Dagur - 18.08.1938, Blaðsíða 4

Dagur - 18.08.1938, Blaðsíða 4
148 D A G U R 36. tbl. Akureyrarbær. Lðgtak. Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og að undangengnum úrskurði verða eftirtalin ógreidd gjöld til Akureyrarkaupstaðar frá árinu 1937 tekin lögtaki, að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar: í/tsvör, fasteignagjöld, vatnsskattur, aukavatns- gjöld, holræsa- og gangstéttagjöld, lóðaleigur, erfðafestugjöld og önnur jarðeignagjöld. Ennfrem- ur öll ógreidd gjöld til hafnarsjóðs Akureyrar. Akureyri, 12. ágúst 1938. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar. S i g. Eggerz. Héraðsskólinn a ð LACGUM hefst í haust að forfallalausu 12. október og starfar um vet- urinn í 3 deildum sem að undanförnu, yngri deild, eldri deild og smíðadeild. Umsóknir óskast sendar sem fyrst. Pósthús: Einarsstaðir. Landssímasamband um Breyðumýri. — Nánari upplýsingar veita auk mín aðrir kennarar skólans. Leifur Asgeir$§on skólastjðri. lagt á sig mikla fyrirhöfn til þess að ná sem beztum árangri. Eg hefi sjálfur notað þessa skúffu 1 sumar og tel hana mesta búmannsþing, og því skrifa eg þessar fáu línur, að eg vil vekja athygli bænda á þessu hagkvæma heyvinnutæki. Bændum er nauð- synlegt að veita eftirtekt hverri þ'eirri nýung, sem léttir þeim hey- skapinn. Einar Arnason. Samsœti. Stúdentafélagið gengst fyrir kaffidrykkju í Skjaldborg næstk. þriðjudag, 23. ágúst, til þess að heiðra Guttorm J. Gutt- ormsson, skáld. Öllum velkomin þátttaka meðan húsrúm leyfir, en þeir, sem vilja taka þátt í samsæt- inu verða að tilkynna það fyrir kl. 3 næstk. mánudag. — Áskrift- arlistar eru hjá Kristjáni Hall- dórssyni, úrsmið, og hjá bóksölum bæjarins. IOGT. Sameinaður fundur í stúkunum á Akureyri á miðviku- daginn, 24. ágúst 1938, í Skjald- borg, kl. 8,30 e. h. — Mætið. Guðsþjónustur i Grundarþinga- prestakalli: Hólum, sunnudaginn 21 ágúst, kl. 12 á hádegi. — Saur- bæ, sama dag, kl. 3 e. h. — Grund, sunnudaginn 28. ágúst, kl. 12 á há- degi. Hjónaband. Þriðjudaginn 16. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grundar- þingaprestakalli, ungfrú Heiðbjört Pétursdóttir úr Reykjavík og Ari Jónsson klæðskeri, Stykkishólmi. Ný heyskúffa. Heyskúffur eru nauðsynjaáhöld á sláttuvélinni, enda hafa menn notað þær talsvert. En þau vand- kvæði hafa jafnan fylgt þeim, að töluverð óþægindi og tafir hafa verið við það að færa heyið af greiðunni aftur í skúffuna og þá ekki síður að losa hana. Hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til þess að yfirvinna þessa ágalla, en hingað til hafa þær tilraunir mis- tekist, að því er eg bezt veit. Nú er fundin ný gerð af hey- skúffu sem fjarlægir þessa galla, og er hún smíðuð af Steindóri Jó- hannessyni járnsmið á Akureyri. Botn þessarar skúffu er gerður úr járn- eða stálþynnum 2—3 sentimetra breiðum og með 2—3 sentim. millibilum. Er annar endi þeirra festur á þunna þverslá úr járni, sem tengd er við greiðuna. Mótstaða jarðvegsins milli riml- anna flytur heyið mjög auðveld- lega af greiðunni aftur í skúffuna. Ofan á botninn er svo felldur laus blikkþynnurammi, sem leikur á sigurnöglum við greiðuna. Þegar svo skúffan er orðin full, stígur sláttumaðurinn með vinstri fæti á vogstöng, sem komið er fyrir aftan á vélinni, lyftist þá ramm- inn upp að aftan, en skúffubotn- inn dregst undan heyinu, er þá vogstönginni sleppt og ramminn fellur niður á rimlana. Þetta ger- ist allt erfiðislaust og án þess að nokkur stöðvun verði á slættin- um. Steindór járnsmiður hefir sýnt mjög mikinn áhuga á því, að gera þetta áhald sem bezt úr garði, og Tökum al Sjóváfryggingar Brnnatryggingar Rekstursstöðvunartryggin^ar Bílutryggingar J ar ðskf AI t tatryggingar Liftryggingar Tryggið yður og eignir yðar hjá alíslenzkn félagi, enda býður „Sjóvátrygging" beztu kjör. Sjóvátrvosingaffélao íslands h. i. Reykjavík. Umboðsmenn á Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga, Iib*. konsúll Axel Kristfánsson, hr. útgerðarm. Gnðm. Pétursson. Allt nudd og núningur, getur ekki gjört þvottinn jafn hreinan eins og hið óviðjatnanlega sjálfvirka RAÖION. Hið fingerða R A D I O N löður þrengir sér í gegnum vefnaðinn, og leysir upp öil óhreinindi án þess að skemma þvottinn, og það er einmitt þessi gagnhreinsun, sem veldur því að flíkurnar iíta alltaf út sem væru þær spánýjar. — R A D I O N skaðar ekki hinn allra fíngerðasta vefnað, vegna þess að R A D I 0 N löðrið hreinsar fullkomlega, án þess að þvæla þvottinn og vatnið þarf ekki að vera nema voigt, má jafnvel vera kalt. I0N X-RAD 44/0-50 LEVBB BROTHBRS, PORT SUNLIGHT, LIMITBD, ENGLAND. Dansskemmtnn verður að Þverá, á laugar- daginn kl. 10 e. h; Kalli spilar Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar. Skólafólk. Fæði og 1—2 herbergi til leigu í Hamarstig 3 Akureyri, írá 1. okt. n. k. Semjið við Valdemar Pálsson Möðruvöllum (Landssímastöð)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.