Dagur - 24.11.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 24.11.1938, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út ú hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga. Gjulddagi fyrir 1. júli. Afgreiðslan er hjá JÖNl Þ. ÞÖR, Norö- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiöslumanns fyrir 1. des. • • -• ♦ XXI. arg •i ►--•-♦-•-•-•- • • * t -♦ ♦-♦-•■ ♦ ♦ # * & «■ Akureyri 24 nóvembei 1938. 50. tbl. -•-•-• • -•-< Böðvar Bjarkan. Til viðbótar því, sem sagt var um hinn látna merkismann í síð- asta blaði, skal þetta tekið fram: Foreldrar Böðvars Bjarkan voru Jón .Ólafsson bóndi á Sveinsstöð* um og kona hans Þorbjörg Krist- mundsdóttir. Fimmtán ára gamall hóf B. B. skólagöngu sína og að loknu stúdentsprófi sigldi hann til Kaupmannahafnarháskóla, las þar fyrst læknisfræði, en sneri sér síð- an að lögfræði, hvarf próflaus heim 1905, kvæntist ári síðar Kristínu Jónsdóttur frá Auðólfs- stöðum, reisti bú að Einarsnesi i Borgarfirði og bjó þar um skeið, lauk lagaprófi við háskólann í Reykjavík 1912, sama ár og hann fluttist til Akureyrar. Hér stundaði Böðvar margvís- leg lögfræðistörf, var meðal ann- ars hin síðari ár lögfræðilegur ráðunautur K. E. A., í stjórn verk- smiðja S. í. S., eftirlitsmaður við útibú Landsbankans á Akureyri, formaður fasteignamatsnefndar og umboðsmaður Brunabótafélags ís- lands frá stofnun þess. Lengi hefir hann átt sæti í skólanefnd barna- skólans hér og ýms önnur störf hafa honum verið falin bæði af ríki og bæ. Böðvar Bjarkan var lipurt ljóð- skáld, en bar lítið af þeirri fram- leiðslu á borð fyrir almenning, datt þó eitt sinn í hug að gefa út ljóð sín, en hvarf frá því ráði aft- ur. Hvenær og hvernig verður fyllt það skarð, sem orðið er við frá- fall Böðvars Bjarkan? Við þeirri spurningu mun öllum erfitt um svar, en hitt mun öllum ljóst, að með andláti hans varð mikill mannskaði. Jarðarför Böðvars Bjarkan fór. fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. í heimahúsum talaði síra Sigurður Stefánsson, en sókn- arpresturinn, síra Friðrik J. Rafn- ar, flutti ræðu í kirkjunni og framkvæmdi önnur prestsverk. Við líkfylgdina stóðu börn úr efstu bekkjum barnaskólans í röðum beggja vegna Hafnarstræt- is í nánd við Kaupvangstorg, með íslenzka fánann í höndum, og báru kennarar skólans kistuna á því svæði. Að öðru leyti báru starfsmenn úr K. E. A. kistuna frá heimijhnu o| að kirkjy, sem er alilöng leið, og síðan frá kirkj- unni til grafar. Bæjarstjórn bar kistuna í kirkju, en Oddfellowar úr kirkju og stóðu heiðursvörð meðan athöfnin fór þar fram. Var útförin öll hin hátíðlegasta. jónas jónsson alþingismaður kom heim úr Ameríkuför sinni í fyrradag. I sambandi við komu sína og dvöl í Kanada og Bandaríkjunum og starf sitt vestur þar, getur hann sagt eins og Júlíus Cæsar: „Eg kom, sá og sigraði“. Hinar lát- lausu frásagnir vestanblaðanna um ferðir J. J., erindi þau, er hann flutti víðsvegar og viðræður hans við fjölda manna, bera þess skýran vott, að hann hefir sigrað hugi og hjörtu landa í Vestur- heimi, og auk þess hefir hann hlotið aðdáun margra enskumæl- andi manna fyrir vitsmuni, skarp- an skilning, hugsjónaflug og íramsýni. Hvar sem J. J. staldraði við á ferðum sínum vestan hafs, flykkt- ist fólkið úr nágrenninu á fund hans, til þess að geta átt tal við hann, og þakklæti sitt fyrir þær ánægjustundir lét það í ljós á margan hátt. Er gott fyrir J. J. svo heilum vagni heim að aka, sem raun er á orðin. Framsóknarfélögin í Reykjavík fögnuðu heimkomu J. J. með samsæti honum til handa í gær- kveldi. Kirkjan: Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 n. k. sunnudag. ZÍON' Næstkomandi laugar- dagskvöld kl. 8,30: Æskulýðssam- koma. Ungt fólk