Dagur


Dagur - 04.08.1938, Qupperneq 3

Dagur - 04.08.1938, Qupperneq 3
34. tbl. DAGUB 139 „Islendingur" vegsamar fjármálastefnuna frá 1924 til 1927. Síðasti ísl. fræðir lesendur sína á því, að fjöldi Framsóknarmanna úti um land óski nú einkis frem- ur, en að fjármálastefna íhaldsins frá 1924 til 1927 sé upp tekin að nýju. Finnst blaðinu þetta ákaf- lega eðlilegt, en ekki getur það um heimildir ifyrir þessari stað- hæfingu sinni, enda eru þær áreið- anlega hvergi til nema í höfðinu á ritstjóra ísl. En svo mæla börn sem vilja. Það er engin von til þess fyrir íhaldið, að framleiðendur óski eftir þeirri fjármálastjórn aftur, sem með ótímabærri hækkun krónunnar um 35% breytti góðæri S. K. nokkuð skökku við sann- leikann. En eftir því sem Alþýðublaðið skýrir frá 30. júlí s. 1., verður það að teljast mjög vafasamt, að Sig- urður Kristjánsson hafi verið hinn ákjósanlegasti í liði íhalds- ins, til þess að gera þetta her- hlaup á hendur þingmeirihlutan- um, því sjálfur virðist þessi vand- lætari íhaldsins ekki hafa sem hreinastan skjöld. Alþýðublaðið skýrir svo frá: „Þegar Sigurður var á ísafirði, tapaði hann á útgerð, sem að vísu mun meðfram hafa verið útgerð Vesturlands og komst þess vegna í skuld, sem hann réði ekki við. Mun þetta haifa verið víxilskuld og nokkrir gæðingar íhaldsins á ísafirði í ábyrgð fyrir, m. a. Jón Auðunn. Hvernig fór nú Sigurður að því að hagræða skuldinni og losa félaga sína frá ábyrgðinni? Jú, hann vildi fá fast lán. En það var ekki hægt, nema hann gæti fengið bankanum veð. En hann átti ekkert, sem hann gæti veð- sett. Svo hann gerir sér hægt um hönd og fær sér útmælt erfða- ifestuland hjá bænum. Lætur velta þar við nokkmm steinum, svo að út líti sem hann ætli að leggja í ræktun. Fer svo til bankans og fær þar lánaðar 17 þúsund krónur út á þessa fasteign. Það þarf naumast að taka það fram, að síð- an lagði hann upp laupana með alla ræktun. Hann lét ekki girða landið hvað þá meira, og svo féll það aftur til bæjarins eins og lög gera ráð fyrir um erfðafestulönd, sem ekkert er hugsað um. Bank- inn sat svo eftir með 17 þús. kr. skuld Sigurðar með veði í landi, sem Sigurður átti ekkert lengur í og haf&i aldrei átt“. Það er eftirtektarvert, að láns- upphæð sú til Sigurðar, sem Al- þýðubl. skýrir frá, er nokkurn- veginn sú sama og heimiluð var að meðaltali að láni til hvers sam- vinnuútgerðarfélags. Var það þess vegna, sem íhaldið valdi Sigurð Kristjánsson til þess að gera áður nefnt uppþot út af 90 þús. kr. lánsheimildinni til hinna 5 sam- vinnuútgerðarf élaga ? í hallæri. Þessi gengishækkun var að sönnu til stórgróða fyrir heild- sala, kaupmenn og launamenn, en fyrir framleiðendur til lands og sjávar varð hún til svo stónfellds taps, að þeir bíða þess enn ekki bætur og munu seint eða aldrei gera. Vegna þessa geysilega áfalls urðu sum stóratvinnufyrirtæki landsins að gefast upp, en önnur biðu svo varanlegan hnekki, að þau hafa verið að tærast upp síð- an. Á þetta minnist ekki ísl., læst hafa gleymt því, þegar hann er að lofsyngja fjármálastjórn íhaldsins, og ætti þó blaðið að muna minna en þessa atburði, því þeir urðu þess fyrst og fremst valdandi, að íhaldið missti völdin 1927 því til sífelldrar hrellingar æ síðan. Þetta eitt nægir nú til þess, að Framsóknarmenn óska ekki eftir fjármálastjórninni frá 1924—27. En þar kemur og fleira