Dagur - 22.06.1939, Síða 3

Dagur - 22.06.1939, Síða 3
25. tbl. D AQUR 103 BiiMlinclisiimniiaiiiót- ið að Laugnm. lvegg$a daga mót með þátttökn af Akureyri, Siglufirðl, Húsavik, úr Eyfaffarðarsýslu og Þingeyfarsýslum. Siðari daginn uni 400 manns. Þann 17. og 18. júní s.l. var hald- ið almennt bindindismannamót fyrir Norðurland í Laugaskóla að tilhlutun Umdæmisstúkunnar nr. 5 á Akureyri. Þátttakendur í móti þessu voru templarar af Akureyri, Siglufirði og Húsavík og fulltrúar frá bindindisfélögum og ung- mennafélögum í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslum. Lengst að- komnir fulltrúar innan Norðlend- ingafjórðungs voru frá Langanesi og Þistilfirði. Auk þess mættu á þinginu frá Stórstúku íslands þau Friðrik Á. Brekkan, stórtemplar, Jensína Egilsdóttir, stórvara- templar og Sigfús Sigurhjartarson fyrv. stórtemplar. Einnig mættu fulltrúar frá Sambandi bindindis- félaga í skólum. Fyrri daginn var mætt á annað hundrað fulltrúar og síðari daginn var um 400 manns. Veður var ekki sem ákjós- anlegast síðari daginn, þó hindraði það ekki störf mótsins, þar sem húsakynni voru nægileg. Gistingu og veitingar annaðist Páll H. Jónsson, kennari að Laugum, og fór það prýðilega úr hendi. Forsetar mótsins voru Stefán Ág. Kristjánsson framkvæmdastj. og Jóhannes Óli, kennari. En rit- arar Eiríkur Sigurðsson, kennari og Birgir Steingrímsson, verzlun- armaður. Aðrir aðalstarfsmenn mótsins voru: Hallgrímur Jónsson, járnsmiður, ferðastjóri og Jón Gunnlaugsson verzlunarmaður, er aðstoðaði brytann við veitinga- sölu og fyrirkomulag gistinga fyr- ir hönd Umdæmisstúkunnar. Mót þetta var haldið samkvæmt tillögu frá Hannesi J. Magnússyni á síðastl. hausti. Það hófst með því að Stefán Ág. Kristjánsson flutti ræðu, og því næst var sung- ið frumort kvæði eftir hann. Þá hófust framsöguerindi í þeim málum, sem þingið tók til með- ferðar. Hin helztu þeirra voru þessi: Bindindissamtök Norður- lands, frummælandi Hannes J. Magnússon. Áfengislöggjöfin, frummælandi Brynleifur Tobias- son. En af því að hann gat eigi mætt á mótinu, flutti Jón Gunn- laugsson framsöguræðu hans. Tó- baksnautn, frummælandi Marinó L. Stefánsson. Vandamál sam- kvæmislífsins, frummælandi Árni Jóhannsson. Að loknum framsögu- ræðum var skipuð fjölmenn nefnd í hverju máli. Nefndirnar unnu svo um kvöldið, en skiluðu tillög- um næsta dag. Það yrði of langt mál hér að vitna í þessar tillögur, þó má geta þess, að ýmislegt var gert til að tryggja samstarf þeirra félaga, er að móti þessu stóðu, í bindmdismálum og skorað á Um- dæmisstúkuna nr. 5 að gangast aftur fyrir slíku móti. Frá áfengislaganefnd var sam- þykkt að mæla með héraðabönn- um, þ. e. að kaupstaðir landsins fái sama rétt og önnur lögsagnar- umdæmi til að ákveða, með at- kvæðagreiðslu, hvort þeir vilji hafa áfengisútsölu innan sinna vébanda. Þá var skorað á öll bindindis- sinnuð félög á Norðurlandi að hefja baráttu til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um áfeng- isbann, er yrði látin fara fram að nægilegum undirbúningi loknum. Einnig var mikið rætt um drykkjuskap á opinberum jam- komum og ýmsar ályktanir gerðar til umbóta í því efni. Jafnframt voru samþykktar til- lögur um varnir gegn tóbaksnautn barna og unglinga. Einnig voru samþykktar tíllög- ur um nauðsyn bindindis við ýms- an atvinnurekstur, þar sem menn eiga líf sitt undir stjórn eins eða fleiri manna. Mótinu bárust nokkur heilla- skeyti frá yfirstjórnum bindindis- málanna í landinu og U. Templ. Snorra Sigfússyni, skólastjóra, sem staddur er í útlöndum. Annað það, er fram fór til fróð- leiks og skemmtunar, var eftirfar- andi: 17. júní var minnst með ræðu af Páli H. Jónssyni. Guðs- þjónusta fór fram á sunnudag og predikaði séra Friðrik A. Frið- riksson á Húsavík. Þá flutti Frið- rik Á. Brekkan ræðu um viðhorf í bindindismálum. Hópsýning fór fram úti. Þar komu fram: Hópur bindindismanna og Bakkus með fylgdarliði sínu. Fluttu þeir mál sín fyrir dómara. Einnig kom þar fram hópur kvenna og hópur barna, og að lokum þrjár dísir, sem vöktu almenna hrifningu áhorfenda. Á mótinu söng Karla- kór Reykhverfinga undir stjórn Sigurjóns Péturssonar. Flutt voru ávörp frá hinum ýmsu samböndum og yfirstjórn bindindissamtakanna. Fyrir Stór- stúku íslands talaði Sigfús Sigur- hjartarson, fyrir Samband bind- indisfélaga í skólum Valgarð Ól- afsson, fyrir U. M. S. Eyjafjarðar Jóhannes Óli form. sambandsins, fyrir