum framkvæmdum, bæði ræktun og byggingum. Hafði hann undirbúið byggingu íbúðarhúss, áður en hann lagðist banaleguna, og var verkið hafið áður en hann lézt og verður nú haldið áfram af ekkju hans. Jósavin sál. var fáskiftinn mað- ur og laus við allt yfirlæti. Hann gaf sig og lítt að opinberum mál- um og hafði engin opinber trún- aðarstörf á hendi, en eigi að síður var hann áhugamaður um mál al- mennings, bæði sveitar sinnar og þjóðarheildarinnar, og öruggur flokksmaður þess stjórnmála- flokks, er hann fylgdi að málum. Jósavin sál. var góður drengur í hvívetna, ágætur heimilisfaðir, góður félagsbróðir og nágranni. Það, sem einkum einkenndi hann, var þrek, dugnaður, ráðdeild og hagsýni í vinnubrögðum. „Það var svo fallegt að sjá hann vinna“, var sagt yfir moldum hans. Það voru sönn orð. Eg, sem þetta skrifa, var í mörg ár nákunnugur búnaðarháttum hans og hefi eg hvergi séð verkum hagað af meiri hagsýni né með meiri dugnaði að þeim gengið, en hjá honum. Og nú er hann fallinn í valinn á bezta aldri og þá er hann hugð- ist sem mest að vinna. Þannig er lífið stundum. Hann fékk ekki að sjá nýja húsið á Auðnum rísa, í stað gamla hrörlega bæjarins, en — „hann lagði hornsteininn að húsinu“, eins og sagt var við gröf hans. Og húsið mun verða reist. Vonandi fá ástvinir hans að njóta þar birtu og yls og uppskera það, sem hann sáði, og þá hefir barátta hans og erfiði fengið sín laun, þá hefir hann sigrað í dauðanum. Bernh. Stefánsson. Karlakórinn Vísir söng hér í Nýja Bíó á hvítasunnu- dag s. 1., á leið sinni til Suður- Þingeyjarsýslu, við góða aðsókn og ágætar viðtökur. Höfundur þessara lína hefir ekki aðstöðu til að minnast á meðferð einstakra verkefna, þar hann starfaði sem meðlimur kórs- ins næstsíðasta starfsár hans, enda gerist þess ekki þörf, því að hann er þegar orðinn landskunn- ur af fyrri söngferðum sínum, og sem starfandi meðlimur í S. í. K. sem einn meðal fremstu kóra landsins. Þó verður að geta þess, að í viðbót við hina góðkunnu tenóreinsöngvara sína, þá Daníel Þórhallsson og Sigurjón Sæ- mundsson, virðist kórinn vera að eignast nýjan ágætan einsöngvara, sem mikils má vænta af, þar sem er bassinn Halldór Kristinsson, héraðslæknir. En það er önnur hlið á starf- semi karlakórsins Vísir, heldur en hin sönglega, sem ég get ekki stillt mig um að minnast á. — Þetta er útbreiðslu- og landvarna- kór. Hann ætti að heita Her- mannakórinn Vísir. Og engum bæ í víðri veröld hefir legið eins á hermennskustarfsemi, af þeirri tegund er Vísir hefir haldið uppi fyrirfarandi ár, eins og Siglufirði. Og hvað ver þá kórinn? Fyrir hverju berst hann og hvað út- breiðir hann? Hann ver mannorð bæjar síns, hann berst fyrir æru hans og hann útbreiðir réttan skilning á honum. Siglufjörður er landsins afflutt- asti og mannorðslausasti bær. Til skamms tíma var það segin saga, ef minnzt var á Siglufjörð, að um- sögn flestra íslendinga var eitt- hvað á þessa leið: „Þetta er ekki bær. Það er óþrifahola. Þar er enginn minnsti menningarvottur í einu né neinu. Þar býr enginn ær- legur maður, heldur eintómir bóf- ar, fjársvindlarar, fylliraftar og siðleysingjar“. Það hefir lítið stoð- að þótt