Dagur


Dagur - 18.01.1940, Qupperneq 2

Dagur - 18.01.1940, Qupperneq 2
10 D A G U R 3. tbl. Klæðisf iilliiMii í desember f vetur var eg stödd í búð einni á Akureyri. Á meðan eg' stóð þar við, kom inn í búðina maður í bláum vinnufötum og spurði eftir ísgarnssokkum. Þeir voru þar til sýnis og sölu, og voru þeir líkastir því að vera gerðir úr sama efni og nýju fötin keisarans. Ekki fann maðurinn neitt að því, en stærðin líkaði honum ekki. Þá spurði hann eftir kvenbuxum. Honum voru sýndar þær, næfur- þunnar og skálmalausar. Senni- lega hefir þetta hvorutveggja ver- ið búið til suður í löndum og sent hingað upp að norðurheimskauts- baug, til þess að seljast hér í há- skammdeginu. Eitthvað er nú bogið við þetta, datt mér í hug. Úti var svalt vetr- arveður og átti ég fullt í fangi með að verjast kuldanum, þrátt fyrir ullarnærfötin mín og ullar- sokkana. En konu verkamannsins hefir sjálfsagt fundist annað. Út af þessu dæmi og mörgum svipuðum hefir sú spurning vakn- að f huga mínum, hversvegna þjóðin klæddist ekki ullinni, sem drottinn hefir látið vaxa á fénu okkar, okkur til skjóls í vetrar- næðingunum og kuldanum á okk- ar stormasama landi? Nú er tími til að hefjast handa . Einmitt nú á þessum skelfingartímum, þegar allar þjóðir reyna að búa sem bezt að sínu og nota út í yztu æsar allt, sem þeirra eigið land getur fram- leitt. Nú vill svo vel til, að á Akur- eyri er ullarverksmiðja, sem vinn- ur margt gagnlegt og fallegt. Gefjunardúkar eru alþekktir fyrir fallegt útlit og haldgæði, enda mikið notaðir og enginn skammast sín fyrir það að ganga í Gefjunar- fötum. Aftur á móti heyrist oft kvartað um band, sem verksmiðjan fram- leiðir, að það endist illa og verði Ijótt við notkun. Sjálf get ég ekki dæmt um þetta af eigin reynd. En þessi umkvörtun er svo almenn, að það er ekki hægt að ganga fram hjá henni. Hver er orsökin? Er hún ef til vill sú, að ullin sé unnin upp með öliu sam- an? En það er sem kunnugt er mjög óheppileg aðferð. En hver sem orsökin er, þá verður að nema hana burt. Verksmiðjan verður að framleiða eins gott band, eins og það er bezt unnið í heimahúsum, svo gott, að um gæði þess verði ekki deilt. í sam- bandi við verksmiðjuna verður svo að vera fullkomin nýtízku prjónastofa, sem prjónar allar stærðir af nærfatnaði og sokkum karla, kvenna og barna úr hinu góða þelbandi verksmiðjunnar. Þessar vörur verða svo að selj- ast með svo sanngjörnu verði, sem unnt er. Það getur vel verið, þar sem ullin nú er stígandi, að þær verði ekki ódýrari heldur en útlendu nærfötin og sokkarnir, sem nú er flutt inn. En ávinning- urinn er samt mikill. í fyrsta lagi eru ullarfötin hlýrri, endingar- betri og hollari. í öðru lagi spar- aðist útlendur gjaldeyrir, senni- ■imiiiniHiimnmn Saumavélar omnar Kaupfólag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild &$§£■ •m lega svo skifti hundruðum þús- unda, ef að algerlega væri hægt að útiloka innflutning þessara vörutegunda. Allan þann inn- flutning, sem nú á sér stað á silkinærfatnaði og silkisokkum, ber að skoða sem þjóðarskömm, og einkennilega er því fólki farið, sem álítur það samboðið íslenzkri menningu og staðháttum að ganga í slíkum fatnaði. En nú spyrja sjálfsagt margir: „Látið þið ykkur detta í hug að ungu stúlkurnar í kaupstöðunum og jafnvel í sveitunum líka fari að ganga í ullarnærfötum og ull- arsokkum?11 Já, því ekki það. Ein- hverntíma verður að nema staðar og brjóta blað við heimskuna. „Þetta er móður“, segja menn. Já, það er móður núna, en fyrir einum tveimur áratugum þekktist þessi móður ekki. . Móðurinn breytist alltaf og því þá ekki að breyta þessu og taka upp það, sem betur má fara. Það eru ullar- verksmiðjurnar sem eiga að skapa ullariðnaðinn og þær hafa þegar gert það að nokkru leyti. Gefjunardúkar eru mikið notaðir í ytri fatnaði, bæði handa körlum, konum og börnum. Nú þarf Samb. ísl. samvinnufélaga að taka upp þá iðju, að framleiða nærfatnað og sokka. Margt fólk í bæjunum hefir enga ull, nema að kaupa hana, og þá vantar það oftast tæki til að vinna hana. Það er því mjög eðli- legt, að margir hafi gripið til þess að ganga í