Dagur - 17.05.1939, Síða 3

Dagur - 17.05.1939, Síða 3
20. tbl. D A ö JJ R 81 y sóknarflokksins, heldur eru þau aðeins bráðabirgðaúrræði, á erf- iðum timum, sem æskilegt er að geta losnað við sem fyrst. Að lokum tókst að laða saman hin óliku stjórnarmið flokkanna i þessum málum með þeirri nið- urstöðu, að þau verða undir yf- irráðum Eysteins Jónssonar, böft- unum verður haldið áfram fyrst um sinn, en þau leyst jafnóðum og fært þykir. Er það í raun og veru engin breyting frá stetnu Framsóknarflokksins. Af yfirlýsingu Gísla Sveinsson- ar er það ljóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir sprungið í tvo nær jafnstóra hluta, um þessi mál og gengismálið. Það er auð- séð á ummælum Gísla Sveins- sonar, að áttmenningarnir í Sjálf- stæðisflokknum vantreysta hin- um armi flokksins að taka ein- um þátt i stjórn landsins, þess vegna setja þeir Jakob Möller inn í stjórnina til öryggis. Jakob Möller er hafður sem spenging yfir þverbrest þann, sem orðið hefir í þingliði Sjálfstæðisflokks- ins. B æ K u r. Eimreiðin, 1. h. þ. á., er út kom- in. Meðal annars, er ritið flytur að þessu sinni, má nefna: Við þjóð- veginn, eftir ritstjórann. Við Öskjuvatn (saga) eftir Huldu. Leon Trotzki og málaferlin miklu í Moskva, eftir Baldur Bjarnason. Á aðalstöðvum brezka útvarpsins, eftir ritstjórann. Enn um berkla- varnir, eftir M. B. Halldorson; er það svar til Sigurjóns Jónsson- ar læknis, og jafnframt er loka- svar frá S. J. Kynjöfnunarstefnan, eftir Pétur Magnússon frá Valla- nesi. Tvö íþróttaafmæli, eftir rit- stjórann. Svefnfarir, eftir Alex- ander Cannon. Enn eru í ritinu saga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, er nefnist Leyndarmálið, og önn- ur þýdd saga, nokkur kvæði eftir ýmsa höfunda o. fl. smávegis. I heftinu er allmikið af myndum. Dvöl, 1. h. þ. á., er nýlega út komin. Eðvarð Árnason ritar um gervivörur, Jón Magnússon skáld um fól'kið á ströndinni og íslenzka menningu, svar til síra Páls Þor- leifssonar; Þórarinn Guðnason skrifar um Reykjavíkurstúlkuna 1939; Richard Beck á þar ritgerð, er hann nefnir „Brúin yfir hafið“ og útgefandinn, Vigfús Guð- mundsson aðra, er nefnist Þjóð- málaþættir. Þá eru í heftinu ýms- ar sögur, þýddar og frumsamdar, kvæði o. fl. Vak&, 1. h. 1939, er komin út. Tveir menn nefnist grein, sem rit- stjórinn skrifar. Gerir hann þar að umtalsefni tvo íslendinga, sem á s.l. ári hafa lotið mjög lágt í þjónustu sinni við einveldisherra tveggja stórvelda. Þessir menn eru Halldór Kiljan Laxness rit- höfundur og Knútur Amgrímsson, fyrrum prestur. Rimólfur Sveinsson skrifar um þegnskyldu, Ásgeir Ásgeirsson um kosningu og byltingu, Jón Pálma- son um landaura og launakjör, Gunnar Þórðarson um byggða- hverfi, Jón Eyþórsson um vort daglega -brauð og Jónas Jónsson um heita lífstrú. Nokkrar fleiri greinar eru í þessu hefti Vökú, ein saga og talsvert af kvæðum. Jón Benediktsson, prentari: Fyrsta Ijóðskáldið, sem minnist íþróttahússins, er Ounnar S. Hafdal. (Framhald af 1. síðu). Eftir Konráð Vilhjálmsson: 21. Strengjatök, kvæði. Eftir Sigurð Vilhjálmsson: 22. Sólskinsblettir, ferðakvæði. Eftir Sigurð Róbertsson: 23. Lagt upp í langa ferð, sögur. Eftir Sigurð Eggerz: 24. Sýnir, ljóð og ritgerðir. 25. Það logar yfir jöklinum, sjónleikur. 