Dagur - 30.06.1938, Blaðsíða 2
118
D A G U R
29. tbl.
♦ ♦ •«
• • ♦ •-• ♦ »H
Rafveitiixiiálill lcoinfiH NÝJABÍÓ
á góffan rekspöl.
Eins og kunnugt er, hefir að
undanförnu verið unnið að lán-
töku til rafveitunnar í Kaup-
mannahöfn. Hefir bæjarstjóri,
Steinn Steinsen, verið og er enn
utanlands í þeim erindum.
Er nú málinu komið það áleiðis,
að danskt lán er talið fáanlegt að
upphæð ein milj. 650 þús. kr. og
ríkisábyrgð þegar fengin fyrir því.
En þar sem enn vantar nokkra
upphæð til framkvæmdanna, hef-
ir bæjarstjórnin á aukafundi sín-
um 25. þ. m. samþykkt að bjóða
nú þegar út skuldabréfalán, allt
að 300 þús. kr. Ætlast er til, að
lánið verði til 23 ára, afborgunai -
laust fyrstu 3 árin, en síðan ár-
legar afborganir eftir útdrætti
bréfanna, er bæjarfógeti ' fram-
kvæmi. Útdráttur fari fram í jan-
úar ár hvert, og greiðsla afborg-
ana 1. júlí sama ár. Bréfin ávaxt-
ast með 6%, og greiðist vextir 3i.
desember ár hvert. Bréfin verða
handahafabréf, gefin út í þremur
flokkum, 100 kr., 500 kr. og 1000
kr.
I „ávarpi til Akureyringa um
rafveitumálið11, sem bæjarstjórmn
gaf út sama dag og hún samþykkti
að bjóða út skuldabréfalánið, seg-
ir meðal annars:
„Dönsku lánveitendurnir eru
tregir til fullnaðarsamninga, með-
an sala hlutabréfanna er ekki
trygg, og getur því svo farið, að
málið strandi, ef bæjarstjórninni
tekst ekki nú þegar að selja
skuldabréfin. Það skal upplýst, að
þegar eru fengin loforð um kaup
á skuldabréfum hér í bænum fyr-
ir allt að 150 þús. kr., en betur
má, ef duga skal.
Fyrir því leyfir bæjarstjórnin
sér að heita á bæjarbúa, að bregð-
ast skjótt og vel við um stuðning
við málið, með því að lofa kaup-
Haraldur Sigurðsson.
Stefán Guðmundsson.
(Framhald af 1. síðu).
fjórtán árum, og dvaldi hér þá um
stund úr degi. Þau hjónin komu
þá hér upp konsert með stuttum
fyrirvara og illri aðstöðu, en
fengu þó góða aðsókn og for-
kunnargóðar viðtökur. Haraldur
mun halda hér konsert öðru hvoru
megin við helgina, og fer þá með
þessi hlutverk:
Joh. Seb. Bach: Fantasi í C-
moll. — Joh. Seb. Bach: Koral-
Preludium. — Joseph Haydn:
Sonata í Es-dur. — L. v. Beet-
hoven: Sonata í D-moll op. 31. nr.
2. — Fr. Chopin: Impromtu í Fís-
dur op. 36. — Fr. Chopin: Scherzo
í H-moll op. 20.
Síðan mun hann aðstoða við
konserta Stefáns Guðmundssonar
hér.
Akureyringar fagna komu þess-
ara snillinga.
ISíkisábyrgð íengin fyrfr dön$ku lárni.
Bæiarstjórnin leitai* efiir Bnnlendn iáni
með §ölu §kuldabréfa fyrir því,
§em a vanlar.
sýnir fimtudaginn 30. þ.m.
kl. 9:
um á skuldabréfum, eftir því sem
hver og einn hefir efni og ástæður
til. „Margt smátt gerir eitt stórt“.
Ef bæjarbúar hika nú og draga
sig í hlé um framlög til skulda-
bréfakaupa, verður það líklega
málinu að falli, en með góðum
vilja og sameinuðum kröftum á
að vera fært að koma málinu í ör-
ugga höfn“.
Bæjarstjórnin gerir ráð fyrir,
að ríkisábyrgð muni fáanleg fyrir
þessu skuldabréfaláni.
Líklega hefði verið réttara að
bæta 4. flokki skuldabréfanna við,
þar sem hvert bréf hefði hljóðað
upp á 50 krónur. Margir efnalaus-
ir, fátækir menn hafa ekki getu til
að festa af sínum litlu tekjum
hærri upphæð en 50 kr., én hafa
þó löngun og vilja til að taka
þátt í íjárframlögum þeim, sem
hér um ræðir, ef þau væru sniðin
við þeirra hæfi. Á þenna hátt er
hætt við að ýmsir útilokist frá
þátttökunni, og er það illa farið,
því að „margt smátt gerir eitt
stórt“, eins og réttilega er tekið
fram í „ávarpi“ bæjarstjórnarinn-
ar.
Nú skortir aðeins herzlumuninn
til að rafveitumálinu sé borgið til
framkvæmda. Úr þessu má málið
ekki stranda. Þess vegna má eng-
inn, er nokkra getu hefir, skerast
úr leik. Það er og ekki ófýsilegt
fyrir nokkurn mann, sem ráð hef-
ir á, að festa fé sitt um stundar-
sakir með 6% vöxtum.
