Dagur - 24.11.1938, Blaðsíða 3

Dagur - 24.11.1938, Blaðsíða 3
50. tbl. DAGUR 203 Daníel, bóndi í Samkomugerði, Sigtryggur, Guðrún og Hraí'n, sem öll eru heima í Saurbæ. Þau hjón, Sveinbjörn og Sigrún, byrjuðu búskap með litlum efn- um, voru aðeins búin að vinna fá ár fyrir lágu kaupi, og þetta var allt, sem þau byrjuðu með bú- skapinn, en þeim sóttist hann samt vel, því bæði voru dugleg og fyrirhyggjusöm. Urðu þau i'yrir miklu tjóni á eignum sínum, er þau bjuggu á Kolgrímustöðum. Vatnsflóð tók fjárhús á túninu þar og eyðilagði flest sauðfé þeirra, svo ekki leit vel út með búskap- inn. En eftir fá ár voru þau búin að eignast margar skepnur, og nú síðustu árin höfðu þau stærsta búið í Saurbæjarhreppi, og þó víðar væri leitað. Ekki varð Sveinbjörn efnaður fyrir það, að hann væri nirfill að upplagi. Hann var höfðingi heim að sækja og höfðingi í lund, og þyrfti að hjálpa, þá var hann fljótur til og venjulegast hæstur á blaði, ef gefa þurfti. Drenglyndur var hann, og hrókur alls fagnaðar, þegar um skemmtanir var að ræða. Ágætur íélagi, glaður og frjáls, en stillti þó vel í hóf, svo það varð til að prýða félagsskap- inn. Sveinbjörn hafði almennt traust manna, varð hann því til ýmsra opinberra mála kvaddur. Hann var í hreppsnefnd í mörg ár og var jafnan tillögugóður og framkvæmdasamur. Hann var 1 stjórn Búnaðarfélags hreppsins. Einnig í stjórn „Minningarsjóðs Árgerðisfólksins“, og hafði ýms trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið. Var að honum miklil missir, ekki eingöngu fyrir heimili hans, sem hann þó veitti forstöðu, með dugnaði og prýði, heldur einnig fyrir alla sveitina, sem á þar á bak að sjá einum duglegasta, drenglyndasta og hjálpsamasta bóndanum í hreppnum. Blessuð sé minning þín. Vinur hins látna. Sigortina HallgrMðltir Fáein minningarorð. Þann 24. október síðastl. andað- ist að heimili sínu, Völlum í Saur- bæjarhreppi, húsfreyjan þar, Sig- urlína Hallgrímsdóttir, 84 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Þórðarson og kona hans Rósa Gísladóttir, er lengi bjuggu í Gröf í Kaupangssveit. Árið 1878 giftist Sigurlína eftirlifandi manm sínum, Jónasi Jónassyni, sem nú er orðinn 83 ára að aldri og rúm- fastur sakir ellihrumleika. Er hann kunnur gáfumaður í héraði sínu og skáldmæltur vel, þó lítt hafi hann því flíkað. Fáum árum eftir giftingu sína reistu þau hjónin, Jónas og Sigurlína, bú að Þórustöðum í Kaupangssveit og bjuggu þar nokkur ár í tvíbýli. Árið 1890 fluttu þau að Völlum í Saurbæjarhreppi og hafa búið þar samfleytt síðan í 48 ár, fyrst lengi í tvíbýli, en síðar keyptu þau jörðina og bjuggu þar ein. Fi'am- anaf búskaparárurp sínum áttu þau við fátækt að stríða, en efn- uðust nokkuð er fram í sótti. Eftir 60 ára sambúð hefir nú Jónas á Völlum verið sviftur sínum trygga lífsförunaut, karlægur og þrotinn að kröftum, en þó svo geðrór, að enn hrjóta honum spaugsyrði aí vörum við ýms tækifæri. Þrjár dætur þeirra Vallahjóna eru: Guðrún, kona Valdimars hreppstjóra Pálssonar á Möðru- völlum í Eyjafirði, Rósa, gift Sig- urjóni Jónssyni starfsmanni í Landsbankanum í Reykjavík og Jóhanna, búsett í St. Farncisko í Kaliforniu. Sigurlína á Völlum var frábær- lega dugleg kona, kvenskörungur í orðum og athöfnum, skapmikil, ör í lund og hreinskilin,. en jafn- framt glaðlynd, drenglunduð og trygglynd með afburðum. Hún- vann ótrauð í