Dagur - 21.09.1939, Qupperneq 1
DAGUE
kemur i!: á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjaldk.
Árni Jóhannsson •
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXII
• árg. j
Akureyri 21. september 1939.
38. tbl.
S t r í ð i ð.
Friðarsamningur milli Rússa og Japana
Rússneskur her ræðsf inn í Pólland
og leggur undir sig landið.
Pólverfar verfast þýzka og rússneska
hernum effir mæffi, en verða að
likindum bróff ofurlitfi bornir.
Frakkar treysfa aðstöðu sína
á vesfurvígsföðvunum.
Mikil og ótrúleg tíðindi hafa
borizt að eyrum manna utan úr
heimi síðastliðna viku.
Rússar hafa samið frið við Jap-
ani á þá leið, að herir Sovétríkj-
anna og herir Japana í Mand-
sjúkóú hættu öllum hernaðarað-
gerðum 16. þ. m. Báðir herirnir
halda þeim stöðum, er þeir höfðu
15. september.
Geta nú Japanir óáreittir af
Rússum snúið sér gegn Kín-
verjum.
Næst skeður það, að rauði her-
inn ruddist inn yfir austurlanda-
mæri Póllands á sunnudagsmorg-
unirm á öllu svæðinu frá Lett-
landi og suður að Rúmeníu, án
þess að Sovétstjómin hefði sent
Pólverjum nokkra úrslitakosti eða
stríðsyfirlýsingu.
Að undanfömu höfðu Pólverjar
varist árásum þýzka hersins í
sunnan- og vestanverðu landinu
af hinni mestu hreysti. Nú réðist
rússneskur her að baki Pólverj-
um, og þrátt fyrir harðvítuga
mótspyrnu Pólverja, hefir innrás-
arhreinn nú sameinast þýzka
hernum í Brest-Litovsk og Lem-
berg.
Er nú fyrirsjáanlegt, að þessi
tvö stórveldi, Rússland og Þýzka-
land, mola Pólland á milli sín.
Enn verja þó Pólverjar höfuð-
borg sína, Varsjá, en brátt mun
hún falla í hendur óvinanna.
Eftir að rauði herinn var farinn
yfir landamæri Póllands, sendi
Molotov, utanríkismálaráðherra
sovétstjórnarinnar, sendiherra
Pólverja í Moskva, langa orð-
sendingu til réttlætingar árásinni.
Þar segir, að pólska ríkið sé fall-
ið í rústir, Varsjá sé ekki lengur
höfuðborg og stjórnin flúin. Allir
samningar við Pólland séu þar
með úr gildi fallnir, og landið
liggi nú opið fyrir hverjum þeim,
sem kynnu að vilja ásælast það.
Ennfremur segir í orðsending-
unni, að Rússland hafi til þessa
verið hlutlaust í stríðinu milli
Þýzkalands og Póllands, en nú
telji það skyldu sína að vernda
hagsmuni, líf og eignir Hvítu-
Rússa og Ukrainemanna í Pól-
landi, og því hafi Sovétstjórnin
falið rauða hernum að ráðast inn
í landið.
Pólski sendiherrann neitaði að
taka við orðsendingunni, en
kvaðst mundi skýra stjórn sinni
frá innihaldi hennar.
Pólski sendiherrann í London
hefir mótmælt innrás Rússa í
Pólland og lýsir yfir að ástæður
þær, sem þeir færi fram fyrir inn-
rásinni ,séu yfirskinsástæður ein-
ar, til þess gerðar að reyna að
dylja ofbeldið og samningarof
gegn Póllandi. Auk þess hafi
Rússar með þessu framferði
brugðizt skuldbindingum sínum
sem meðlimur Þjóðabandalagsins,
segir sendiherrann.
Á vesturvígstöðvunum hafa
Frakkar umkringt borgina Saar-
brucken, og er talið að þeir gætu
nú þegar tilkynnt, að hún væri
nú þegar fallin þeim í hendur, en
það hafa þeir þó ekki gert, en
treysta sem bezt aðstöðu sína á
þessum slóðum, áðúr en stærri
tíðindi gerast þar.
Bandamenn segjast vera ákveðn-
ir í að halda stríðinu áfram þar
til yfir ljúki, þrátt fyrir innrás
Rússa í Pólland.
