Dagur - 07.07.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 07.07.1938, Blaðsíða 2
122 D A G U R 30. tbl. Samvinna, en ekki samkeppni, þarf að ráða í síldariðnaðinum. Kafli úr ræðu Skúla Guðmundssonar atvinnu- málaráðherra á stofnfundi S. U. F. Eg vil nefna eitt dæmi um það mikla verk, sem unnið hefir verið í útgerðarmálunum á síðustu ár- um. Eitthvert stærsta skrefið, sem stigið hefir verið á því sviði, er í síldariðnaðinum, með síldarverk- smiðjunum, sem reistar hafa ver- ið. Áður en þær komu til sögunn- ar, var síldarútgerðin áhættusam- asti atvinnuvegur, sem hér þekkt- ist, það mesta fjárhættuspil, sem menn gátu fengizt við. Þá var ekki um annað að ræða en salta síldina og flytja hana þannig út. Afleiðing þess varð sú, að oft í beztu árunum, þegar mest veidd- ist af þessum nytsama fiski, varð útkoman verst, vegna þess hvað mikið barst á markaðinn. Þá féll verðið, og þeir, sem við þetta fengust og voru ríkir í dag, voru ef til vill orðnir öreigar á morgun. Á þessu hefir orðið stórkostleg breyting. Nú er þessi atvinnuveg- ur ekki orðinn áhættusamari en önnur útgerð. Fyrir forgöngu Framsóknarflokksins hafa þessar síldarverksmiðjur verið reistar, og gagnið, sem af því hefir orðið, er óútreiknanlegt. Fyrir þessa breyt- ingu höfum við á undanförnum árum fengið milljónaútflutning fyrir vöru, sem áður var ekki þekkt í því ástaridi, og þetta hefir komið að nokkru upp á móti því mikla tapi, sem við höfum orðið fyrir, vegna þess að saltfiskmark- aðurinn hefir brugðizt. Þeir Framsóknarmenn, sem beittu sér fyrir þessum nýjungum í útgerðarmálum, höfðu sínar á- kveðnu skoðanir um rekstur verk- smiðjanaa. Þeir gerðu ráð fyrir því, að þetta yrðu nokkurskonar samvinnufyrirtæki fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Þeir ættu að geta lagt þarna inn sína vöru og fengið á hverjum tíma það sem hægt er að fá fyrir hana á erlend- um markaði, að frádregnum óhjá- kvæmilegum kostnaði. En því er ekki að leyna, að á þessu sviði hafa orðið árekstrar á undanförn- um árum, og útlit er fyrir að svo geti einnig orðið í framtíðinni að óbreyttu skipulaginu á þessum hlutum. Það hafa orðið árekstrar milli þeirra, sem út á sjóinn hafa farið til þess að sækja síldina, og hinna, sem unnið hafa í landi að því að breyta henni í söluhæfa vöru. Hver aðili um sig gerir sín- ar kröfur, og er þá eigi ætíð sem skyldi litið á það, að hinn þarf líka að lifa. Þetta þarf að breyt- ast. Við þurfum að fá eitthvert skipulag, sem breytir þessu svo, að árekstrar verði útilokaðir. Það þarf að vera samvinna, en ekki samkeppni, milli þessara starfs- manna. Eg vil nú með fáum orðum gera grein fyrir hugmynd, sem ég hefi um það, hvernig yrði bezt leyst úr þessum vanda. Eg skal ekki fullyrða að svo stöddu að hægt sé að fara þessa leið, en ég tel, að hún sé í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins, og því eig- um við sérstaklega að taka hana til athugunar. Áður var það hlutaskiptafyrir- komulagið, sem var ríkjandi í sjávarútveginum hér á landi. Mennirnir, sem fóru til sjóróðra á vertíðinni, fengu ekki fyrirfram ákveðið og umsamið kaup. Þeir fengu sinn hlut. Það var þeirra hagur, þegar vel aflaðist og varan seldist vel, og líka þeirra tjón, þegar illa gekk. Útgerðarmenn fengu á sama hátt sinn ákveðna hlut fyrir þau framleiðslutæki, sem þeir lögðu til. Það er þetta gamla og farsæla fyrirkomulag, sem ég held að eigi að taka upp í síldariðnaðinum. Þá verður ekki samið um fastákveðið tímakaup í krónum og aurum, hvorki fyrir þá, sem ■eækj a verðmætin út á hafið, né hina, sem vinna að þvi að breyta aflanum í söluhæfa markaðsvöru, heldur verður sam- ið um það af fulltrúum þessara manna, hvað mikinn hlut af verð- mæti framleiðslunnar hver ein- staklingur eða hver hópur manna á að fá. Þetta fyrirkomulag má ekki eingöngu ná til sjómannanna, heldur allra, sem að þessu vinna. Þeir, sem vinna í landi, eiga líka að fá sinn hluta af aflanum, ekki aðeins þeir, sem í daglegu tali eru kallaðir verkamenn, heldur líka þeir, sem stjórna fyrirtækinu. Sú yfirstjórn, sem er á hverjum tíma, á líka að vera ráðin upp á hlut, skrifstofufólkið einnig, sem sagt allir, er vinna að þessu á einn eða annan hátt. Þá eiga allir hags- muna að gæta í sambandi við