Dagur - 15.12.1938, Qupperneq 1
DAOUR
bemur út á hverjum fimtu-
degi. K»3tar kr. 6.00 árg.
Gjaidkeri: Arni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. Júli.
XXI. árg. j
Afgreiðslan
er hjá JÓNl Þ. ÞOR, NorO-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
*-o-*-*- *-* * * *
• »«*«« *a » e o■
Akureyri 15. desember 1938.
53. tbl.
- • ♦ » • • •-■«
irsxa verKivQSDiausii
kofnmunismann.
Norska Dagblaðið, sem gefið er
út í Oslo, skýrir 1. nóv. s. 1. frá
eftirtektaverðum ummælum verk-
lýðsblaðsins norska (Arbeider-
bladet) um kommúnismann í
Rússlandi og áhrif hans í öðrum
ríkjum í Evrópu.
Sú var tíðin, að norska verklýðs-
blaðið leit á stjórnmálastefnu ráð-
stjórnarríkjanna sem fyrirmynd,
en nú kveður við nokkuð annan
tón. Blaðinu farast orð á þá leið,
að það hafi verið stór yfirsjón að
gera rússneska bolsevismann að
útflutningsvöru. í Rússlandi hafi
þessi stjómarstefna mótast af því
sérstaka ástandi, sem þar hafi ver-
ið fyrir hendi: einveldi og óstjórn
yfirstéttar, sem að lokum hafi ver-
ið orðin sundruð og ráðþrota.
Norska Dagblaðið telur það
mikið gleðiefni, að augu verklýðs-
blaðsins hafi opnazt fyrir þeim
sannleika, að rússneski bolsevism-
inn hafi orðið til sKfeðræðis í Ev-
rópu utan Rússlands. í því sam-
bandi vitnar það ennfremur til
þeirra ummæla verkamannablaðs-
ins, að í Ítalíu og Þýzkalandi hafi
kommúnisminn með sundrungar-
starfi sínu og heiftrækni skapað
jarðveginn fyrir fasisma og naz-
isma þessara ríkja, sem hvarvetna
hafi orðið ofjarlar kommúnism-
ans og drepið niður verklýðshreyf-
inguna og frelsi þegnanna.
Loks bendir norska Dagblaðið á
það, að málgagn landflótta Þjóð-
verja, Das Neue Tagebuch, sem
kemur út í París, sé algerlega
sammála norska verklýðsblaðinu
um það, að afleiðingar kommún-
ismans hafi verið hinar örlaga-
þrungnustu gagnvart stjórnmálum
Evrópu, því án hans hefði hvorki
fasismi né nazismi orðið til í Ev-
rópu.
Þessar fullyrðingar norska verk-
lýðsblaðsins og „Das Neue Tage-
buch“ um skaðsemi kommúnism-
ans ættu að verða okkur íslend-
ingum ærið umhugsunarefni. Ekki
svo að skilja að hér hafi birzt
nokkur ný sannindi, sem við ekki
vissum áður, en það er ekki nóg
að vita hið rétta, ef ekki er breytt
eftir Jsví.
Við höfum svo sem orðið þess
varir hér á landi, að kommúnism-
inn hefir myndað nokkurn jarð-
veg fyrir fasistískar og nazistísk-
ar tilhneigingar. Og því meir sem
kommúnisminn veður uppi, því
betri skilyrði fást fyrir þróun
þessara útlendu ofbeldisstefna.
Þess vegna er um að gera að
skera burtu rætur meinsins.
Til þess eiga allir þjóðhollir
menn að leggja lið sitt.
í þeirri baráttu ætti okkur að
verða mikill styrkur í fordæmi
frændþjóða voi’ra á Norðurlönd-
um.
Þær hafa allar þurrkað komm-
únismann út hjá sér og um leið
útrýmt fasista- og nazistahætt-
unni.
Förum eins að.
Eimskipaf élagið
lætur smíða nýtízku farþegaskip.
Þr|á sólarhringa milll
Rvfihur og Khafnar.
Eimskipafélag íslands hefir látið
blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar:
Svo sem kunnugt er hefir Eim-
skipafélag íslands undanfariö verið
að vinna að því að smíðað yrði
handa félaginu farþega- og flutn-
ingaskip, miklu stærra og hrað-
skreiðara en þau skip, sem nú eru
í förum milli fslands og útlanda.
Undirbúningi þessa máls er nú það
langt komið að stjórn Eimskipafé-
lagsins hefir leitað tilboða hjá 18
skipasmíðastöðvum á Norðurlöndum,
í Pýzkalandi, Hollandi, Frakklandi,
Ítalíu og Stóra-Bretlandi og eiga
tilboð að vera komin fyrir 15. janú-
ar næstkomandi. Stcefð skipsins á
að vera sem hér segir: lengd 320
fet, breidd 45V3 fet, dýpt 26a/2 fet
og djúprista 16 fet. Til saman-
burðar má geta þess að »Gullfoss<
og »Goðafossc eru 230 fet að lengd
en »Brúarfoss« og »Dettifoss« 237
fet. Skipið verður motorskip með
einni vél, 11 cylindra, með 5000
hestöfluni.
Hraði skipsins í reynsluiör, með
fullfermi af stykkjavöru (3/6 dw.)
