Dagur - 29.12.1938, Blaðsíða 2

Dagur - 29.12.1938, Blaðsíða 2
228 D A G U R 55. tbl. • # • « *«H Vér kotungar. Þar sem ísland hefir nú að nafninu til verið íullvalda ríki í 20 ár, þá væri það ekki illa við- eigandi, að við færum að gera einhverja lítilsháttar tilraun til, að þvo af okkur þann andlega kotungshátt, og þá bjálfalegu und- irmálstilfinningu sem aldagömul, útlend kúgtrn hefir kaghýtt svo rækilega inn í suma menn allt frá dögum Bessastaðavaldsins, að þetta hefir síðan fylgt okkur eins og erfðasyndin frá kyni til kyns. Svo gersamlega hefir þessi þý- lund upprætt úr skapi margra ís- lendinga allan manndóm í hugsun og allan eðlilegan þjóðarmetnað og sjálfstraust, að það hendir þá varla að halda að vér íslendingar séum menn með mönnum. Þvi síður trúa þessir menn því, að hér geti vaxið upp nýtileg skáld, sæmileg tónlist eða leiklist, eða að nokkur kunni svo með penna að fara, að vit sé í. Að minnsta kosti þarf að fá útlendan stimpil á vöruna, svo að hún sé gjaldgeng, því að takist einhverjum að vekja á sér útlenda athygli með lognum svívirðingum á þjóð vora og stað- háttu kemst hann óðar í spá- mannatölu og mun eg víkja að því síðar. En þetta bendir ótvírætt til þess, að í augum þessara manna sé menning vor í fullu samræmi við táknrænu þá, eða hvað það nú er, sem spámaðurinn Laxness er svo natinn við að uppmála oss í, þjóðinni til lítilla þrifa inn á við, og því síður til álitsauka út á við, eins og vitfirringaspítali, þar sem bjánarnir róa með afskræmdum andlitum, geltandi hver framan í annan, ellegar tala einhvern Æru- Tobbastíl, lítt skiljanlegri en geltið. Nú gildir ekki framar þessi setning „Bara ef lúsin íslenzk er“ o. s. frv. Það er komið yfir í öfg- arnar hinu megin. Sé lúsin út- lenzk, þá falla menn fram og til- biðja hana. Meira en Guð almátt- ugan tigna menn nú Stalin, Hitler eða aðra froðukúfa í heimspólitík- inni. Allar pólitískar fyrirmyndir skulu nú sóttar út í heim, þrátt fyrir hvorttveggja þær eðlilegu staðreyndir, að bæði eru þær sprottnar upp úr svo ólíkum stað- háttum að þær eiga hér ekki við og svo hitt, að hingað kemst sjaldnast annað af þeim en um- búðimar skrumskældar og gat- slitnar, og þar að auki ekki líkleg- ar til að lagast í meðferðinni, því sjaldan lætur sá betur, er eftir hermir. En allt um það eru þeir, sem gerast svo djarfir að vilja að þjóðin hugsi og starfi á eigin á- byrgð, og leiti þannig samræmis við alda reynslu samkvæmt um- hverfi og staðháttum, vægðarlaust settir á bekk með nátt-tröllum, sem ekki þoli að sjá dagsins ljós. Svo mikið er tízkudekrið á öllum sviðum. Menn trúa því að allt hið útlenda sé snilldin í sinni full- komnu mynd. Eins og krakkar sem stinga fingrum í munn sér, góna mepn með trúarfjálgleik á dýrð útlendingsins, meðan þeir sveitast blóðinu við að ausa auri og litilsvirðingu á sína eigin menn. Sjálfsagt er að viðurkenna það, að margt er enn í bernsku hér hjá oss, og á ófullkomnu stigi, en því meiri nauðsyn ber til, að þjóðin leggist á eitt með að byggja upp sína eigin menningu, m. a., og fyrst og fremst með því, að vera fundvís á þá einstaklingskrafta, sem líklegastir eru til þess að geta lagt steina í þá byggingu. En i bókmenntum og jafnvel listum þurfum vér ekki að bera höfuðið