Dagur - 17.11.1938, Qupperneq 3
49. tbl.
DAGUR
199
Beaiedikt
á Moldhangum.
Nokkiir
Maðnrinn minn, faðir okkar og (engdafaðir,
Böövar Bjarkan,
andaðist 13. þ. ni. Útforin fer fram niiðviku-
daginn 23. nóv. næstk. og hefst með húskveðfu
kl. 1,30 e. h. að heimili okkar, Brekkuglitu 6,
Akureyri.
Krisfín Bfarkan. Skúli Bjarkan.
Sigrún Bjarkan. Ragnar Bjarkan.
Benedikt Guðjónsson hrepp-
stjóri á Moldhaugum í Glæsibæj-
arhreppi andaðist að heimili sínu
1. nóv. s.l. Jarðarför hans fór fram
að Möðruvöllum í Hörgárdal laug-
ardaginn 12. s. m. að viðstöddu
fjölmenni. Síra Friðrik J. Rafnar
flutti húskveðju, en sóknarprest-
Benedikt Guðjónsson.
urinn, síra Sigurður Stefánsson,
talaði í kirkjunni. Karlakórinn
Geysir annaðist um sönginn.
Sýslunefndarmenn Eyjafjarðar-
sýslu báru kistuna í kirkju, en
starfsmenn úr K. E. A. úr kirkju.
Benedikt var fæddur að Þóru-
stöðum í Kaupangssveit 8. júli
1868 og var því nær fjórum mán-
uðum betur en sjötugur, er hann
andaðist. Hann var af fátæku for-
eldri kominn og missti báða for-
eldra sína um 8 ára aldur. Ólst
hann síðan upp á vegum vanda-
lausra og mun ekki hafa verið
mulið undir hann á þeim árum.
Saga hans er saga munaðarlausa
drengsins, sem vann sig af eigin
ramleik fram úr umkomuleysi
æskuáranna til manndómsþroska
fullorðinsáranna.. Um tvítugsaldur
réðist hann vinnumaður að
Hrafnagili til hins þjóðkunna
fræðimanns, síra Jónasar Jónas-
sonar. Óefað mun dvöl Benedikts
hjá þessum fjölhæfa menntamanni
hafa örvað námslöngun hans
sjálfs. Haustið 1892 fór hann í
Möðruvallaskólann og stundaði
þar nám í tvo vetur. Hann var 24
ára gamall þegar hann kom í
skólann og vel þroskaður orðinn
bæði til sálar og líkama. Skóla-
bræðrum hans fannst hann stund-
um nokkuð kaldhryssingslegur í
svörum og í fyrstu var hann mjög
svo óráðin gáta, en við fyrsta
prófið reyndist hann með þeim
efstu í sínum bekk, og brátt urðu
skólabræður hans þess vísir, að
undir skelinni átti hann viðkvæmt
drengskaparhjarta, sem aldrei
brást. Benedikt sóttist námið
ágætlega og óx í áliti skólabræðra
og kennara, því lengur sem leið.
Eftir að hann fó.r frá Möðruvöll-
um hafði hann í huga að halda
áfram skólanámi og fara í Latínu-
skólann, sem þá var svo nefndur,
en af því varð þó ekki.
Síðast á árinu 1895 kvongaðist
Benedikt og gekk að eiga heitmey
sína, Málmfríði Baldvinsdóttur
Baldvinssonar prests á Upsum.
Var hún fótsurdóttir bændaskör-
ungsins Jóns Guðmundssonar á
Krossastöðum. Reistu ungu hjónin
minningarorð.
bú að Ytra-Hóli í Kræklingahlíð
og voru fátæk í fyrstu, en síðar
meir urðu þau vel bjargálna, enda
var Benedikt kappsamur og dug-
legur verkmaður. Eftir fárra ára
búskap að Ytra-Hóli fluttu þau
hjón búferlum að Moldhaugum í
sömu sveit og hafa dvalið þar alla
tíð síðan.
Vegna hæfileika Benedikts og
mannkosta ávann hann sér traust
sveitunga sinna og voru honum
því falin ýms mikilvæg trúnaðar-
störf. Hann var í hreppsnefnd
Glæsibæjarhrepps í 29 ár, frá 1905
til 1934, og oddviti hreppsnefndar-
innar í allmörg ár. í sýslunefnd
Eyjafjarðarsýslu átti hann sæti i
27 ár, frá 1911 til dauðadags. Árið
1915 var hann settur hreppstjóri
Glæsibæjarhrepps og skipaður í
það embætti árið eftir og gegndi
því starfi til æfiloka. í fjölda mörg
ár var hann einnig endurskoðandi
reikninga þeirra, er við koma
Eyjafjarðarsýslu. Öll sín trúnaðar-
störf leysti hann af hendi af hinni
mestu skyldurækni og röggsemi.
Benedikt var kosinn í stjórn
Kaupfélags Eyfirðinga árið 1918
og jafnan síðan endurkosinn.
Hann var óhvikull samvinnumað-
ur og var ánægjulegt að eiga
samstarf við hann í þeim málum.
Þeim hjónum varð 6 barna auð-
ið og eru öll uppkomin. Þau eru
þessi:
Jón Marinó, bóndi á Efri-
Rauðalæk.
Snjólaug, húsfreyja á Mold-
haugum.
Anna Baldursbrá, ógift heima.
Unnur, kennslukona í Þingvalla-
sveit.
Daney, ógift heima.
