Dagur - 22.09.1938, Síða 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júll.
Afgreiðslan
er hjá JÓNl Þ. ÞÓE, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
XXI. árg. J
Akureyri22.september 1938.
41. tbl.
Stríð eða friður?
Evrópufriðurinn hefir verið á
hangandi hári undanfarna daga.
íkveikjuefnið er ekki innrásar-
stríðið á Spáni, heldur ástandið í
Tékkóslovakíu. í því ríki éru bú-
settir 314 miljón Þjóðverja. Þeir
nefnast Súdetar og foringi þeirra
nefnist Henlein. Þykjast þeir
verða að búa við slæm kjör undir
stjórn Tékka og heimta sjálfstjórn
sér til handa. Hefir af þessu
spunnist deila og harðir árekstrar
milli Tékka og Súdeta samfara
manndrápum á báðar hliðar.
Þýzku blöðin blása að kolunum
og hafa foringjar nazista í Þýzka-
landi lofað Súdetum vopnaðri
hjálp, ef á þyrfti að halda. Tékk-
neska stjórnin hefir orðið að grípa
til sérstakra neyðarráðstafana til
að halda uppi reglu í Súdetahér-
uðunum og má heita, að einskon-
ar hernaðarástand sé þar ríkjandi.
Súdetar hafa flúið unnvörpum til
Þýzkalands og margir Tékkar hafa
flúið Súdethéruðin. Leiðtogar
Súdeta leitast við að auka róst-
urnar eftir mætti.
Frakkar eru samningsbundnir
við Tékka um að hjálpa þeim, ef
á þá verði ráðist. Englendingar
eru í miklu vinfengi við Frakka.
Auk þess eru Rússar Tékka meg-
in. Aftur á móti er Mussolini á
bandi Þjóðverja.
Englendingar hafa lagt sig mjög
fram um að fá deiluna leysta á
friðsamlegan hátt. Hafa þeir þótzt
sjá, að ef það ekki heppnaðist,
væri stór hætta á Evrópustríði.
Því var það, að í síðustu viku fór
Chamberlain forsætisráðherra
Breta fljúgandi til Þýzkalands á
fund Hitlers og átti við hann sam-
ræðu. Enn hefir ekki frétzt ná-
kvæmt af viðræðum þeirra. Þó
hefir verið fullyrt, að kröfur Hitl-
ers hafi verið á þá leið, að þau
Súdetahéruð, þar sem Þjóðverjar
eru í sterkum meiri hluta, verði
látin af hendi við Þýzkaland, en
önnur héruð, þar sem Þjóðverjar
búa, verði gerð að „kantónum“
eftir svissneskri fyrirmynd, og
síðan taki stórveldin að sér að
ábyrgjast að vernda þann hluta
Tékkóslovakíu, sem þá verður eft-
ir.
Talið er, að brezka og franska
stjórnin hafi komið sér saman um
.grundvöll til þess að ganga til
móts við þessar kröfur Hitlers, en
allt er þó enn þoku vafið um úr-
lausn þessa máls. Enginn getur
enn um það sagt, hvort í þeirri
þoku felst stríð eða friður. Cham-
berlain og Hitler hittast aftur um
þessar mundir til nýrrar og að
líkindum úrslitaviðræðu um mál-
ið.
Líklegt er talið, ef.gengið verð-
ur að kröfum Hitlers um samein-
ingu Súdetahéraðanna við Þýzka-
land, muni af því leiða að pólsku
og ungversku þjóðarbrotin í
Tékkóslovakíu brjótist undan yf-
irráðum Tékka.
Haft er eftir stjórninni í Prag,
sem er höfuðborg Tékkóslovakíu,
að hún taki heldur þann kost að
berjast til þrautar, en að láta af
hendi þumlung af landi sínu.
Hér er því sá hnútur riðinn,
sem óleysanlegur sýnist án stríðs
á einhvern hátt.
Síðuslu fregnir.
Eftir að framangreint var ritað
og sett í letur berast þær fregnir,
að Pragstjórnin hafi ekki séð sér
annað fært, en að fallast á tillögur
Breta og Frakka um lausn deil-
unnar. Samkvæmt því má vænta
þess, að ófriðarblikan sé liðin hjá
í bili.
K v e ð j a.
Síðastliðið föstudagskvöld héldu
Svarfdælir kveðjusamsæti á Dal-
vík þeim læknishjónunum frá Ár-
gerði, Sigurjóni Jónssyni og frú
hans. Samsætið sat á annað
hundrað manns, en raunar voru
þátttakendur miklu fleiri er eigi
gátu mætt sökum annríkis. Aðal-
ræðuna fyrir minni heiðursgest-
anna hélt Þórarinn Eldjárn hrepp-
stjóri á Tjörn og afhenti þeim um
leið málverk, útsýn af Vaðla-
heiði yfir Eyjafjörð, eftir Svein
Þórarinsson málara.
Sigurjón Jónsson hefir verið
læknir Svarfdæla um 30 ára skeið,
en sagði af sér embætti s.l. vor.
Hann hefir verið fyrirmyndar
embættismaður á alla grein, enda
skilur hann eftir djúpa virðingu
og þökk héraðsbúa.