hallt fyrir útlendingum. Mannvit og snilldargáfa fer hvorki eftir auð né fólksfjölda. Þær náðargáf- ur geta alveg eins hlotnazt fá- tækri þjóð í ríkum mæli, og tel ég óhætt að fullyrða, að svo er því háttað hjá oss. Það er því grátbroslegt að sjá þetta kotungslega innræti alls staðar gægjast undan uppskafn- ingsgæru eftirhermumannanna, þessa hugsun, að reyna í hvívetna að svívirða, með heimskulegri ill- kvitni, íslenzka listamenn, en upp- hefja jaínframt hina útlendu með gagnrýnislausri lofdýrð. Dæmi þess að þetta eigi sér stað má tína fram víðsvegar að, þótt fátt eitt verði hér nefnt, enda er þess naumast þörf, því ég efast ekki um, að hver og einn geti séð fyrir sér mýmörg þeirra, jafnskjótt og honum er bent á að þessi, að ég ekki ákveði, landráðastarfsemi eigi sér stað. En svo grátbrosleg er þessi flónska, að slysist einhver íslenzkur höfundur til þess, að fá þýdda eftir sig bók á útlent mál, og sé útgefandi þess umkominn að kaupa sæmilega auglýsingu um hana inn í eitthvert útlent blað, þá er þetta birt eins og stórvið- burður eða öllu heldur fagnaðar- boðskapur í útvarpi og blöðum hér heima. Þá fyrst er mikill spá- maður upp risinn meðal vor. Nú vill svo óheppilega til, að einhver þessara bóka gefur allt annað en glögga eða sanna, og því síður glæsilega mynd af þjóðlífi voru eða einstaklingum, því að það þarf ekki endilega að vera listgildi bókarinnar sem útgefendur með stórþjóðum sækjast mest eftir. Hitt er þeim kannske ekki síður í mun, að hún skýri frá einhverj- um þeim endemum, sem eru gagn ólík öllu sem til þekkist þar í landi. En það gerir ekkert til þótt bókin sé svívirðilegasta níðrit um land og þjóð, og setji skrælingja- mark á oss út á við. Ef útlendar þjóðir, aðeins, geta skemmt sér yfir niðurlægingu vorri og segja að þarna sé íslendingum rétt lýst, þá botna forsöngvararnir og fólk- ið hér heima þann dóm með „jái og amen“. Sömu mennirnir, sem sífellt hafa horn og klaufir í öllu, sem reynt e'r að vinna hér heima, á þjóðlegum grundvelli, í listræna átt, sleikja út um aftur á herða- blöð, ef einhver gerist svo óhlut- vandur, að níða sína eigin þjóð til að vekja á sér athygli annara þjóða, ?em að sjálísö^ðú bera ekk- ert skynbragð á það, sem um er að ræða. Þetta hlýtur að vera heimsmet flatmennskumiar. En það sem oss bæri nauðsyn til að læra af öðrum þjóðum, svo sem sjálfsvitund og þjóðarmetnað, í stuttu máli, að læra að vera þjóð, það látum vér oss engu skipta. Annars tekur maður varla svo upp blað, að ekki hafi það inn- byrðis eitthvað, sem sárgrætilega minnir á þann helvízka skollaleik, sem ýmsir skriffinnar þjóðarinn- ar leika sífellt henni til bölvunar og svívirðingar. Eitt lítið sýnis- horn þess sá eg í Alþýðmnannin- um frá 13. þ. m. Þar fer einhver, sem skammstafar sig S. D., að gæla við Sigurð Einarsson dósent. Gengur hann hokinn mjög og auð- mjúkur undir ofurþunga undir- málskenndarinnar. Að vísu er ekki laust við, að honum flökri við skömmum Sigurðar um Davíð Stefánsson, okkar ástsælasta þjóð- skáld nú sem stendur, og hann telur sig skorta gáfur til að skilja hvers vegna sá hinn sami, sem níðir Davíð, upphefur hinsvegar til skýjanna norska skáldið Wild- enwey, enda mun fleirum finnast það torskilin gáta. En á þessum