at- vinnureksturinn. Þá er hagur þeirra kominn undir tíðarfari, aflabrögðum og vöruverði. Þá geta þeir kveðið eins og bóndinn: „Eg er bóndi, allt mitt á undir sól og regni“. Þegar vel gengur, verður það hagur þessara manna, alveg eins og það er hagur bóndans, þegar tíðarfar er gott, íénaðarhöld góð og afurðirnar í háu verði, og það tap, sem þjóðin hefir af því, þeg- ar illa árar, leggst þá ekki heldur á neinn einstakan mann eða sér- stakan hóp manna, heldur dreifist á alla hlutfallslega jafnt. Það er þetta réttláta fyrirkomulag, þessi almenna þátttaka í ágóða og tapi, sem ég held að sé eina leiðin til þess að kveða niður þær deilur, sem ég gat um, og fækka árekstr- unum. Þjóðin hefir tekið lán er- lendis til þess að reisa þessi þjóð- þrifafyrirtæki, síldarverksmiðj- urnar. Rekstur þeirra verður að standa undir þeirri byrði. Það þarf að greiða vexti af þessu fé og eitthvað þarf að leggja til hliðar, til þess að hægt sé að endurnýja það, sem úr sér gengur, en að öðru leyti, þegar þetta hefir ver- ið greitt, á allur arðurinn að deil- ast milli þeirra manna, sem á einn eða annan hátt starfa að þessari atvinnugrein. Þetta á ekki að vera gróðafyrirtæki fyrir ríkið, en ekki heldur baggi á ríkissjóði. Eg álít, að við Framsóknarmenn eig- um að athuga, hvort þetta er ekki affarasælasta leiðin í útgerðar- málum þjóðarinnar, að endur- vekja á þenna hátt gamla hluta- skiptafyrirkomulagið. Eg hefi tekið síldarmálin sem dæmi og bent á, hvaða hugmynd ég hefi um, hvernig þeim eigi að vera fyrir komið í framtíðinni, en eg hefi aðeins tekið þau sem dæmi. Eg vil skjóta því fram til athugunar fyrir það fólk, sem hér er saman komið, hvort þetta verði ekki framtíðarleiðin í útgerðar- málum okkar. Þá verða sjómenn og verkamenn ekki þjónar ein- hverra konunga í útgerðinni, heldur frjálsir atvinnurekendur í félagsskap. Þeir verða sjálfir bæði húsbændur og þjónar, njóta sjálf- ir góðæranna og bera sjálfir sam- eiginlega þunga vondu áranna. En ef þannig gengur á einhverjum tíma, að þeir, sem að framleiðslu- störfunum vinna, hvort sem er í sjávarútvegi eða landbúnaði, geta ekki, þó þeir leggi sig alla fram, fengið fyrir þessi störf sín þær tekjur, sem þeir þurfa nauðsyn- lega til þess að fullnægja brýn- ustu þörfum, verða aðrir að koma þar til aðstoðar. Þá verður að framkvæma einhverskonar jöfn- un milli stétta þjóðfélagsins, það verður að framkvæma tilfærslu með sköttum eða á annan hátt, þannig að þær byrðar, sem reyn- ast of þungar fyrir þessa fjöl- mennu stétt, leggist jafnframt á aðra, ef einhverjir eru til í þjóð- félaginu, sem bera meira úr být- um. Ef þetta fyrirkomulag væri komið á í atvinnumálum yfirleitt, þá væri nauðsynlegt að gæta þess þegar góðærin koma, að eitthvað sé lagt til hliðar, ekki öllu eytt, heldur sé nokkuð geymt til vondu áranna. Þessi jöfnuður, sem eg gat um áðan að þyrfti að grípa til, þegar einhver stétt verður sér- staklega hart úti, þrátt fyrir mik- ið starf og áreynslu, er sú bak- trygging, sem allir þeir menn eiga að hafa, sem leggja sig vel fram við nytsamleg störf í þjóðfélaginu, ef óviðráðanlegar orsakir valda því, að þeir geta ekki með störf- um sínum á einhverjum tíma skapað sér viðunandi líf, og þessi baktrygging eða samábyrgð þjóð- félagsþegnanna er réttmœt og nauðsynleg. KiRKJAN. Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Þriðji kappleikur við þýzku knatt- spyrnumennina fór fram í Reykjavík s.l. föstudag, og kepptu þeir þá við Viking. Leiknum lauk með 4 mörkum hjá Þjóð- verjum gegn einu hjá Víkingum. Þá kepptu þeir þýzku við úrvalsliðið á mánudagskvöldið og unnu rneð 4 gegn engu. Síðasti kappleikurinn var í gærkvöld milli Þjóðverjanna annarsvegar og K. R. og Fram hinsvegar. Unnu þeir fyrnefndu með 3 mörkum gegn 1. Sænskur fimleikaflokkur kom til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið var. Hann dvelur þar rúma viku og heldur tvær sýningar á fþróttavellinum. Nellikur frá Garðyfkjuflni á Reykjym 1 MOSFELLSSVEIT, dag- lega seldar i Garðyrkju- slöðinni Flóra, Brekkugöta 7, Akureyri. Lfósmyndastofan i Qránufélagrsgötu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. IHWIWHWWIWWWI Sandalar nýkomnír. Kaupfólag Eyfirðinga. Skódeildin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.