til greina. Á stjórnarárum íhaldsins, sem voru mikil góðæri, var fluttur inn í landið að þarflausu gjaldeyrir svo miljónum króna skipti með lántökum erlendis. Á þessum góðærum nam saltfisksútflutning- urinn að meðaltali á ári 41 millj. kr. á móti 17 milljónum þrjú und- anfarin ár. Á þessum góðærum í stjórnartíð íhaldsins ukust skuld- ir þjóðarinnar um 10 millj. króna og eyðslan svo gegndarlaus, að allur hinn mikli gjaldeyrir hvarf, án þess að hann skildi eftir nokk- ur varanleg merki eða verðmæti, en 8 millj. króna lán tekið, til þess að reisa stórhýsi í Reykjavík. Vandræði okkar nú á tímum stafa ekki að litlu leyti af því, hvernig farið var með fje þjóðarinnar á þessum árum. Á þessum sukkár- um íhaldsins hefði verið hægðar- leikur að safna fje í stað skulda, ef ráðdeild og fyrirhyggja hefðu setið í fyrirrúmi, en því var nú ekki til að dreifa. Þegar á allt þetta er litið, er það ofur skiljanlegt, að þjóðin hefir ekki kært sig um að fela í- haldinu að fara með stjórnar- taumana aftur og mun að minnsta kosti ekki gera, á meðan ísl. og önnur íhaldsblöð vegsama fjár- málastjórnina frá 1924—1927. Og allra sízt óskar nokkur Framsókn- arflokksmaður eftir slíkri stjórn eins og gefur að skilja. Fyrir atbeina lánstrausts hins íslenzka ríkis hefir Akureyrarbær fengið stórlán á okkar mælikvarða erlendis, til þess að gera stórvirkj- un við Laxá og leiða rafmagn hingað til bæjarins. Eru nú fram- kvæmdir að hefjast í þessu efni til mikillar ánægju öllum fram- faravinum. Vafalaust hefði virkjunarlánið ekki fengist án ríkisábyrgðar. Við eigum það lánstrausti íslands að þakka, að við fáum hina þráðu raforku. En um leið og óskir okkar í þessu máli eru að fá fullnægju á þenna veg, spyr íhaldsblaðið „ís- lendingur“ 29. f. m.: „Er fjármála- stjórn ríkisins síðustu árin búin að koma lánstrausti þess fyrir kattarnef?“ Og blaðinu virðist vera einkar umhugað um að fá lesendur sína til að trúa því að þessu sé þannig farið. Undarleg er þessi íhaldsnáttúra. Ekki þætti mér ólíklegt að hún verkaði þannig að koma hinu litla trausti, sem Islendingur nýtur, „fyrir kattarnef“. Bb. Konurnar og Esperantó. Þegar einhver hefir lært alþjóða tungumálið Esperantó, hrópar hann upp: „Esperantó hefir opn- að mér áður ókunn sjónarsvið og skapað í mér ný sjónarmið!“ Og öllum fremur geta konurnar sagt þetta og einkum mæðurnar, sem leggja af eldlegum áhuga og sjálfsafneitun allt í sölurnar fyrir uppeldi og menntun kynslóðanna, konurnar, sem vinna að öllum þáttum framleiðslunnar og skapa öll lífsins ágæti með karlmönnun- um. Er konurnar koma heim frá verksmiðjunum, skrifstofunum, eða vinnustofunum, verða þær að flýta sér að koma innanhússstörf- unum á réttan kjöl. í þessu efni er hið sama að segja um konur í borgum og konur í sveitum. Þær hafa ekki mikinn tíma að vinnu iokinni til þess að læra erfið, er- lend tungmnál. Vegna þessa geta konur ekki komizt í bein kynni við erlendar þjóðir nema með því einu móti að kunna Esperantó. Það er Es- perantó, sem opnar þeim víðáttu- ríka útsýn um veröld alla. Esper- antó kemur þeim í samband við þeim líkar verur fyrir handan höf og fjöll, er dvelja á víð og dreif í fjórum höfuðáttum heimsins. Esperantó er bæði gunnfáni og hugsjón, það býr yfir innri hug- sjón, sem sjálfur höfundur máls- ins lagði því í brjóst og því færir það þjóðirnar nær hver annari og vekur þeim bróðurhug með við- kynningu. Aldrei hefir verið meiri nauðsyn en nú á dýrmætri sam- vinnu kvenna, þeirra kvenna, sem eru esperantistar og lyfta hátt á loft blysi friðarins. Aldrei hefir verið meiri nauðsyn á slíkri sam- vinnu en nú, þegar menn tala ekki einungis um styrjöld, en styrjaldargneistarnir vofa svo yf- ir, að líkur benda til, að þeir muni bála um víða veröldu. Það er náttúrulögmál, að konur eru friðelskandi og hafa áhuga á að varðveita líf og heilsu elskaðra barna sinna, barnanna, sem þær ala upp af ósérplæginni ást. Þær vinna fyrir börnin sín af við- kvæmni og allri orku og óska þess aldrei að fórna styrjaldarguðnum. þeim. Vegna þessa hljóta konur í stór- hópum að umfaðma Esperanto,. því að Esperanto leggur þeim í Ritfregnir. Morgunn, janúar—júní 1938, er nýlega út kominn. Meðal annars eru í ritinu „Mik- ilvægi sálarrannsóknanna“, eftir Einar H. Kvaran, „Um drauma“, eftir Guðm. Friðjónsson, „Anda- hyggja“, eftir Guðmund Einars- son, „Dulsýnir“, eftir Hafstein Björnsson, „Dauðinn og gi'ldi 'hans,“ eftir dr. W. H. Maxwell Telling, þýtt af síra Kristni Daní- elssyni, „Ritstjórarabb Morguns“ og margt fleira. Ritstjóri Morguns, Einar H. Kvaran skáld og rithöfundur, and- aðist sem kunnugt er 21. maí sl. eftir 5 vikna þunga legu. Hafði hann að mestu gengið frá útgáfu þessa hetftis, áður en hann lagðist banaleguna. Er þar orðið skarð fyrir skildi, sem er vandfyllt. Næsta hefti ritsins verður varið til minningargreina um hinn látna ritstjóra þess. Eimrei&in, 2. hefti þ. á. er kom- in út. Úr efnisyfirlitinu má nefna þetta meðal margs annars: Ingvi Jóhannesson: Viðhald þjóð- anna. Guðmundur Friðjónsson: Enn um blinda Jón á Mýlaugs- stöðum. Hulda: Gröndalsminning (með 3 myndum). M. B. Halldórs- son: Svar til Sigurjóns læknis Jónssonar. Stefán Einarss.: Þætt- ir af Einari H. Kvaran. Blaða- mennska og pólitík. Helgi Péturss: Glæsir. Skarphéðinn: Maurildi (smásaga). Blekkingin mikla, katfli úr skáldsögu eftir finnska skáldið Mika Waltari. Böðvar irá Hnífsdal: Miklabæjar-Sólveig (leikrit, niðurlag). Raddir (smá- greinar), ritsjá o. fl. Lífið, tímarit um uppeldi og önnur menntamál. Útgefandi og ritstjóri Jóhannes Birkiland. 2. árg. 1937. 3.—4. hefti. í tímarit þetta skrifa ýmsir af ritfærustu menntamönnum þjóð- arinnar. Efnisyfirlit þessara hefta ritsins er sem hér segir: J. B.: Bjargið börnunum! Björn H. Jónsson skólastjóri: Vandræða- börn. Próf. Theodor Hartvig: Sigmund Freud. Próf. H einrich A. Gins dr. med.: Ættgengis-líf- fræðilegar hugleiðingar snertandi rannsóknir á drepsóttum. Sigurð- ur Einarsson, háskólakennari: Ruthenia. Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri: Klæðið landið! Próf. Theodor Hartvig: Löggilding fóst- ureyðinga í Kataloníu. Axel Fröhlau: Brauð. Próf. dr. Her- mann Harrassowitz. Takmörk jarðfræðilegrar þekkingar. Friðrik Á. Brekkan, rithöfundur og stór- templar: Áfengisneyzlan í siðum <og venjum samkvæmislífsins. J. B. : Heimssýningin í París. Bj. Bl. Jónsson, löggæzlumaður: Hirðu- leysi og lögbrot. Jón Jónsson, læknir: Vikivakar. Bernhard Ziegler: Rosina. Sig. Draumland: Myrkur. Próf. dr. Kretschmayer: Umsátrin um Vínarborg fyrir 250 ■árum. hendur vopn til þess að berjast á móti ómenningunni og vinna fyrir sigur friðar og kærleika meðal þjjóðanpa. I. H. K.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.