26. Líkkistusmiðurinn, sjónleikur. Ég ætlast til þess, að framan- skráð bókagjöf, sem er 26 bindi, verði notuð sem einn vinningur í happdrætti, sem æskilegt væri að stofna á þessu ári, til ágóða hinu fyrirhugaða íþróttahúsi, sem brýna nauðsyn ber til að reist verði í Akureyrarbæ, og það sem fyrst. — íþróttahúsið þarf að vera veg- legt og fullkomið, búið öllum beztu og nýjustu tækjum. Slík stofnun væri m. a. höfuðskilyrði fyrir hreysti og heilbrigði æsku- lýðsins í þessum bæ. Og hún yrði ennfremur tákn menningar og þroska bæjarfélagsins í heild sinni. — Þér hafið, Jón Benediktsson, unnið af alúð og kostgæfni að framgangi íþróttamálanna og bar- ist hraustlega fyrir byggingu íþróttahússins. Við það eru vonir yðar og hugsjónir tengdar. Ég óska að þær megi rætast yður í náinni framtíð. Með fyllstu virðingu. Yðar einl. Gunnar S. Hafdal. Hugsum okkur, að einhver smiðurinn hér á Akureyri gæii fallegan bókaskáp undir bókagjöf Gunnars. Síðan færu forleggjarar bóka, og hin önnur skáld1) og rit- höfundar þessa lands að dæml Gunnars, og gæfu verk sín og for- lagsbækur, þá gæti þetta orðið 500—1000 króna vinningur í happ- drættinu, eða meira, en slíka verðmæta vinninga er nauðsyn- legt að hafa í hverju happdrætti, sem útgengilegt á að verða. Eins gætu einstaklingar og bóksalar gefið eina eða fleiri bækur í safn- ið. Ég veit ekki um vilja gefand- ans í þessu efni, en mér finnst, að hin höfðinglega og frumlega gjöf hans þurfi ekkert að minnka við þetta. Og auðvitað ætlast ég til, að bókagjöf Gunnars skipi öndvegi !) Því, að nú er Gunnar búinn að taka þetta ómak, eða réttara sagt, þennan heiður af skáldum og rithöfundum þessa bæjar, með hugsun sinni og framtaksserpi. í bókaskápnum, og síðan hver DÓkagjöfin af annarri í þeirri röð, sem þær berast. En nú er aðal- spurningin þessi: Hver gefur bókaskápinn? Og, berast safninu fleiri bækur? Og frá hverjum? Gunnar S. Hafdal er einn hinn mesti bókamaður hér um slóðir og notar hverja þá frístimd, sem rann getur gefið sér frá daglegum störfum til ljóðagerðar og fræði- iðkana, það kemur sér þá vel, að maðurinn er mikilvirkur í hverju starfi og hefir því meiri frítíma yfir að ráða en ella, enda mun hann þurfa mikinn tíma til að dytta að bókasafni sínu, afla fleiri Dóka, gamalla jafnt sem nýrra og skipuleggja safnið á einn og ann- an hátt. Ávöxturinn af þessum á- íuga hans og ástundun er svo sá, að nú á hann eitt með stærri öókasöfnum, sem til eru í eigu eins einstaklings, fjölbreytt mjög, vandað og vel um gengið og íörumvexti.* Gjörhugull er Gunn- ar í leit og vali að nýjum bókum í bókasafn sitt, og vandfundin mun sú bók, sem hann ekki kann- ast við eða höfund hennar; til dæmis leiðir hann alveg nýtt skáld fram á sjónarsviðið í þessari ^ókagjöf sinni, þar sem er Sigurð- ur Vilhjálmsson. Þeir munu vera færri, Akureyringamir, sem vita að Sigurður er skáld, og það gott skáld, eða að hann hafi gefið út ítið ljóðakver, „Sólskinsblettir“, sem ber nafn með réttu. En því miður kann þjóðin ekki að meta störf Gunnars og annarra slíkra manna, sem heyja baráttuna einir og óstuddir fyrir áhugamálum sín- um — meira að segja verða oft fyrir misskilningi og jafnvel að- kasti og fá því eigi notið sín til fullnustu. Og hvers hefði mátt vænta af Gunnari, hefði hann mátt leggja óskipta krafta sína á- hugamálum sínum, skáldskap og fræði-iðkunum, og fengið ásamt meðfæddri náttúrugáfu