Dagur - 22.06.1939, Page 2
102
DAQUK
25. tbl.
Búnaðarbankinn
t í u á r a.
Hinn 14. júní 1929 öðluðust lög-
in um Búnaðarbanka staðfestingu,
og átti því bankinn 10 ára afmæli
14. þ. m.
Eins og kunnugt er voru þeir
Jónas Jónsson og Tryggvi Þór-
hallsson aðalhvatamenn að stofn-
un Búnaðarbankans. Kemst annar
þessara manna, Tryggvi Þórhalls-
son forsætisráðherra, svo að orði í
framsöguræðu, er frumvarpið að
Búnaðarbankalögunum var til 1.
umræðu í neðri deild: „Bak við
frumvarp þetta liggur sterk trú á
því, að landbúnaðurinn íslenzki
eigi góða framtíð fyrir höndum,
og því sé það fyllilega réttmætt að
beina til hans meira fé með rétt-
látum kjörum“.
Það er sannmæli, að allt frá
landnámstíð hefir landúnaðurinn
verið sá annar atvinnuvegur
landsmanna, sem skapaði trygg-
asta undirstöðu undir afkomu
þeirra og velmegun. Þrátt fyrir
eldgos, fjárfelli, einokun og harð-
indi fyrri alda stóðst hann allar
raunir og reyndist landsmönnum
sú líftaug, er bjargaði kynslóðun-
um áfram gegnum aldirnar.
Með stofnun opinberra láns-
stofnana hefst nýtt tímabil í at-
vinnusögu íslendinga. Fjármagn
þessara lánsstofnana hleypir nýju
lífi í atvinnuvegina og byltir
þeim á ýmsa lund úr þeim alda-
gömlu formum, sem þeir höfðu
verið í. Elzt þessara stofnana er
Landsbankinn, er var settur á fót
fyrir 54 árum, en íslandsbanki
var stofnsettur skömmu eftir síð-
ustu aldamót. En sú varð rauni'n
á, að sjávarútvegurinn sogaði til
sín svo að segja allt fjármagn
þessara stofnana, en landbúnaður-
inn sat á hakanum. Raddir komu
því fljótlega fram um það, að þörf
væri sérstakrar lánsstofnunar fyr-
ir landbúnaðinn, sem aðallega
miðaði lánastarfsemi sína við þær
kringumstæður, sem íslenzkur
landbúnaður ætti við að búa. Veð-
deild Landsbankans hafði að vísu
veitt lán gegn veði í jörðum jöfn-
um höndum við lán til húsa í
kaupstöðum. Söfnunarsjóðurinn
hafði einnig lánað nokkuð út á
jarðir, og aðrar smærri stofnanir
eitthvað lítilsháttar. Ræktunar-
sjóður íslands var fyrst stofnaður
með lögum árið 1900 og endur-
skipulagður með lögum 1925.
Loks var Byggingar- og landnáms-
sjóður stofnaður með lögum 7.
maí 1928.
Fyrir áhrif Framsóknarmanna
afgreiddi Alþingi lög um stofnun
Ríkisveðbanka árið 1921. En lög
þessi komu aldrei til framkvæmda
og voru felld úr gildi með lögun-
um um Búnaðarbanka íslands
1929. Lagafrumv. undirbjó Böðvar
Bjarkan lögfræðingur, sem einnig
hafði átt mestan þátt í samningi
ríkisveðbankalaganna og meðal
annars farið utan til undirbúnings
þeim.
Hefir hér verið vikið lítið eitt
að forsögu Búnaðarbankans, en
hér á eftir verður greint í stuttu
máli frá ýmsum atriðum, sem
sýna starfsemi hans á því 10 ára
skeiði, er hann nú hefir starfað.
Aðalstarfsdeildir Búnaðarbank-
ans eru fimm: Sparisjóðs- og
rekstrarlánadeild, Byggingar- og
landnámssjóður, Ræktunarsjóður,
Veðdeild og Viðlagasjóður.
Auk þess annast bankinn starf-
rækslu Kreppulánasjóða, Nýbýla-
sjóðs og Loðdýralánadeildar.
Innstœðufé sparisjóðsdeildar var
í árslok:
1930 ................. 1.051 þús.
1938 ................. 4.593 þús.
Byggingar- og landnámssjóður
hefir frá upphafi veitt 514 lán að
fjárhæð samtals 3 milj. 91 þús. kr.
Fæst lán voru veitt úr sjóðnum
árið 1932, aðeins 10, en langflest
1938, 104 að tölu. Skuldlaus eign
sjóðsins var í árslok 1938 1.700
þús .kr.
Rœktunarsjóður hefir frá 1925
veitt 2683 lán. Lánsfjárhæð sam-
tals 7.162 þús. kr.
Lánað hefir verið:
Til ræktunar og áburðar-
húsa ............... 3.131 þús.
Til húsabóta ......... 3.183 þús.
Til rafstöðva .......... 412 þús.
Til girðinga o. fl.... 435 þús.
Veðdeildin hefir aðeins gefið út
1 flokk veðdeildarbréfa, sem lán-
aður var þegar á fyrsta starfsári
bankans, og síðan hefir þessi deild
því aðeins verið starfrækt sem
innheimtudeild.
Líku máli gegnir um Viðlaga-
sjóð, sem afhentur var bankanum
til eignar og umráða með það fyr-
ir augum, að hann yrði til trygg-
ingar skuldbindingum Veðdeildar-
og Ræktunarsjóðs. Eign Viðlaga-
sjóðs var um síðustu áramót 2.404
þús. kr.