sínum verkahring meðan kraftar entust. Sá verka- hringur var heimili hennar. Nú er dagsverki hinnar nær hálf- níræðu húsfreyju lokið. Hún var orðin þreytt og henni orðið mál á hvíldinni. Vinur. Bækur. Eimreiðin, júlí—septemberhefti ið, er nýkomin út. Flytur það m. a. Við þjóðveginn, eftir ritstjór- ann, Ullarmálið, eftir Helga Briem, Þegar skyldan býður (smásaga), eftir Sigurð Helgason, Þættir af Einari H. Kvaran (skáldritin), eftir Stefán Einars- son, Hrun (smásaga), eftir Áma Jónsson, Háskólabærinn Lundur, eftir Áskel Löve, Landmannalaug- ar, eftir Jón Dan, Listamaðurinn, eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi, ljóð eftir Margréti Jóns- dóttur og Jón Dan, Raddir, Ritsjá og fl. Gríma, tímarit fyrir íslenzk, þjóðleg fræði, útgefandi Þorsteinn M. Jónsson, er út komin. Hefst hún á þætti af Bjarna sýslumanni á Þingeyrum, og er það lengsta saga ritsins að þessu sinni. Þá kemur frásögn um sýslumanns- hjónin á Felli og er um Halldór Jakobsson sýslumann Stranda rnanna á síðara helmingi 18. aldar og konu hans Ástríði, dóttur Bjarna sýslumanns, er áður getur. Báðar þessar sögur eru skrásettar af Óskari Clausen sagnaritara. Að öðru leyti er efnisyfirlitið sem hér segir: Reynistaðarbrenna (handrit Ó. Clausens), Berdreymi (sögn frú Jóhönnu Jónasdóttir á Oddeyri), Selveiðifarir á Dröng- um (handrit Ó. Clausens), Drang- eyjarför Jóhanns Schrams 1839 (handrit Ó. Clausens), Hestar verða varir við reimleika (eftir sögn Ólafs Arnórssonar á Akur- eyri), Óspektir Englendinga við Skjálfanda (eftir ýmsum heimild- um), Dratunur Jónasar Gunn- laugssonar (sögn hans sjálfs 1905), Tungufólkið á Svalbarðsströnd (handrit Stefáns Jónssonar á Munkaþverá), Þáttur af Þjófa- Gísla (handrit Þorsteins M. Jóns- sonar), Stjórnarskráin á Alþingi 1885 (handrit Ó. Clausens), Floga- Sveinn (eftir handriti Ármanns Málverkasýning Kristins Péturs§onar í verzlunarliúsi K. E. A. (fundarsal, efstu hæð), opin frá 27. nóv. til 4. des., sunnudaga kl. 10—10, aðra daga kl. 10—2 og kl. 5—10. Hanssonar á Myrká), Jón úlfaldi (handrit Ó. Clausens), Sigurður í Oddakoti (handrit frú Jónu Egg- erz á Akureyri), Þræll (handrit Margeirs Jónssonar). Öll er Gríma hin læsilegasta. Allir þeir, sem sögulegum fróðleik unna, verða að eignast hana. Morgunn, júlí—desember hefti þ. á., er út kominn. Er þetta hefti sérstaklega helg- að minningu Einars H. Kvarans, ritstjóra Morguns og forseta Sál- arrannsóknarfélags íslands. Eru fyrst birtar ræður, fluttar við út- för hans, eftir prestana, Kristinn Daníelsson, Árna Sigurðsson og Jón Auðuns. Þá eru ræður, er fluttar voru á minningarhátíð í S. R. í. F. af síra Kristni Daníels- syni, ísleifi Jónssyni og Einari Loftssyni. Næst koma Skyggni- frásagnir Hafsteins Björnssonar, eru þær í þrem þáttum: Sýn við dánarbeð Einars H. Kvarans, sýn við útför hans heima og sýn í frí- kirkjunni, ásamt eftirmála ísleifs Jónssonar. Eru frásagnirnar um sýnir þessar afar merkilegar og munu vekja mikla eftirtekt. Síðan er ritgerð um E. H. K. eftir Pál Steingrímsson, þar sem getið er helztu æfiatriða hans og ritverka. Að öðru leyti er efnisyfirlit þessa heftis Morguns sem hér segir: Iivar stöndum vér? Eftir Kr. Daníelsson. — Kristur, minn guð, kvæði eftir Holt. — Fundur hjá Láru Ágústsdóttur, eftir K. D. — Ensk blöð og tímarit um spiri- tismann, eftir Einar Loftsson. — Conan Doyle sannar