KIRKJAN: Messað í Lögmanns-
hlíð n. k. sunnudag kl. 12 á há|l
ísienzku
skipin
hafa tafizt í erlendum höfmun
eftir að stríðið skall á, bæði vegna
stríðsvátrygginga og tregðu á
vöruafgreiðslu. Brúarfoss kom til
Reykjavíkur frá Kaupmannahöfn
sl. fimmtudagskvöld hlaðinn vör-
um, og gekk ferð skipsins að ósk-
um. Tók skipið hafnsögumann í
Suður-Noregi og sigldi innan
skerjagarðs norður til Bergen, til
að sleppa við aðalhættusvæðið. Á
leiðinni var skipinu veitt eftirför
af ensku herskipi, sem renndi all-
nærri því, en lét það afskipta-
laust, er það sá merki skipsins og
þjóðerni.
Esja hin nýja var afhent Skipa-
útgerð ríkisins fyrir síðustu helgi.
Pálmi Loftsson framkvæmdastjóri
hefir verið erlendis að undan-
förnu, til þes að taka við skipinu.
Á sunnudag lagði skipið af stað
frá Álaborg heimleiðis með fjölda
farþega og er væntanlegt til
Reykjavíkur imi þessar mundir.
Ákveðið er, að einhver Fossanna
fari til Ameríku í þessum mán-
uði, hlaðinn íslenzkum afurðum
og flytji aftur heim nauðsynja-
vörur vestan yfir hafið:
Brezkt eftirlit
með siglingum hlut-
lausra þjóða.
Brezka stjórnin hefir sett á
eftirlit með siglingum hlut-
lausra þjóða, til þess að koma í
veg fyrir að þau flytji kornvörur
til óvina Stóra-Bretlands. Hefir
brezka stjórnin sent íslenzku
stjórninni tilkynningu um þetta.
Hefir þetta þau áhrif, að öll ís-
lenzk skip verða að koma við að
líkindum í Kirkwall á Shetlands-
eyjum (Hjaltlandi) eins og þau
urðu að gera í síðasta ófriði.
í tilkynningu sinni segist brezka
stjórnin reyna að tálma sem
minnst hlutlausa verzlun í ófriði
þeim, sem Stóra-Bretland á nú í,
eftir því sem slíkt er samrýmán-
legt þeirri ákvörðun hennar að
koma í veg fyrir, að ófriðarbann-
vörur komist í hendur óvinum
Stóra-Bretlands. Brezka stjórnin
telur sig verða að beita að fullu
réttindum sínum sem ófriðaraðili,
en jafnframt tjáir hún sig reiðu-
búna til þess að taka til vinsam-
legrar athugunar tillögur frá rík-
isstjórnum hlutlausra landa, sem
miða að því að auðvelda verzlun
þeirra, sem gerð er í góðri trú.
Lokun áfeng-
isverzlunar-
innar.
Lögreglan hér í bæ hefir látið
áfengisvarnanefndinni í té skýrslu
eða umsögn um þau áhrif, er lok-
un áfengisvezlunarinnar, vikuna
sem leið, hafði haft á bæjarlífið.
Skýrir lögreglan svo frá, að
þessa viku hafi varla sézt drukk-
inn maður við höfnina, ekki hafi
sézt ölvaður maður á dansleik í
Samkomuhúsinu, aldrei hafi þessa
viku þurft að kveðja lögregluna
til aðstoðar á hótel Akureyri, sem
sé alveg óvenjulegt, og út af hó-
telinu hafi aldrei sézt koma
drukkinn maður alla vikuna. Enn-
fremur segir í skýrslimni, að fáir
dagar hafi liðið svo í sumar, að
ekki hafi drukknir menn orðið á
vegi lögreglunnar, en umrædda
viku hafi hún aldrei þurft að
skipta sér af mönnum vegna
ölvunar.
Geysir: Fundur verður haldinn
í Skjaldborg í kvöld kl. 8.30 e. h.
Fulltrúakosning. Áríðandi að allir
mæti.
Stjóm Jarðræktarfélags Akur-
eyrar áminnir félagsmenn og aðra
garðyrkjumenn bæjarins um að
taka frá nægilegt kartöfluútsæði
handa sér til næsta vors, sam-
kvæmt áskorun Búnaðarfélags ís-
lands.
Til að reyna að fullnægja
geymsluþörf félagsmanna hefir
verið tekin á leigu kjallara-
geymsla til viðbótar geymslu fé-
lagsins, sem þegar er fullskipuð.
Þeir félagsmenn, sem óska að fá
kartöflur geymdar, eru beðnir að
skila pöntunum fyrir 1. okt. til
Kristjáns Sigurðssonar smiðs,
Brekkug. 5B. Eftir þann tíma
verða kartöflur teknar til geymslu
af utanfélagsmönnum meðan hús-
rúm leyfir.
Hlutaveltu heldur Kvennadeild
Slysavarnafélagsins á Akureyri í
Samkomuhúsinu sunnudaginn 24.
þ. m.