Dagur - 27.07.1939, Blaðsíða 1

Dagur - 27.07.1939, Blaðsíða 1
DAGUR kemur 'ií á hverjum fimmtuctegi Kostar kr. 6.00 úig. Qjaldk. Arni Jóhannsson • Kaupfél. Eyfirðinga. Qjaldd. fyrir 1. júlí. XXII. árg. t AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 12. Uppsögn, biindin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. 30. tbl. Verksmiðjur s. I. s. Á aðalfundi S. í. S. í Reykholti gaf Jón Árnason framkvæmda- stjóri ýtarlegt yfirlit um starf- semi verksmiðja Sambandsins s.l. ár. Fara hér á eftir nokkur atriði úr skýrslu hans um verksmiðjur S. í. S. á Akureyri, að undantekn- um „Sjöfn“ og „Freyju“, sem eru að hálfu leyti eign K. E. A. GEFJUN. Gefjun vann á síðasta ári úr 153 þús. kg. ullar og er það mun meira en nokkru sinni fyr. S. í. S. keypti verksmiðjuna árið 1930, og það ár var unnið úr 40 þús. kg. Hefir vinna verksmiðjunnar því næstum fjórfaldast, síðan hún kom í eigu S. í. S. Framleiðsla verksmiðjunnar skiptist þannig: Dúkar 75.234 m„ lopi 35.850 kg., band 2.229 kg. og kambgarn 14.636 kg. Dúkagerð verksmiðjunnar hefir nær tífald- ast, síðan hún kom í eigu S. í. S. Sala á framleiðsluvörum verk- smiðjunnar nam 973 þús. kr. síð- astl. ár. í Gefjun vinna 126 manns. SAUMASTOFAN. Á saumastofu Gefjunnar á Ak- ureyri voru á árinu saumaðir 1063 alfatnaðir karlmanna, 3965 einstakar flíkur, 333 skinnflíkur og 2980 skinnhúfur. Salan nam alls 287 þús. kr. Á saumastofunni vinna 37 manns. IÐUNN. Starfsemi Iðunnar skiptist í þrjá aðalþætti: gærurotun, sútun og skógerð. Vinna við gærurotunina byrjaði í október s.l. og var henni lokið í maíbyrjun. Alls voru afgreiddar 90.700 gærur. Að gærurotuninni unnu 11 manns. Alls var sútað á árinu: 1.121 hrosshúð, 434 tryppahúðir, 3.585 nauta- og kýrhúðir, 14.302 sauð- skinn, 1.275 gærur og 1.305 önnur skinn. Sala á sútuðum vörum nam alls 304 þús. kr„ og var um helm- ingur varanna seldur til annara fyrirtækja. Við sútunina vinna 17 manns. Skógerðin framleiddi alls 29.724 pör af skóm á síðastl. ári og eru það um 100 pör á hvern vinnudag. Þessi afköst eru alltof lítil, en starfsfólkið æfist smátt og smátt. Eru afköstin nú orðin all- miklu meiri, og einstaka dag hafa þau komizt upp í 180 pör. Efni í skóna, skinn og leður, er íslenzkt að undanskildu sólaleðri, sem er Kvedjuorð. Fyrir nokkrum dögum síðan andaðist í Kristneshæli Pétur Finnbogason frá Hítárdal, skóla- stjóri í Glerárþorpi, aðeins 29 ára gamall. Hann féll, á morgni lífs- ins, fyrir hinum skæða fjanda vorum, hvíta dauðanum. Það leið- ir af sjálfu sér, að þeir sem deyja ungir, eiga ekki langa sögu, en saga Péturs er í stuttu máli þessi: Þegar hann hvarf að heiman úr foreldrahúsum, réðist hann til náms í Menntaskólanum á Akur- eyri. Eftir að hafa lokið þar gagn- fræðaprófi, settist hann í Kenn- araskóla íslands, og lauk þar kennaraprófi. Hann stendur nú á þeim miklu vegamótum lífsins, er hann hefir búið sig undir lífsstarf, og valið sér lífsstarf. Að baki eru yndisleg æskuár meðal foreldra og systkina, með alla sína drauma og þrár, og hin áhyggjulausu námsár, en framundan bíður nú sjálft lífið með skyldurnar mörgu og stóru. Eg sé hann fyrir mér á þessum vegamótum, þennan unga og glæsilega Mýramann. Það er einhver fögnuður og sólskin í augunum. Það er hin ósvikna gleði lífsins, sem á upptök sín í innri auðlegð, innri andlegri glóð. Með þennan fögnuð lífsins gekk svo Pétur Finnbogason glaður og reifur út í lífsstarfið, sem fram- undan beið. Hann hóf starf sitt, sem unglingaskólakennari á Dal- vík haustið 1936. Næsta haust var hann settur skólastjóri við barna- skólann í Glerárþorpi, en síðari hluta vetrar árið 1938 tók hann lasleika nokkurn, en gekk þó all- lengi til starfs eins og ekkert væri, en svo fór þó að lokum, að lífsþróttur hans og hin bjarta lífs- trú beið ósigur, að minnsta kosti fyrir okkar sjónum, sem á eftir honum horfum. flutt inn sútað. Sala