skilningsskorti sínum og heimsku biður höfundur samstundis guð og menn fyrirgefningar. Vísdóm S. E. og réttdæmi ber ekki að efa. Höfundur kemst undireins að þeirri niðurstöðu, að „Líðandi stund“ sé „ágæt bók“. Skammim- ar um Guðmund Friðjónsson og fornar dyggðir virðast smakkast honum prýðilega, og þá víst ekki síður lofgerðin um hina austrænu speki Stalins á kostnað þjóðlegrar menningar. En þetta „Alþýðu- manns“-skrif er aðeins veik rödd og auk þess ögn góðgimislega hjáróma við prestakennarann Sig- urð Einarsson og samverkamenn hans, þessa nýtízku járnaldar- dýrkendur, sem ekki skirrast við að visa guði og gömlum og góðum þjóðardyggðum norður og niður í hin yztu myrkur, til að geta leitt hér til öndvegis útlenda skríl- menningu, sem engin sæmileg reynsla hefir, að svo komnu, feng- izt á, og sem þeir þekkja varla í orði, hvað þá á borði. Það eru auð- vitað þeir, sem leiða víðtækast og áþreifanlegast í ljós dæmi þess kotborgaraháttar, sem hér er gerð- ur að umræðuefni. í krafti ein- hverrar ímyndaðrar víðsýni viður- kenna þeir eingöngu þau af skáld- um vorum, sem eftir rússneskum fyrirmyndum hafa gert sér far um að guðlasta á íslenzka tungu, og nota gáfu sína jafnframt í hóf- lausu útbreiðslu-skyni fyrir vissar stjórnmálaskoðanir, og þessvegna er Davíð Stefánsson ofsóttur af S. E. og fylgifiskum hans, að hann er of mikill maður og of stórt skáld til að láta grunnfærna, nýunga- gjarna og tízkusjúka meðalmensku brjálaðra byltingatíma segja sér fyrir verkum, og kannske líka í þeirri von, að hægt sé að kúga hann til fylgis við Heimskringlu- liðið yfirleitt. Án þess að leggja nokkurn dóm á skoðanir þessara manna á mannfélagsmálum, sem þeir eru vitanlega frjálsir að, vérður hitt samt að segjast, að að- ferðir þeirra til að knýja fram út- breiðslu á þeim, bera vott um hið svartasta þröngsýni sem hugsast getur, því umfram það, að vilja gera listina að pólitísku leiguþýi, eru forsendur fyrir dómum þess- ara manna um listir og bókmeimt- ir hliðstæðar því, ef enginn gæti metið listagildi Passíusálmanna nema hann væri 17ndu aldar lút- erskur, eða Völuspár, nema haim væri Ásatrúar, en einmitt á slík- um forsendum, sem þessum, er nú stór hluti ritfærra manna í landinu að reyna að grundvalla bókmenntasmekk íslendinga. Allt þetta ofstækisfulla bylt- inga-braml, er þegar farið að móta skaphöfn þjóðarinnar. Henní fer síhrakandi í ýmsu því, sem hingað til hefir verið kallað vel- sæmi, enda fer slíkt að sköpuðu, þar sem flest er ofsótt nema á- byrgðarlaus löðurmennska, drýld- in yfirborðsmennska og aðrar hliðstæðar lághvatir. En haldi þetta niðurrifsbrjálæði áfram að lama þjóðina, og fari svo að henn- ar fornu dyggðir verði að víkja fyrir þeim molum útlendrar skríl- menningar, sem íslenzk meðal- menni tína undan borðum drottna sinna, og það jafnvel áður en þeir molar eru fullgleyptir, hvað þá meltir, þá getur svo farið að þeir standi í oss og valdi m. a. því, að sá undirlægjuháttur sem ég vakti máls á í fyrstu, komi til með að hafa við full rök að styðjast, gagn- stætt bví, sem verið hefír. Akureyri 20. des. 1938. Björgvin Guðmundsson. WIHHWHiWB! Skíðafólk! Kaupíð: Skíðabuxur, Skiðastakka, Skíðaskó. Kaupfélag Eyfirðinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.