Loðdýrálánadeild tók til starfa
1937 og hefir veitt 41 lán að fjár-
hæð samtals 103 þús. kr.
Nýbýlasjóður tók til starfa 1936.
Er hann hvorttveggja í senn
styrktarsjóður og lánsstofnun und-
ir sérstakri stjórn. Styrkir úr
sjóðnum hafa verið veittir 195 að
tölu, en að fjárhæð 432 þús. kr.,
en lán 151 þús. kr. að fjárhæð 407
þús. kr.
Búnaðarbankinn stofnaði útibú
á Akureyri seint á árinu 1930 og
lagði fram stofnfé þess 300 þús. kr.
Síðan hefir stofnfé þess verið auk-
ið um 200 þús. kr. Sparifjárinn-
stæður útibúsins um síðustu ára-
mót voru 145 þús. kr. Útibússtjóri
hefir jafnan verið frá stofnun úti-
búsins Bernharð alþm. Stefánsson.
Skuldlaus eign Búnaðarbankans
var í árslok
1930 ....... kr. 4.860 þús. kr.
1938 ....... — 8.375 þús kr.
Ein þýðingarmikil starfsgrein,
sem bankinn starfrækir, er Teikni-
stofa landbúnaðarins. Henni veitir
forstöðu Þórir Baldvinsson.
Aðalbankastjórar Búnaðarbank-
ans hafa verið Páll Eggert Ólason,
Tryggvi Þórhallsson og Hilmar
Stefánsson. En aðstoðarbankastjór-
ar til ársloka 1937 voru þeir
Bjarni Ásgeirsson og Pétur Magn-
ússon.
Er þess að vænta, að Búnaðar-
bankinn verði hér eftir sem hing-
að til öflug lyftistöng fyrir hinn
þýðingarmikla atvinnuveg þjóðar-
innar, landbúnaðinn.
Frá Aintbókasafnina :
Safnið verður opið til útlána alla
iniðviktulaga í sumar kl. 8 —
10 e. h.
Ljósmyndastofan
í Qránufélagsvötu 21
er opin frá kl. !0—6.
HVERGIÓDÝRAR
Guðr. Funch-Rasmussen.
NÝJA-BÍÓ
Fimmludagskvöld kl. 9:
Njosnir.
Frönsk tal- og hljómmynd
ílOþáttum. Aðalhlutv. leika:
/ean Murat
Og
Vera Korene.
Afarspennandi rnynd um nú-
tíma njósnir eftir sögu Charles
Robeit Dumas, sem gerist í
Berlín og París 1936'
Bönnuð börnum.
Torgsala
á blómum — seinna á grænmeti — á hverjum laugard. fyrst
um sinn kl. 8.30 f. h. — Stórt úrval Kaktusar o. m. fl.
Tfffá- og blómaræklín Fífilgerði.
Meyfa-
skemman.
Hljómsveit Reykjavíkur hafði
ákveðið, að koma til Norðurlands
nú í júní, og sýna þessa óperettu
á 6 stöðum svo og á Siglufirði, og
taka þar skip til ísafjarðar og hafa
sýningar þar. Var allt undirbúið
til þessarar farar. — En þá kom
það fyrir, að allir Þjóðverjarnir,
sem eru í hljómsveitinni, eru kall-
aðir heim til tveggja mánaða
herþjónustu, með væntanlega
styrjöld fyrir augum. — Með
þessu verður hljómsveitin svo fá-
liðuð af berandi hljóðfærum, að
félagið sér sér ekki fært, að sýna
óperettuna, í þeirri mynd sem hún
var sýnd í Reykjavík. — Forráða-
menn sýningarinnar, vilja ekki
að neinu leyti slá af þeim kröfum,
sem þeir hafa gert til hljómsveitar
og leiks, þó utan höfuðstaðarins
sé, hafa þeir því afráðið, að láta
þessa leikferð falla niður, svo að
Norður- og Vestfirðingum gefst
ekki kostur á að sjá þessa vinsælu
operettu að þessu sinni.
Tveir tryilingsatburðir
hafa átt sér stað hér um slóðir ný-
lega. Skeði annar á Skriðulandi í
Arnarnesshreppi, þar sem naut
trylltist í fjósi og meiddi bóndann
þar, Jóhann Sigvaldason, svo að
flytja varð hann á sjúkrahús.
Varð boli svo umsvifamikill og
ærður, að hann varð að skjóta
gegnum gat á fjósþekjunni.
Hinn atburðurinn gerðist hér á
Akureyri, í fjósi kommúnista,
„Verkamanninum“. Við komu
þeirra Jónasar Jónssonar og Ey-
steins Jónssonar hingað norður
trylltust kommúnistanautin í fjósi
sínu, öskra og bölva líkt og
„kollega“ þeirra á Skriðulandi, en
sá er þó munur á þessum tuddum
og Skriðulandsnautinu, að þeir
vinna engum mein með tryllings-
látum sínum, og er því óþarfi að
senda þeim skot, nema þá mein-
laust púðurskot.
KAUPI
notuð ísl. frimerki hæsta verði.
Guðm. Guðlaugsson Kea
gHWlWWIWHIHWIW
Sumarkápatau,
mikið úrval, nýkomið.
Kaupfélag Eyfirðinga
V ef naðarvörudeild.