Guðmundur, bílstjóri, heima.
Benedikt var lengstaf heilsu-
hraustur maður. Þó lá hann þunga
legu fyrir allmörgum árum og bar
hennar minjar æ síðan, en komst
samt til sæmilegrar heilsu aftur.
Fyrir nokkru kenndi hann þess
innvortissjúkdóms, sem leiddi
hann til dauða. Hann sá hvað
verða vildi. Dauða sínum mætti
hann með karlmannlegri geðró
og öruggu trúartrausti.
I honum var kjarnviður.
Hjónaband. Síðastl. laugardag
voru gefin saman hér í kirkjunni
ungfrú Björg Axelsdóttir kaup-
manns Kristjánssonar og Agnar
Koefod Hansen flugstjóri.
Háskólabyggingin í Reykjavík
má nú heita fullgerð að utan, en
að ganga frá öllu innanhúss tekur
langan tíma. Gert er þó ráð fyrir
að verkinu verði að fullu lokið
sumarið 1940. Ráðgert er, að
kostnaðurinn við bygginguna
verði eitthvað yfir eina milj. kr.,
en í hana hafa þegar farið nálægt
sjö hundruð þús. kr. Húsið er reist
fyrir happdrættisféð sem kunnugt
er, og er talið að það verði hið
glæsilegasta og mikil bæjarprýði.
Benediki Guðjónsson
hreppstjóri,
f. 8. júlí 1868, d. 1. nóvember 1838.
(Flutt við útför hans í kirkjunni).
Þú ert horfinn. — Þú ert farinn
þangað, sem að feðraskarinn,
vegamóður, veöurbarinn,
vitjaði lands á undan þér.
Þetta land, sem lýðir sáu,
leizt þú, með þeim háu og smáu,
brosandi svo gazt þú gengið
gröf og dauða móti hér.
Minning þín mun lengi lifa
Ijúf og kcer, og strengi bifa.
Margt var starfað þjóð til þrifa
þinnar sveitar málum að.
Dugnaður og drengskapslundin,
djúphyggjan og hjálpfús mundin
vinsœldir og traust þér tryggðu,
trúr þú varst á hverjum stað. —
Þakkir vinur. — Því skal segja:
þetta er að lifa, en ekki að deyja,
þetta er sínum herra að hneigja
höfuð sitt á rétta lund. —
Æska, tak þú mannsins merki
mundum tveim, i orði og verki,
ber það fram mót sumri og sólu,
sigurinn felst í þinni mund.
D. J.
Anna Tómasdóttir,
Eyrarlandi,
80 ára 23. október 1938.
Tvenna ferna tugi ára
traust þig leiddi drottins mund ;
opt þó risi rauna bára,
röðull skein þér aðra stund ;
lindin þó að titri tára,
traust hún veitir mannsins lund.
Heiðurskona heill þér veitist,
hylla vinir þig í dag;
aldrei gæfan því á þreytist,
þinn að milda og bæta hag ;
v ð því allar vættir leitist
að verði bjart þitt sólarlag.
Anna, þér ég þakkir færi,
það, sem okkar kynning nær;
stirðan hörpu streng eg hræri,
stefnir til þín kærleiks blær.
Af þínu dæmi þjóðin læri
þá list, sem að er öllum kær.
Lengra eg ei lopann teygi
ljóða nú í þetta sinn ;
aldrei sorg þér verði á vegi,
við þér brosi heimurinn
allt að hinztum æfi degi;
ósk ei betri til þín finn. ,
J. 0.
K A U PI
notuð isl. frfmerki hæsfa verði.
Ouðm. OuðlaugssonKea
Alúðarþakkir vottum við öll-
um þeiin sem sýndu okkur
samúð og hlutlekningu við and-
lát og jarðarför Benedikts
Guðfónssouar á Mold-
haugum.
Vandamenn
Pökkum innilega auðsýnda
samúð og liluttekningu við frá-
fall og jarðarför mannsins míns
og föður okkar, Sveinbjarnar
Sigtryggssonar Saurbæ.
Sigrún fónsdóttir og börn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda
samúð við andlát og útför ekkj-
unnar Bjargar Kristjáns-
dóttur.
Vandamenn.
Kaupi
notaðar sðgubækur.
Verzlunin Norðurland.
Fimm ára aWi.
Ungmennastúkan Akurlilja nr.
2 minntist 5 ára afmælis síns í
Skjaldborg 12. þ. m. Þar voru
saman komnir 140 manns. Fór þar
fram kaffidrykkja, ræðuhöld og'
söngur undir borðum. Æðsti
templar stúkunnar, Magnús Jóns-
son, stjórnaði samkomunni. Eirík-
ur Sigurðsson mælti fyrir minni
stúkunnar en Snorri Sigfússon
fyrir minni íslands. Hans Jörgens-
son flutti ræðu um æskuna og
bindindið. Anna Snorradóttir og
Ólafur Hjartar lásu upp kvæði.
Sex stúlkur skemmtu með söng.
Fjórir piltar og fjórar stúlkur
önnuðust framreiðslu einkennis-
búin. Á eftir var stiginn dans
fram eftir nóttu. í stúkunni eru
150 félagar.
Ferðafélag Akureyrar
heldur fund í Samkomuhúsinu næstk.
miðvikudagskvöld kl. 8,30. Til skemmt-
unar: Skuggamyndasýning, ferðasaga
tjl Herðubreiðar o. fl.