Dagur


Dagur - 01.06.1939, Qupperneq 3

Dagur - 01.06.1939, Qupperneq 3
22. tbl. D A G U R 89 Pétur Júlíus Porgrímsson, fæddur 14. janúar 1867, dáinn 2. maí 1939. (Flutt við útförina). Vík sorg á braut, ei þín er þörf ef þess er gáð, hér gleðin ríki átti ein og yfirráð, hér ríkti eining, allt var bjart af elsku og friö, og söngvadísin seiddi allt í sólskinið. Og þegar þessi vinur vor er vikinn braut, mun enn um sinn hér engu breytt um innra skraut, og öllu reynt að halda í horfi er helgast var, sem fegurð mesta og frægðarorð um foldu bar. Að innri sýn er æfistarfið ekki smátt. Eg veit þú sífellt sóttir fram í sólarátt, eg veit þú áttir hjarta hlýtt og hetjulund, sem aldrei þínum bræðrum brást að banastund. .jm Ef allir þeir, sem þáðu gull úr þinni mirnd og athvarfs nutu á annan hátt um æfistund, hér vildu þakka verkin þín sem vera ber, þá myndi eflaust þykja þröng á þingi hér. Eg hlakka til að hitta þig er hérvist dvín, og líta þína björtu brá og brosin þín, eg veit þú réttir vegamóðum vinarhönd og leiðir mig í söngvasal á sólskinsströnd. D. J. úr Kötlum — eftir lestur bókarinnar — „Samt mim ég vaka“. Það er sárt til þess að vita þegar skáld af gjöfum rík fara vesalt rím að rita ramflækt inn í „pólitík". Þú nauzt áður þjóðar hylli, þú varst „skáld af drottins náð“. Nú er ÖH þín andans snilli orðin „Sovét“-málum háð. Þú nærð ekki þjóðar vörum þegar „kjaftur eitri spýr“; sjálfs þíns argur yfir kjörum öskrar líkt og „villidýr“. Þú virðist hata allt og alla utan þetta rauða lið, eins og það hafi enga galla, aðeins gefi sólskinið. Eg vil fjöllin heldur hafa, heldur en landið allt sé slétt. Þegar vindar skamið skafa, skjól þau veita gróðurblett. Hæðin alltaf svipmót setur sérhverjar á gjörðir manns. Skóginn enginn maður metur minnstu eftir kvistum hans. Þú skalt ekki beinin bera, bróðir kær, á þessum stað, miklu betra mun að vera í Moskva eða Leningrað. Þar er ekkert auðvald lengur, allt er lært á sömu bók; þar má enginn dáða-drengur draga bróður sinn í krók. Þó þú hatir allt og alla, einstaklinga og „Guð vors lands", múrar ekki munu falla fyrir mistilteini rangeygs manns. Stjómmál Rússa ekkert eiga erindi hjá vorum lýð, því skal láta ljóðið fleyga laust við þeirra borgarstríð. Þ. J. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför Jóhönnu Björnsdóttur. Börn og tengdabörn. Samkvæmt samþykkt er gerð var á þingi Umdæmisstúkunnar nr. 5, er haldið var á Siglufirði síðastl. haust, hefir það nú verið ákveðið fyrir nokkru, að bind- indismannamót verði haldið að Laugaskóla, er hefjist 17. júní n.k. kl. 2 e. h. og standi til sunnudags- kvölds 18. júní. Framkvæmdanefnd Umdæmis- stúkunnar imdirbýr mót þetta, og hefir boðið ungmennafélögum á Norðurlandi þátttöku, þannig, að þau sendi nokkra fulltrúa hvert. Einnig hefh' bindindisfélögum skólanna verið boðin þátttaka, og að sjálfsögðu taka allar stúkur i umdæminu þátt í mótinu, þó ekki sé gert ráð fyrir sérstökum full- trúum frá þeim, heldur óskað eft- ir almennri þátttöku allra templ* ara. Framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar ráðgerir að koma norður, og er það von allra templai'a að það bregðist eigi. Rædd verða ýms mál er snerta samstarf bindindismanna og bar- áttu út á við og ályktanir gerðar. Verða í upphafi hvers máls flutt framsöguerindi af þar til kjörnum mönnum og málin síðan sett í nefndir, er skili tillögum og grein- argerð síðar á fundinum. Bindindis- og ættjarðarljóð verða sungin, guðsþjónusta hald- in, ávörp flutt og sérstakar kvöld- Frá Happdrættinu Xil sfómanna og annara sem flytjast burt til atvinnu annars staðar. — Munið að endurnýja áður en þér farið, helsf fyrir allan flman sem þér verðið fjarverandi. Afhugið vel: Nú vaxa möguleikarnir fyrir vinn- ingum, stórum og smáum, með hverjum drætti. Að verða af drætti nú og síðar, getur valdið yður tapi svo þúsundum króna skifti. Komið sem fyrsf og gangið fryggl- lega frá happdrættismlðum yðar. Bókaveizlnn Þoist. Thorlacius Sjóniannadagurinn 4. Júní. TILHÖGUN: Kl. 10. t. h. Hópganga sjómanna. Kl. 11. t, h. Guðsþjónusta á Ráðhústorgi, séra Friðrik J. Rafnar predikar. Kl. 2 e. h. Útiskemmtun við hötnina. Kl. 5 e. h. Skemmtun i Samkomuhúsinu. Kl, 10 e. h. Dansleikur í Samkomuhúsinu. Merkitil ágóða tyrir Björgunarskútu Norð- Iendinga seld allan daginn. Nánar auglýst sióar.— skemmtanir haldnar, þar sem fram fara stutt erindi, upplestur, söngur, dans o. fl. Norðlenzkir áhugamenn um bindindismál gera sér miklar von- ir um árangur þessa móts til sam- starfs og kynningar, og að voröld- ur fagurra hugsjóna muni rísa og ryðja sér braut, svo að unnendur menningar og siðfágunar megi sjá góðan árangur af starfinu fyrir þessi vandasömu velferðamál. Mannshvarj. Á þriðjudagsnótt- ina í síðustu viku hvarf Tryggvi Guðmundsson verkamaður, 73 ára, til heimilis í Lundargötu 4 hér i bænum, og hefir. ekki til hans spurzt síðan. Er talið víst að hann hafi farið í sjóinn. Dánardœgur. Þann 26. f. m. and- aðist Ari Hálfdánarson á Fagur- hólsmýri í Öræfum, hátt á níræð- isaldri. Var hann einn hinn merk- asti maður í bændastétt þessa lands. Orsakir gjaldeyrisvandræðanna. Ýmsir virðast hafa þá skoðun, að gjaldeyrisvandræði síðustu ára stafi af skuldahækkun við útlönd á þessu sama tímabili. Þetta er misskilningur. Orsakanna er að leita í þjóðarbúskap áranna 1933 og 1934. Á þeim árum var greiðslujöfnuðurinn við útlönd mjög óhagstæður og hrúguðust þá upp verzlunarskuldir í stórum stíl. Þessar skuldir hafa verið greiddar með gjaldeyristekjum og lántökum áranna 1935—1938. Ef ekki hefði þurft að standa straum af þessum skuldum frá 1933—34, hefðu gjaldeyristekjur áranna 1935—38 getað fullnægt gjaldeyr- isþörfum þjóðarinnar á þessu tímabili.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.