Dagur - 21.04.1939, Side 3

Dagur - 21.04.1939, Side 3
16. tbl. D A Q U R 63 >• •• • • • • «-•• •-• • •--* • • • • • > • • • • • • • • Útistandandi skuldir félagsmanna og utanfélagsmanna hafa minnkað hjá aðalfélaginu um .................... kr. 124.000.00 hjá Útibúinu á Dalvík um ........................ — 5.000.00 hjá Útibúinu í Ólafsfirði um .................... — 36.000.00 og er því heildarskuldalækkunin ........... kr. 165.000.00 Yfirlit yfh' skuldh-nar og prósentureikning rekstursfjár félagsins lítur þannig út 31. des. 1938 (tölumar í svigum eru tilsvarandi % 31. des. 1937). Eigið jé: Sameignarsjóður og innst. eigin reikninga ..................... Fé jélagsmanna: Innst. í reikn. og Innlánsdeild Stofnsjóðh' ................... Lánsjé: Inneignir utanfél.m........... 189.142.76 Sjóðir í umsjá félagsins .. 28.652.82 Bankalán .... 990.862.98 •*- Innst. hjá Sís, bönkum og bankavaxta- bréf ............ 470.036.90 520.826.08 738.621.66 15% (18%) 2.010.569.67 40% (36%) 825.338.84 17% (18%) 1.423.765.20 28% (28%) 4.259.673.71 85% (82%) Eigið fé íélagsins og íélagsmanna er því 85% af veltufé félagsins í árslok, en lánsfé og innstæður utanfélagsmanna að- eins 15%. Enn hafa hlutföll milli eigin fjár og lánsfjár breytst allvei’u- lega til hins betra. Sérstaklega er áberandi hin mikla aukning á eigin sjóðum félagsins, sem á s.l. ári hafa orðið yfir 300 þús. krónur, og er þá fé eigin sjóða og reikninga orðið rúmlega 40% af veltufénu eins og það er í árslok. Þegar fulltxúi hafði lokið ræðu sinni, sem^þökkuð var með al- mennu lófataki, vai- lögð fram skýrsla endurskoðenda og fylgdi Hólmgeir Þorsteinsson henni með ýtarlegri ræðu. Lögðu endur- akoðendur tii, að reikningarnir yrðu samþykktir eine og þeir laegju fyrir. Reikningamir síðan bomir undir atkvæði og samþykktir í einu hljóði. RÁÐSTÖFUN Á ÁRSARÐINUM. Stjóm og endurskoðendur lögðu fram svofelldar tillögur, er samþykktar voru í einu hljóði. 1. a. Af rekstursreikningi ársins 1938 úthlutast til félags- manna 8% arði af kaupum þeirra af ágóðaskyldum vörum. b. Af innstæðu kolareiknings úthlutist til félagsmanna 1 króna á hvert úttekið kolatonn 1938. c. Af innstæðu saltreiknings úthlutist til félagsmanna kr. 2.00 á hvert úttekið salttonn 1938. d. í skuldtryggingarsjóð færist kr. 1717.52. I Menningar- sjóð kr. 4.293.80. í Tryggingarsjóð kr. 11.163.90. Eftir- stöðvar ágóðareiknings yfirfærist til næsta árs. 2. a. Smjörlíkisgerðin. Innstæða reikningsins yfirfærist til næsta árs. b. Brauðgei'ðin. Greiða skal 8% gegn skiluðum brauð- arðmiðum ái'sins 1938. c. Lyjjabúðin. Félagsmönnum úthlutist 8% arði af vör- um keyptum í lyfjabúðinni 1938. Sé arðin’ útborgaður í peningum. Þó geta þeir, sem óska, lagt arðinn inn í stofnsjóð sinn. 3. a. Ull innlögð 1938 bœtist upp aj innstœðu ullarreikn- ings: Vorull nr. I með 30 aurum á kg. og allir aðrir flokk- ar með 20 aurum. b. Fundurinn felur stjóminni að ákveða endanlegt verð á kjöti, innlögðu á sláturhúsum félagshis 1938, þegar sölureikningar eru komnir og uppgerð sláturhúss- reiknings liggur fyrh'. c. Af eftirstöðvum rekstursreiknings Mjólkui'samlagsins greiðist samlagsmönnum uppbót á innlagða mjólk þeirra 1938 samkvæmt ráðstöfun aðalfundar mjólkur- samlagsms, sem haldinn var 7. febr. s. L, sem hér segir: Innlögð mjólk bætist upp með 1.6 eyri pr. kg., sem færist 0.5 eyri í samlagsstofnsjóð og 1.1 eyri í reikn- inga samlagsmanna við félagið. Ennfremur bætist upp innlagður rjómi með 0.3 aurum fitueiningin, sem færist að Vs í samlagsstofnsjóð og 2/3 í reikninga sam- lagsmanna. Eftirstöðvarnar yfirfæríst til næsta árs. Breytingar i ríbtsstfórninni. Fimin maifiua samsieypiistfórifi myndiað Síðastl. þriðjudag tilkynnti Her- mann Jónasson forsætisráðherra á Alþingi, að þær breytingar væru orðnar í ráðuneyti sínu, að Skúli Guðmundsson atvinnumálaráð- herra heíði fengið lausn frá því starfi, og jafnframt væri rnyndað 5 manna ráðuneyti, er 3 aðalflokk- ar þingsins stæðu að, þar sem tveir ráðherrarnir væru úr Fram- sóknarflokknum, tveir úr Sjálf- stæðisflokknum og einn úr Al- Dýðuflokknum. Samkvæmt þessu er hið nýja ráðuneyti þannig skipað: Hermann Jónasson forsætisráð- herra og hefir með höndum dómsmál, kirkju- og kennslumál og landbúnaðarmál. Eysteinn Jónsson viðskiptamála- ráðherra, og heyra undir hann verzlunar- og bankamál. Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra, hefir hann með höndum útvegs- og samgöngumál. Jakob Möller fjármálaráðherra. Stefán Jóh. Stefánsson félags- og utanríkismálaráðherra. Ástæðan til myndunar sam- steypustjórnarinnar, sem langur undirbúningur hefir verið að, er ýmsir erfiðleikar inn á við og ískyggilegt útlit umheimsins. Engu skal um það spáð, hvernig þessi samvinna hrnna þriggja flokka reynist, en allir rétthugs- andi menn hljóta að æskja þess, að hún megi verða landi og þjóð til farsældar. ÖNNUR MÁL. Meðal þeirra mála, er fundurinn tók til meðferðar, voru þessi: Mæðiveikisnefnd þeirri, er kos- in var á aðalfundi 1938 falið að starfa áfram í sama augnamiði og áður. Ennfremur beindi fundurinn þenri áskorun til Alþingis, að verði veittar bætur fyrir sauðfé, sem drepst úr mæðiveiki, kýla- pest og Johnessýki, verði og það fé, sem fellur úx riðuveiki, bóta- skylt. Vegna breytinga á samvinnu- lögunum 1938, lagði stjórnin fram noldcrar tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, og voru þær allar samþykktar. Stjórnin bar fram frumvarp til nýrrar reglugerðar fyrir sauðfjár- samlag K. E. A. og var það sam- þykkt. Fundurinn kaus 5 manna nefnd til þess að athuga í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra hvort ekki muni tiltækilegt; að koma upp garðyrkjusýningu á Akureyri sumarið 1940. í nefndina voru kosnir: Steindór Steindórsson. Kristján Sigurðsson. Ólafur Jónsson. Þorsteinn Þorsteinsson. Jón Rögnvaldsson. KOSNINGAR: Einar Árnason og Ingimar Ey- dal endurkosnir í stjórn félagsins til næstu 3ja ára. Kristján Sigurðsson kennari kosinn í stjórn félagsins til eins árs í stað Benedikts Guðjónsson- ar, sem nú er látinn. Hólmgeh Þorsteinsson endur- kosinn endurskoðandi reikninga félagsins. Björn Jóhannsson á Laugalandi kosimr 1. varamaður í félags- stjórnina til eins árs í stað Krist- jáns Sigurðssonar. Elías Tómasson endurkosinn varaendurskoðandi og Snorri Sig- fússon endurkosinn í stjórn Menn- ingarsjóðs. Kosnir fulltrúar á aðalfund Samb. ísl. samvinnufélaga: Jakob Frímannsson. Ari Bjamason. Baldvin Jóhannsson. Stefán Sigurjónsson. Árni Jóhannsson. Halldór Ásgeirsson. Halldór Sigurgeirsson. Ólafur Magnússon. FRÆÐSLU- OG SKEMMTIATRIÐI, Að kveldi beggja fundardag- anna fóru fram fræðslu- og skemmtiatriði x Nýja Bíó. Var húsfyllir bæði kvöldin. — Til skemmtimar var söngur Geysis og Kantötukórs Akureyrai’, auk þess kvikmyndir og erindi seinna kvöldið, er Ólafur Jónsson flutti. Auk þessa flutti Helgi Valtýsson erindi seinni fundai'daginn um hreindýr og hreindýrarækt. Voru öll þessi fræðslu- og skemmtiat- riði vel rómuð og þeim tekið með óblandinni ánægju. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. ZION. Sunnud. 23. apríl: Barna- samkoma kl. 10.30. Almenn sam- koma kl. 8.30 e. h. □ Rún 59394267 - 1 I. O. O. F. = 1204219 == O. Kvenjélagið „Aldan“ í Öngul- staðahreppi heldur dansleik í þinghúsinu að Þverá, laugard. 29. þ. m. kl. 9 síðd. Góð músík. Veit- ingar á staðnum. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund sunnudaginn 23. þ. m. kl. 8V2 e. h. í Skjaldboi'g. Um- ræður um bindindismannamótið. Kosning embættismanna. Blaðið „Röðull“. Bamastúkan „Samúð“ heldur fund í „Skjaldborg“ n. k. sunnu- dag kl. 1.30 e. h. Óskað er eftir, að allir félagar stfikunnar, eldri og yngri, mæti, því að stúkan verður ljósmynduð á efth' fxmdi. Ljósmyndastofan 1 QránufélagrsgrOtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Guðr. Funch-Rasmussen.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.