Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 1
DAGUR lcemur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 úrg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNl Þ. ÞOR, Norú- urgötu 3. Talslmi 112. Opp- sögn, bundin við áramót, sé komin tii afgreiðslumanns fyrir 1. des. ■» « » • » » • • • « < •*« •••• < XXI. árg. | Akureyri 22. desember 1938. T» 54. tbl. A. Benjamtn Krisijánsson: Söngur englanna- (jólahugleiding). VÉR’ sem alin erum upp hér lengst úti í norðurhöfum, vitum hve skammdegisyrkrið getur orð- ið mikið. Sjálfur dagurinn næst- um því týnist í myrkrahafinu. Morgimskíman kemur hægt og treglega inn um gluggann. Það birtir aldrei að fullu. Afturelding og kvöldhúm renna saman í stuttu hálfrökkri, sem bráðlega slokknar og deyr undan þunga myrkursins. Sólin læðist neðan við sjóndeilarhringinn og roðar aðeins hina hæstu tinda. Því að vér erum stödd undir skuggafaldi heim- skautanæturinnar, sem lengra til norðurs ríkir í óslitnu almætti, vikum og mánuðum saman. Og dýpsta lægð skammdegisins fellur iðulega saman við mestu hörku vetrarins. Kuldinn, sem er föru- nautur myrkursins, er að m. k. venjulegast á næstu slóðum. Þess- ir tveh’ bræður leiðast venjuleg- ast hönd við hönd yfir vetrar- hjarnið. Og vér vitum það öll, hversu skammdegismyrkrið getur orðið nærgöngult. Það læsir sig gegn- um merg og bein og fer inn í innstu kima hugans. Það fyllir oss deyfð og stundum nístandi ör- væntingu. Ef vér vissum það ekki af óslitinni reynslu, að jörðin vindur sér á ný inn í veröld Ijóss og lífs, mundum vér örvænta að fullu. En myrkrið og kuldinn verður oss þó ávallt að svo átak- anlegu tákni dauðans, að það hríf- ur hugann með meiri alvöruþunga en nokkuð annað og fyllir oss geig og kvíða. En vetrarharka skammdegisins er náttúrunauðsyn, sem ekki verð- ur komizt í kring um. Því dýr- legra er það, að eiga á gaddauðn- um þess, þennan gróðurblett, þar sem jólatréð blómgast, þennan friðhelga reit, þar sem barnið tendrar jólaljósið sitt og býður með því byrginn öllu myrkrinu fyrir utan — hrindir á brott frá sér hyldjúpum útsæ myrkursins, með einu litlu kerti. Þannig eru jólin! Þau eru ljós í myrkrinu. Þau eru friður og líkn mitt í hildarleik og stríði tilver- unnar. Þau eru gleðisöngur engl- anna mitt í neyð náttúrunnar. gUMIR eru svo freðnir í hjarta, að þeir segja með fyrirlitning: Þetta æfintýri um himnabamið, sem fæddist á jörðina, það er að- eins líkingarsaga um sólhvörfin. Það er sagan um röðulinn, þennan bjarta himins son, sem þá fer að hækka göngu sína á ný. — Víst er það æfintýri dýrlegt og dásam- legt út af fyrir sig: Máttur logandi sólar, sem með vaxandi vori kveikir lífið með milljónunum. Og það er þýðingarlaust að loka aug- unum fyrir þeirri staðreynd, að jólin voru einmitt haldin í þeirri merkingu, löngu áður en kristnir menn-héldu sín jól. Vér vitum það heldur eigi með neinni vissu, hve- nær Jesús vai’ fæddur. Fram á þriðju öld voru engin jól haldin. En þá var byrjað á því í austur- kukjumii að halda 6. janúar heilagan sem afmælishátíð Jesú. Á fjórðu öld var þessu breytt í vesturkirkjunni. Var þá tekið að fagna fæðingu Jesú 25. desember, eða sama dag og Rómverjar höfðu áður fagnað fæðingu sólguðsins. En eins og vér sjáum undir eins við nánari athugun, þá leiðir það ekkert af þessu, að fæðingarsaga Jesú sé búin til upp úr sólarátrún- aðiniun, eins og sumir hafa haldið fram. Ástæðan fyrir því, að hinir ki'istnu kirkjufeður völdu einmitt þennan dag fyrir fæðingarhátíð Jesú, er auðsæ. Það er eigi auðvelt að taka vinsæla hátíð af heiðnum mönnum. En það mátti brejrta inntaki hennar og merkingu. Og í þessu falli átti það vel við. Úr því að menn vissu ekki á hvaða degi ársins Jesú hafði fæðzt, völdu þeir þennan dag fyrir fæðingarhátíð hans. Og í þessu vali fólst táknræn merking: Eins og sólin fæðist á