Dagur - 28.09.1939, Blaðsíða 3

Dagur - 28.09.1939, Blaðsíða 3
39. tbl. DAGUR 159 fyrrum bóndi i Syðra- Garðshorni í Svarfaðardal. Hann andaðist hér á Akureyri á heimili tengdasonar síns, Magnúsar Qíslasonar múrara, hinn 18. sept. s. I. rúmlega áttræður að aldri. Júlíus var fæddur að Skeiði í Sv,- dal 27/7 1859. Hann var af merkum bændaættum kominn og mun jafnan minnst í hópi hinna merkustu svarf- dælskra bænda sinnar tíðar. Þá er Júlíus var 16 ára, drukknaði faðir hans frá stórum barnahóp. Var Júl. elstur drengjanna og tók þá þegar við bús- forráðum með Quðrúnu móður sinni, einni hinni ágætustu og dugmestu konu. Þau systkini öll voru orðlagðir dugn- aðar og ráðdeildarforkar, enda bjarg- aðist Tjarnargarðshornsheimilið prýði- lega undir umsjón ekkjunnar og barna- hópsins. Mun þetta allt hafa orðið binum mannvænlega hóp mikill og haldgóður skóli. Júlíus kvæntist 1881 Jóhönnu Maríu Björnsdóttur bónda í Syðra Garðs- horni, ágætri konu, og lifir hún mann sinn. Bjuggu þau fyrst nokkur ár í Tjarnargarðshorni en síðan alla tíð í Syðra-Oarðshorni, eða nál. 40 ár, en alls mun Júl. sál. hafa dvalið þar í 53 ár. Búnaðist þeim þar mjög vel og voru ætíð meir veitandi en þurf- andi, og hin síðari ár mjög vel efn- um búin. Bar heimilið jafnan merki rausnar og ráðdeildar og var ávalt vin- sælt og velmetið. Börn eignuðust þau 9 alls og lifa þessi 7 þeirra: Hólm- fríður gift Jóhannesi Björnssyni verka- manni á Ak., Guðrún gift Halldóri Sigfússyni útgerðarm. á Dalvík, Jó hanna gift Magnúsi Gíslasyni rr.úrara á Ak., Sigrún gift Gesti Vilhjálmssyni bónda í Bakkagerðum, Friðrika gift Sævaldi Konráðssyni Norðfirði, Daníel bóndi í Syðra-Garðshorni, kvæntur Önnu Jóhannsdóttur, og Bjð.n rör- lagningamaður Ak, kvæntur Snjólaugu Hjörleifsdóttur. Alls munu afkomend- ur Júlíusar og Jóhönnu nú vera 43 talsins. Júlíus var orðlagður dugnaðarmað- ur. Hann gekk heill og óskiftur að hverju verki og vann ætíð af kappi við hvað sem var, enda var hann óvenjumikill afkastamaður og víkingur til vinnu. Hann var og um langt skeið formaður á fiskibátum á vor- og haustvertíðum í Svarfaðardal og þótti þar afburða maður, fengsæll og djarf- ur svo af bar, en þó svo fyrirhyggju samur að honum hlekktist aldrei á, þótt hann lenti í hinum mestu mann raunum og svaðilförum. Árvekni hans og fyrirhyggja brást aldrei, og kjark urinn og karlmennskan var óbilandi og bar hann yfir allar torfærur. Þannig leið hinn langi starfsdagur, Snemma var byrjað, 14 ára þarf hann að inna af höndum karlmanns- verk og 16 ára tekur hann við bú- stjórn með móður sinni og býr síð- an sjálfur yfir 40 ár. Alltaf unnið af kappi, hamast á sjó og landi, allar torfærur brotnar á bak í harðri sókn til manndóms og sjálfsbjargar, glaður og reifur, fullur lífsorku og þreki réttandi hverjum nauðleitarmanni hjálp- arhðnd. Og þegar loks heilsan og lífsþrekið fjarar út, eftir látlaust star og strit í þrjá fjórðunga aldar, og á íólm gengið við sjálfan dauðann, þá mætir Júlíus Danfelsson þar einnig með sverð og skjöld, glaður og gunn reifur sem fyrr. >Mér finnst allt lífið hafa verið leikur«, segir hann. »Og ég kveð þann leik sáttur við guð og menn. Mér finnst ég nú vera að lenda bátnum mínum. Fagra ströndin blasir við og þangað verður gott að kornast*. — Þannig mælti hann á banabeði. Starf og strit langrar æfi var ieikur og gleðigjafi, að hans dómi, og uppspretta sannrar sældar, því að það var fórn á altari skyld- unnar við gróðurmögn lífsins, við konu og börn, við móður jörð, við guð og menn. Slíkir menn aka heilum vagni heim. ^eirra er gott að minnast. Þeir eru kennarar