Dagur - 10.11.1938, Síða 1

Dagur - 10.11.1938, Síða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanna- son i Kaupfél. Eyíirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XXI . árg. j Afgreiðslan er hjá JÖNl Þ. ÞÖE, Norð- urgötu 3. Talslmi 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreióslumanns fyrir 1. des. Akureyri 10. nóvember 1938. 48. tbl. ■#-■-#■ -#-# #- Stefán Bergsson fyrrv. hreppstjári frá Þverá Stefán á Þverá — svo var hann oftast neíndur — andaðist á Ak- ureyri 21. okt. s. 1., tæplega 85 ára að aldri. Er með honum til moldar hniginn einn af mætustu og þekkt- ustu mönnum þessa héraðs. Stefán var fæddur á Rauðalæk á Þelamörk 8. apríl 1854, höfðu forfeður hans búið þar mann fram af manni um all-langt skeið. Stefán ólst up hjá föður sínum fram yfir tvítugs aldur. Á sumar- daginn fyrsta 20. apríl 1876 kvænt- ist hann Þorbjörgu Friðriksdóttur, fósturdóttur Stefáns alþm. Jóns- sonar á Steinsstöðum í Öxnadal, hinni glæsilegustu og ágætustu konu. Hófu þau þá búskap á Rauðalæk. Bjuggu þau þar til árs- ins 1883, er þau fluttust að Steins- stöðum, en árið 1887 fluttust þau að Þverá í Öxnadal, keypti Stefán þá jörð litlu síðar. Þar dvaldist hann lengst af síðan til ársins 1934, og við þann stað var hann oftast kenndur. Stefán gerðist þegar á hinum fyrstu búskaparárum sínum hinn mesti athafna- og umsvifamaður, rak hann búskap sinn með þvílík- um myndarskap og dugnaði, að af bar. Varð heimili þeirra hjóna brátt alþekkt fyrir rausn og myndarskap allan, og varð, eink- um eftir að þau komu að Þverá, alkunnur gisti- og dvalarstaður ferðamanna, innlendra og er- lendra. Þorbjörgu konu sína missti Stef- án árið 1934, eftir rúmlega 58 ára sambúð. Eignuðust þau hjón sjö börn, komust aðeins þrjú þeirra til fullorðins ára, Rannveig, hús- freyja á Hrauni (dáin 1935), Steingrímur, hreppsnefndarodd- viti á Þverá (dáinn 1915) og Bern- harð, 1. þingmaður Eyfirðinga og bankastjóri á Akureyri. Stefán naut ekki skólagöngu í æsku og harmaði hann það mjög, en lífið sjálft varð honum skóli. Þrátt fyrir umsvifamikinn búskap og margskonar annir, las hann mikið og aflaði sér staðgóðrar þekkingar, sem að ýmsu stóð framar skólaítroðningi vorra tíma. Hann var sjálfmenntaður maður í þess orðs beztu og sönnustu merk- ingu. Svo sem að líkindum lætur, um mann með skapferli og gi’eind Stefáns, þá naut hann snemma trausts og virðingar sveitunga sinna. Hlóðst því á hann fjöldi trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. í hreppsnefnd mun hann hafa setið yfir 20 ár og var lengi hreppsnefndaroddviti. I sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu var hann kosinn árið 1907, og átti þar lengst af sæti til ársins 1934. Hreppstjóri Öxnadalshrepps varð hann árið 1911, og gegndi því starfi til ársins 1934, er hann sagði því af sér, þá áttræður. Öllum þessum störfum gegndi Stefán með sínum alkunna dugnaði og samvizkusemi, naut hann þai’ og hins fyllsta trausts og virðingar samstarfsmanna sinna. Um landsmál var Stefán mjög áhugasamur. Skrifaði hann fjölda greina um ýms helztu mál, er þá voru á dagskrá meðal þjóðarinnar. Var það þó ekki títt um bændur á þeim tíma. Lýsa ýmsar greinar hans flestu betur íhygli og greind þessa sjálfmenntaða dalabónda. Var hann um ýms mál langsýnni en samtíðarmenn hans. Má í því sambandi benda á, sem fágætt var um bændur á þeim árum, að hann var mjög á móti lögum um sölu þjóðjarða, er sett voru árið 1905. Benti hann þá á, að þau mundu til vafasamra nytja fyrir bændastétt landsins í heild. Hefir Alþingi nú á síðustu árum fallizt á skoðun hans í þessu máli. Hann var og mjög á móti því, að íslandsbanki yrði gerður að seðla- og aðalbanka landsins. Voru þá jafnvel uppi raddir um að leggja Landsbank- ann með öllu niður. Barðist Stef- án mjög á mót því. Sýndi hann fram á hversu