góða skólagöngu. En þessi eru örlög og sorgleg saga skálda og listamanna allra landa. Gunnar S. Hafdal! Hafið þökk fyrir hina höfðinglegu gjöf yðar. Hún er hliðstæð hinni ágætu gjöf Edvards Sigurgeirssonar, - mynd- inni úr hjarta lands vors. Nema gjöf yðar eru myndir úr þjóð- lífi þjóðar vorrar, dregnar fram af skáldum hennar og listamönn- jm. Þér völduð hana, af því að þér eruð skáld og bókamaður, og ,hvað elskar sér líkt“. Eins er með gjöf Sveinbjörns Jónssonar, byggingameistara, — þrjú himdr- uð króna rafmagnseldavél, og miðstöðvarofna í eina íbúð, áf íans þjóðfrægu Helluofnum. Allar eru þessar gjafir gefnar a: áhuga, hugsun og innri þörf gef- andanna, og fyrir lögeggjan * Nú kynnu kannske einhverjir að efast um sannleiksgildi þessara orða. Þeim hinum sömu vil ég aðeins benda á að fá að líta á bókasafn Gunnars. Þeir geta þá séð, með eigin augum, að hið sjálfmenntaða skáld, Gunnar S. Haf- dal, er enginn aukvisi til átaka á þessu sviði, eða fáfrœðingur i heimi bók- menntanna. „íþróttamála“, og þó verða eigi talin eða metin til fjár áhrif Deirra á alla íþróttastarfsemi og Öll íþróttamálefni þessa bæjar. Skáld, rithöfundar, bókaforleggj- arar! Farið að dæmi Gunnars S. Hafdal, og gefið til íþróttahúss Aikureyrar Ijóð yðar, ritverk og forlagsbækur. Ljósmyndarar og listmálarar! Farið að dæmi Edvards Sigur- geirssonar, og gefið ljósmyndir og málverk af þeim hugðarefnum, sem þér hafið mestan áhuga fyrir, til íþróttahúss Akureyrar. Iðnaðarmenn, verzlanir og iðn- fyrirtæki! Farið að dæmi Svein- ojörns Jónssonar, og gefið hagan- lega gerða muni, gagnlega verzl- unarvöru og framleiðsluvörur yð- ar til íþróttahúss Akureyrar. Það er áreiðanlega bezta auglýsingín fyrir atvinnugrein yðar. ÍSLENDINGAR! Hvar sem þér eruð staddir á landinu. Ef til vill liggur leið barna yðar og nánustu ættingja gegnum menntastofnanir höfuðstaðar Norðurlands. Með því að styrkja íþróttahússmálið hafið þér búið þeim betri kjör og skilyrði til frama og þroska. GLEÐILEGT SUMAR! í Sovét hefir verið gefin út ný vinnulöggjöf, og samkvæmt henni eiga laun að lækka um 15%, en jafnframt eiga afköst að aukast um 25%. Einnig er þar ákveðið að sá verkamaður, sem komi allt að y2 klukkustund of seint til vinnu, skuli tafarlaust rekinn. Út af þessum ákvæðum og fleiru í lögunum eru verkamenn mjög óánægðir og við skipasmíða- stöð í Leningrad, þar sem verið var að byggja herskipið „Kirov“, ákváðu 15000 verkamenn að leggja niður vinnu, eftir að stjóm- endur skipasmíðastöðvarinnar höfðu neitað að ræða við sendi- nefnd þeirra. • Þegar verkfallið síðar var úr- skurðað ólöglegt neituðu verk- fallsmennirnir að yfirgefa vinnu- stöðvamar. 2000 G. U, P. menn voru þá kallaðir á vettvang og ráku þeir verkamennina af skipasmíðastöð- inni með byssustingjum og tóku 600 til fanga. Hjónaband: Ungfrú Elín Ein- arsdóttir verzlunarmær og Arn- grímur Bjarnason skrifstofumaður í K. E. A. Frá Amtsbókasafninu: Skilið bókum safnsins sem allra fyrst — annars verða þær sóttar á kostn- að lánþega. Endurbólusetning á krökkum, 12—14 ára, fer fram í barnaskól- anum laugardaginn 20. þ. m., kl. 1 e. h. Aðalfundur þriðjudaginn 23. mai n.k. kl. 8.30 síðd. i SKJALDBORG. Dagskrá samkv. félagslögum. Lagabreytingar o. fl. Alvarlega skorað á kórfélaga að mæta. STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.