Dagur - 08.06.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur 'it á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 ilig. Gjaldk. Árni Jóhannsson 1 Kaupfél. Eyfirðinga. Qjaldd. fyrir 1. júlí. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sínii 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXII. árg. | Akureyri 8. júní 1939. | 23. tbl. Gunnar Gunnarsson, hinn mikilsvirti rithöfundur, er alkominn heim til ættjarðarinnar eftir rúmlega 30 ára dvöl í fram- andi landi og seztur að í Skriðu- klaustri í Fljótsdal sem óðalsbóndi þar. Allir íslendingar, sem nokkuð kunna að meta bókmenntaleg af- rek, fagna heimkomu skáldsins og bjóða hann velkominn í faðm fóst- urjarðarinnar. Gxmnar Gunnarsson er nú fimmtugur að aldri. Innan við tvítugt fór hann úr landi sem fá- tækur og umkomulaus sveitaungl- ingur, en kemur nú heim aftur umvafinn frægðarljóma skáld- snillarinnar. Þessi virkileiki hefir yfir sér blæ æfintýranna. Oagnfræðapróf í Menntccskólanum á Akureyri vorið 1939. 1. Aðalsteinn Guðnason, Ak. II. 5.55 2. Andrés Davíðsson, Barð. I. 6.13 3. Ámi G. Kristinsson, Eyf. I. 6.16 4. Asgerður Jónsdóttir, S.-Þing. I. 6.69 5. Bergljót Jakobsdóttir, Ak. II. 5.10 6. Bjarni F. Halldórsson, N.-Is. II. 5.86 7. Björn Baldursson, Eyf. I. 6.29 8. Bragi Magnússon, Ak. I. 6.34 9. Bragi Þorsteinsson, Barð. I. 6.71 10. Due Björnsson, Ak. II. 4.92 11. Eggert Jónsson, Hún. I. 6.93 12. Einar Þ. Guðjohnsen, S.-Þing. I. 6.32 13. Eiríkur Jónsson, Strand. II. 5.83 14. Erna Árnadóttir, Ak. II. 5.44 15. Eyvindur Valdemarss., Borg. I. 6.72 16. Garðar Loftsson, Eyf. II. 5.71 17. Gfsli Magnússon, Skag. I. 6.16 18. Guðmundur Jóhannsson, Eyf. II. 5.85 19. Guðrún Gestsdóttir, Seyð. I. 6.90 20. Gunnhildur Snorradóttir, Ak. .1. 6.92 21. Hallgr. Guðmundsson, Sigluf. I. 6.14 22. Haraldur Jóhannsson, Eyf. II. 5.18 23. Haukur Pétursson, Ak. II. 5.43 24. Helgi Þórarinsson, N.-ís. I. 6.32 25. Hjördís óladóttir, Ak. I. 6.18 26. Hlíf Árnadóttir, Skag. II. 5.38 27. Hlynur Sigtryggsson, V.-Is. I. 7.11 28. Hörður Bjömsson, N.-Múl. I. 6.47 29. Jakob Jónasson, Ak. I. 6.33 30. Jóhannes Tómasson, Vestm. III. 4.41 31. Jón Hjaltason, A.-Skaft. I. 6.10 32. Jón Ólafsson, Eyf. II. 5.62 33. Jón Sigurpálsson, Ak. II. 5.87 34. Jónas Einarsson, Ak. III. 3.87 35. Kjartan ólafsson, V.-Is. I. 6.29 36. Kjartan ólafsson, Eyf. II. 5.69 37. Kristinn Hóseasaon, S,-Múl. II. 5.78 38. Kristín Snœhólm, Ak. II. 5.48 39. Laufey Jónsdóttir, Strand. II. 5.67 40. Lárus Pétursson, Ak. I. 6.91 41. Leo Schweizer, Þýzkal. III. 4.06 42. Magnús Inginiundarson, Ak. II. 5.93 43. Magnús Torfason, S.-Þing. I. 7.24 44. Mikael Jónsson, Ak. II. 5.77 45. Oddný Þorkeisdóttir, Mýr. II. 5.14 46. Oddur Helgason, Árn. I. 6.72 47. Siglaugur Brynleifsson, Ak. I. 6.35 48. Sigríður Jónsdóttir, S.-Þing. I. 7.02 49. Sigurður Eiríksson, Ak. II. 5.08 50. Skúli Magnússon, S.-Múl. II. 5.00 51. Stefán Sigurðsson, Skag. I. 6.23 52. Steingerður Eiðsdóttir, Eyf. I. 6.17 53. Steingrímur Þórðars., N.-Múl. I. 6.73 54. Sveinbjörn Egilsson, Gbrs. I. 6.20 55. Sverrir Pálsson, Ak. I. 6.68 56. Sverrir Valtýsson, Ak. I. 6.62 57. Þórarinn Þór, Ak. II. 5.06 58. Þorbjörn Guðmundss., Seyð. II. 5.84 59. Þorgerður Jörundsdóttir, Eyf. I. 6.07 60. Þórgunnur Björnsd., S.-Þing. I. 6.65 61. Þorleifur Thorlacius, Ak. II. 5.31 62. Þorsteinn Árnason, Skag. I. 7.00 UTANSKÓLA: 1. Andrés Ólafsson, Isaf. II. 5.76 2. Bárður Daníelsson, V.