Dagur - 09.03.1939, Side 2

Dagur - 09.03.1939, Side 2
38 D A G U R 10. tbl. n « *•# • • * <* < Löngu eyrun. Allir kannast við eftirfarandi vísu Steingríms Thorsteinssonar: Af oflofi teygður á eyrum var hann, svo öll við það sannindi rengdust, en ekki einn þumlung þó vaxa hann vann, Það voru aðeins eyrum, sem lengdust. Margir munu minnast þess, hvernig söng í tálknum Morgun- blaðsins í garð Héðins Valdimars- sonar, á meðan hann var áhrifa- maður í Alþýðuflokknum. Á þeim dögum voru lýsingar aðalmál- gagns Sjálístæðisflokksins ófagrar á H. V. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Nú hlaða Mbl. og ísa- fold lofköst mikinn um þenna sama mann, sem þau áður vildu niður fyrir allar hellur. Þann 20. f. m. lýsir t. d. ísafold Héðni sem hinni dýrðlegustu frelsishetju, sem með frelsisboðskap sínum hafi „snortið hjarta hvers einasta verkamanns“. Og fögnuður ísa- foldar er mikill yfir sigri frelsara verkalýðsins, Héðins Valdimars- sonar. Margir munu þeir vera, sem ef- ast mjög um það, að H. V. stækki við þetta ollof frá hendi málgagns Sjálfstæðisfiokksins. Hitt muni sönnu nær, að lof ísafoldar orki því einu að gera Héðin eyrna- stærstan aUra íslendinga. En hvers vegna hefir málgagn Sjálfstæðisflokksins breytt svo stórlega afstöðu sinni til H. V., eins og raun ber vitni um? Hvað veldur þessum snöggu sinnaskipt- um í herbúðum íhaldsins? Því er ekki torvelt að svara. Eins og áður er drepið á, var H. V. óalandi og óferjandi í augum sjálfstæðsmanna, á meðan hann starfaði undir merkjum Alþýðu- flokksins. Svo skeður það, að Héð- inn svíkur flokk sinn og gerir bandalag við kommúnista. Þá breytist hljóðið í málgögnum Sjálfstæðisflokksins. Maðurinn, sem áður var mesta óhræsi, er orðinn að dýrðlegum frelsara! Sjá! Þar er þinn frelsari, segja íhaldsblöðin við verkalýðinn og benda á Héðin Valdimarsson, sem nú er orðinn yfirhershöfðingi vopnaðra ofbeldismanna. Áður léði Héðinn liðsmönnum sínum stólfætur að vopni, til að berja á burgeisum Sjálfstæðisflokksins í baráttu verkamanna fyrir kjara- bótum. Þá var Héðinn vargur í véum í augum sjálfstæðismanna. Nú lætur Héðinn hina nýju liðs- menn sína fá niðursagaðar járn- pípur, til þess að slá verkamenn í Hafnarfirði til jarðar. Þá eygja blöð íhaldsins ljómann af frelsis- hetjunni, sem „snertir hjörtu allra verkamanna“. Það liggur í augum uppi, af hverju lof íhaldsmanna um H. V. er sprottið. Það á rót sína að rekja til þess, að kommúnistum hefir bætzt nýr kraftur með flokkssvik- yrn Hóðins Valdimarssonar. Fögn- uður sjálfstæðisblaðanna út af þessu er einn þátturinn í sam- starfi sjálfstæðismanna og komm- únista, sem nú bólar víða á og ekki fær dulizt, einkum í þrem kaupstöðum landsins, Reykjavík, Hafnarfirði og Neskaupstað. Við næstu Alþingiskosningar, hvenær sem þær verða, hljóía kjósendur að krefjast þess af Sjálfstæðisflokknum og fram- bjóðendum hans, að gerð sé full grein fyrir bandalagi sjálfstæðis- manna við erindreka Stalins hér á landi. Það ógeðslega bandalag hlýtur að koma Sjálfstæðisflokkn- um í koll á sínum tíma. En ef sjálfstæðisblöðin halda áfram uppteknum hætti um að hlaða lofinu á olíukonung íslands fram að þeim tíma, þá verða eyr- un á Héðni Valdimarssyni orðin hræðilega stór, þegar þar að kemur. Innaniélaj^s skíðamét íþréttafélagsfins ,Þór‘. íþróttafélagið „Þór“ hafði inn- anfélag's skíðamót austur í Vaðla- heiði s.l. sunnudag. Þátttakendur í mótinu voru 32, en alls fóru um 40 manns á vegum félagsins. — Keppt var í brekkuskriði og svigi, A- og B-flokkur. Allir þátttakendurnir kepptu i brekkuskriðinu, en sú vegalengd var um 2000 m. í A-flokki í 350 m. svigi voru 12 þátttakendur. Þrír fyrstu menn voru: 1. Júlíus Magnúss. 