Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1938, Blaðsíða 2
220 D A G U R 54. tbl. • • • • • - örvænishyggju til að varpa birtu og von inn í mannlífið, með því að boða fagnaðarerindi kærleikans. Því að myrkrið er ekki voðalegt, fyrr en það kemst inn í sálina. Öllum hafís verri er hjartans ís. Þó að sólin kynti langelda sína jafnt árið um kring, mundum vér ekki verða sælli að heldur, ef oss skorti ljós trúar, vonar og kær- leika á hugi og hjörtu. þ AÐ koma að öllum mönnum þeir tímar, þegar sál þeirra stendur andspænis myrkrinu: Það sýnist ef til til svo, að allt leiki í lyndi, en skyndilega kemur hún eins og sverðstunga hin sára til- finning fyrir því, hversu gleði- draumurinn er hverfull og tál- drægur og hversu öll vor tilvera er eins og spurningarmerki, óviss og deyjandi. Og þá læðist að oss efinn, ískaldur og spottandi, og hlær sinn kuldahlátur gegn um alla vora vitund. Vér getum efazt um allt, um oss sjálf, um vini vora og guð. Það er svo auðvelt að ef- ast um það, hvort baráttan sé til nokkurrar vonar, hvort lífið sé nokkuð annað en „fíflskaparæði“, eins og Voltaire komst að orði, eða hégómi, eins og prédikarinn sagði. Er það nema blóðrás og logandi und stuttrar jarðvistar, tilgangs- laust basl og eymd sem vér reyn- um að fegra í augum vorum og annara, til þess að oss sé það bæri- legt? Erum vér ekki stöðugt að drekka óminnisdrykk ýmiskonar nautna eða skemmtana, aðeins tii að reyna að gleyma hinum mikla sorgarleik tilgangsleysisins? Og vináttan, hversu haldgóð reynist hún, þegar ábjátar? Hlaupa ekki allir upp til handa og fóta, þegar tilraun er gerð til að svívirða einhvern og fylla þann flokkinn, trúa hvaða óhróðri sem er og kasta honum á milli sín, eða þykir minnsta kosti gaman að honum undir niðri? En ef sýna skal einhvern drengskap, bera hönd fyrir höfuð einhverjum og stíga í reipið á móti ódrengskapn- um, rekum vér oss þá ekki á það, að þá vilja margir draga sig í hlé, bera við friðsemi og ýmsum fögr- um dyggðum og eru sér ekki ann- ars meðvitandi, en að þeir séu að uppfylla hin æðstu boðorð göfug- mennskunnar? Ég segi ekki, að þannig sé það ávallt. En vér skul- um ekki láta oss koma það á ó- vart, þó að eitthvað því um líkt komi fram við oss, því að þess gerast dæmi allt í kringum oss. Og hversu djarflega reynumst vér sjálf í slíkum kringumstæðum? Ef vér gerum hreinskilnislega athug- un á voru siðferðilega hugrekki, og djörfung vorri, til að standa með því, sem vér hyggjum þó satt og rétt hvað sem á móti blæs — þá munum vér oft fá ástæðu til að fyrirverða oss og spyrja í örvænt- ingu eins og Jakob: „Er ég þá nema mold og aska“ fyrst mig skortir manndóm til að fylgja hinni guðlegu hugsjón sannleik- ans og réttlætisins og kærleikans, hvað sem hver segir og hvaða átak sem það kostar? Erfðasyndin er engin þjóðsaga. Hún loðir við oss og gengur í erfð frá kyni til kyns. Hún birtist í hin- um siðferðilega heigulshætti, ill- kvitninni, kærleiksleysinu og van- þroskanum í því, að greina á milli þess, sem er gott og illt. Hún birt- ist í óhæfni vorri, til að hylla miklar hugsjónir og hrinda þeim í framkvæmd. Þegar vér höfum fundið þetta — fundið sárlega til þess hjá sjálf- um oss og öðrum, þá skiljum vér skáldið, sem lýsir hugarstríði sínu svo vel í þessum erindum: »En þegar loksins lækka tók min sól, eg leita fór og spyrja »Hvar er skjól«? En veröld gegndi: Veika dauðans hey, þin von er fánýt, guð þú finnur ei. Þá hræddist eg. »í húmi þessa eg dey« eg hrópa tók, »ef guð minn finn cg ei«, og brjóst mitt tók að buga kvöl og nauð þá birtist þú og gafst mér lifsins brauð«. Þegar maðurinn stendur fyrir dómstóli sinnar eigin samvizku, veit hann oft fátt sér til réttlæt- ingar. Hann finnur vanmátt sinn andlegan og líkamlegan. Það verð- ur erfitt fyrir augum hans og honum finnst guð svo óralangt fjarri. JþAÐ var í myrkri næturinnar, segir sagan, er fjárhirðar gættu hjarðar sinnar, úti á Betle- hemsvöllum, að engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins ljómaði í kringum þá og þeir voru mjög hræddir. En engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að í dag er yður frelsari fæddúr, sem er Kristur í borg Davíðs. Og i sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu guð og sögðu: Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun guðs yfir mönnunum. Yndislegri saga en þessi hefir eigi verið sögð, svo guðdómlega fögur er hún í einfaldleik sínum, svo heit af fögnuði og svo ljóm- andi af dýrð drottins. Menn hafa spurt: Er sagan bókstaflega sönn í þessari mynd, eða er hún trúar- legur skáldskapur? Slíkar spurnir eru þýðingarlausar. Ef til vill hefir einhver elskandi lærisveinn Jesú lýst því, að þannig hlyti fæð- ingu hans af hafa borið að hönd- um. En