Dagur - 08.06.1939, Blaðsíða 3

Dagur - 08.06.1939, Blaðsíða 3
23. tbr. D A G U R 98 ♦ • • • •-• ♦ • • « • •-•« Autt rúm. „Rekkur mætur rýmdi burt; rústin grætur eftir“. Svo kvað Bólu-Hjálmar forðum um horfinn mann. Sú saga endur- tekst enn í dag. Eg hefi eigi komið á Akureyri, síðan Jón Jónatans- son járnsmiður lézt — fyrr en í dag, sunnudaginn næsta eftir hvítasunnu, og gisti í húsi hans. Mér virtist sem eg heyrði blást- ursþyt frá smiðjuaflinum og ham- arshögg frá steðjanum klukkan 7 að morgni. Þá, svo snemma dags, var Jón jafnan kominn til verks, um fjórðung aldar eða lengur. „Járnsmiðurinn í þorpinu11, það heimskunna kvæði Longfellows, sem þeir hafa báðir þýtt á ís- lenzku, Einar Benediktsson og Stephan G. Stephansson, gæti verið um Jón Jónatansson. Hans iðjuhönd varð sinaber við smiðarnar, og hann skuldaði eng- um — svo sem í kvæðinu segir. Og kvæði Davíðs Stefánssonar: „Höfðingi smiðjunnar“ gæti verið um Jón. Það er fullt svo vel gert og snjallt sem kvæði ameríska bragans — og er þá langt til jafn- að, þó að það sé eigi orðið verald- arfleygt enn. íslenzkan er fárra manna eign og eigi útflutnings- vara. Það virðist eigi stórtíðindum sæta, þó að einn járnsmiður falli frá. Maður kemur í manns stað. Hestar munu verða járnaðir og slcip gerð úr garði samt sem áður. En þó er það svo, í raun og veru, að mikill mannsskaði er að hverj- um iðjumanni, sem er góður drengur og skuldar engum, er veitandi fremur en þiggjandi. Hamarshögg og blásturs-hljóð geta lifað lengi. Rauðablástur Skalla-Gríms og hamarshögg hans eru eigi útdauð — eftir 1000 ár, og munu þau vara, meðan ísl. tvrnga lifir, þ. e. a. s. um aldir alda. Jón Jónatansson — þegar þveg- ið hafði af sér smiðjukámið — tók bókina og las og las, bæði fræðirit og skáldskap og auðgaði anda sinn á þann hátt. Hann var svo vinsæll maður, að allir, sem kyntust hon- um, báru til hans hlýjan hug og traust. Slíkra manna er gott að geta. Jón gat þess við mig í vetur, er við sáumst síðasta sinn, að í æsku hefði hann, þá umkomulaus, strengt þess heit, að verða nýtur maður. Slíkar heitstrengingar eru til fyrirmyndar ungum mönnum og þeim til sæmdar, sem vinnur heit- strenginguna og lætur hana ræt- ast. G. F. L/osmyndastofan 1 OránufélagsRðtu 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. Ouðr. Funch-Rasmussen. K AUPI notuð ísl. frimerki hæsta verði. Ouðm. Ouðlaugsson Kea Meisfaraflokksmófið. Þór sigrar K. A. með 7 morkum gegn 1. I. Meistaraflokkskappleikur fór fram síðastl. mánudagskvöld milli Þórs og K. A. með sigri Þórs: 7 : 1 marlci. Þessi markafjöldi gefm' ekki rétta hugmynd um leikinn, svo mikla yfirburði sýndi Þór ekki. Margir höfðu búist við fjör- ugum og jöfnúm leik, en þetta fór á aðra leið. K. A. hafði ekki sitt gamla og góða I. fl. lið að öllu leyti; þarna voru nokkrir nýliðar, og hefir það vafalaust átt sinn þátt í ósigrin- um, því samleik skorti mjög, og hafa framherjar K. A. vart sézt lélegri. Það leyndi sér ekki, að þá vantaði mjög samæfingu, og urðu margir fyrir vonbrigðum vegna leiks K. A. manna í heild, að nokkrum undanteknum. Leikur Þórs var aftur á móti einn sá bezti, sem þeir hafa sýnt, og má segja að þeir hafi