okkar allra. Og nú hefur úlíus Daníelsson lent bátnum sínum heilu og höldnu við ströndina fögru. En líkamsleifar hans munu fluttar til hinnstu hvíldar í svarfdælskri mold. í guðs friði heim. Sn. S. Það tilkynnist, að jarðarför Júliusar Jóns Daníels- sonar fyrrum bónda í Syðra-Oarðshorni í Svarfaðardal, sem andaðist á Akureyri 18. september, fer fram föstudaginn 6. október og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 12 á tádegi, Jarðað verður að Tjörn. — Kveðjuathöfn fer fram að ^ánargötu 2, Akureyri, sunnudaginn 1. október kl. 11 f. h. Jóhanna María Björnsdóttir og börn. Bækur. íslenzkar nióðsðpr. Safnað hefir Ólafur Davlös- son. II. bindi I939. Útg, Þorsteinn M. Jón3son Ak. Það var mörgum fagnaðarefni, þegar 3orsteinn M. Jónsson hóf útgáfu á hinu mikla þjóðsagnasafni Ólafs Davíðs- sonar fyrir fjórum árum síðan. Hið litla safn, sem Ólafur sjálfur lét prenta fyrir aldamótin síðustu, og sögur þær er hann átti í Huld hðfðu lengi notið vinsælda, enda valdar sögur að efni og frágangi, og tvímælalítið meðal jess allra bezta, sem birzt hafði af ísienzkum þjóðsögum. Mörgum mun einnig hafa þótt leitt, ef hið mikla söfnunarstarf Ólafs helði átt að falla með öllu í gleymsku vegna þess, að enginn fengist til að sjá um útgáfu sagnanna. Fyrsta bindið, sem kom út 1935, uppfyllti áreiðanlega þær vonir, sem menn höfðu gert sér, enda stendur það eins og þjóðsögur Ólafs yfirleitt í fremstu röð íslenzkra þjóð- sagna. Annað bindið, sem nú kemur á markaðinn, er fyllilega jafnoki þess fyrra. Að efni og niðurskipan eru þau lik, þó eru í öðru bindinu færri sagna- (lokkar, þar vantar Sakamannasögur, Helgisögur, Náttúrusögur, Vatna og sæbúasögur og Lygisögur sem voru í fyrsta bindi, en hinsvegar er hér nýr flokkur: Kreddusögur. Allir þessir sagnaflokkar eru kunnir úr öðrum þjóðsagnasöfnum, nema lygisögurnar Þær hefir Ólafur fyrstur manna skrá- sett og innlimað f þjóðsagnir. Þegar blaðað er í þjóðsögum Ó. D. kemur það fljótt í Ijós að margt er þar líkt með þjóðsögum Jóns Árnasonar, enda var Jón hinn eini fyrirrennari Ólafs þjóðsagnasöfnun hér á landi. Þó er einn sagnaflokkur, sem miklu er meira af að tiltölu hjá Ó. D. Það eru Ör nefnasagnir, sem margar eru merkileg- ar. Aftur eru æfintýrin miklu færri að tiltölu hjá Ó. D., en þau fáu, sem enn hafa birzt, eru að ýmsu leyti ný stárleg. Enda þótt Ó, D. tæki ekki að safna jjóðsögum fyrr en Jón Árnason hafði t uðkröfuna, sem gera þarf til skemmti- fleytt rjómann ofan af hinum mikla þjóð- sagnaforða landsins verður eigi með sanni sagt, að þær standi sögum Jóns nokkuð verulega að baki. Ólafur hefir notið margra ágætra sögumanna og sjálfur kunnað manna bezt með þjóð- sögur að fara. Hið nýútkomna bindi stendur eigi að baki hinu fyrra um sagnagæði en færra er þar um langar sögur. Annars er eríitt nema með mikilli yfirlegu, að taka einstakar sögur eða sagnaflokka út úr og úrskurða þær betri en hinar, jó má geta þess að draugasögurnar eru hér langfjölskrúðugasti flokkurinn, og cennir þar margra grasa. Þar eru hinar römmustu draugasögur eins og sögurn- ar um Ábæjar- og Hleiðargarðsskottu, Mussulegg, írafellsmóra o. fl., en þar eru einnig aðrar sögur, sem meira eru stíl við það sem nútímamenn kalla dulræn fyrirbrigði, og hafa mildari blæ og skapfellilegri en hinar fornu reim- leikasagnir. Galdrasögurnar eru einnig fjölbreyttar, og er í þeim flokki sagt frá ýmsum áhrínsorðum og kraftaskáld- um ekki síður en eiginlegum göldrum, má þar minnast á sögurnar af Látra- Björgu og Guðmundi Bergþórssyni. Ófreskis- og Huldufólkssögur eru all- margar og merkilegar. Annars