Samband ungmennafélaga Suður-Þingeyinga Geir Ásmunds- son, Víðum, formaður, og fyrir Ungmennasamband Norður-Þing- eyinga Björn Þórarinsson, Kila- koti, Kelduhverfi. Mótinu lauk með samsæti. Þar flutti Jón Gunnlaugsson erindi. Frú Jensína Egilsdóttir og Páll H. Jónsson skemmtu með söng. I. eifur Ásgeirsson flutti ræðu og lét ánægju sína í ljósi yfir því að þetta fyrsta almenna bindindis- mannamót Norðlendinga skyldi hafa verið haldið í Laugaskóla. Auk þess voru fluttar margar aðr- ar kveðjuræðúr og mikið sungið. Á laugardagskvöld fóru flestir fulltrúar á mótinu að Laxárfoss- BfflK'H'BIIIIM IIIIWll II—IIIIISWaHroBa—HIB—————gSB8M Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að Ólöf Guðmundsdótlir há Bakka andaðist að heimili sínu, Pverá í Öxnadal, laugardaginn 17. þ. m. Jarðarför hennar er ákveðin fimmtudaginn þ. 29. þ m. að Bakka í Öxnadal og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Þverá, kl. 1 e. m. Synir og tengdadcelor. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför mannsins míns Sigiifax’iiar Bförnssonar. Krisiín Krisijánsdótiir. um að skoða hið mikla mannvirki,. sem þar er í smíðum, og hina dá- ■ samlegu náttúrufegurð. Það mun almennt álit þátttak- enda bindindismannamótsins, að það hafi vel tekizt og náð þeim tilgangi, er því var ætlað, að auka viðkynningu og efla og treysta samstarf bindindismanna úr hin- um ýmsu félögum. Og þó að bind- indismenn úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum gætu eigi sótt þetta mót, er þess að vænta, að þeir verði með næst og gjörist að- ilar í þessum samtökum. Vafalaust var Laugaskóli mjög heppilegur staður fyrir samkomu sem þessa. Skólastjóri skólans og kennarar sýndu frábæra lipurð og velvild í garð mótsins. Enda er þeim það ljóst, að bindindismálið er einn þáttur í því menningar- starfi, sem þeir eru að vinna. Bindindismenn á Norðurlandi hafa verið sundraðir í hinum ýmsu félögum. Nú hefir verið tengdur ofurlítill þráður á milli þeirra, og væntanlega á hann eftir að styrkjast, og ætti það að gefa þeim betri aðstöðu til að vinna fyrir bindindismálið hvern og einn í sínu félagi. E. S. SÍúdentar íiá Menntaskól- anum á AKureyri 1939. A. Máladeild. Egill Sigurðsson S -Þing. I 6,06 Emil Björnsson, S.-Múlas. I. 6 53 Gestur Jónsson, Skagafj.s, I. 6,85 Guðjón Kristinss., Strand. I. 6 20 Halldóra Eggertsd., Sigluf. II. 5,49 Hólmfríður Sigurðard., Húnv. I. 6.37 Hulda Kristjánsdóttir, S.-Múl. I. 6,09 lóhann Hannesson, Sigluf. I. 7,47 lörundur Oddsson, Hrfsey I. 7,08 Ólafur Hjartar, Siglutirði II. 5.97 Þóroddur Jónasson, S.-Þing. I, 7,34 Utnnskóla: Baldur Líndal, Húnav, II, 4,60 B. Stærðfræðideild: Bergur Sigurbjörnss., N.Ping. I. 6,61 Björn Bjarnason, Bolungarv. I. 7,45 Jón Hjaltalfn, N.-ísaf. I, 6,42 Sigurður Ólafsson, Rvik I. 6,10 forsteinn Gunnarsson, Ak, II. 5,66 Utanskóla: Borgþór Gunnarsson, Gullbr. I. 6,49 Til þriðju einkunnar (til aö standast próf) þarf 4,25, annarrar einkunnar 4,50, fyrstu einkunnar 6,00 og á- gætiseinkunnar 7,50. Jóhann Hannesson vantar því að- eins s/joo °g Björn Bjarnason 6/ioo í ágætiseinkunn. Stjórnskipaðir prófdómendur við stúdentspróf votu: Björn Bjarnason, cand. mag„ úr Rvík, /ónas Rafnar, læknir, Friörik Magnásson, cand. jur., Steingr. Jónsson, fyrv. sýslum., próf. Ouðbr. Björnsson og Ouðm. Arnlaugsson, stud. mag. í Kaup- mannahöfn. t flngvél á níræðis- aldri. Jónas Jónsson frá Völlum í Saur- bæjarhreppi var einn af farþegum í flugvélinni Tf. Örn til Reykja- víkur að kveldi 17. þ. m. Jónas er 83 ára að aldri og kar- lægur síðustu árin. Hefir hann búið á Völlum í samfleytt 50 ár, en lét af búskap nú í vor. Konu sína, sem var á svipuðum aldri og hann, missti hann síðastl. haust eftir 60 ára sambúð. Nú flytur Jónas til dóttur sinn- ar, sem búsett hefir verið í Reykjavík rúm 20 ár. Nágrannarnir munu lengi muna þenna hægláta, dula gáfumann og ágæta hagyrðing, sem nú er flog- inn frá þeim karlægur á níræðis- aldri. Eldur kom upp í vélskipinu Arthur & Fanney við Torfunefs- bryggjuna síðastl. fimmtudag. Hafði kviknað í tjöruíláti. Slökkvi- liðið réði bráðlega niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu þó all- miklar á skipinu. Eigandi þess er Kristján Tryggvason, Skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu er skipaður frá 1. júlí Magnús Gíslason sýslum. í Suður- Múlasýslu,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.