sigrað á hraðanum. Gerðu þeir mörg snögg upphlaup, sem sum enduðu með hreinum og vel skoruðum mörk- um. í liði Þórs komu fram ungir og mjög efnilegir knattspyrnu- menn, sem mikils má af vænta í framtíðinni. Það, sem knattspyrnufélögin hér vantar, eru góðir þjálfarar, því góður efniviður er hér til innan félaganna. Sömuleiðis væri æski- legt, að fleiri kappleikir væru láðir milli félaganna, það er bezta æfingin. I. fl. K. A. og Þórs (nú meistarafl.) hafa undanfarið keppt þetta tvo leiki á ári, og sjá allir, að það er alltof lítið. Félögin eiga að koma sér saman um að heyja minnst tvo leiki á mánuði, og þá skulum við sjá, hvort ekki verður um framför að ræða. Knattspyrnuvinur. II. Knattspyrnumót meistaraflokks (vormótið) fór fram mánud. 5. júní síðastl. Þátttakendur voru Knattspyrnufélag Akureyrar og íþróttafélagið Þór. Þór sá um leikinn, og fór hann fram á leikvelli þess félags. Vatn hafði verið borið á völlinn þar sem hættast var við moldroki, og þess vandlega gætt, að línuverðir gætu unnið störf sín ótruflaðir af áhorfendum. Veður var mjög gott: Sól, logn og hlýindi. Völlurinn var fánum skreyttur, og setti það dá- lítinn hátíðasvip á mót þetta. Áhorfendur voru milli 5 og 6 hundruð. Lið K. A. var þannig skipað: Páll Pálsson (markvörður), Ge- org Jónsson (v. bakv.), Guttorm- ur Berg (h. bakv.), Ragnar Pét- ursson (v. framv.), Helgi Schiöth (m. framv.), Arni Ingimundarson (h. framv.), Haraldur Sigurgeirs- son (v. útframh.), Hörður Ólafs- son (v. innframh.), Jakob Gísla- son (m. framh.), Þórhallur Guð- laugsson (h. innframh.), Haraldur Jóhannsson (h. útframh.). Lið Þórs var þannig skipað: Baldur Arngrímsson (markv.), Stefán Aðalsteinsson (v. bakv.), Stefán Stefánsson (h. bakv.), Hjalti Svanlaugsson (v. íramh.), Brynjólfur Kristinss. (m. framv.), Baldur Sveinsson (h. framv.), Jó- hann Guðmundsson (h. útframh.), Jón Eglisson (h. innframh.), Júlí- us B. Magnússon (m. framh.), Sn. Sigfússon (v. innframh.), Hannes Marteinsson (v. útframh.). Leikurinn hófst kl. 9 e. h. og átti Þór völ á marki. Kaus hann að leika á norðurmarkið, móti sól. Strax í upphafi varð leikurinn nokkuð harður og ákveðinn af beggja hálfu. Þegar 5 mín. voru af leik, sótti Þór fast fram og fékk hornspyrnu á K. A. Jóhann tók hornið en Snorri skoraði mark. Skiptust nú liðin á hörðum upp- hlaupum, sem jafnan voru brotin af vörninni, þar til 30 mín. voru af leik. Þá fékk K. A. horn á Þór. Hörður tók spyrnuna en Haraldur Jóhannsson skoraði fallegt mark með skalla. Harðnaði nú leikurinn og var fátt sparað. Þegar 35 mín. voru af leik náði Þór upphlaupi og skor- aði Dúlli (Júlíus B. Magnússon) mark, eftir harða sókn. Lauk svo fyrri hálfleik með sigri Þórs, 2: 1. í síðari hálfleik lék Þór imdan sól. Varð leikurinn strax allsnarp- ur, eins og áður, en hallaðist nú meir á K. A. Þegar 3 mín. voru af leik fékk Þór aukaspymu rétt við vítateig K. A. Dúlli tók spyrnuna og skor- aði mark. Ellefu mínútum síðar gerði hann aftur mark úr víta- spyrnu. Þegar 20 mín. voru af leik, náði K. A. góðu upphlaupi á mark Þórs. Hörður skaut fast og vel, en Baldur kastaði sér og bjargaði markinu. Þrem mínútum síðar náði Þór aftur upphlaupi og