Dagur - 01.12.1938, Page 2

Dagur - 01.12.1938, Page 2
210 D A G U R 61 tbl. ■•■ • •- •- • • • » • • ►-•■• •- •- ••-•-•-< »•■••• •-•-♦-• • •• • — Ósannsögli. — Erfiðleikar við uppeldið. — Kynþroskaárin. — Eins og þessi efnisskrá ber með sér, er hér drepið á margt, sem hver hugsandi faðir og móðir hljóta að hafa áhuga fyrir. Foreldrar! Kaupið bókina og les- ið, ekki einu sirrni, heldur oft. Sækið í hana leiðbeiningar til hjálpar í ykkar göfuga, en vanda- sama lífshlutverki. Hannes J. Magnússon. Kirkjan: Messað í Akureyrar- kirkju 1. desember kl. 11 f. h. Full- veldismessa. Zíon. Fimmtud. 1. des. og sunnud. 4. des. kl. 8% e. h. verða almennar samkomur í Zíon. — Gunnar Sigurjónsson cand. theol. talar. — Söngur og hljóðfæraslátt- ur. — Allir velkomnir!! Sunnu- dagaskóli á sunnudag kl. 10% f. h. Öll börn velkomin. í Glerárþorpi verður almenn samkoma í Sandgerðisbót á laug- ardagskvöld kl. 8%. — Gunnar Sigurjónsson talar. — Allir vel- komnir! Brynjujundur 1. des. kl. 8V2 e.h. Fullveldisminning (Eiríkur Sig- urðsson). Dans á eftir. Allir templ- arar velkomnir. Málverkasýning Kristins Pét- urssonar í Verzlunarhúsi K. E. A. (efstu hæð) stendur yfir þessa dagana. Þar getur að líta 35 olíu- málverk auk vatnslitamynda og raderinga. Allmörg olíumálverk- anna eru frá Þingvöllum, einnig frá Siglufirði, Reykjavík og Ön- undarfirði. Þá má nefna skriðjök- ul við Hvítárvatn, Reykholt og margt fleira. Sýningin er hin ánægjulegasta og ættu menn ekki að sitja sig úr færi með að sjá hana. Stormur og víða rokviðri geisaði hér um land um síðustu helgi. Olli það víða sköðum, einkum á síma- línum. Skip og bátar löskuðust hér í skipakvínni. Á Siglufirði fauk þak af húsi, er Axel Vatnsdal bíl- stjóri bjó í; síðan kviknaði í því og brann það til kaldra kola. Dánardœgur. Nýlátin er hér í bæ ekkjan María Jónsdóttir, fyrr- um húsfreyja að Finnastöðum í Grundarsókn. Einnig eru nýlega látnar í bænum tvær gamlar kon- ur, Guðrún Björnsdóttir frá Barká og Guðrún Oddsdóttir Norðurg. 9. Skrifstofa Framsóknarfélags Akureyrar er í Hafnarstræti 105, þar sem áður var rakarastofa Sig- fúsar Elíassonar. — Opin eftir kl. 8% á hverju kvöldi nema á sunnu- dögum. Sveinn Bjamason, framfærslu- fulltrúi, óskar þess getið hér í blaðinu, að hann muni í næsta tbl. íslendings svara því, er til hans er beint í blaðinu Verkamannin- um þ. 26. f. m. Aðeins vill hann, að gefnu tilefni, taka það strax fram, að í öllum atriðum þess máls, er um ræðir í greindu blaði Verkamannsins, sé armaðhvort að mestu eða öllu rangt með Idrðin VALLNOLT í Árskógshreppi er til sölu og laus til ábúðar á næsta vori. Leiga getur komið til mála. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar íyrir 1. febrúar n. k. Vallholti 22. nóv. 1938. Árni Sigvaldason. Góð kýr, 4 — 6 vetra, óskast til kaups nú þegar. óskast að beri í nóv.—des. eða fyrst í janúar. Greiðsla út í hönd. Jóhannes Reykdal. Simt 2 0 6. fanst í Glerá. — Geymt á B O R G U M við Akureyri. Tökum: gtjóvetllnga Sími: SNORRÁBÚÐ 334. L A M B var dregið s.l. bausl með marki Sigvalda sál. Baldvinssonar: Sýlt í hamar h., Stúfrifað gagnbitað v» Réttur eigandi tali við Steingr. Sigvaldason, Borgum. Notið B ABY SOAP. Tunnuefni er nýlega komið hing- að til bæjarins og er búizt við að smíði hefjist innan skamms. ;; Skemmtikvöld ] | Framsóknarfélags Akureyrar verður í Skjaldborg laugard. '1 3. desember kl. 9 e. h. Skemmtiatriði: ;; Sameiginleg kaffidrykkja. ; I Söngur. ;! Ræðuhöld. ;; DANS Haraldur spilar. o Framsóknarmenn! Fjölmennið og takið með yður gesti. 0 Mætið stundvíslega. 11 Skemmtinefndin, S J A F N A R srvyrtiuörur eru viðurkenndar fyrir g æ ð i. Ritstjóri: tngimar Eydal, Prentverk Odds Bjömesonar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.