Dagur - 12.01.1939, Blaðsíða 3

Dagur - 12.01.1939, Blaðsíða 3
2; tbl. DAGUR 7 Fögur j 27. desember fékk ég jólakort frá Edvard Sigui'geirssyni, ljós- myndara. Á kortinu er ein af hans alkunnu, fallegu vetrarmyndum, tekin uppi í fjöllunum ofan við Akureyri, þar sem þessi listamað- ur í ljósmyndatækninni leikur listir sínar á skíðunum, — notar íþróttina r þágu listarinnar, at- vinnu sinnar og framtaks, — flýg- ur með leifturhraða um snævi- þakin fjöllin og slær töfrasprota listarinnar á snjóinn og skilur eft- ir: „Gleðileg jól“. — Auk þessara orða var kortið áritað: „Jólin 1938. Hr. Jón Benediktsson, prentari. Hér með tilkynni ég þér, að ég gef eina Vi arkar ljósmynd af Herðubreið til happdrættis fyrir íþróttahús Akureyrar. Með þökk fyrir mikið og gott starf í þágu þessa máls. Gleðileg jól, farsælt komandi ár. E. Sigurgeirsson, ljósmyndari". Þessi jóla- og nýársgjöf Edvards til íþróttahússins er táknræn. Eins og Herðubreið er talin eitt hið fegursta fjall á íslandi, og svo traust, að naumast verður sagt að brugðið hafi hún litum í hafróti aldanna. Þetta veit hinn frábæri ljósmyndari öræfanna. Enda mun enginn ljósmyndari hafa komizt nær hjarta þeirra. Enginn túlkað betur fegurð þeirra, töfra og hill- ingar, jafnframt hrikaleik og ein- veru. Sjálfur hefir hann khfið hæsta tind Herðubreiðar hinn 31. dag júlxmánaðar 1938, ásamt hin- um þrautreyndu fjallaförum Ólafi Jónssyni, framkvæmdastjóra, og ráðast á samtök samvinnumanna. Hingað til hafa kaupfélögin verzl- að með vörur, sem þau hafa keypt að J. Kv. og hliðstæðum fyrirtækj- um. Þau hafa vegna innflutnings- haftanna verið neydd til að kaupa vörur fyrir tugi og hundruð þús- unda að- heildsölum í Reykjavík fyrir verð, sem oftast er jafnhátt eða hærra en smásöluverð þeirra á sambærilegum vörum, sem þau hafa fengið að kaupa beint frá út- löndum. Er ekki tími til kominn að farið sé að rannsaka nákvæm- lega, hversu mikill skattur það er, sem kaupíélögin greiða árlega á þenna hátt til þeirra manna, sem ekkert tækifæri láta ónotað til að ofsækja þau og enga ósk eiga æðri en þá, að vita þau feig? Samvinnumenn hafa skilið og metið þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið með innflutningshöft- unum, til þess að bjarga landinu frá að sökkva í það skuldafen, sem tæpast hefði verið mögulegt að bjargast úr. Þess vegna hafa þeir möglunarlaust tekið þeim erfið- leikum, sem af höftunum hafa stafað. En það er til of mikils ætl- azt, að samvinnumenn taki þegj- andi við illyrtum skömmum og ólagjöf. Gunnbirni Egilssyni, heimavistar- stjóra Menntaskólans á Akureyri. Eins ætlast Edvard til, að íþrótta- hús Akureyrar verði fagurt, — traustur og öruggur grundvöllur, — bjargið, sem sjálfstæði, heil- brigði, hreysti, fegurð og framtíð uppvaxandi æskulýðs þessa bæjar byggist á. Á sínum tíma var Edvard einn af beztu íþróttamönnum þessa bæjar. Skaraði fram úr í stangar- stökki, kringlu- og kúlukasti. Knattspyrnumaður er hann góður. Skíðamaður svo góður, að hann sniðsker snjóbreiður brattra fjalla á skíðum sínum, og flýgur fram af flughengjum með vængjastyrk og voldugleik arnarins. Áhugasamur er hann í hverju því starfi, er hann lætur sig skipta, og um eitt skeið starfandi í fremstu brjóstfylkingu Knattspyrnufélags Akureyrar. Ef ég væri spurður að, hvaða Akureyringur hefði hugsað hæst og víðfeðmast af þeim, sem hugs- uðu til að gefa jólagjafir fyrir síð- ustu jól, þá myndi ég svara: Edvard Sigurgeirsson. Hann hugs- aði meira en til eins einstaklings. Hann hugsaði til allrar heildar- innar. Hugsaði hærra, — hugsaði til komandi kynslóða. Edvard! Hafðu þökk fyrir gjöf- ina. Gæfa og gengi fylgi störfum þínum og ferðum um fjöll og heiðar, jökla og öræfi. Og þess vil ég óska, að þú eigir eftir að sýna oss enn margar og fagrar myndir frá „einverunnar helgidóm“. Og — sjá, — fjöllin og öræfin munu skarta sínu fegursta