Dagur - 07.07.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 07.07.1938, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga. tijalddagi fyrir 1. júli. Afgreiðslan er hjá JÓNl Þ. ÞÓR, Norö- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. des. • « • » • - >■♦*#•• » • «- O ■* V- ^ ■» XXI árg. Akureyri 7. júlí 1938. J 30. tbl. Túlkandi list. ' „Þetta heíi eg margsinnis heyrt, og jafnvel kunnað síðan eg var barn, og finnst mér eg þó aldrei heyrt hafa þar til nú“. Þetta er algeng tjáning á áhrif- um túlkandi listar, og eigi að síð- ur laukrétt. En hvað skeður ef við- fangsefni snillingsins eru okkur öllu ókunn? Því má lýsa á þessa leið. „Eg hefi aldrei heyrt þetta fyr, en samt sem áður finnst mér það vera orðinn hluti af sjálfum mér, og að eg í rauninni hafi átt það lengi“. Þetta hástig snilldar- innar kann að virðast ótrúlegt, en eigi að síður er þessu þannig far- ið, svo mikill er máttur listarinn- ar. Þess vegna skyldu menn ekki láta vitneskjuna um það, að við- fangsefni snillingsins eru þeim ókunn, hafa af sér að sitja kon- serta hans. Eg fullyrði að hafa al- drei áþreifanlegar sannfærst um mátt túlkandi snilldar og á piano- hljómleik Haraldar Sigurðssonar í gærkvöldi, og eg hygg að þeir fáu sem þar voru geti undirstrikað það. Hvað hrifmagn þessa snill- ings snertir, vil eg sérstaklega þakka honum fyrir túlkun hans á Koral-Preludium Backs, og Son- ate í d-moll opus 31 nr. 2 eftir Beethoven, sem hann túlkaði í krafti þess skilnings og þeirrar snilldar sem, eins og Haydn sagði „kemur að ofan“ en ekki verður frekar með orðum lýst, aðeins vil eg geta þess, að eg hefi aldrei heyrt Beethoven, sem slíkan, túlkaðan til jafns við það, sem Haraldur gerði í gærkvöldi. Ann- ars var konsertinn allur með þeim ágætum sem seint mun fymast þeim er á hlýddu. Og þó mér fyndist mest til um tjáningu fram- angreindra viðfangsefna, má ekki ganga fram hjá þeirri afburða leikni sem listamaðurinn hefur til að bera og alstaðar kom fram í tónmyndun (áslætti), fótstillis- notkun og samfeldum, bundnum leik, ellegar þeirri hraðleikni sem kom fram, sérstaklega í Scherzo í h-moll opus 20 eftir Chopin, svo mikilli, að það vakti kannske ekki síður undrun en beinlínis hrifni. Því miður var konsertinn illa sóttur og ber sjálfsagt ýmislegt til þess, svo þekktur snillingur sem hér á hlut að máli. Nokkuð af því fólki sem líklegast er til að sækja góða hljómleika var ekki í bæn- um. Og sennilega hefir sá algengi misskilningur í sambandi við lítt kunn viðfangsefni, sem drepið er á hér að framan, átt nokkurn þátt í aðsókninni, og víst er um það, að margir góðir Akureyringar harma hve fásóttur þessi einstæði kon- sert var. En í nafni þeirra fáu, sem hlýddu á þig í gærkvöldi, Haraldur, þakka eg ógleymanlega stund. Akureyri 5. júlí 1938. Björgvin Guðmundsson. Stefán Guðmundsson óberusöngvari lét til sín heyra í Nýja-Bíó á þriðjudagskvöldið, og var sami snilldarbragurinn á söng hans og áður. Söngskráin var lík eins og þá hann söng hér síðast. Hinn frægi píanóleikari, Haraldur Sigurðsson, aðstoðaði við hljóð- færið. Aðsókn að þessum konsert var geysimikil, og hrifning áheyrenda stígandi eftir því sem á sönginn leið, og mest að lokum. Varð söng- maðurinn að endurtaka og gefa aukalög. Leiðinlegt er að sjá málvillu í upphafi að kvæði Jónasar Hall- grímssonar á söngskránni. í kvöld kl. 9 e. h. hefir Stefán Guðmundsson