einkennir 3að bindið meira, að sögurnar eru afnar að gæðum en hitt að einstakar afburðasögur skari fram úr. Vegna óvissu um sölu bindanna hefir útgefandi valið þá leið að líta hvert bindi um sig vera sjerstaka heild, með sýnishornum sem flestra sagna- flokka, en ekki tæma hvern flokk í einu og láta bindin þannig vera í beinu framhaldi hvert af öðru eins og er í jjóðsögum Jóns Árnasonar. Þetta gerir að vísu hvert bindi fjölbreyttara en ella, en er leiðinlegra þegar litið er á allt verkið í heild, og gerir það óhandhægra í notkun, enda þótt hin góðu registur, sem hverju bindi fylgja bæti mjög úr. Þess er að vænta að útgefandi sjái sér fært sem fyrst að láta framhald þjóðsagnar.na koma út, hvort sem það verða eitt eða fleiri bindi, þá væri einnig gaman að fá prentað hið mikla galdrarit Ólafs Davíðssonar, sem enn liggur í handriti, en mun vera hin langfyllsta greinargerð um galdramál, sem til er á íslandi. Tvær skemmtisögur. ísafoldarprentsmiðja hefir nú í sum- ar sent tvær skemmtisögur á markað inn, „Ráð undir rifi hverju* eftir Wodehouse, og „Hákarl í kjöljarinu eftir Max Mauser, sem er dulnefni norsks höfundar, Jonas Lie. Sögur þessar eru í ðllu ólíkar nema því, að þær eru báðar skemmtilegar afiestrar, en með því uppfylla þær höf sagna. Ráð undir rifi hverju er þýdd af dr. Guðmundi Finnbogasyni, svo að þar er meira til máls vandað, en annars er venja um hreinar skemmti- sögur, og gefur það þegar bókinni aukið gildi, annars segir sagan frá vandræðum yfirstéttarónytjungs, en þjónn hans átti ráð undir hverju rifi til að bjarga honum úr klípum hins daglega lífs. Hákarl í kjölfarinu er saga um sjóferð, þar sem margt gerist, sem er meira en í meðallagi spennandi, dularfull morð, laumufarþegar og ástaræfintýri, sagt á þann hátt, að flestir verða að lesa söguna í einum fleng, enda hlaut hún verðlaun í sagna- samkeppni í fyrra. Það er óhætt hverjum þeim, sem á annað borð stytta sér stundir með lestri skemmlisagna, að fá sér þessar bækur til lestrar. Þeim leiðist ekki á meðan á lestrinum stendur. Frágangur bókanna er snotur eins og á öllu sem Isafoldarprentsmiðjan annast um. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Allt í lagi í Reykjavík. Saga. Ólafur viiJ Faxaten setti saman. Rvlk 1939. Það er opinbert leyndarmál, að höf- undur þessarar sögu, sem er á 3. hundrað bls. á Iengd, er Ólafur Frið- riksson fyrrverandi ritstjóri. Sagan er reyfari, en þarmeð er hvorki sagt að hún sé góð eða léleg. Reyfarar eiga auðvitað ekki saman nema nafnið. Hér er um nútímasögu að ræða, víða skemmtilega og nokkuð spennandi, en annan sprettinn þreytist lesandinn á langdregnum frásögnum um gröft á neð- anjarðargöngum undir tilteknum stræt- um í Reykjavík, gerð í þeim tilgangi að ræna í Landsbankanum. »Svo djúp og svo endalaus grafa þeir göng« mætti þar um kveða. Sagan er full af stórum leyndardóm- um, sem herðir á lestri hennar, af því menn fýsir að fá skýringu á þeim. Hver er hinn dularfulli »Jón á Klappar- stígnum?« Hver er »Mundi?« En til þess að komast að sannindum um þau efni, verður lesandinn fyrst að paufast langa lengi niðri í jörðinni undir Reykjavíkurgötum. Síðast endar svo allt í hrífandi hjónabandssælu aðal- persónanna að undangengnum miklum þrengingum. Það væri beinlínis illa gert að rekja efni sögunnar frekar en orðið er, því það mundi spilla eftirvæntingunni við lestur hennar. Þessvegna verður það ekki gert. Sagan er vel fallin til dægrastyttingar þeim mörgu, er hneigjast að reyfara- lestri. Bókmenntalegt gildi hennar er af skornum skammti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.