búðirnar og kaupa það, sem þar hefir verið á boðstólum. Ullarnærfötin og sokkarnir þurfa að vera til sölu og vel og smekk- lega gerð. Víða í sveitum er ullin mikið notuð til fatnaðar, sem betur fer. Það eru handspunavélarnar og eiga engam Ibefei wim en Ameriku. Á i INew Ycs>a*fe. worn sýniogar SktmdÍKmviskui þjóðamia ffölsótiair. (Framhald). DANMÖRK: Danski sýningar- skálinn er „hyggelig“. Á það hefir sýnilega verið lögð áherzla, er hann var hugsaður, en minna gert af beinni fræðslustarfsemi um land og þjóð. Veggir neðra salsins eru prýddir stórum, máluðum fresco myndum eftir Sikker Han- sen. Þær sýna danskt landslag, sem virðist einnig vera „huggu- legt“ og danska bæi og þorp, þar sem lítil, þokkaleg hús með rauð- máluðum þökum eru mest áber- andi. Annarsstaðar eru skip undir seglum og vélknúin kaupför und- an hinni lágvöxnu, dönsku strönd. Á gólfinu niðri er komið fyrir á langborðum dönskum silfurvör- um, postulínsvörum og keramík. Mest áberandi er þar silfursmíði firmans George Jensen, sem unnið hefir sér orðstír víða um lönd. Þetta fyrirkomulag á aðalgólfinu gefur skálanum of mikinn vöru- húsblæ í mínum augum. Skyldi maður halda, að Danir hefðu margt annað merkilegra að sýna Ameríku en Jensenssilfur, enda þótt það sé viðurkennd ágætis- vara. Gegnt langborðunum er komið fyrir sýnishornum af dansk-smíðuðum húsgögnum. Þau eru einföld, létt og snotur. Þá gefur að líta sýnishorn frá glervöruverksmiðjum Bing & Haukur Snorrason: Gröndahl og postulínsverksmiðj- um víða í Danmörku. Á gólfinu er lítill gosbrunnur umhverfis myndastyttu Kai Niel- sen af Evu með eplið, sem er eft- irlíking styttunnar í Enghave- garðinum í Kaupmannahöfn. Veggurinn andspænis aðalinn- ganginum er eini staðurinn á sýn- ingunni, þar sem maður fær nokk- uð að vita um stjórn og háttu Dana. Litlar trébrúður eru notað- ar til þess að segja gestum að 33% af þjóðinni stundi landbúnað og að 60% af Danmörku sé ræktað land, hver fjölskylda eigi reiðhjól og annað svipað. Á þessum vegg er komið fyrir miklum upplýsingum en svo þétt, að ef maður er búinn að ganga sig dauðþreyttann um sýningarsvæðið, þá er afar vafa- samt að maður „leggi í hann“, nema þá ef viðkomandi er því duglégri, og hitinn í New York hefir ekki farið yfir 90 gráður á Fahrenheit þann daginn. Allur skálinn niðri er bjartur og hrein- legur. Mikill hluti eins veggjarins er stór gluggi, og streymir birtan um allan skálann. Stór og breiður stigi liggur upp á efra gólf, og þar er veitingasal- ur. Þar er nóg um góðan mat, en hann kostar vitaskuld peninga. „Snaps, Böf med Lög, Rödgröd med Flöde!“ — Bezt sem minnst um það að hugsa. — Strax og komið er upp á loft, biasir við horn í salnum, sem helgað er Grænlandi. Þar er stórt landakort málað á vegginn, sem sýnir hnatt- stöðu Danmerkur, Grænlands og Ameríku. Þá eru ljósmyndir af grænlenzku landslagi, húsakynn- um og svo auðvitað íbúunum. „íslendingar", heyrði eg einn Ameríkumanninn muldra í barm sinn fyrir aftan mig um daginn! í skálanum eru margir ánægju- legir Danir, karlar og konur, sem sýna gestum skálann og skýra einstakar sýningar. Danski sýningarskálinn er ekki stór frekar en sá finnski. En hann er mjög með öðrum blæ. Hann er bjartur og hreinlegur og það er ánægjulegt þar inn að koma. Eg áiít, að hann gefi ekki miklar eða eftirminnilegar upplýsingar um land og þjóð. En kannske er það þó ánægjulegt að minnast þess, að Danmörk er broshýrt land og Danir broshýr þjóð, menntuð og framgjörn. Og hver sem sezt niður á veitingastofuna og fær sér reyktan ál eða „Smörrebröd“ eða Tuborg- og Carlsberg-bjór, hann fer þaðan áreiðanlega með góðar endurminningar. NOREGUR: Norski sýningarskál- inn stendur íslandsmegin „Friðar- torgsins“ og er stærstur hinna norrænu sýningarskála. Að baki skála þess, er snýr að torginu, reistu Norðmenn allstóra bygg- ingu í norskum „Stabur“ stíl, og gerðu brú mikla á milli húsanna allhátt frá jörðu. Þetta fyrirkomulag er klöngurs- legt og langt frá því að vera fall- egt að mínum dómi. „Stabur“ byggingin er gerð úr tré og máluð brúnum lit. Með því

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.