sig, þýtt af K. D. — Bókarinngangur, eftir E. F. Bowers. — Forspár um ófriðar- hættuna, eftir K. D. — Kafli úr prédikun, eftir sr. Pétur T. Odds- son. — Fimm gjafir frá öðrum heimi, eftir M. Barbanell, þýtt af K. D. — Hagalagðar, Snæbjörn Jónsson tíndi. — Ávarp til les- enda. Morguns. Þetta síðara hefti Morguns hafa þeir annazt síra Kristinn Daníels- son og Snæbjörn Jónsson. SKIÐAKAPPINN. Skáldsögu með því nafni hefir prenl- smiðjan ísrún á ísafirði gefið út fyrir skömmu. Höfundurinn heitir Mikkjel Fönhus, en þýðandinn er Gunnar Andreiv. Sagan er 180 bl«. og gerist í Noregi. Aðalsðguhetjan er umkomu- laus sveitapiltur, Hallsteinn Kvisslo að nafni, sonur fátæks skógarhöggs- manns, er óvænt bæði sér og öðrum sigrar í fimmtiurasta skíðakappleik. Af þessu verður hann skyndilega frægur maður og nafn hans á hvers manns vörum. Þetta leiðir til þess að löngun hans til að vinna ný íþrótta met verður að ástríðu, sem hann ræður ekki við. Haun kveður því fá- tækt heimili sitt og föður sinn gamlan og þreyttan, og flytur til stórborgar- innar. Sagan er skemmtileg og hefir lærdóm að færa ungum íþróttamönnum á þessum metasóttartímum, sem hleypa í menn óheilbrigðum tryllingskenndum spenningi, í stað þess að íþróttaiðkanir eiga fyrst og fremst að vera uppeldis- meðal til eflingar líkamlegrar og and- legrar hreysti. En sagan á erindi til fleiri en íþróttamanna. Hún er tilvalin bók til lesturs fyrir ungdóminn yfirleitt og jafnvel einnig fyrir þá, sem eldri eru. HLÍN, ársrit Samb. norðl. kvenna 1938. Þetta er 21. árg. ritsins, sem nú er nýlega út kominn. Hiín er að þessu sinni tileinkuð íslendingum vestan hafs með virðingu og þakklæti frá ritstj., Halldóru Bjarnadóttur, en hún dvaldi sem mörgum mun kunnugt meðal landa í Ameríku síðastl. ár. Að nokkru leyti er því ritið helgað þeim, svo sem með ferðasögu ritstj. og frásögnum um menningu og háttu landa vorra í Vesturheimi, sem allt er mjögánægju- legt aflestrar, ekki síst ritgerð um heimilisiðnaðinn vestra. Auk þess flytur ritið fundargerð Samb. norðl. kvenna, greinar um 3 merkiskonur: Guðlaugu Vigfúsdúttur frá Stafafelli, Herdísi Jónsdóttur Bray (höf. Magnús J. Bjarnason skáld) og Sigurljóð Einarsdóttur Ijósmóður frá Grund í Höfðahverfi, ásamt myndum af þeim. Pá er og »uppeldismál,« eftirtektarverð ræða flutt við skólaslit húsmæðraskólans á Hallormstað af Sigrúnu P. Blöndal og margar fleiri greinar um margvfsleg efni, svo sem heimilisiðnað, heilbrigðismál, fræðslu- mál o. m. fl. Ritið er 136 bls. og kostar 1 kr. Pað drepur því engan fjárhagslega að kaupa Hlín, og hún á það skilið að vera lesin, því þar kennir margra góðra grasa. Barnastúkan Sakleysið: Fundur n. k. sunnudag á venjulegum stað og tíma. Innsetning embættis- manna. Tvö snjóflóð féllu á Siglufirði í gær. Gerðu þau nokkurn skaða á húsum, drápu eitthvað af alifugl- um og nokkrar sauðkindur, en manntjón varð ekki. Munið fundinn í kvennadeild Slysavarnafélags íslands, Akur- eyri, í Brekkugötu 9, kl. 8,30 e. h. næstk. þriðjudag. 1. desember verður fullveldis íslands minnst með guðsþjónustu að Saurbæ kl. 6 e. h. — Sama dag, kl. 8 e. h., verður hlutavelta hald- in í samkomuhúsi Saurbæjar- hrepps. — Dans á eftir. — Veit- ingar fást keyptar á staðnum. K AUPI • notuð isl. frfmerki bæsta verði. Cmðm. Guðlaugsson Kea

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.