Dagur - 29.12.1938, Síða 1

Dagur - 29.12.1938, Síða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNl Þ. ÞÓR, Norö- urgötu 3. Talsími 112. Upp- sögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslumanna fyrir L des. XXI . árg. j Akureyri 29. desember 1938. 55. tbl. Óviðfelldið Karlakórinn „Fóstbræður" í Reykjavík hefir orðið fyrir að- kasti nokkru í Reykjavíkurblöð- unum út af fyrirhugaðri söngför íslenzks karlakórs vestur um haf á sumri komanda. Upptök málsins eru þau, að staðið hafði í samn- ingum milli Karlakórs Reykjavík- ur og félags eins vestan hafs, er nefnist Columbia Concerts Cor- poration, um söngför kórsins vestur, og taldi K. R. að samning- um þessum væri sama sem lokið, þó ekki væri búið að ganga form- lega frá þeim. En þetta snerist á aðra leið. í sumar tók umboðs- maður fyrnefnds félags, er kom til Rvíkur, að semja við „Fóst- bræður“ á bak við K. R. Um þess- ar leynilegu samningaumleitanir hafa K. R. menn meðal annars látið svo um mælt: „En þar sem „Fóstbræðrum“ var fullkunnugt um, að sama fé- lag hafði um langt skeið staðið í samningum við K. R., virðist þetta kapphlaup harla einkennilegt". Út af þessu óviðfelldna máli og álasi því, er „Fóstbræður" hafa orðið fyrir í sambandi við það, hefir blaðið verið beðið fyrir eft- irfarandi grein til birtingar: FRÁ KARLAKÓRNUM „FÓST- BRÆÐUR“, Vér höfum orðið þess áskynja, að ýmsir hafa skilið frásögn Karlakórs Reykjavíkur í Alþýðu- blaðinu hinn 26. f. m., í Morgun- blaðinu 5. þ. m. og greinar í Tím- anum 6. og 8. þ. m. um viðskipti K. R. við Columbia Concert Cor- poration, á þá leið, að Karlakórinn „Fóstbræður11 hafi á einhvern hátt verið valdur að því, að ekki tókust samningar um Ameríku- för K. R. á ve&um C. C. C. Vér viljum þó í lengstu lög ekki þurfa að trúa því, að sá hafi verið tilgangur K. R. með skýrslu- gjöf sinni, að telja almenningi trú um það, að félag vort ætti sök á því að svona fór, sem raun er nú á orðin, um viðskipti C. C. C. og K. R., þar sem enginn veit betur en einmitt K. R., að orsakanna er að leita allt annarsstaðar en í af- skiptum vorum af þessum málum. Eins og heiðarlegum söngmönn- um sæmir, gleðjumst vér yfir öllu því, sem miðar að velferð söng- bræðra vorra, í hvaða söngfélagi sem þeir eru, og mundum auðvit- að fagna því að hvaða íslenzkur kór sem væri hefði aðstöðu til að sækja sér frama til fjarlægra landa. K. R. kveður sig hafa starfað að undirbúningi Vesturheimsfarar um 4. ára skeið, og skal sú full- yrðing ekki rengd, þótt vér að vísu þekkjum ekki sannindi henn- ar. Hmsvegar má þá og upplýsa í þessu sambandi, að kór vor hefir líka um langt skeið haft til athug- unar möguleikana á ferðalagi „Fóstbræðra11 vestur um haf. Upphaf þeirra athugana vorra stafar frá því, að síðastliðin 14 ár höfum vér sungið fyrir farþega ýmsra ferðamannaskipa, og þá að- allega fyrir farþega, sem komið hafa hingað frá Ameríku á vegum sömu ferðaskrifstofunnar, sem sendir hingað skip árlega. Hafa farþegar þessara skipa árum saman hvatt oss mjög eindregið til vesturfarar. Askoranir ferða- mannanna og ýmislegt annað hafa eðlilega orðið til þess, að vér höfum þegar um langt skeið haft mikinn áhuga fyrir því, að hægt yrði að koma ferð okkar fram, og höfum vér staðið í sambandi við þekkta Vestur-íslendinga um þau mál. Hvorki í orði né verki höfum vér að fyrra bragði leitað eftir samningum við C. C. C. um för vora, þar sem vér óskuðum ekki að leggja stein í götu K. R. hvorki fyrir eða eftir að almennt varð kunnugt af tilkynningu þeirra til dagblaðanna hér í bænum síðast- liðið vor, að þeir teldu sig vera boðna til Ameríku á vegum C. C. C. En nú fengum vér tilmæli, í símskeyti frá New York dags. 20. júlí s.l., um að syngja fyrir vara- forseta C. C. C., hr. Schang, föstu- daginn 22. júlí, er hann yrði á ferð hér í Reykjavík með ferða- mannaskipinu General von Steu- ben. Sáum vér enga ástæðu til annars en að verða við vinsamleg- um og kurteisum tilmælum um söng fyrir varaforseta félags þessa, og fór sá söngur vor fram fyrir milligöngu Ferðaskrifstofu ríkis- ins, svo sem áður hefir verið upp- lýst af henni. Til að komast hjá öllum mis- skilningi um þessi mál, skal þess getið, að enginn af félögum vor- um hitti hr. Schang að máli hér fyr en vér komum um borð í ferðamannaskipið til söngsins, og vér mótmælum