skrauti og fagna komu hins glæsilega fjallasveins á komanda sumri. Jón Benediktsson, prentari. aðdróttunum frá þeim mönnum, sem hagnast stórkostlega á þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna gjaldeyrismálanna. Samvinnumaður. hinn vinsæli sjónleikur, sem mörg- um Eyfirðingum er að góðu kunn- ur, frá því er hann var leikinn hér áður, hefir verið æfður nú fyrir- farandi tíma á vegum Leikfélags Akureyrar, og verður frumsýning hans n. k. laugardag. Drengurinn minn er mjög fjölbreytilegur sjón- leikur og slær á ýmsa strengi mannlegra tilfinninga, þar skipt- ast á gaman og alvara. Hefir leik- ur þessi því jafnan átt mikilli hylli að mæta hjá öllum þorra manna er hafa séð hann. Leikendur eru mjög margir, og hlutverkin mjög misjafnlega stór. Leikstjóri er Jón Norðfjörð, sem jafnframt fer með eitt af aðalhlut- verkum leiksins. Stærsta hlut- verkið, Mörup skósmíðameistari, er í höndum Gunnars Magnús- sonar. Innilegt hjartans þakktæti til hinna mörgu einstakiinga og félaga, sem auðsýndu okkur sam- úð við andlát og jarðarför okkar kæra föður og bróður, JónsJ. Jónatanssonar járnsmíðameistara og heiðruðu minningu hans með skeytum, blóm- um, krönsum, skjöldum og á annan hátt. Sér- staklega viijum við þakka Iðnaðarmannafélagi Akureyrar fyrir hina veglegu þátttöku þess í jarðarför hins látna. Akureyri 9. Janúar 1939; Gerður Jónsdóttir. Helga Jónsdóttir. Guðrún Jónsdóttir. Hlín Jónsdóttir Kristjana fónatansdóttir. Það tilkynnist vinurn og vandamönnum, að konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, Friðíinna Friðlarnardóttir, andaðist að heimili sínu, Oddeyrargötu 8, Akureyri, 4. þ. m. Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 14. þ. in. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 1 e. h. Aðalmundur Guðmundsson, börn og tengdabörn. Pökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför okkar ástkæru móður og ömmu, Ágústínu Benediktsdóttur Söebeck. Fyrir hönd okkar og annara ættingja og vina. Benedikt Söebeck. Sigríður Á. Söebeck. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Leikfélagið biður þess getið, að börnum verði ekki leyfður að- gangur að frumsýningu sjónleiks- ins „Drengurinn minn“ n. k. laug- ardagskvöld. Dánardœgur. Theódór Arn- björnsson ráðunautur Búnaðarfél. ísl. andaðist 1 Reykjavík 6. þ. m. rúmlega fimmtugur að aldri. Hann varð bráðkvaddur. — Þann 4. þ. m. andaðist húsfrú Friðfinna Frið- bjarnardóttir, Oddeyrargötu 8, hér í bæ, kona Aðalmundar Guð- mundssonar verkamanns. Hún var 77 ára gömul. — Nýlega er látin hér í bænum ekkjan Ágústína Benediktsdóttir Söebeck, 72 ára að aldri. Skátafélögin hér í bæ samein- uðust í eitt félag 2. jóladag, er nefnist „Skátafélag Akureyrar“. Stjórn þess skipa: Haukur Helga- son, Hans Jörgensson, Jón Norð- fjörð, Gunnar Guðlaugsson og Jón P. Hallgrímsson. Verzlunarjöfnuðunnn síðastl. ár var hagstæður um 8.6 milj. kr. Nam útflutningurinn 57.7 milj. en innflutningurinn 49.1 tnilj. kr. Ár- ið 1937 var verzlunarjöfnuðurinn hagstæður um 7.24 milj. Mismun- ur 1.36 milj. kr. hvað verzlunar- jöfnuðurion er hagstæðari nú en þá. Karlakórinn „Geysir“ tilkynoftr: Næsta 6LEBIKVOLD vcrður miðvlkudaglnn 18. |an. n. k. kl. O síðd. GBeðllegi ár! Slfórnin. 9 ( erðbréihbankim ^. (; Áysttfy’str. 5 sími3652.Ópið K!.11-12o94_" kaupir kreppulánasjóðs- bréf, veðdeildarbréf og hlutabréf í Eimskipafé- lagi Islands h. f. — Annast allskonar verð- bréfaviðskifti. Þórs-félagar! Aðalfundur félags- ins verður haldinn n. k. miðviku- dagskvöld, kl. 8 e. h., í Skjaldborg. Fjölmennið! Kvennadeild Slysavarnafélags íslands heldur aðalfund sinn í bæjarstjórnarsalnum fimmtudag- inn 19. þ. m., kl. 8V2 síðd. Inntaka nýrra meðlima, og skal vakin athygli á því, að deildin hef- ir ákveðið að bjóða stúlkum frá 12—16 ára aldurs fyrir 1 kr. árs- tillag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.