ný í dimmasta svartnætti skamm- degisins, og leiðir mennina móti vaxandi vori, þannig fæddist Jesús, guðssonurinn, á tímum myrkustu ÚTHÝST. Kvæðið „Jólanóttin“ eftir Wergeland, sem Matt- hías sneri á íslenzku, skýrir frá sorglegum atburði, er skáldið lætur gerast í Noregi á sjálfa jólanóttina. Jakob gamli, alkunnur Gyðingur þar lun slóðh', er á ferð um Heiðarskóg í stórhríðarveðri. Hann heyrir óp og finnur lifandi stúlkubarn í fönninni. Baminu vill hann umfram allt bjarga; hann tekur það ráð að „úlpu sinni kastar og sveipar henni um barnið, barminn opnar og leggur barnsins köldu kinn við brjóstið, unz hjartaslög hans hrópa það til lífsins“. Síðan brýzt gamli Jakob áfram með barnið við brjóst sér. Að lokum kemst hann við illan leik að kotbæ einum á heiðinni, verður allshugar feginn að fá þar húsaskjól fyrir sig og barnið og drepur hægt á dyr. Síðan skýra þeir Wergeland og Matthías svo frá at- burðum: „Svo ber hann aftur — aftur. Loks er svarað: „í Jesú nafni! er nokkur maður úti?“ „Hann Jakob karlinn! Kennið þið mig ekki, Gyðinginn gamla?“ — „Gyðingur!“ þá æpti mannsrödd og konu, „kúrðu þá í snjónum! Við eigum ekkert, sem þú getur grætt á fæðingarstundu Drottins, sem þú deyddir!“ „Eg!“ — „Þú og þitt fólk; það er ógnar syndin, sem þjóð þín skal í þúsund liði gjalda“. — „Æ, æ! í nótt er hleypt inn hverjum rakka“. — „En Gyðingar ei koma í kristin hús“. Hann heyrði ei meir; dyrunum er lokað og gamli Jakob hnígur örmagna niður á gaddinn. Hann varð úti nóttina helgu. Morguninn eftir, þegar dyrnar á kotbænum voru opnaðar, skýrir kvæðið svo frá atburðum: „Þar kúrir, trú eg, karlinn ennþá! sérðu!“ svo æpti bóndi, er birti og aftur út hann leit. „Svo rektu hann burt; í dag er jóladagur“, anzaði konan. „Gá, hvort Gyðingssneypan við barm sér hefir bundið fastan pokann. Sá vill nú út með vörur sínar. Líttu’ á: Hann starir inn sem ætli okkur hérna að eiga nóg að gefa fyrir glingur". „Lát mig þó sjá, hvað skreppuskömmin geymir, nú sýn mér, karl!“ Og út þau bæði arka. Þá glórði í frostið í hins látna augum. Þá blikna þau og æptu bæði af ótta og illum hrolli: „Drottinn komi til! Hann hefir orðið úti“. — Þau reisa hann við, og barnsins böggull fylgdi. Þau krækja sundur kufli hans — og sjá: um háls á honum hangir Margrét litla, bam þeirra sjálfra — liðið lík sem hann“. Margrét litla hafði gert tilraun til að strjúka frá bænum, sem hún dvaldi á, heim til foreldra sinna, en villtist í hríðinni. Sorg og iðrun foreldranna er lýst á þenna hátL „Ei þruma slær, ei eiturormur bítur sem ofboð það, er heltók þessi hjón. Svo hvítnaði ekki hjarnið eins og hann, og harðara gellur móðirin en veðrið: „Guð hefir hefnt. Því hel og harka okkar, en hretið ekki, myrti þetta bam. Og svo mun okkur úthýst líkt og honum, þá berjum við að náðardyrum Drottins“. Jólahátíðin er að ganga í garð. „Við fögnum komu frelsarans“ með ljósadýrð, jólaskrauti, sálmasöng og nautnum í mat og drykk. En öll þessi ytri þjónusta er lítils virði, ef hún er ekki í samræmi við hið innra líf. Það er hjartalagið og hugarfarið, sem mest er undir komið. Ef harðúð og miskunnarleysi, hatur og öfund til meðbræðranna nær tökum á hugum okkar, þá förum við líkt að og hjónin í kotbænum, sem úthýstu bágstöddum Gyðingi vitandi vits og um leið sínu eigin barni óafvitandi; þá úthýsum við því, sem mest er í heimi — kærleikanum. En að úthýsa samúðinni og kærleikanum er sama og að úthýsa Krists-eðlinu úr sálum okkar. I sambandi við úthýsingu Jakobs gamla, sem Wergeland lýsir svo snilldarlega í kvæði sínu, mætt- um við vel minnast þess nú á jólunum, að aldrei hefir Gyðingum verið úthýst jafn harkalega og átak- anlega eins og á þessum tímum. Ofsóknimar og miskunnarleysið, sem þeir eiga að mæta, er kolsvart- ur blettur ó hinni vestrænu menningu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.