stórhættulegt það væri sjálfstæði þjóðarinnar að fela erlendu hlutafélagi þvílíkt vald yfir fjármálum og atvinnulífi landsmanna. Hefir nú reynslan skorið úr, svo ekki verður um deilt, að skoðun dalabóndans á þessum málum var sú rétta. Áhuga sínum fyrir landsmálum hélt Stefán fram á síðustu daga. Mun honum hafa fundizt fátt um skuldasöfnun og fjármálaóreiðu síðustu áratuga. Að sjálfsögðu hafði Stefán ríkan áhuga og beitti sér fyrir allskonar félagsmálastarfsemi í sveit sinni og sýslu. Vann hann að þeim mál- um, sem öðrum, heill og óskiptur, enda einlægur og ákveðinn sam- vinnumaður. Var hann deildar- stjóri Öxndæladeildar Kaupfélags Eyfirðinga um mörg ár. Þreyttist hann aldrei á að brýna fyrir mönnum nauðsyn þess að standa fast saman og vinna af alhug að þeim málum, er til almennra framfara mættu verða. Stefán var enginn yfirlætismað- ur, frekar lágur, en mjög*þrekvax- inn. Andlitið með skörpum drátt- um og festulegt. Svipurinn íhugull og drengilegur. Öll framkoman þannig, að hún vakti traust. Stefán var einn þeirra manna, er fyrst og fremst krafðist mikils af sjálfum sér. Hafði hann nokk- urn ímugust á ýmsum stefnum og kröfum, sem nú vaða uppi meðal þjóðarinnar, og skildi vel, að sá, sem ekki hjálpar sjálfum sér, er ekki líklegur til mikilla afreka fyrir aðra. Hann var ávallt efnalega sjálf- stæður maður, og hann óskaði einkis frekar, en þjóðin öll væri efnalega og andlega sjálfstæð. Öll hans langa starfsæfi var óslitinn vinnudagur til eflingar íslenzkri þjóðarheill. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldrei, hveim sér góðan getr. Sveitungi. Hörmulei Togarinn „Ólafur“ frá Reykfavík hefir farizf með 21 mann§ áhöfn. Á miðvikudagsnóttina í síðustu viku voru mörg skip á veiðum á Halamiðum, þar á meðal togarinn Ólafur, eign Alliance-félagsins. Gekk þá veðrið upp með stórsjó, svo að skipin héldu til lands og höfðu tal hvert af öðru, en Ólafur hætti brátt að svara og kom ekki fram að óveðrinu afstöðnu. Var þá tekið að leita hans af mörgum skipum á öllu svæðinu frá Straumnesi og vestur og suður fyrir Reykjanesskaga, en sú leit hefir engan árangur borið, og eru menn nú orðnir úrkula vonar um að skipið sé ofansjávar. Á skipinu var 21 maður, flestir eða allir á bezta aldri. Skipstjóri var Sigur- jón Mýrdal. Kirkjan: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnud. kl. 2 e. h. Ól- afur Ólafsson kristniboði prédikar. T Harta flir im. Brezka stjórnin hefir ákveðið fyrir nokkru, að brezk-ítalski vin- áttusamningurinn skuli- ganga í gildi 15. þ. m. og ætlar að sætta sig við að Mussolini flytji burt af Spáni 10 þús. sjálfboðaliða. Með samningi þessum viðurkennir Bretland yfirráðarétt ítala í Abes- siníu. — Palestína hefir verið í hern- aðarástandi að undanförnu vegna innbyrðis ófriðar milli Araba og Gyðinga. Hefir ekki gengið á öðru en morðum, brennum og ránum milli deiluaðila. Bretar hafa reynt að friða landið, en gengið erfið- lega, þar til nú fyrir skömmu að þeir efldu her sinn þar stórlega, Tókst herliðinu að vinna. aðal- stöðvar óaldarflokkanna í stærstu borgunum svo sem í Jerúsalem og stöðva óeirðirnar að mestu, en þó logar undirniðri í ósamlyndi og hatri milli Gyðinga og Araba i Landinu helga. — Fyrir nokkru náðu Japanir á sitt vald tveimur þýðingarmiklum stórborgum í Kína, og eru það borgirnar Kanton og Hankow. Tóku Japanir borgir þessar fyrir- hafnarlítið, því Kínverjar gáfu upp vörnina og flýðu, en sprengdu áður í loft upp fjölda húsa, brýr og önnur þýðingarmikil mannvirki og liggja því borgirnar í rústum á stórum svæðum. Telja Japanir, að með þessum sigrum sínum sé hernaðarlegu viðnámi Kínverja að mestu lokið, en Kínverjar sjálf- ir eru á annari skoðun. —Miklar orustur hafa að und- anförnu átt sér stað á Ebró-víg- (Framh. á 3. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.