Dagur - 12.01.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 12.01.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son i Kaupfél. Eyfiröinga. Gjaltidagi fyrir 1. júli. Afgreiðslan er hjá JÖNl Þ. ÞÖE, Norö- urgötu 3. Talsimi 112. Upp- sögn, bundin viö áramót, sé komin til afgreiðslumanna fyrir L des. •••• • • l. árg. j -• •♦- XXII. Akureyri 12. janúar 1939. ►--• -•-• -•■••-• -• - • t 2. tbl. Bernharð Stefánsson alþm. fimmlagur. Sunnudaginn 8. þ. m. átti Bern- harð alþm. Stefánsson fimmtugs- afmæli. Að kvöldi þess dags var honum, konu hans og börnum haldið sam- sæti í samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri. Tóku þátt í því um 60 manns, vinir og kunningjar þeirra hjóna úr bæ og sveit, og hefðu þó sjálfsagt orðið miklu fleiri, ef ótíð og ill færð hefði ekki hamlað. Sezt var að borðhaldi kl. 7 e. h. og stóð það lengi yfir sem vænta mátti. Voru margar ræður fluttar og sungið á milli. Söngnum stýrði Snorri Sigfússon skólastjóri. Aðalræðuna fyrir minni afmælis- barnsins flutti Hólmgeir Þorsteins- son frá Hrafnagili, en Kristján Sigurðsson kennari mælti fyrir minni konu Bernharðs, frú Hrefnu Guðmundsdóttur. Aðrir, er til máls tóku, voru Steingrímur Jóns- son, fyrrv. bæjarfógeti, Eiriar Amason alþm., Ingimar Eydal, Ami Jóhannsson, gjaldkeri, og Elías Tómasson frá Hrauni. Auk þess flutti Bernharð Stefánsson tvær snjallar ræður. Mörg heillaóskaskeyti bárust B. S. þenna dag víðsvegar að, og las Halldór Ásgeirsson þau upp í heyranda hljóði yfir borðum. Eft- ir að borðhaldinu lauk, skemmtu samkvæmisgestirnir sér við dans, spil og samræður langt fram á nótt, og fór samkvæmi þetta hið bezta fram og var hið ánægjuleg- asta á allan hátt. Á þessum tímamótum í æfi Bernharðs Stefánssonar er ástæða til að líta til baka yfir starfsferil hans í stórum dráttum. Sá starfs- ferill er óvenjulega fjölþættur eft- ir aðstæðum. Fyrst er þá þess að geta, að B. S. hlaut ungur gagn- fræða- og kennaramenntun og var í 15 ár barna- og unglingakenn- ari í sveit sinni, Öxnadalnum. í æsku tók hann mikinn þátt í ung- mennafélagsstaríseminni. Árið 1917 hóf hann búskap á Þverá í Öxnadal og rak hann í 18 ár. Odd- viti Öxnadalshrepps var hann frá 1915 til 1928 og sýslunefndarmað- ur frá 1922 til 1928, en sat þó ekki nema einn sýslufund sökum fjar- veru á Alþingi. í stjórn Kaupfé- lags Eyfirðinga hefir hann verið óslitið síðan 1921 og er þar enn. Haustið 1923 var hann kosinn al- þingismaður fyrir Eyjafjarðar- sýslu og síðan endurkosinn við hverjar kosningar, 6 sinnum alls, og er nú búinn að sitja á 18 þing- um. Forstjóri Útibús Búnaðar- bankans á Akureyri varð hann, þegar það var stofnað seint á ár- inu 1930, og hefir gegnt því starfi síðan. Bernharð Stefánsson var skip- aður í milliþinganefnd í land- búnaðarmálum árið 1927. Merk- asta verk þeirrar nefndar var frumvarp til nýrra ábúðarlaga, sem í fólust miklar réttarbætur fyrir leiguliða. Þegar það frv. loks var samþykkt 1933, dró Al- þingi töluvert úr þessum réttar- bótum, enda réði íhaldið þá miklu í þinginu, en þó eru lögin til mikilla bóta frá því sem áður var. Helztu almenn löggjafarmál, sem B. S. hefir unnið að á Al- þingi eru: Stofnun Byggingar- og land- námssjóðs og síðar stofnun Bún- aðarbankans (hann var framsögu- maður þess máls) og lög um síld- arverksmiðjurnar. Ásamt Einari á Eyrarlandi átti hann og frum- kvœði að lögunum um afskriftir á ábyrgðarkröfur vegna lántakenda í Kreppulánasjóði, sem léttu skuldabyrði bænda um 750 þús- und krónur. Einnig flutti B. S. frumvarpið um kartöfluverðlaun- in. Af héraðsmálum, sem þingmenn Eyfirðinga hafa að sjálfsögðu stutt, má nefna stofnun Kristnes- hælis, menntaskóla á Akureyri og Laugalandsskólann. Einnig hafa þeir