á að verða 17Vs mila á vöku. Með
þessari stærð skipsins og hraða í
reynsluiör er gengið út frá að meö-
al siglingahraði þess á hafi, geti
orðið rúmlega 16 mílur á vöku.
Verður skipið þá rúma 2 sólar-
hringa milli Reykjavíkur og Leith,
rúman U/s sólarhring milli Leith og
Kaupmannahafnar, en beina leið
milli Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar rúmlega 3 sólarhringa.
Á fyrsta farrými verður rúm
fyrir 112 farþega, á öðru farrými
60 og þriðja farrými 48. — Skipið
verður 3700 brúttó smál. Frystirúm
verður f skipinu 30 þús. teningsfet,
iitektaveri
sem nægir til að fiytja 500 smálest-
ir af flökuftum fiski eða 17 þúsund
skrokka af dilkakjöti.
Að því er snertir útvegun gjald-
eyris til skipakaupanna, þá verður
ekkert um það sagt, hver aöstaða
félags vors verður í því efni fyrr
en séð verður samkvæmt væntan-
legum tilboöum hinna erlendu skipa-
smíðastöðva, f hvaða landi skipið
verður smíðað. En ríkisstjórnin
hefir gjört það að skilyrði fyrir
tillögum til Alþingis um styrk til
skipsins, að slík lausn f.íist á gjald-
eyrishlið málsins, sem rlkisstjórn og
gjaldeyrisnefnd telja framkvæman-
lega.
Ný bók
er væntanleg næstu daga, og er
hún nú í prentun í Prentverki
Odds Björnssonar. Það er smá-
sögusafn rúmar 9 arkir að stærð
eftir Sigurð Róbertsson frá Sig-
ííðarstöðum og heitir Lagt upp í
langa ferö. Eru smásögur þessar 8
talsins.
Sigui’ður Róbertsson er áður
nokkuð kunnur af smásögum, er
hann hefir skrifað öðru hvoru í
„Nýjar Kvöldvökur" undanfarin
ár, — fyrst undir dulnefninu Þór-
ir þögli, en síðan undir nafni.
Hafa sumar þessara smásagna
vakið eftirtekt og athygli lesenda.
HöfundurinTi er hugkvæmur og
athugull og segir skýrt og látlaust
frá. Munu því margir hafa ánægju
af að lesa þessar sögur hans.
H. V.
KANTÖTUKÓR AKUREYRAR:
Bassi og tenór. Mætið allir á æf-
ingu í Skjaldborg, kl. 9 annað
kvöld (föstud.).
Uretnr Fells: Á vcj'um and-
ans. Nokkrir fyrirlestrar. Út-
gefaridi: Gtiðspekifélag ís-
lands. Reykjavik 1938.
Fyrirlestrar þessir eru 10 að tölu
og fjalla um guðspekilegar hug-
myndir og hugsjónir og segir höf-
undur þeirra í formála að tilgang-
ur þeirra sé að vinna á móti
tvennskonar efnishyggju, en þess-
ar tvær tegundir telur hann vera:
„1) hina grófgerðu efnishyggju
skynfæratrúarmannsins, sem ekki
tekur annað gilt, en það, sem séð
verður og þreifað á, mælt og veg-
ið, og 2) þrönga bókstafstrú á
hvaða sviði sem er, —
Hér er ekki rúm til að ræða um
þessi erindi Gretar Fells, en þau
fara öll eins og nafnið bendir til,
eftir vegum andans. Þau eru rituð
fyrir hugsandi menn, þau lýsa
þroskaleiðum og þroskalindum og
allur er málflutningur þeirra rök-
fastur og hófsamur og yfirleitt
virðist það eitt af höfuðeinkenn-
um guðspekilegra rita og höfunda
að skoða öll mál frá innra sjónar-
miði og eins og höfundurinn orð-
ar það, „að leiða lesendur sína til
í’ýmri skilnings á ýmsum við-
fangsefnum mannsandans".
F. H. B.
KIRKJAN: Messað í Akureyrar-
kirkju n. k. sumrudag kl. 5 e. h.
Sr. Sigurður Stefánsson prédikar.
□ Rún 593812186’/* — Jólaf.
I. O O. F. = 12012169 = O.
Skúkfréttir. í kvöld ætlar Bald-
ur Möller að segja skákfréttir af
þingum þeim er hann hefir tekið
þátt í erlendis og mun hann þá
einnig geta að nokkru helztu skák-
snillinga, er hann hefir kynnzt.
Það má gera ráð fyrir að erindi
þetta verði bæði fróðlegt og
skemmtilegt og ættu því unnend-
ur skáklistarinnar að_ fjölmenna í
Skjaldborg í kvöld. Sunnudaginn
18. þ. m. mun fara fram hraðskák-
keppni á Hótel Akureyri, sem
hefst kl. 1 e. h. og tekur Baldur
þátt í henni. Eins og allir vita, þá
er hraðskákkeppni mjög spenn-
andi og reynir sérstaklega á flýti í
hugsun, þar sem tími til umhugs-
unar er svo mjög takmarkaður.
Þetta verður síðasta tækifæri til
að sjá íslandsmeistarann tefla, því
hann mun fara héðan upp úr-.
helginni áleiðis heim til sín.