Dagur - 07.09.1939, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1939, Blaðsíða 4
148 D A G U R 38. tbl. Hraðferðir Steindórs e r u Frá Akureyri: Alla sunnudaga Alla mánudaga Alla fimtudaga Alla laugardaga F r á Ak ra n e s i: Alla sunnudaga Aila mánudaga Alla miðvikudaga Alla föstudaga Alll hradlerðir um Akranes. Sjóleidina annast m.s. Fagranes. Afgreidsla á Akureyri Bi/reiðastöð Oddeyrar. STEINDOR. Ellilaun og örorkubætur. Umsóknum um ellilaun og örorkubætur ber að skila til skrifstofu bæjarstjóra fyrir 1. okt. n k. Umsóknareyðublöð fást á bæjarstjóraskrifstofunum. Umsóknum um örorkubætur verður að fylgja vottorð hér- aðslæknis. Akureyri, 6. september 1939. Bæjarstjórinn. Magnús Snæbjörn8son, K. A., 1 mín. 47,0 sek. 200 m. bringusund, konur; fyrst varð Steinunn Jóhannesd., i3., 3 mín 32, 3 sek., nýtt ísl. met; fyrra metið átti hún sjálf og var það 3 mín. 33,4 sek, önnur Hulda Pétursd., P., 3 mín. 4 3,1 sek., þriðja Elsa Sigfúsd. K. A., 4 mín. 9,0 sek. — 50 m. bak- sund, karlar, fyrstur varð Jóhannes Snorrason, G., 44,4 sek., annar Jónas Einarsson, G.,44,6 sek., þriðji Magnús Guðmundsson, P , 47,0 sek. Pví næst synti Guðbrandur Porkels- son úr K. R. 800 m. skriðsund á móti 7 mönnum héðan, var það lítil keppni sem vænta mátti og leiðinleg. Nokkrir piltar sýndu dýfingar af stökk- palli og var það sumt sæmilega gert. Axel Kristjánsson alhenti því næst verðlaun og sleit mótinu. Um sundmótið er það hægt að segja að það var lélegt yfirleitt, hvað árang- ur snertir, sáralítil framför hjá flestum, sem keppt hafa áður; það er því ekki rétt að láta hvern skussa hafa verðlaun, sem syndir, það á að setja visst tíma- hámark, sem hver keppandi má vera í hverri vegalengd, svo hann nái í verð- laun; t. d. er lítið vit í því að þar sem eru þrír keppendur og einn þeirra veit fyrir fram að hann verður síðast- ur, þá getur hann bara hvílt sig og farið rólega, því þó hann sé klukku- tíma með 100 metra, þá fær hann alltaf þriðju verðlaun; meðan svona er þá skapast enginn áhugi meðal kepp- endanna, sakir þess líka, að svo fáir stunda sund til keppni. Tvímælalaust er Steinunn Jóhannes- dóttir efnilegasti keppandinn, er þarna kom fram, hún hefir gott sundlag, þó hættir henni til að »súpa á< stundum og tafði það hana mjög á sunnudag- inn. Starfsmenn mótsins mættu bæði óstundvíslega og illa og ætti að vera hægt að fá menn, sem væri hægt að treysta nokkurnveginn til að mæta á réttum tíma. Leikskrána hefði líklega varið óhætt að prenta ekki, því það var mjög takmarkað, sem eftir henni var farið, marga vantaði til leiks, sem þar voru skráðir, og nokkrum bætt inní. Zog. Hlutaveltu heldur Kvenfélag Akureyrarkirkju næstk. sunnudag í Samkomuhúsi bæjarins. Margir ágætir munir verða á hlutavelt- unni. Öllum ágóðanum verður varið til styrktar kirkjubygging- unni, Herbergi til leigu frá 1. okt. n. k. Guðm. Guðlaugsson, Munkaþverárstræti 25. F jármark mitt er: Alheilt h., tvístýft f. v. Kristján Einarsion, Staðartungu, Skriðuhreppi. Friðrik Magnússon lögfræðingur skrifslofa i „EIMSKIP". S í m i 4 15. Kaupum hálfflöskur á 15 aura slk. Sf jörnu-Apótek K. E. A. Bruni. Á laugardagskvöldið brann verksmiðjuhús h. f. Brenni- steinn við Námaskarð til kaldra kola- Var enginn viðstaddur þeg- ar kviknaði í. Slys. Á sunnudagsnóttina varð unglingsstúlka, Margrét Guðlaugs- dóttir, Aðalstræti 23 hér í bæ, fyr- ir vörubíl og meiddist svo á höfði að flytja varð hana á sjúkrahús. Tilboð éskast í flutning sundnema af Arskógarströnd að Sundskála Svarfdæla. Sundnámskeiðið hefst 25. þ. m. og varir í 12 daga. Þátttak- endur væntanl. um 40 (börn og unglingar). Leitið upplýsinga hjá undirrituðum sem fyrst. Akvörðun tekin um miðjan mánuðinn. F. h. U. M. F. »Reynis«. * Jóhannes Oli. Simi Krossar. Tilkynning. Brezka stjórnin hefir tilkynnt, að eftirfarandi vörur verða skoðaðar sem stríðsbannvörur, Algert bann: 1. Allar tegundir vopna, skotfæra, sprengiefna; efni og á- höld til notkunar í gashernaði; vélar til framleiðslu þeirra eða viðgerða; varahlutir þeirra; hlutir og efni, sem nota má í sambandi við þetta; efni, sem nota má við tilbúning þessa; hlutir, sem nauðsynlegir eru eða gagnlegir til framleiðslu eða notkunar slíkra efna. 2. Alls konar eldsneyti, öll tæki til flutninga á landi, sjó eða í lofti, vélar, sem notaðar eru til framleiðslu þeirra eða viðgerða; varahlutir þeirra; tæki eða skepnur, sem nauðsynleg eru eða gagnleg í sambandi við þau; efni eða hráefni notuð við gerð þeirra; hlutir, sem nauðsynlegir eru eða gagnlegir við framleiðslu eða notkun slíkra efna eða hráefna. 3. Alls konar tæki til að senda skeyti; verkfæri, áhöld, landabréf, myndir, blöð og aðrir hlutir, vélar og skjöl, sem nauðsynleg eru eða gagnleg til að reka hernað, og allt, sem nauðsynlegt er eða gagnlegt við framleiðsJu þeirra eða notkun. 4. Peningar (mynt), dýrmætir málmar, peningaseðlar eða verðbréf. Einnig málmar, málmmót, málmplötur, vélar; hlutir og efni, sem nauðsynleg eru við framleiðslu þeirra eða notkun. Skilyrðisbundið bann: 5. Matvörur alls konar, skepnufóður, fatnaður, og efni til að framleiða þessa hluti. 7. september 1939. Vara-ræðisniaður Breia á Akureyri, Arthur Gook. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.