Dagur - 30.06.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 30.06.1938, Blaðsíða 3
29. tbl. DAGUR 119 Margir kannast við skrítluna af karlinum, sem var að lýsa vind- myllunni. „Fyrst er spýta og svo er spýta og svo er spýta í kross, svo er spýta upp úr og svo er spýta niður úr, svo er spýta og svo er spýta og svo fer allt í gang- inn“. Ef þessi sami karl ætti nú að lýsa íslenzku þjóðlífi, myndi hann vafalaust lýsa því þannig: Fyrst er krafa og svo er krafa og svo er krafa frá Alþýðusamband- inu, svo er krafa frá Héðni og svo er krafa frá kommúnistum, svo er krafa og svo er krafa og svo fer allt á hausinn. Fyi'ir allmörgum árum stoínaði íslenzkt tímarit til samkeppni um svar við þessari spurningu. „Hvað skortir íslenzku þjóðina mest?“ Svörin urðu mörg og margvísleg, og margs þótti vera vant. Fyrstu verðlaun hlaut Guðmundur Frið- jónsson fyrir langt og snjallt kvæði. Ef spurt væri nú þessarar sömu spurningar, myndi eg hik- laust svara: Þegnskap. Þeim Framsóknarmönnum, sem ekki kæra sig um að styrkja út- breiðslustarfsemi kommúnista, skal bent á, að hið gamalkunna tímarit „Iðunn“ er orðið kommún- istiskt áróðursrit. Við og við kemur allmikill lyft- ingur í hinar ýmsu stéttir þjóðfé- lagsins, og þá er það segin saga, að úr því verður a. m. k. einn „dagur“. Komnir eru: verklýðs- dagur, verzlunarmannadagur, sjó- mannadagur, barnadagur, mæðra- dagur, stúdentadagur o. s. frv. En hvar endar þetta? Næst koma sjálfsagt: bændadagur, kennara- dagur, skósmiðadagur, rakaradag- ur, prestadagur, feðradagur o. s. frv. Sá síðastnefndi á þó einna mestan rétt á sér, því að hvaða sanngirni er í því að láta feðurna sitja á hakanum, þessa þraut- píndu máttarstólpa heimilanna, en hafa bæði barnadag og mæðra- dag? Það væru hvorki til mæður né börn, ef engir væru feður. Nei, feðradagurinn þarf að koma næstj og hann mun áreiðanlega ekki standa á sporði hinum vin- sælasta af öllum hátíðisdögum, — vinnukonufrídeginum. N. N. lljónaband. Ungfrú Oddrún Sigríður Jóhannsdóttir, ráðskona Menntaskólans, Akureyri og Stefán Gunnbjörn Egilsson, ráðsmaður. Tryppi það, sent auglýst er á öðrurn stað i blaðinu í dag; koni að Hvammi á þann einkennilega hátt, að það kom á land af sjó niður undan Hvammi. Sást fyrst til þess aö minnsta kosti einn kílómetra undan landi og var þá á leið að austan, en hvaðan það er aö- komið, er óvíst enn, en sýnilega kom það af löngu sundi, því það var svo þreytt, að það átti örðugt með að komast upp á bakk- ann frá sjónum og er hann þó ekki hár. » • » 11 » « • • • •-•••» • » • •-•- Hvert stefnir - - hann ? (Framhald af 2. síðu). menningai'ástand þjóðarinnar“ eins og hr. B. G. skriíar. — Hvers vegna eru skólar okkar kostaðir af hinu opinbera að miklu leyti? Hversvegna er verið að kosta því til að gefa skólabörnum á Akur- eyri bæði mjólk og lýsi? Er hægt að segja að „ástæður leyfi“ það' meðan ekki er hægt að verja nema 300 þús. kr. á ári til áfeng- iskaupa á Akureyri?