fengið ríflegar fjárveitingar til annara framfaramála í kjör- dæmi sínu, svo sem til vega, brúa, síma, hafnarmannvirkja, spítala á Siglufirði o. fl. Bernharð hefir átt sæti í mörg- urn nefndum á Aljpingi og feng- íí II II II í! ■■ íi S! Eg þ akka hjartanlega wmm w II II alla þá vináttu, sem mér á margvíslegan hátt var sýnd á 50 ára afmœli minu 8. þ. m., |jj með samsœti, heimsóknum og heillaskeytum o. fl. Öxndœlingum þakka eg sérstaklega rausn- arlega gjöf, er þeir sendu mér þann dag. — Akureyri 10. janúar 1939. Bernh. Stefánsson. !! í II izt meira og minna við fjölda mála auk þeirra, sem áður er get- ið, og oft haft framsögu fyrir nefndir og flokk sinn í þinginu, oft í stórmálum. Er það vottur þess, hvílíks trausts hann nýtur meðal samþingismanna sinna. Enn má geta þess, að vorið 1937 var B. S. kosinn í milliþinganefnd í bankamálum og skipaður for- maður hennar, en sú nefnd hefir enn ekki skilað af sér, þó hún sé að því komin að ljúka störfum. Þó hér hafi verið fljótt yfir starfssögu Bernharðs Stefánssonar farið, þá nægir það til að sýna, að hann þegar hefir unnið stórt og mikilvægt dagsverk, og í öllum sínum margvíslegu störfum hefir hann reynzt hinn liðtækasti. Hann er enn á bezta þroskaskeiði æfi sinnar, andlega séð, og má því enn mikils af honum vænta í framtíð- inni. Og það sem mestu skiptir um B. S. er það, að hann er drengur góð- ur og nýtur almennra vinsælda í héraði sínu fyrst og fremst, óáleit- inn og fastur fyrir, en getur bitið frá sér svo um munar, ef á hann og hugðarmál hans er ráðizt harkalega. Það hafa andstæðingar hans stundum fengið að reyna. Landamæraskærur allsnarpar urðu nýlega milli Tékka og Ung- verja. í vopnaviðskiptum milli tékkneskra hermanna og ung- verskra landamæravarða féllu nokki’ir af beggja hálfu. Kenna hvorir fyrir sig hinum um árekstra þessa. Málið er í rann- sókn. — Kröfur ítala um að fá fransk- ar nýlendur til eignar og umráða mælast hið versta fyrir í Frakk- landi sem vop er til. Enda mun það fátítt að eitt ríki segi blátt áfram við annað ríki: Við viljum fá lönd ykkar afhent okkur. í sambandi við þessar kröfur hefir Daladier forsætisráðherra Frakka farið til Korsiku og Tunis nú um áramótin ásamt æðstu mönnum hers og flota. Er för þessi farin í því augnamiði að styrkja sam- bandið milli móðurlandsins og ný- lendanna. í för þessari hefir Dala- dier hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum, og eru öll frönsku blöðin í sjöunda himni yfir viðtökunum. í ræðum þeim, sem Daladier flutti á Korsiku og Tunis, kvað hann Frakka aldrei mundu láta af hendi nein af lönd- um sínum. „Vér munum ekki sýna öðrum þjóðum ágengni, en vemda það, sem okkar er“, mælti hann. ítölsku blöðin eru fúl yfir þess- ari heimsókn Daladiers og viðtök- unum, sem hann hefir fengið, og þykir sem aHt þetta sé gert ítöl- um til storkunar. — Varaforseti kínversku stjórn- arinnar lagði nýlega tH, að friðar- skilmálar þeir, er Japanar hafa boðið Kínverjum upp á, væru samþykktir sem viðræðugrund- völlur. Fyrir þessa uppástungu hefir hann verið rekinn úr stjórn- arflokknum, þar sem talið er, að hann hafi gerzt sekur um brot á reglum flokksins og sýni með framferði sínu, að hann skorti all- an flokksaga. Sýnir þetta, hve Kínverjar eru fjarri því að vilja semja frið við Japani. — Chamberlain forsætisráð- herra Bretlands og Halifax lávarð- ur utanríkismálaráðherra lögðu af stað í fyrradag í Rómaför. Lögðu þeir fyrst ferð sína til Parísar, til þess að hafa tal af frönsku stjórninni og bera sig saman við hana um viðræðurnar í Rómaborg. Vekur þessi Rómaför brezku ráðherranna hina mestu athygli og bíða menn með óþreyju og spenningi eftir fréttmn af við-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.