Nú þurfa allir bæjarbúar að
verða samtaka með að leysa þetta
stórmál Akureyrarbæjar.
Hvert stefnia* - - hann ?
Svo er að sjá, sem grein sú, er
eg ritaði í vor, nefndi: „Baðstofa
Akureyrar“ og birtist í 17. tbl.
Dags þ. ár, hafi snert einhverja
af borgurum þessa bæjar hálf
óþægilega. Nokkurskonar svar-
grein, og þó harðla einkennileg
sem slík, birtist í 22. tbl. Dags.
Grein sú nefnist: „Hvert stefnir?“
og er rituð af hr. Björgvin Guð-
mundssyni. Mér var alveg ókunn-
ugt um grein þessa þar til nú fyr-
ir viku síðan; hefði annars verið
búinn að gera við hana einhverja
athugasemd. En í því trausti, að
þeir, sem láta sig þessi mál nokkru
skifta, lesi báðar hinar nefndu
greinar og skapi sér þar af skoð-
un, vil eg reyna að verða stutt-
orður í þetta sinn.
Hr. B. G. tekur það allgreini-
lega fram að hann sé „á móti því
hóílausa lýðskrumi, sem flest blöð
þjóðarinnar eru sífellt barmafull
af, um hinar gegndarlausu „rétt-
mætu“ kröfur einstaklingsins til
allra heimsins unaðssemda, án
þess hann þó leggi nokkuð annað
til málanna en kröfurnar“. — Já,
þess gætir æði víða, að við kunn-
um okkur ekki hóf, íslendingar!
Þeir, sem læsu aðeins grein hr.
B. G. en ekki mína, hlytu að í-
mynda sér að ég væri málsvari
þessarar „skrum“- og kröfu-
stefnu, og að í grein minni næðu
kröfur þær og skrumið hámarki
sínu. Ennfremur að ég telji flestu
borgið, öll skrílmennska horfin og
menning fullkomnuð með bað-
stofu á Akureyri „ef hún er nógu
nýtízkuleg“.
Hér — og víðar í greininni —
er um svo mikla fjarstæðu — og
ég vil álíta fljótfærni — að ræða,
að ég tel varla ástæðu til að svara
slíku. Og hvað hið síðasta snertir:
nýtízkuna (það yfirborðslega,
venjulega merkingin) þá er það
ekki hún, sem mest ér um vert í
almennings-baðstofunni, enda hefi
ég hvergi óskað eftir slíku. En ég
hefi t. d. aftur á móti opinberlega
haldið því fram að Reykvíkingum
myndi mikilsverðari óbrotin bað-
stofa. þar sem öllum, er vildu,
væri gert kleyft að þvo sig hreina
einu sinni í viku hverri, en sjálf
hin glæsilega, og áreiðanlega
mörgum gagnríka, sundhöll
Reykjavíkur. Og eitthvað svipað
eða hliðstætt mætti sjálfsagt
benda á í höfuðstað Norðlendinga. ’
-----Mér er full-ljóst, að það er
hægt að þvo sér upp úr vatni,
Þar sem
lævirkinn
syngur.
Myndin er hrífandi fjörug
Wienaróperetta þar sem
lævirkinn
MarSfii Eggerðh
leikur og syngur aðalhlut-
verkið tneð sinni vanalegu
snild.
enda þótt ílátið heiti ekki einu
sinni baðker“, en álítur hr. B. G.
að Akureyringar, og aðrir Islend-
ingar, sem ekki hafa aðgang að
öðru en þvottabalanum til hrein-
lætisbaðs, noti hann oft, haldi sér
— frá heilbrigðis- cg menningar-
legu sjónarmiði séð — sæmilega
hreinum? Munu nú samt ekki ein-
hverjir verða eftir, einhverjir,
sem ekki hjálpa sér þannig sjálf-
ir? En þá eru það víst bara sjúk-
lingar, sem ómögulega verður
hjálpað, a. m. k. getur guð það
ekki, segir hr. B. G. •
Eg viðurkenni — bæði nú og
áður — að kröfur okkar íslend-
inga eru á sumum sviðum hóf-
lausar og skaðlegar, en hér er
bara ekki um slíkt að ræða. Það
er ekki sama hvers eðlis og hve
stórar kröfurnar eru, sitthvað að
krefjast „allra heimsins unaðs-
semda“ (reynum að hugsa okkur
slíkt!) eða aftur á móti hins, að
almenningi sé lítillega hjálpað í
baráttunni eftir meira hreinlæti,
meiri þrótti, meiri fegurð í hvers-
dagsleikanum, þ. e.: „meira mann-
gildi einstaklinganna, sem skera
meira en nokkuð annað úr um
(Framh. á 3. siðu).
L/ósmyndastofan
1 Qrónufélagrs&ötu 21
er opin frá kl. 10—6.
HVERGI ÓDÝRAR.
Guðr. Funch-Rasmussen.
ffffffSffffffftffffffffW
Sandalar
nýkoitiifiii*.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Skódeildin.
'""•rfffffiMinifff