skógerðarinn- ar á árinu nam 406 þús. kr. Við skógerðina vinna 52 manns. í sambandi við verksmiðjuna er einnig starfrækt hanzkagerð. Framleidd voru á árinu 2.828 pör af hönzkum og nam salan 21 þús. kr. Við hanzkagerðina vinna 9 stúlkur. En hann féll með saémd. Sumir menn eru svo hamingjusamir, að hvar sem þeir fara, eignast þeir alla að vinum án þess að hafa nokkuð fyrir því. Þeir sigra sam- ferðamenn sína með elskulegu viðmóti og hjartahlýju, og það þykir öllum gott að vera í návist þeirra. Pétur Finnbogason var eitt slíkt hamingjunnar barn. Á með- an hann var sjálfur nemandi, var hann óskabarn kennara sinna og skólasystkina, og þegar hann sett- ist sjálfur í kennarastólinn ávann hann sér undir eins hylli hinna ungu menenda sinna. Hann var þrátt fyrir allt sigurvegari þótt lífsþráður hans væri sundur höggvinn svo snemma, og þar stöndum við frammi fyrir ein- hverjum þeim dularfyllstu rúnum lífsins. Hvers vegna fá hinar gömlu og visnuðu greinar að standa, þeg- ar hin grænu og glæsilegu tré eru höggvin svo miskunnarlaust í blóma lífsins. Þessi dularfulla ósanngirni hefir um aldaraðir (Framh. á 3. síðu). mamtt n wn—n r i -■■»»■< íMnmni'i.niim i.l.wm——wmm Vikapilturinn við kaupmannablaðið hér í bæn- um segir, að það sé „hæpin álykt- un, að Framsóknar- og samvinnu- menn hafi verið framtakssamari en aðrir um að koma iðnaði á fót“. Á öðrum stað hér í blaðinu er skýrt frá framkvæmdum S. í. S. hér á Akureyri í þessum efnum, eins og þær voru á síðasta ári. Þessi framtakssemi samvinnu- manna veitir fólki vinnu sem hér segir: Gefjun ............ 126 manns Saumastofan ......... 37 manns Gærurotunin ......... 11 manns Sútunin ............. 17 manns Skógerðin ........... 52 manns Hanzkagerðin .... 9 manns Samtals 252 manns í sambandi við þessa framtaks- semi S. í. S. má geta þess, að í árslok 1938 voru fastráðnir starfs- menn hjá K. E. A. 152 á Akureyri. Þar af unnu 57 við iðnaðar- og framleiðslustörf. Frekara svar um þetta efni ger- ist ekki þörf. Þá er í sömu „íslendings“grein verið að þvæla gamla tuggu kaupmannablaðanna um verzlun- arfyrirtæki, „sem eru lögvernduð fyrir álagningu opinberra gjalda“. Er hér átt við kaupfélögin og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst við K. E. A. Út af þessu skal ísl. á það bent, að á síðastl. ári greiddi K. E. A. til Akureyrarbæjar í útsvörum, sköttum og öðrum gjöldum sam- tals 142 ÞÚSUND KRÓNUR. Dánardeegur. í dag er til moldar fluttur Indriði Helgason bóndi á Dverg- stöðum í Hrafnagilshreppi. Hann andaðist að heimili sínu 20. þ. m. rúmlega sjötugur að aldri, þrotinn að heilsu og kröftum síðustu mán- uðina. Hann lá ekki á liði sínu, meðan kraftar hans leyfðu, var hamhleypa til verka og ósérhlíf- inn svo að af bar. Vinnugleðin var tryggur förunautur hans á lífs- leiðinni, en „sízt þeim lífið leiðist, sem lýist þar til út af deyr“, kvað síra Björn í Sauðlauksdal. Sann- aðist það á Indriða. Hann gekk ekki óþreyttur til hinztu hvílu. Indriði var um alllangt skeið ráðsmaður á búi Hallgríms sál. Kristinssonar í Reykhúsum, en síðan rak hann búskap fyrir sjálf- an sig, fyrst á Botni í Hrafnagils- hreppi og síðan á Dvergstöðum. Hann naut almennra vinsælda í sveit sinni, átti aldrei í útistöðum við nágranna sína né aðra, var hægur og prúður í allri fram- komu, en þó glaðlyndur og jafn- lyndur, skemmtinn í viðræðum og vel greindur. Indriði var kvæntur Helgu Hannesdóttur frá Árbakka á Skagaströnd, dugnaðar- og mynd- arkonu. Lifir hún mann sinn ásamt nokkrum börnum þeirra. Fullðrúaftindir. Með Stavangerfjord komu til Reykjavíkur á laugardaginn full- trúar þeir frá Norðurlöndum, er sitja áttu fund Norræna félagsins, sem staðið hefir yfir í Rvík und- anfarna daga. Um þessar mundir stendur einn- ig yfir í Rvík fulltrúafundur al- þýðufélaganna á Norðurlöndum, Pétur Finnbogason, skólastfóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.