kveðjukonsert í Nýja-Bíó. — Ný söngskrá. För ípróttamanna frá Akureyri til Vestinnaeyja. Sunnudaginn 26. júní s. 1. lagði af stað frá Akureyri áleiðis til Vestmannaeyja 23ja manna sund- og knattspyrnuflokkur frá íþrótta- félaginu „Þór“ og sundfélaginu „Gretti“, í boði íþróttafélaganna í Eyjum. Fararstjóri var Tryggvi Þorsteinsson, íþróttakennari. Kom flokkurinn til Eyja að morgni þriðjudagsins 28. júní og keppti þá um kvöldið við íþróttafélagið „Þór“ í knattspyrnu. Leikurinn var mjög skemmtilegur og vel leikinn, og veður hið bezta. End- aði leikurinn með sigri „Þórs“ í Vestmannaeyjum, er skoraði tvö mörk gegn einu. Miðvikudaginn 29. júní var flokkurinn í boði bæjarstjórnar f f a m Um norrœnar erfðir á eðli þitt spor frá Eysýsiu að Kanadaströndum, um alblómgar lendur og öldur við skor, á upphimins náttl/ósaböndum. Pú bergðir af Gunnlaðar skínandi skál á skapanna hamingjudegi. Frá Brynhildar logum að ísnökkvans ál á andi þinn sérnumda vegi. I ástfóstri goðsagna óx hún hfá þér, sú aðferð, sem ríkir að lögum í norrœnni braglist, en brothœttust er á breytinga- og nýtizku dögum. Frá Sturlunga sagnstíl er œttmótið enn svo auðkennt á sögunum þinum, að bolseviskt útblásnir árásarmenn fá ofbirtu af þvílikum sýnum. Og vitji sú austrœna andleysupest á óðulin norrœnu herja, eg treysti þér, Gvendur, og guði þeim bezt sem gáfuna fékk þér, að verja. Pví vonandi lánast þér liðsmannasveit og logheitar bænir í hljóði, að styrkja þann hugblæ, sem Heimskringlu reit og Hávamál verndaði í Ijóði. L Pfetur Benteinsson frá Grafardul. <zr>oo< Vestmannaeyja. Var farið út í Elliðaey og hún skoðuð og sýnd þar fuglaveiði með háf; auk þess voru fleiri merkilegar eyjar og staðir skoðaðir. Um kvöldið var sundkeppni milli Akureyringanna og Vestmannaeyinganna. Keppt var í eftirtöldum sundum: 50 m. sundi, frjáls aðferð, 40 m. bak- sundi, 100 m. bringusundi karla og 4x40 m. boðsundi. Úrslit urðu þessi: 50 m. sund, frjáls aðferð: 1. Vigfús Einarsson, V.e. 30,2 sek. 2. Jónas Einarsson, Ak. 31.1 — . 2. Magnús Guðm.s., Ak. 31.1 — 3. Jóhs. Snorrason, Ak. 31.5 — Jónas Einarson og Magnús Guð- mundsson syntu vegalengdina á sama tíma, en kepptu ekki til úr- slita. 40 m. baksund: 1. Jón Sæmundss., V.e. 30.4 sek. 2. Jónas Einarsson, Ak. 32.9 — 3. Erla ísleifsdóttir, V.e. 33.1 — 100 m. bringusund lcarla: 1. J. Snorras., Ak. 1 mín. 28.2 sek. 2. Kári Sigurj.s. Ak. 1 — 28.5 — 3. Vigf. Jónss., V.e. 1 — 29.6 — 4x40 m. boðsund, frjáls aðf.: 1. A-sveit Akureyri 1 mín. 42.7 sek. 2. Vestm.e.-sveitin 1 — 47.6 — 3. B-sveit, Ak. 1 — 59.6 — Það skal tekið fram, að nokkrir úr knattspyrnuliðinu syntu einnig. Fimmtudaginn 30. júní keppti ,,Þór“ frá Ak. við knattspyrnufé- lagið „Týr“. Leikur þessi var ekki eins skemmtilegur eins og fyrri leikurinn, vegna þess að veður var all-hvasst og mjög mikið sand- rok á vellinum. Vann „Þór“ leik- inn með 2 mörkum gegn 1. Föstudaginn 1. júlí var flokkur- inn í boði íþróttaráðs Vestmanna- eyja. Var ekið í bifreiðum um Heimaey og farið fótgangandi. Skoðaðir voru merkir staðir og séð í góðum sjónaukum yfir Suð- urlandsundirlendið, því skyggni var hið ákjósanlegasta. Laugardaginn 2. júlí hófst 3. og síðasti knattspyrnukappleikurinn við Knattspyrnufélag Vestmanna- eyja (úrvalslið úr Vestmannaeyj- um). Veður var sæmilegt; samt nokkur rigning. Kappliði „Þórs“ (Framh. á 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.