-Is. II. 5.76 3. Eiríkur Finnbogason, Eyf. II. 5.56 4. Jón Hannesson, Rvík I. 6.20 5. Kristinn Gunnarsson, Isaf. I. 6.18 6. Kristján Guðmundsson, Isaf. II. 5.70 7. Páll Daníelsson, Hún. II. 5.00 8. Vilhjálmur Árnason, Seyð. II. 5.75 9. Vilhjálmur Jónsson, Sigluf. II. 5.91 10. Þorvaldur Ágústsson, Árn. II. 4.67 Tveir nemendur eiga ólokið prófi. Ein námsmær (utanskóla) gekk frá prófi. Ógurlegt sjóslys. Brezki kafbáturirm „Thethis“ sökk í Liverpoolflóanum á föstu- daginn var. í bátnum voru rúm- lega 100 manns og varð aðeins 4 þeirra bjargað með Davistækjum. Hinir fórust allrr. Slys þetta er mesta kafbátsslys Breta, sem skeð hefir síðan á heimsstyrjaldarárunum, og um gjörvallt Bretaveldi ríkir hin mesta sorg út af þessum hörmu- lega atburði. Geysilegur viðbúnaður var hafð- ur til að bjarga mönnunum úr kafbátnum, þar sem hann lá á mararbotni, og tóku fjöldamörg skip þátt í björgunarstarfinu, en það bar ekki annan árangur en þann, sem áður er nefndur. í bátnum var súrefni til 36 klukkustunda. Þegar sá tími var liðinn, var öll von um björgun útilokuð. Sjómanna- dagurinn var haldinn hátíðlegur viða um land við mikla þátttöku. í sam- bandi við hátíðarhaldið í Reykja- vík var opnuð sýning í Markaðs- skálanum, er sýnir þróun sjávar- útvegsins hér á landi og mun mjög hafa verið til sýningarinnar vandað. Hér á Akureyri hófst hátíðar- haldið með skrúðgöngu frá innri hafnarbryggjunni. Að henni lok- inni fór fram guðsþjónusta við trjálundinn á Ráðhústorgi. Flutti sr. Friðrik Rafnar, vígslubiskup, þar ræðu, en karlakórinn Geysir annaðist sönginn. Kl. 2 fór fram kappróður frá innri hafnarbryggjunni út að Torfunefi, milli skipverja af Jarl- inum, Ólafi, Hjalteyrinni, Rúnu og Vélstjórafélag Akureyrar tók einnig þátt í keppninni. Jarlinn vann á 4 mín. 59.5 sek. og hlaut bikar, gefinn af Útgerðarmanna- félagi Akureyrar. Næst var Vél- stjórafélagið að marki. Á eftir kappróðrinum sýndi skipshöfnin á v. s. Kristjáni hvernig kastað er fyrir síld. Kl. 5 hófst skemmtun sjómanna í Samkomuhúsinu. Þar töluðu þeir Davíð Stefánsson skáld og Helgi Valtýsson rithöfundur og Karlakór Akureyrar söng. Mikið fjölmenni var viðstatt há- tíðarhaldið. Kll. 10 um kvöldið hófst dans- leikur í Samkomuhúsinu. $ly§farir. Þann 1. þ. m. vildi það slys til á Skagaströnd, þar sem verið var að vinna við hafnargerðina, að tré féll í höfuðið á 16 ára gömlum pilti, Árna að nafni, syni Ólafs Lárussonar, fyrv. kaupfélags- stjóra, og beið hann bana af. Fyrir skömmu hrapaði ungl- ingspiltur í björgum í Vestmanna- eyjum, á austanverðri Heimaey. Fannst hann örendur í svonefndri Haugaurð. Stefán Guðmundsson Islandi kom til Reykjavíkur með Brúar- fossi í fyrrakveld. Býst hann við að dvelja hér aðeins til mánaða- móta, og því óvíst að hann sjái sér fært að bregða sér hingað norður. Allur almenningur mun þó vænta þess, og taka komu hans fagnandi nú sem fyrr. SIGURÐUR RÓBERTSSON: Fjalla-Bensi. Oft um reginauðnir fjalla einn á ferð hann var, >ótt að veðra bólgin blika pyrgði sólarfar. — Fyrir því, sem öðrum ægir, aldrei kvíða bar. Þegar vetrarrökkur reifði rammefld fjallavé, jangað tíðum tölti Bensi til að leita að fé. Enginn maður á þær slóðir auðnumeiri sté, Úr heljargreipum hunguxdauðans ireif hann lömb og ær, óegar allar bjargir byrgði bæði klaki og snær. — Lifa mun um aldur og æfi afreksferðir þær. Meðan kringum arineldinn aðrir héldu jól, einn í skafli á eyðileiðum átti hann vesælt skjól. Yfir honum villtum vegar veðrahundur gól. Oftar undir fannafeldi fann hann næturstað, en Bensi orðinn ýmsu vanur æðrast lítt við það. Þann, sem ræður öllu yfir, aldi-ei vægðar bað. Sízt hafa forlög mjúkum mundum mótað skapgerð hans. Við óblíð kjör og æðiveður oft var krappur dans. — Hún er ólík annarra lífi æfi þessa manns. Þó má finna yl og ástúð undir grófum hjúp. Viti hann líða lítilmagnann, lund hans verður gljúp. — En Bensi sýnir ekki öllum oní hugans djúp. Oft má líða af veðravöldum vos og hungursnauð sá, er hættir lífi og limum í leit að týndmn sauð, og horfa beint gegn þrautum þorði þegar skyldan bauð. Kirkjan: Messað næstk. sunnu- dag í Lögmannshlíð kl. 12 á hád. (Safnaðarfundur). Fullnaflarprófsbörn eru beðin að koma til viðtals 1 barnaskólanum kl. 8 annað kvöld (föstudag). Útsölu hins ágæta tímarits, D v alar, hefir á hendi Hjörtur Gíslason, bílstjóri, í Brekkug. 3,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.