Dagur - 27.07.1939, Síða 2
122
nagnR
30. tbl.
För til Bretlands og
Danmerkur.
Vilttal við §norra §igfússon, skóSaslféra.
Eins og kunnugt er lesendum
Dags fór Snorri Sigfússon skóla-
stjóri í skólamálaerindum til
Bretlands og Danmerkur í vor. Er
hann nú nýkominn heim. Hitti
Dagur hann og spurði frétta.
Eð gæti náttúrlega sagt ýmis-
legt í fréttum, segir Snorri, en
hæpið að menn hafi gaman af
þeim fréttum, sem eg kysi helst
að segja. Hvar dvaldir þú lengst
af? í Edinborg og London. í Edin-
borg þótti mér gott að vera. Borg-
in er einkennilega fögur og Skot-
arnir ágætir menn í viðkynningu.
Þar kom ég líka í einna beztu
skólana sem eg sá.
Fannst þér þá ekki að Skotam-
ir væru líkir í viðkynningu sög-
unum, sem um þá eru sagðar?
Nei, alls ekki. Eg sagði þremur
skólastjórum, sem eg var með eitt
kvöld, frá því, að eg hefði nú
heyrt ýmsar sögur um Skota, er
bæru vott um minni höfðingsskap
en þann, er þeir sýndu mér. Þá
brostu þeir. Jú, við könnumst við
þær, því við búum þær til sjálfir!
— Annars er margt að sjá í Edin-
borg, sem minnir á forna frægð,
svo sem gömlu kastalana og vígin.
Söfn eru þar og mikil og mörg, en
lítið gat eg kynnst þeim. En eg
held eg verði að segja þér frá ein-
kennilegri golfkeppni, sem ég var
viðstaddur þar. Það var daginn
eftir eg kom þangað. Fjórir ís-
lendingar ætluðu að keppa þar
um meistaratitil, og eg átti, ásamt
þremur virðulegum og þaulvönum
Skotum, vinum þeirra, að vera
þar einskonar dómari! — En þér
að segja, hefi eg aldrei tekið á
golfkylfu eða barið í kúlu og
kann því ekkert til þeirra hluta.
En það gerði ekkert til, sögðu
þeir. Eg varð að koma með. Þessir
íslendingar voru Sigursteinn
Magnússon forstjóri Sís í Leith,
Valgarð Ólafsson skrifstofumaður
þar (báðir gamlir Akureyringar.
Valg. hálfbróðir Ragnars sál. Ól-
afssonar og þeirra bræðra), Jón
Eiríksson skipstjóri á Lagarfossi
og Guðmundur Jörgensson full-
trúi Eimskips í Hull, og hafði
hann komið þaðan til keppninnar.
Þetta var víst í 5. eða 6. sinn, sem
slík keppni fór fram, einu sinni á
ári, og mun það víst í það eina
sinn, sem sumir þessara meistara-
efna snerta á golfkylfu, svo ekki
er mikilli þjálfun fyrir að fara!
En íslandsmeistari hafði Sigur-
steinn verið frá byrjun. Nú hófst
hin virðulega keppni á yndisleg-
um golfvelli í útjaðri borgarinnar
í 26 stiga hita. Sá eg þá strax að
ísl. dómarinn mundi nokkurnveg-
inn hæfa keppendunum. Það er
nú kannske ofmikið sagt, en þó
sá eg það á meðdómendum mín-
um, Skotunum, að þeir höfðu
gaman af vindhöggunum. En þetta
endaði þannig að Guðm. Jörgens-
son varð íslandsmeistari þetta ár.
Og' í hófi um kvöldið, um borð í
Lagarfossi, var með hátíðlegri
ræðu afhentur meistaranum hinn
mikli dýrgripur, Meistaraskjöld-
urinn. Hann er nú raunar úr tré,
en fagurlega skreyttur, glóandi í
öllum regnbogans litum, háís-
lenzkur, merktur skjaldarmerki
voru og flaggi. Mun eg seint
gleyma þessum skemmtilega degi
í hópi þessara ágætu félaga, því
þótt þaulvanir golfmenn kynnu
eitthvað að geta sett út á þá á
golfvellinum, þá standa þeir sig
áreiðanlega á við þá utan hans,
því þetta eru allt ágætir menn
hver á sínum stað og okkur til
sóma. — En eg gæti trúað því að
á þeim yrði glímuskjálfti næsta
ár, þegar Guðmundur á að verja
titilinn og skjöldinn, og mun sú
mikla keppni fara fram í Hull.
En eg samgleðst þessum ágætu
mönnum með þetta uppátæki, sem
þeir skemmta sér svo ágætlega
við í útlegðinni, og vildi gjarnan
vera í Hull næsta ár!
En hvað segirðu frá dvöl þinni
í London?
Eg veit varla hvort eg á að
reyna að lýsa nokkuð dvöl minni
þar. En það get eg sagt, að þessi
furðulega borg er miklu stærri og
voldugri en mig hafði órað fyrir.
Dr. Jón Stefánsson, sem eg hitti
þar á British Museum, segir að
London sé ámóta stór að flatar-
máli og allt Suðurlandsundirlend-
ið, frá Reykjanesfjallgarði austur
að jöklum og langt á haf út. í
slíkri borg hverfur einstaklingur-
inn í mannhafið, sem er óskap-
legt. Um göturnar er varla hægt
að komast, oft og tíðum, og því
verður maður að nota neðanjarð-
ar járnbrautir ef maður vill hafa
hraðan á, og þess þurfti eg með. í
London sá eg ágæta skóla og varö
hrifinn af leikjastarfsemi þeirra
og sterka aga. Og þó er hin kristi-
lega starfsemi skólanna einna
merkilegust. Bretar leggja afar
mikla áherzlu á að ala menn upp
til skyldurækni og trúmennsku.