athugum þá það, að hinn dýpsti skáldskapur kemst oft sannleikanum næst. Vér sjáum oft ekki í fljótu bragði dýrlegustu hliðina á atburðunum. Það er þessvegna sem oss heyrist svo oft yfir englasönginn í lífinu. Fæðing Jesú var sannarlega mikill fagnaðaratburður öllum lýðum, sem lært hefir að elska hann og sjá í honum takmark og fullkomnun alls mannlegs lífs. í rás aldanna hafa menn reynt að túlka þennan fögnuð á margvís- legan hátt. Orðið, sem var hjá guði varð hold, segir í Jóh. guð- spjalli. Menn hafa jafnvel sagt: „Sá guð, sem ræður himni háum, hann hvílir nú í dýrastalli lágum“. Allt er þetta í raun og veru lík- ingamál þess djúpa sannleika að fyrir fæðingu Jesú Krists, hafa • • •• •• •• -•- menn skilið það betur en áðui', að guð er mönnunum nálægur í þrengingum þeirra og örvænting — guð lifir og starfar í sjálfu mannkyninu. — Jesús var sá, sem skildi og boðaði þennan sannleika. Hann sagði: Verið fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkom- inn — og hann sýndi það með for- dæmi sínu — að guðdómlegt eðli býr með mönnunum. Menn hafa metist á um það hvort heldur Jesús hafi verið guðs-sonur eða maður. Öll þyílík fræði eru fásinna tóm. Lesið guð- spjöllin og þið sjáið, að fagnaðar- erindi Jesú til mannanna, var ein- mitt það, að þeir ættu að verða guðs-synir og erfingjar eilífs lífs. Sá meginmunur, sem er á kenn- ingu hans og annara trúarbragða- höfunda, er fólginn í þessu: að mennirnir litu áður á sig eins og auvirðilega skepnu, sem 'guð hefði skapað og ríkti yfir með harðstjórn. Jesús kenndi mönnun- um að þeir væru guðs ástfólgin börn, honum lík að eðli og ákvörð- uð til þess að taka þátt í lífi al- heimsins. Þetta er svo stórkostleg- ur mismunur á heimsskoðun, að jafnvel kirkjan hafði ekki fullan skilning á þessu lengi vel. Það er fyrst nú, sem mönnum er að verða það ljóst hvað Jesús kenndi. En jafnframt og það verður ljóst, hverfur burt ástæðan fyrir þessari barnalegu, guðfræðilegu deilu, hvort Jesús var guðs-sonur eða maður. Samkvæmt hans eigin kenningu, var hann hæði guðs- sonur og maður — og allir aðrir menn eiga að verða það. — En vér getum bætt því við: Guðs- sonareðlið var búið að ná meiri Ijóma hjá honum en öðrum. Það birtist hjá honum í þroska vits- munanna, dýpt samúðarinnar og kærleikans, og styrkleika viljans til hins góða, fagra og sanna. Hann sýndi með lífi sínu, að hann bjó yfir guðdómlegum mætti, en jafnframt sýndi hann það, að mannkynið býr yfir guðdómlegum mætti. Hann sannaði það, að neisti guðdómsins getur tekið sér bústað í mannlegu holdi og hann mun einhverntíma kvikna í sálum mannanna og verða að því bloss- andi báli, sem lýsir upp allt myrkrið. • ■ • • • • • # • -» • - • » J>ESSI er jólasöngur hinnar kristnu trúar mitt í örvænting- armyrkri sálarinnar - englsöngur- inn, sem klýfur skýsorta skamm- degisins og lyftir af oss heljar- fargi vetrarkuldans og sýnis oss bjarmann af fegurri sól. Og hvað skyldu þá englamir hafa sungið við fæðingu Jesú annað en þetta: Dýrð sé guði í upphæðum friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. Vér kunnum eigi að gera glögga grein fyrir uppruna mannlegrar sálar. Þeir Jóhannes og Páll trúðu því, að Jesús hefði lifað með guði í englaheimi hans, áður en hann fæddist hér á jörðu. Til þess benda þessi orð Páls: „En þótt hann rík- ur væri gerðist hann fátækur vor vegna, til þess að vér auðguðumst af fátækt hans“. Þeir trúuðu því, að guð hefði af eilífri miskunn sinni sent hann, eins og eldri bróður mannkyninu til hjálpar og huggunar. Og sjálfur hafi hann af fórnfúsum kærleika yfirgefið fögnuð himinsins og gengist undir kross efnisins til þess að fræða mennina og hjálpa þeim og til þess að frelsa þá frá villu þeirra og vanþekking, synd þeirra og vonsku. Til þess varði hann lífi sínu! Hann kom fyrst og fremst til að . frelsa mennina frá þeirri hugmynd að þeir væri ofurseldir eymdinni og dauðanum. Því næst til þess að beina huga þeirra að því sem er göfugt og guðdómlegt. Trú Jóhannesar og Páls var íögur eins og heillandi ævintýri. En þessi tilvera vor er líka ef til vill miklu dásamlegri en nokkurt ævintýri! Hvað segir okkur öll reynsla og öll þekking og sá grunur er seilist inn í hið óþekkta? Þetta talar allt einu máli: Sjálft lífið yfirstígur hvert ævintýri! Tilveran er langsamlega miklu merkilegri, en mannlega ímyndun hefir ennþá dreymt um. Og er það þá nokkrum örðugleik- um bundið, fyrst vér trúum því, Ljósmyndastofan 1 Gránufélagsgðtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Quðr. Funch-Rasmussen. nwmnHniHmtHi K Skíði, Skiðastafli og Skíðabönd eru áfjœtar fólagfafir. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. ■»»»«*miinnnnnnf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.