einstaka réttsýnir menn hafi verið að reyna að benda á að þetta væri hin mesta fjarstæða. Að hinir eiginlegu Siglfirðingar hefðu haldið uppi ágætri og merkri menningu undir erfiðustu skilyrðum allra bæja á íslandi. Allt hefir komið fyrir ekki. Fólk var nú einu sinni búið að fá þetta inn í sig, og fortölur þýddu ekki. En nú á seinni árum hefir karla- kórinn Vísir tekið málið að sér, og hann hefir farið sínar eigirj leiðir. Hann talar ekki um fyrir fólki. Hann sannfærir það með staðreyndum. Það er sem sé varla til svo rangsnúinn og skilnings- laus maður, að hann ekki sjái í hendi sér, að einhver töluverð menning hlýtur þó að leynast í bæ, sem framleiðir hóp jafn gervi- legra og mannaðra pilta eins og þá, sem flokkinn skipa, og að feð- ur þeirra og mæður hljóta að hafa gefið þeim einhver undirstöðugóð manngildisverðmæti að arfi, því slíkir kvistir vaxa ekki rótarlaus- ir. Og smátt og smátt fara menn að sannfærast um, að eitthvað hafi verið bogið við hinn almenna Stóradóm þjóðarinnar yfir Siglu- firði. Þessi skilningur fylgir nú orðið allstaðar í spor karlakórsins Vísir. Þetta er árangurinn af hinni sig- ursælu hermennsku hans. Og það má sannarlega segja um hann, að „þetta er að kunna vel til vígs og vera lands síns hnoss“. Stefán Bjarman. Góður gestur. Hinn góðkunni búlgarski blaða- maður Ivan Krestanoff er nýkom- inn til bæjarins og hyggst að halda hér fyrirlestra nú næstu daga. — Hr. Krestanoff hefir unn- ið mikið og óeigingjarnt starf til þess að kynna ísland og íslenzk málefni löndum sínum. Hann hef- ir ritað fjölda greina í búlgörsk blöð og tímarit um ÍSland. Vænt- anlega fýsir marga bæjarbúa að hlýða á mál hans. Menntaskólanum var slitið á mánudag- inn var. Útskrifaðra stúdenta verður getið siðar. Leyniteg atkvæöagreiðsla fór nýlega fram í verklýðsfélaginu Dagsbrún í Reykjavík um lagabreytingar, er Héðinn Valdimarsson og kommúnistar vildu koma fram og áttu að gefa þeim aukin völd i félaginu. Atkvæðagreiðslan stóð yfir í 4 daga og var barizt af mikilli heift á báðar hliðar. Úrslit þeirrar or- ustu urðu þau, að Héðinn og hans lið varð í nokkrum minni hluta. Voru laga- breytingar Héðins felldar með 647 atkv. gegn 619. Samtímis fór fram atkvæðagreiðsla um það, hvort svipta ætti 8 Alþýðuflokks- menn fulltrúaumboði fyrir félagið á Al- þýðusambandsþing. Féll það einnig með 639 atkv. gegn 594. Héðinn og kommúnistar töpuðu þvi báðum atkvæðagreiðslunum, þó að ekki væri munurinn sérlega mikill. Atkvæðagreiðsla hefir farið fram með- al sjómanna i Reykjavík og Hafnarfirði um það, hvort lögskrá skyldi á sildveiði- skipin eftir kaupákvæðum gerðardóms- ins frá í vetur. Var það samþykkt með miklurn meirihluta. Atkvæðagreiðslan var Ieynileg. Dánardægur. Þann 10. þ. m. andaðist í Reykjavík Guðrún Sesselja Jónsdóttir, móðir Kristjáns bakara, 76 ára að aldri. Kantötukór Akureyrar syngur í Húsa- víkur-kirkju næstk. Iaugardagskvöld kl. 9 síðdegis. — Meiri hluti viðfangsefna verða gamal-kunn smálög — og einnig tveir kórsöngvar úr Friður á jörðu. — Inngangseyrir aðeins 1 króna. Akurliljufélagar! Súlnaförinni frestað til 25. |úní,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.