* Eru ekki ein- staklingar og' almenningur hér í þessum skólamálum með hóflaus- ar og hættulegar kröfur til þess opinbera? — — Ég álít sannarlega ekki minni þörf á því að kenna börn- um og ungmennum að hegða sér og lifa þannig, að sem fyllstri heilsu verði náð og haldið, t. d. m. a. með reglulegum böðum, heldur en að halda þeim að bóklegu námi fleiri — og marga — tíma- á dag hálf árin. Sjúkrahús okkar og heilsuhæli eru oftast fullskipuð, en hraustmenni vanta bæði hér og þar. Hr. B. G. virðist mjög hneyksl- aður á því að ég tel menningu okkar íslendinga takmarkaða og hætti okkar á sumum sviðum litlu fremri háttum skrælingja. Það, sem ég nefni til dæmis í því sambandi, er ofurlítið um aðstöðu almennings á Akureyri til líkams- menntunar, notkun áfengis og tó- baks í sömu borg. Mér virðist þeir menn, sem op- inberlega vilja láta sem það ástand sé viðunandi — eða meira en það — hjá menningarþjóð, hljóti að vera eitthvað óheilbrigð- ir, sennilega, eins og hr. B. G. kemst að orði: „sjúklingar á ein- hverju því sviði tilverunnar, sem liggur milli lífs og dauða og verða því að meðhöndlast sem slíkir“. Eg geri ráð fyrir, að sjúklingar á þessum „millilífsogdauðasviðum“ eigi að meðhöndlast sem aðrir sjúklingar. Við reynum venjulega að hjálpa þeim sem sjúkir eru, og treystum því, að sú hjálp verði ekki árangurslaus, jafnvel þótt þá stundum vanti viljann til að hjálpa sér sjálfir. Munu ekki flestir vona — þótí hr. B. G. telji slíkt ómögulegt — að með Guðs hjálp geti sá vilji skapast og eflst? Hinn „eilífa sannleik" hr. B. G. og annara tel eg nefnilega að ekki megi alltaf taka bókstaflega. — Menn eru t. d. nógu duglegir að „hjálpa sér sjálfir“ þegar þeir eru að ná sér í áfengi og drekka frá sér vit og vilja, en að þeir hafi til þess Guðs hjálp, „og þá um leið allra góðra vætta“, veit eg ekki til. En lítum að lokum á það, að einn hundraðasti hluti þess fjár, seift árlega er varið til áfengis- kaupa í vínbúðinni á Akureyri, nægði til þess að koma upp gufu- baðstoíu; einn hundraðasti hluti tóbaksverðsins nægði til að veita bæjarbúum þar ódýr og ágæt böð. Hér er um framkvæmd að ræða, * Vitanlega eru það ekki bara Akureyr- ingar, sern kaupa. /■ /• •" »-♦•♦♦•• • • • • • •_• • ♦-•-•♦- sem bæta myndi líðan fjölda fólks, auka heilsu þess, vilja og getu til afreka, svo að ekki verður metið til fjár. Auðvitað myndu einhverj- ir óska þess heldur að fá eigið baðherbergi heirna, en slíkt er mörgum ómögulegt og þýðingar- laust að ki’efjast þeirrar „heims- ins unaðssemdar“. Hér er aftur á móti um færa leið að ræða, ódýra, cn þó að mörgu leyti góða. Það eru mörg félög á Akureyri: ung- menna, kvenna og karla, sem ber að taka þetta mál til umræðu og framkvæmda ef heilbrigðisnefnd og bæjarstjórn láta reka á reiðan- um með allt slíkt. Og hvort sem hr. B. G. trúir því eða trúir því ekki, bendi eg á þessa leið og brýni enn á ný til íramkvæmda þar aðeins af „um- hyggju fyrir heilsuvernd“, áhuga í’yrir aukinni líkamsmenntun og trú á mikilsverðan árangur þeirra athafna, ef alúð er við lögð. En telji hr. B. G. mig talsmann þeirrar óskapa- og voða-stefnu, sem hann skrifar um, — svo sem ókunnugum gæti virzt, — bið eg hann að sýna það ofurlítið ljósar og færa rök fyrir. Að svo komnu hirði eg ekki um að svara fleiru í grein hans. 18. júní 1938. Jónas Jónsson frá Brekknakoti. Viðtal viö Ólaf á Hellulandi. (Ólafur Sigurðsson klakfræðing- ur á Hellulandi í Skagafirði var hér á ferð fyrir síðustu helgi. Náði Dagur tali af honum, og lét hann blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar): Á síðastliðnu hausti lét ríkis- stjórnin byggja stórt og vandað klakhús við Laxá í Þingeyjarsýslu. Sökum þess, hve áliðið var orðið, náðist lítið af lax. — Var þetta eiginlega tilraun, til þess að nota árvatn til klaks. — Byrjað var að taka úr hrygnun 6. nóv., og því lokið 18. nóv. — Lagt var niður í stöðvum tæp 340 þús. hrogn. Drepist hafa í vetur um 19 þús. (ca. 6%), er það miklu minni dauði, en venjulega tíðkast (15% ei t. d. venjulegur dauði í Noregi). Byrjuðu seiðin að. koma úr hrognum 8. apríl, eða eftir um 5 mánuði. Laus við kviðpoka um og eftir miðjan júní. Seiðin eru sér- lega stór, þroskamikil og hraust, enda er það reynsla Norðmanna um seiði-kla'k í árvatni. Mestu erfiðleikar voru í vetur, að halda hrognum hreinum, því vatnið í Laxá reyndist mjög gruggugt, þrátt fyrir síun. En reynt verður að ráða bót á þessu eítir mætti í framtíðinni. Stærsta magnið af hrognum fór í Eyjafjarðará og Fnjóská, eða um 130 þús. í hvora. — 22 þús. í Djúp- á, en afgangurinn í Laxá og Reykjadalsá. Róbert Abraham er á förum til út- landa og ekki væntanlegur aftur fyr en í september. Tekur hann þá upp tón- listarstarf sitt að nýju. Sólarherbergi með húsgögnum, ásamt fæði, óskast frá 1. júlí yfir 2—3 mánuði. — Úpplýsingar á HÓTEL »GOÐAFOSS«. Halldóra BjaniadóUlr. Tvö hiáturskvöld í Nýja-Bíó. Bjarni Björnsson skopleikari og gamanvísnasöngvari skemmti bæj- arbúum síðastl. fimmtudagskvöld og endurtók skemmtunina kl. 3 á sunnudaginn. í bæði skiptin var aðsókn mjög mikil. Söng Bjarni ýmsa reykvíska gamanbragi, las þess á milli upp skrítlur og skop- sögur og hermdi eftir allt að 20 þekktum og þjóðkunnum mönn- um. Eru slík raddbreytinga- og hamskipti á fárra manna færi. Húsið kvað við af hlátrum og lófaklappi. Síðastliðinn sunnudag lagði hóp- ur íþróttamanna héðan af Akur- eyri af stað til Vestmannaeyja. Fór hann í boði íþróttafélaganna þar, „Þórs“ og „Týs“, til bæja- keppni í sundi og knattspyrnu. í flokknum eru: Frá Sundfélaginu „Gretti“: Björn Bjarman, Jóhann- es Snorrason, Jónas Einarsson, Snæbjörn Jónasson. Frá íþrótta- félaginu „Þór“: Baldur Arngríms- son, Baldur Sveinsson, Baldvin Ásgeirsson, Bragi Brynjólfsson, Brynjólfur Kristinsson, Hjalti Svanlaugsson, Jóhann Guðmunds- son, Jóhann Kristinsson, Jón Egilsson, Jón Kristinsson, Kári Sigurjónsson, Magnús Guðmunds- son, Ragnar Sigurðsson, Snorri Sigfússon, Stefán Stefánsson, Þór Sigþórsson, Þorvaldur Stefánsson. Fararstjóri flokksins er Tryggvi Þorsteinsson, íþróttakennari. Mönnum er í fersku minni koma Vestmannaeyinga hingað í hitteðfyrra og verða þeir sízt auðveldari við að fást heima fyr- ir. Á þriðjudagskvöld keppti flokkurinn í knattspyrnu við ,Þór‘ og tapaði þeim leik með 2 mörk- um gegn 1. í gærkvöldi var keppt í sundi og eru úrslit ekki enn kunn. í kvöld verður keppt við ,>Tý“ og loks annað kvöld við úr- valslið félaganna. Lagt verður af stað heimleiðis kl. 10 á laugar- dagsmorgun. Hvernig svo sem leikar kunna að íara, þá er það víst, að bæjarbúar munu allir sem einn óska þess að för þessi takist sem bezt og verði bænum í einu og öllu til sóma. í BÚÐ óskast 1. okt. n.k. (þrent fullorðið í heimili). — Ritstjóri visar á. Gifting. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Margrét Þor- leifsdóttir og Georg Jónsson frá Húsa- vík. Heimili ungu hjónanna er Gilsbakka- vegur 5. Síra Benjamín Kristjánsson framkvæmdi hjónavígsluna í fjarveru sóknarprestsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.