eindregið þeim getgátum, að vér, eða nokkur fyr- ir vora hönd, hafi gert nokkra til- raun til að hafa áhrif á það, hvaða ákvarðanir hr. Schang og þar með C. C. C. tæki um samningagerð við K. R., og vissum það eitt, er hann fór héðan, að ákvöi'ðun yrði ekki tekin um það mál, fyr en hann kæmi aftur heim. Hér er þá í stuttu máli skýrt frá upphafi að viðskiptum „Fóst- bræðra11 við C. C. C. Áframhald þeirra viðskipta varð svo það, eins og öllum mun nú vera ljóst, að þegar hr. Schang kemur heim, eftir að hafa hlýtt hér á söng beggja kóranna, K. R. og „Fóst- bræðra11, þá óskar C. C. C. ekki að halda áfram samningaumleit- unum um vesturför K. R., en tel- ur heppilegra að taka upp samn- inga við „Fóstbræður11, og hefir þeim samningaumleitunum lokið með því, svo sem kunnugt er, að Jón Halldórsson á þess nú kost, að fara vestur um haf í samningi C. C. C. með söngflokk sinn „Fóst- bræður11, hvort sem sú ferð kann að takast eða ekki, en það er enn óráðið mál. Vér viljum nota þetta tækifæri til þess að lýsa því yfir, að samn- ingsaðilar vorir vestan hafs hafa jafnan komið fram við oss á hinn drengilegasta hátt. Sérstaka furðu vora í þessu máli vekur sú aðdróttun, sem gerð er í grein í „Tímanum11, að vér höfum með ódrengilegri framkomu „und- irboðið11 K. R. í samningaumleit- unum við C. C. C. Þetta er ekki eingöngu fjarstæða, heldur og með öllu ósæmileg fullyrðing. Þegar samningaumleitanir hófust milli vor og C. C. C. var það skýrt tekið fram í símskeytum til vor, að félagið væri orðið afhuga öll- um viðskiptum við K. R. í öðru lagi höfðum vér enga hugmynd um hvaða kröfur K. R. hafði gert, meðan það félag fjallaði um samninga við C. C. C. og gat því ekkert undirboð komið til greina. Og í þriðja lagi skal á það bent, að höfundur hinnar umræddu greinar hefir naumast skilyrði til þess, að dæma um hvort kröfur vorar í sambandi við væntanlega vesturför eru óhagkvæmari ís- lenzkum söngflokk en hinar, sem K. R. kann að hafa gert, því að vér höfum hvorki frætt hann né aðra óviðkomandi menn um það efni. f þessu sambandi skal einnig á það bent, að hvorki Alþýðublað- ið né Tíminn hafa séð ástæðu til þess að spyrjast fyrir hjá oss um eitt eða annað atriði viðvíkjandi þegsu máli, heldur dróttað að oss ódrengskap og gert tilraun til þess að gera félag vort tortryggilegt í augum almennings og ófrægja oss í starfi voru sem meðlimir S. í. K., að fullkomlega órannsökuðu máli. Reykjavík, 9. desember 1938. F. h. Karlakórsins „Fóstbræður11. Jón Guömundsson. Björn E. Árna- son. Sig. Waage. Brynjólfur Jóhannesson. Arnór Halldórsson. Sigurjón Guðmundsson. B æ k u r. Lagt upp í langa ferð. Svo nefnist nýútkomin bók eftir ungan mann, Sigurð Róbertsson frá Sigríðarstöðum. Bókin er 145 bls. að stærð og hefir inni að halda 8 sögur. Höf. segir lipurt og létt frá atburðum og frásögnin er hvergi leiðinleg. Einna bezt er sagan „Skuldaskil11. Hún segir frá gömlum sjógarp, sem ræðst hrottalega á prest sinn fyxir það, að hann hefði farið með haugalygi við jarðarför konu sinnar, þar sem hann hefði látið svo nm mælt, að hún hefði verið svo góð, fómfús og umburðarlynd, allt af samhuga og samhent manni sínum í blíðu og stríðu, en hann sjálfur ástríkur eiginmaður, allt af fús til að létta henni þær byrðar, sem lífið lagði henni á herðar, því sannleíkurinn væri sá, að þau hefðu rifizt og flogizt á. Þá er sagan „Eitur11 talsvert smellin að efni og framsetningu. Lengsta sagan í bókinni er „Atli“ Er hún um húskarl Njáls og Bergþóru og hefir áður birzt í N.-Kvöldvökum. Af sögum þessum að dæma, sem eru frumsmíði höf., er í honum góður efniviður til skáldsagnarit- unar. Eins veikleika kennir hjá þess- um unga höfundi. Honum hættir til að leysa hnúta sögu sinnar með því að láta persónurnar deyja, þegar mest á reynir. Á hátindi vonlausrar ástar verður Þórarinn úti í sögunni „Blýantsmynd11, og' þegar Sveinn á Vaði hefir kúgað Línu til að lofast sé'r í sögunni „Út úr leiðindum11, lætur höf. hann ganga út í vök og drukkna. Það var að vísu ákaflega þægilegt fyrir Línu að losna á svona auð- veldan hátt við ógeðfellt manns- efni, en of handhæg aðferð fyrir höfund sögunnar. Hafi svo höf. þökk fyrir þessar sögur sínar og þó einkum fyrir þær framtíðarvonir, sem við þær eru bundnar,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.