Haustfundur Félags barnakenn-
ara við Eyjafjfarð hefst í barna-
skólanum á Akureyri laugardag-
inn 1. okt. næstk., kl. 4x/2 síðdegis.
Aðalumræðuefni fundarins verð-
ur þátttaka félagsins í undirbún-
ingi hátíðarhalds í tilefni 50 ára
afmælis kennarasamtakanna.
L ö o g æ s I a n í bæniim.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundi framkvæmda-
nefndar Umdæmisstúkunnar nr. 5
þann 19. þ. m.
„Vegna vaxandi drykkjúskapar-
óreglu, óspekta á götum úti og
samkomustöðum í bænum, skorar
framkvæmdanefnd Umdæmisstúk-
unnar nr. 5 á háttvirta bæjar-
stjórn Akureyrar:
1. Að fjölga nú þegar lögreglu-
þjónum bæjarins eins og lög
áskilja.
2. Að sjá svo um, að lögreglan
fái varðstofu til afnota, svo að
hægt sé að ná til hennar, ef þörf
gerist.
3. Að hafa til fangaklefa, svo að
hægt sé að fjarlægja ölóða menn
af almannafæri.
4. Að hlutast til um að Sam-
komuhús bæjarins sé ekki lánað
fyrir almennar samkomur, nema
með því skilyrði, að ölvuðum
mönnum sé bannaður aðgangur og
sé það tekið fram í auglýsingum.
Lítur framkvæmdanefnd svo á,
að framtíð bæjarfélagsins sé
háski búinn, ef svo er áfram
haldið, sem nú horfir í þessum
efnum og telur það brýna skyldu
bæjarstjórnarinnar að auka lög-
gæzluna í bænum og koma á
hana því menningarsniði sem
nauðsynlegt er.
Á síðastl. vori tók miðstjórn
Framsóknarflokksins þá ákvörðun
í samráði við stjórn Blaðaútgáf-
unnar h. f. að sameina flokksblöð
sín, Tímann og Nýja dagblaðið.
Þessi ákvörðun er nú komin til
framkvæmda. Með útkomu Nýja
dagblaðsins 15. þ. m. hætti það
að koma út.
En í stað þess að Tíminn hefir
hingað til komið út einu sinni í
viku, kemur hann hér eftir út
annan hvern virkan dag í nýju
formi með sama leturfleti og áður
og verður sendur öllum kaupend-
um Nýja dagblaðsins.
Þessi ákvörðun um sameiningu
blaðanna var tekin vegna þess, að
miðstjórn Framsóknarflokksins
taldi eðlilegra að gefa út eitt blað,
sem útbreiðslu hefði um landið
allt, heldur en að halda úti viku-
blaði fyrir sveitirnar og dagblaði,
sem aðallega væri miðað við
kaupstaðina.
Miðstjórn Framsóknarflokksins
væntir þess, að þessi breyting á
blaðaútgáfu flokksins verði til
þess, að betur verði fudnægt þörf-
um hinna dreifðu byggða, en að
áhugasamir flokksmenn í þéttbýl-
inu felli sig eftir ástæðum við
breytinguna.
Þórarinn Þórarinsson, sem verið
hefir ritstjóri N. dagbl., tekur að
sér ritstjórn Tímans ásamt Gísla
Guðmundssyni, sem er ábyrgðar-
maður blaðsins.
Nefndarskipun samkv.
tillögu J. J.
Ríkisstjórnin hefir í samráði við
landsmálaflokkana skipað nefnd
til þess að gera ti'lögur um, hvern-
ig bezt yrði búið í haginn fyrir
aldurhnigna sjómenn. Eiga sæti í
nefndinni Pálmi Loftsson fram-
kvæmdastjóri, Sigurjón Á. Ólafs-
son alþingismaður og Þorsteinn
Þorsteinsson fyrv. skipstjóri. Jón-
as Jónsson bar á síðasta Alþingi
fram tillögu um nefndarskipun
þessa.
Kirkjan: Messað í Akureyrar-
kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h.
ZÍON. Samkoma næstkomandi
sunnudag kl. 8,30 e. h.
Allir velkomnir.
Síra Björn O. Björnsson flutti
erindi í Skjaldborg í gærkveldi. —
Efni: „Hvað vantar íslenzku prest-
ana mest?“
Nokkrar umræður urðu á eftir.
Nánar mun verða vikið að er-
indi síra Björns í næsta blaði.
Þess skal þó getið nú þegar, að
deild var stofnuð í félaginu Vída-
línsklaustur í Görðum við þetta
tækifæri. Stofnendur um 20; með-
al þeirra, auk vígslubiskupsins,
bæjarstjórinn Steinn Steinsen,
Oddur Björnsson, Páll Bergsson í
Hrísey, Halldóra Bjarnadóttir,
Lárus Thorarensen, Vigfús Jóns-
son, málarameistari.
□ Kún 51)389267 -
Gunnar Gunnarsson skáld hefir
að sögn keypt jörðina Skriðu-
klaustur í Fljótsda' og flytur al-
farinn heim til íslands á næsta
vori, til þess að reka búskap á
jörðinni.
Umsögn um söng frú Elísabetar
Einarsdóttur í Nýja Bíó síðastl.
sunnudag bíður næsta blaðs vegna
rúmleysis.