sérstaklega vel- komið. Söngur og hljóðfæraslátt- ur. — Sunnudag kl. 10,30 f. h.: Sunnudagaskóli. — Sunnudag kl. 8,30 e. h.: Almenn samkoma. — Allir velkomnir. Maud Noregsdrottning andaðist fyrir nokkrum dögum í Lundúna- borg. Lík hennar verður greftrað heima í Noregi. Hún var dóttir Játvarðar 7. Bretakonungs, en gift Hákoni 7. Noregskonungi. Pétur Sigurðsson flytur erindi i kvöld, kl. 8V2, í bæjarstjórnar- salnum, um þjóðaruppeldi, sér- menntun karla og kvenna, hjú- skap og atvinnuleysið. Frjálsar umræður á eftir, ef menn vilja. Innggngur 1 króna. Siprgeir Sigurðssoii verður biskup. Kii’kjumálaráðherra hefir lagt til við konung, að síra Sigurgeir Sigurðsson á ísafirði verði skipað- ur biskup frá næstu áramótum að telja. Fékk hann flest atkvæði í nýlega lokinni biskupskosningu, en ráðherra er heimilt að velja á milli þeirra þriggja, sem fá flest atkvæði. Síra Sigurgeir Sigurðsson er fæddur að Eyrarbakka 3. ágúst 1890. Foreldrar: Svanhildur Sig- urðardóttir og Sigurður Eiríksson regluboði. Síra Sigurgeir lauk stúdents- prófi 1913 og embættisprófi í guð- fræði í febrúar 1917. Vígður 7. okt. 1917 aðstoðarprestur á ísa- firði. Árið eftir fékk hann veit- ingu fyrir ísafjarðarprestakalli og hefir þjónað þar alla tíð síðan, eða í 21 ár. Hann hefir jafnan verið vinsæll í söfnuði sínum. Kvæntur er séra Sigurgeir Guðrúnu Pét- ursdóttur frá Hrólfsskála, og eiga þau 4 börn. Sigurlína Hallorímsdáítir Völlum. Fædd 6. september 1854. Dáin 24. október 1938. Er út þig kallar elli og Hel, nú ómar kveðjulag. — Þú reyndist þínum vinum vel, þeir vitna um það í dag. Við haustsins barm þig kveðjum klökk, er kvöldsól hnígur þín. Þér fyrir kynning flytjum þökk, er ferill þinn hér dvín. Og barna og ættfólks kveðja kær af klökkva flutt þér er, og eins frá þeim, sem eru fjær og ekki koma hér. Með sterkan vilja og staðfast geð að störfum ötul vannst. Og einlæg samúð öðrum með og alúð hjá þér fannst. Þótt örðugleika að etja við sem aðrir hefðir þú, þú bjartsýn öllu brostir við sem barn, í von og trú. Við starf og þraut þín sterka trú var styrkur þinn og hlíf, og einnig dætra arfleifð sú nú auðgar þeirra lif, Því óðal vonar er sú trú, sem öruggt vísar leið: að fyrir handan banabrú sér bætt hver þraut og neyð. Sú trú er athvarf eiginmanns, sem ellimæddur ber nú þunga sorg, en hugur hans til hæða fylgir þér. Hann góða samfylgd þakkar þér; hans þökk er kveðjugjöf, sem forfallaður frá því er að fylgja þér að gröf. Þú bíður hans á bak við tjald, þar birtan aldrei dvín, og annast þig hið æðsta vald, en okkur minning skín. B. I. Jónas Jónssen frá Hrfsum. Fæddur 2. apríl 1863. Dáinn 24. október 1938. Ferðamanna í fararbroddi fórstu ekki lífs þíns skeið; heldur ei með eggju og oddi álitsmálum brauztu leið. Þótt mun hafa á þér í skála þörf engin til stærri mála. En hvar sem þú í mannhóp mættir, myrkur og ólund hrukku frá. Margraddaður gall við gættir gleðimála hlátur þá: Víl og æðra, vol og kvíði voru brottræk ger frá lýði. Þannig varstu gleðigjafi gumum marga liðna stund, léttir þeim á lífsins hafi iangróðra um byljótt sund, jafnt og þétt í kröppum kjörum karlmannlega hress í svörum. Kynnu suma höfði hærri að hafa bugað lífskjör þín; því þú varst mörgum stórum stærri að sterkri gleði, bjartri sýn. Af glettni og spaugi gnægð þú veittir, í glaðheim moldarkofa breyttir. Læst er kofa, ljóri fenntur, lokað auga, stirðnuð hönd, glaður og reifur gumi lentur, geiglaus, upp við Furðuströnd, og aðbúð þar mun una góðri, aðkominn úr þungaróðri. J. K. Kvenfélag Akureyrarkirkju hef- ir opinberan dansleik í Samkomu- húsinu á laugardagskvöldið kem- ur (26. nóv.). Hefst kl. 10. Bezta „músík“ bæjarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.