Dúlli skoraði mark. Skömmu síð- ar náði K. A. upphlaupi og varð hark mikið við mark Þórs, sem bar þó engan árangur. Þegar 32 mín. voru af leik, gerði Hannes mai’k hjá K. A„ eftir gott upp- hlaup á vinstra kanti, og þegar 42 mín. voru liðnar af síðari hálfleik, skoraði Snorri síðasta markið eft- ir nokkrar dauðar sekúndur. Það sem einkenndi þennan leilc, var mikill hraði í spilamennsku flestra leikmanna. í fyrri hálfleik var sókn og vörn svo jöfn af beggja hálfu, að ekki mátti milli sjá, en í síðari hálfleik hallaðist mjög á K. A. í þessum leik virtust sumir K. A. menn tapa þeirri ró og festu, sem ávallt vei'ður að vera sam- fara keppninni, ef vel á að fara. Kom þetta bæði fram í leik og orðbragði sumra þeirra og ágerð- ist því meir, sem lengra leið á leikinn. Þó héldu aðrir fullkom- inni ró þrátt fyrir mikið kapp. Af þeim mönnum sem K. A. átti bezta í þessum leik má nefna Helga Schiöth, sem eins og oft áður var þeúra bezti maður, dug- legur, rólegur og viss í knattmeð- ferð. Sömuleiðis Þórhallur, sem stóð vel í sinni stöðu. Þá er Árni Ingimundarson öruggur leikmað- ur. Jakob Gíslason hefir oft mynd- að fastari kjarna í framlínu K. A. en í þetta sinn. í vörninni bar töluvert á Guttormi Berg, en meira fyrir bægslagang og orð- bragð en haldgóða leikni. Páll varði nú ver en oft áður, enda í lélegri æfingu. Af hendi Þórsmanna var leikur- inn sá léttasti og fjörugasti sem ég hefi séð til þess félags, sem mun hafa orsakazt annarsvegar af síbatnandi afstöðu þeirra í leikn- um og á hinn bóginn af vaxandi glundroða mótherjanna. Vörn Þórs, Baldur og Stebbarn- ir, er traustur bakhjallur, sem framlínan kann að meta og fram- verðirnir voru skjótir til hjálpar vörninni þegar þörf krafði og góð- ur stuðningur framlínunnar í á- hlaupum. Tríóið: Dúlli, Snorri, Jón, leystu sitt hlutverk vel af hendi. Jóhann hefir ágætan hraða sem útframherji, en er nokkuð einhæfur í lcnattmeðferð, annars var leikur hans góður. Hannes skipar vel sitt rúm. Að þessu sinni réði vörn K. A. ekki við framlínu' Þórsaranna, enda notaði Þór nú minni þverspörk upp við markið en áður, en það gefur varnar- flolcknum ávallt tíma til að styrkja vörn sína. Þó er þessi veila enn nokkuð áberandi í sókn Þórs. Annars sýndi Þór mikla framför í leik sínum. Um bæði liðin má segja, að skallinn var nú mikið notaður og oft af leikni. Þó voru menn á vell- inum sem auðsjáanlega forðuðust að reka höfuðið í knöttinn. Send- ingar milli manna voru oft góðar en stundum of langar. Töluvert bar á því að sumir leikmenn stjök- uðu með olnbogum og notuðu handapat mikið ef knötturinn nálg- aðist. Knattmeðferð margra er nú allgóð og flestir virðast skilja þýð- ingu þess, að sá leikur leikinn, sem engan knött hefur, ekki síður en hinn, sem starfar að knettinum í það og það sinn. Dómari leiksins var Kári Sigur- jónsson. Var það vandasamt starf, er hann leysti vel af hendi. T. Kauplð, lesið og útbreiðið „Dag“. P’ökkum hjartanlega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Kristínar Albertsdóttur. Hrefna Hallgrímsdóttir, Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Jón Sigurgeirsson. ♦

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.