1 mín. 10.1 sek. 2. Jón Egilsson 1 mín. 10.8 sek. 3. B. Brynjólfsson 1 mín. 11.1 sek. í B-flokki í 150 m. svigi voru 14 þátttakendur. Fyrstir voru: 1. Jóhannes Kristjánsson 34.8 sek. 2. Hafsteinn Sigurðsson 38.9 sek. 3. Jón P. Hallgrímsson 39.9 sek. Hvor flokkur fór tvær umíerðir og er þetta samanlagður tími beggja ferðanna. Veður var hið bezta, logn og sólskin og skíðafæri ágætt á þess- um stað. Skíðamenn félagsins hafa æft af kappi í vetur, m. a. hafa þeii gengist fyrir skíðaferðum austur í Vaðlaheiði undanfarna morgna og þá lagt af stað héðan úr bænum kl. 6, en þurft að vera komnir heim aftur fyrir kl. 9 til vinnu sinnar. í ráði er að senda þátttakendur á landsmót skíðamanna, sem hald- ið verður á ísafirði um páskana. Laugardaginn 11. þ. m. hefir Héraðssamband eyfirzkra kvenna hlutaveltu í þinghúsi Hrafnagils- hrepps. Drátturinn kostar 50 aura. Dans á eftir. Aðgangur kr. 1.00. Haraldur spilar. — Veitingar fást á staðnum. — Húsið opnað kl. 8.30 eftir hádegi. 8 NÝJA-BÍÓ Þarm 14. þ. m. verður sextugur Ólafur J. Hvanndal, prentmynda- meistari í Reykjavík. Ólafur er kunnur mörgum hér á Norður- Ólafur J. Hvanndal. landi að fornu og nýju, þó einkum síðan hann setti á stofn prent- myndagerð sína fyrir nærri 20 árum (í nóv næstk.). Er því vel viðeigandi að einhver minnist hans hér að nokkru á þessum tímamótum í lífi hans. Ólafur Hvanndal er Borgfirð- ingur að uppruna; sonur Jóns Ólafssonar í Galtavík og Sesselju Þórðardóttur frá Innra-Hólmi. Fyrst framan af stundaði Ólafur sjómennsku, en lærði síðan tfé- smíði hjá Samúel Jónssyni og lauk þar prófi. Árið 1907 fór hann utan og lærði teikningu og gler- skiltagerð. Var hann fyrsti maður hérlendur er numið hafði þá iðn- grein. Eftir heimkomuna 1908, stundaði hann trésmíði og gler- skiltagerð, en um haustið, sama ár, sigldi hann aftur og byrjaði nám við prentmyndagerð hjá Hjálmari Caresen í Kaupmanna- höfn. Síðan fór hann til fram- haldsnáms til Þýzkalands og lauk þar prófi hjá Brockhaus í Leipzig, 1911. Sama ár kom hann heim, en ekki hafði hann efni á að setja á stofn prentmyndagerð fyrst í stað. Vann hann að ýmsu næstu árin. T. d. var hann túlkur ferða- manna o. fl. Á stríðsárunum rak hann umboðsverzlun í stórum stíl. Efnaðist hann svo á þeim árum að hann gat sett á stofn prentmynda- gerð þá, er hann síðan hefir starf- Fimiudagskv. 9. þ. m. kl. 9 kvikmyudin Hiöursett verð Sýnd i siðasta sinn □ Rún 59393177 = 1 I. O. O. F. = 1203109 se rækt með miklum dugnaði og ósérhlífni, þrátt fyrir óhæga að- stöðu. Prentmyndagerð hans hefir ávallt átt miklum og vaxandi vin- sældum að fagna. En hjá lítilli þjóð, með tiltölulega lítilli bóka- og blaðaútgáfu, var mjög í tví- sýnu teflt með því að setja á stofn jafn atvinnulega ótryggt fyrir- tæki sem prentmyndagerð virtist vera í þá daga. Enda mun nokkuð hafa skort á það fyrst í stað að Fyrirmyndin . . ; (Framh. af 1. síðu). leg, Óskir hans snerust ekki um það, að hann gæti látið lífið líða hjá með sem léttustu móti og lengstum hvíldum, heldur vildi hann og hét því, að vinna sem mest til eflingar frjórri lífsnautn lýðsins. Heit sín efndi hann trúlega allt fram á banadag -sinn á tíræðis aldri. Það væri í anda Benedikts Jónssonar frá Auðnum, að þessi yrðu einkunarorð hverrar ungrar stúlku og hvers ungs manns: Stefndu hátt! Vertu sjálfum þér trúr! Slíkir menn eru stórir og frjálsir. Þeir minna á heiðan himin og há fjöll. Jónas Baldursson. Ljósmyndastofan 1 QránufélajrsRÖíu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen. t&l að atiala með heilhveiti nýkoninar Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.