Þeir leggja í raun og veru miklu
meiri áherzlu á skapgeraðruppeldi
barnanna en hina eiginlegu
fræðslu, og er hún þó víða góð.
Við eitt kappmót var eg þar.
Það var sundkeppni á milli 25
skóla í stórri sundhöll. Það er að
ýmsu leyti hið merkasta kappmót
sem eg hefi séð. Þar gekk allt
með hljóðlausu, þögulu kappi.
Þeir hefð uhaft gagn af að vera
þar, sem hæst æpa og orga á öll-
um kappmótum. Annars fannst
mér þetta fólk ekkert betur synt
en okkar, en fjölbreytni í sundinu
þótti mér meiri og skemmtilegri,
og dýfingar prýðilegar.
Komstu ekki á ýmsa merka
staði? Jú, t. d. nokkur söfn,
blómagarðinn fræga og dýragarð-
inn. Engu þessu reyni ég að lýsa.
Þá kom ég í þinghúsið (Parla-
mentið) en sá þar ekkert fyrir-
manna nema W. Churchill, sem
Bretar hafa geysilegt traust á.
Hann lýtur ellilegar út en ég
bjóst við, en afar fyrirmannlegur
ásýndum. Það þykir viðburður er
hann heldur ræður og eftir þeim
er vel tekið. Þá skoðaði ég St.
Paulskirkjuna, hið mikla musteri,
Windsor-kastalann, og var við
messu í Westminster Abbey.
Aldrei mun ég gleyma þeim há-
tíðleik, sem þar ríkti. Tvisvar kom
ég að hinu gamla og óásjálega
húsi, Downingstreet nr. 10, og ætl-
aði að reyna að sjá Chamberlain
gamla, en það heppnaðist ekki.
Þar stóðu aðeins tveir lögreglu-
þjónar við dyrnar, hnarreistir og
virðulegir.
Fannst þér Bretar búast við
stríði? Já, það fannst mér. Eg held
að þeir séu á bak við hið rólega
og þögula yfirborð, sannfærðir
um að ekki verði hjá stríði kom-
izt. Það geti að vísu dregizt eitt-
hvað, en það komi. Enda búa þeir
sig undir það af ofurkappi og
verja til þess óhemju fé. Danzig
tala þeir um eins og viðkvæman
depil á hinni ótryggu línu, en ekk-
ert aðalatriði. Á Austur-Asíumál-
in líta þeir miklu alvarlegri aug-
um. Þeir þykjast sjá í atferli
Japana byrjun á ofsókn gegn
hvíta kynstofninum, þótt það
lendi nú fyrst og fremst á Bret-
um. Og af hatri á þeim rétti nú
tvö stórveldi Evrópu Japönum
óbeina hjálparhönd, Ítalía og
Þýzkaland. Til átaka hljóti að
koma, og Bretar verði að hafa þar
forystuna.
Fannst þér bera mikið á stríðs-
undirbúningi í London? — Já, síð-
ustu dagana sem eg var þar. Að
vísu var allt slétt og fellt á yfir-
borðinu, en undir niðri og á bak
við tjöldin var hamazt við alls
konar æfingar og undirbúning. Og
auglýsingar og áskoranir um að
ganga í herinn voru alstaðar. En
um allt þetta vildu þeir ógjarnan
tala, enda mun þá hrylla við
stríði.
Hvað sögðu þeir um meðferð
Japana á Bretum í Tientsin? —
Þeir sögðu lítið, en ef á það var
minnzt, þá sýndist mér þeir roðna.
En um samningana við Rússa?
— Um þá töluðu þeir fátt, fannst
mér, og lítið virðulega. Og ég held
að þeir hafi mjög takmarkaða trú
NÝJA-BÍÓ
sýnir firamtudaginn 27. þ.m.
kl. 9.
Konunpr
■ r
■ .«
sioræmng]-
anna.
Stórfengleg og speunandi
mynd Aðalhlutverkin leika:
Fredric Marcli og
Franciska Gaal.
Sýud í síðasta sinu.
Á ljósmyndastofunni í
Gránufélagsgötu 21 get-
ið þér fengið nýmóðins
Xombinationsmyndir
og margar fleiri gerðir, sem
hvergi fást annarsstaðar.
Guðrún Funcfi-Rasmussen.
á því, að við þá verði nokkurn-
tíma samið.
Svo fórstu til Danmerkur? —
Já. Frá London fór ég yfir til Es-
bjerg og til Kaupmannahafnar.
Var ég þar nokkra daga og kom
þar í skóla. Síðan fór ég aftur til
Jótlands og fór þar víða um og
kom í marga skóla. Það var yndis-
legt að ferðast um hið fagra Jót-
land og kynnast hinum gestrisnu
Jótum. Og aldrei mun ég gleyma
samkomu sem ég var á á Himmel-
bjærget. Á þeim dásamlega sam-
komustað voru saman komin um
20 þús. manns. Þar sá ég prúðbú-
ið fólk í hátíðaskapi og engan
mann ölvaðan. Danir leggja nú
afarmikið kapp á leikfiminám í
öllum skólum sínum, og spara þar
fátt til. — í Haderslev hitti
eg Braae-Hansen, hinn merka
íþróttafrömuð og kennaraskóla-
kennara, sem var hér á Akureyri
og víðar í fyrrahaust. Hann er
Kaupfélagí Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild